Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 4
4- PRIDJUDAGUR 20. JÚLÍ 1999
FRÉTTIR
T>^*r
Dlltieinumhlút
andlitsvatn - andlitsmjólk - augnfarðahreinsir
blauthlútar
fyrir augn- og andlitsfarða
Ómissandi í ferðalagið COMODYNES
$ SUZUKI
Komdu i
reynslu-
aksturl
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is
Hefur þú séð svona verð á 4x4 bíl?
• Mest seldi bíllinn í Japan(l), annaðárið í röð.
• Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll.
• Skemmtilegur bíll meomiklum staðalbúnaði:
ABS hemlaTæsivörn (4x4),
rafdrifnu aflstýri,
samlæsingu, o.m.fl
Ódýrasti 4x4
bíllinn á Islandi
mmiimimmiimimiiiiimiiiimiimiii
GL 1.099.000 KR.
GL 4x4 1.299.000 KR.
mmmmmmmmmmmmmmimim
Lögreglan hafði afskipti af tveimur piitum sem skutu úr loftbyssu á aðra tvo piita. Litlu munaði að illa færi og
lögreglan tekur skýrt fram að loftbyssur, eins og sést á þessari mynd, séu engin teikföng. Fyrir þær þurfi sérstakt
leyfi. mynd: teitur.
Pörupiltar í
loftbyssustríði
Helgin 16. til 19. júlí
var fremur auuasöm
hjá lögregluuui í
Reykjavík þótt lítið
haíi verið um slys og
alvarleg óhöpp. Alls
voru bókuð 620 verk-
efni í dagbókma góðu.
Að mati lögreglunnar var of mikið
um hraðakstur um helgina en 53
voru stöðvaðir þess vegna. Sextán
voru teknir fyrir meinta ölvun við
akstur.
Aðfaranótt Iaugardags valt bif-
reið á Vesturlandsvegi í Mosfells-
bæ. Ekki urðu slys á fólki en öku-
maður var grunaður um ölvun við
akstur. Mjög mikil umferð var um
Vesturlandsveg áleiðis til borgar-
innar síðdegis á sunnudag og
nokkrar tafír urðu.
Fjðldaslagsmál
í austiirborgmni
Kona fótbrotnaði í Lækjargötu að-
fáranótt laugardags og var hún
flutt á slysadeild til aðhlynningar.
Maður slasaðist á hóteli er
hann rann til í bleytu í eldhúsi.
Hann hlaut skurð á augabrún.
Tilkynnt var um fjöldaslagsmál
við hús í austurborginni aðfara-
nótt sunnudags. Þar reyndust
tveir menn vera að slást og var
annar fiuttur á slysadeild en hinn
vildi sjá um sig sjálfur.
Óláusöm börn og nnglingar
Á föstudagskvöld sprakk gos-
drykkjatæki framan í dreng í
heimahúsi. Hann hlaut áverka á
vör og var fluttur á slysadeild til
aðhlynningar.
Drengur féll niður um hlera og
niður á teppalagt gólf fyrir neðan.
Hann fékk höfuðhögg og var flutt-
ur á slysadeild.
Tveir ungir piltar skutu úr Ioft-
byssu á aðra tvo og fékk annar
piltanna skot í læri og háls en
hinn í nefið um sentimetra frá
auganu. Ekki var um alvarlega
áverka að ræða en óvíst hvað hefði
gerst ef skotið hefði lent í augan-
um. Að sögn lögreglu koma svona
tilfelli upp öðru hvoru. „Virðist
fólk ekki átta sig á því að loftbyss-
ur eru ekki leikföng og alfarið
bannaðar fyrir aðra en þá sem
hafa fyrir þeim sérstakt leyfí,“ seg-
ir m.a. í dagbók Iögreglunnar.
Drengur féll niður af bílskúrs-
þaki við Rauðalæk á sunnudag.
Hann kenndi til eymsla í baki og
hendi og var fluttur á slysadeild.
Tilkynnt um 19 innbrot
Tilkynnt var um 19 innbrot um
helgina og var nokkur hluti þeirra
í bifreiðar. Ur þeim var stolið
hljómtækjum, skilríkjum, farsíma
og húslyklum.
Tvisvar sinnum gerðist það um
helgina að maður kom inn f sölu-
turn til að kaupa vindlingalengjur.
t stað þess að borga vöruna var
hún gripin og hlaupið út. Málin
eru í rannsókn.
Stimpingar í miðbænum
Maður kvartaði yfir því við Iög-
reglu að fyrrverandi kona hans léti
hann ekki í friði. Er lögreglan kom
á staðinn átti fólkið í átökum.
Lögreglan kom á friði.
Aðfaranótt laugardags var frem-
ur róleg f miðborginni þrátt fyrir
talsverðan mannfjölda þar. Nokk-
uð var um stimpingar og pústra
manna á milli en ekki alvarleg
meiðsli, þó voru þrír fluttir á slysa-
deild.
Tilkynnt var um mann sem var
að hátta sig og búast til sunds í
Tjöminni. Þegar Iögreglan kom á
staðinn var maðurinn að klæða sig
aftur svo minna hefur orðið úr
sundinu en ætlað var.
Tilkynnt var um mann að skjóta
úr loftbyssu. I Ijós kom að þetta
var svokölluð gormabyssa og var
hún haldlögð.
Kveiktí jólatré
Mikill fjöldi fólks var á veitinga-
stöðum í miðborginni aðfaranótt
sunnudags. Talsverður erill var
hjá lögreglu við ýmis verkefni þar,
þrír handteknir vegna tveggja lík-
amsárása og tveir fluttir á slysa-
deild. Einn var handtekinn vegna
rúðubrots. Astandið var þó nokk
uð gott miðað við mannfjöldann,
að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um eld utandyra í
austurbænum á sunnudagskvöld.
Þar hafði verið kveikt í olíu á mal-
biki og slökkti lögreglan eldinn.
Einnig var kveikt í jólatré á svæði
Sorpu.
Struku af Hrauninu
Tveir fangar, sem struku af Litla-
Hrauni um kvöldmatarleytið á
laugardag, voru handsamaðir á
sunnudagskvöld, en þeir höfðu
sloppið út um neyðarlúgu í fang-
elsinu. Annar mannanna var að
afplána 15 mánaða dóm fyrir al-
varlegt ofbeldisbrot.
Leitað var að föngunum frá ld.
22.20 á laugardag, þar til þeir
fundust í Breiðholti kl. 20.26 á
sunnúdagskvöldið. Talið er að þeir
hafí stolið bát á Stokkseyri, siglt
honum til Þorlákshafnar, stolið
þar bíl og komið sér til Reykjavík-
ur. Meðan á leitinni stóð bárust
misvísandi fréttir af þvf hvort
fangarnir teldust hættulegir eða
ekki; í fyrstu fféttum var hvorugur
talinn hættulegur öðru fólki, en
síðar var sagt að annar þeirra gæti
verið hættulegur.
Eldri svo öruggt að...
Aðspurður um hvemig strokið gat
átt sér stað, miðað við þær miklu
breytingar sem átt hafa sér stað á
fangelsinu með stórefldu eftirliti
og búnaði, segir Erlendur S. Bald-
ursson, deildarstjóri hjá Fangelsis-
málastofnun, að ekkert fangelsi sé
svo öruggt að ekki sé hægt að
sleppa út.
„Enginn hafði strokið frá Litla-
Hrauni síðan 1995 og ég lít svo á
að Litla-Hraun sé mjög rammgert
hvað flótta snertir. Staðreyndin er
sú að ef fangelsið væri þannig
uppbyggt að 100% öruggt væri að
flótti gæti ekki átt sér stað þá er ég
ekki viss um að margir kæmu lif-
andi út úr því,“ segir Erlendur.
Búast má við því að mennimir
verði beittir agaviðurlögum innan
fangelsisins og verði ákærðir fyrir
báts- og bílstuld, en einnig má bú-
ast við hegningarlagaákæru sann-
ist að þeir hafi sammælst um að
stijúka. FÞG