Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.07.1999, Blaðsíða 9
4= 8 -ÞRIÐJUDAGU R 20. JÚLÍ 19 9 9 FRÉTTASKÝRING Thgtr ÞRIÐJUD AGUR 20. JÚI.Í 199 9 - 9 FRÉTTIR Fyrsta morðið í um tvö ár Clinton lokað með skipiilagsbreytmgu Það sló mikinu óhug á íslendinga þegar fregnir bárust af morðinu á Agnari W. Agnarssyni, en morð á íslandi hafa ætíð vak- ið mikla athygli meðal landsmanna. Manndráp eru sem betur fer ekki algeng hér á landi en þó eru til nokkur þekkt morðmál í Islands- sögunni. Má þar helst nefna manndrápið á Snorra Sturlusyni í Reykholti árið 1241. Einnig er það þekkt þegar Gísli Súrsson drap Þorgrím, mág sinn, eftir að Vésteinn, fóstbróðir Gísla, hafði verið drepinn. Jóni Gerrekssyni, biskup, var drekkt í Brúará árið 1433. Axlar-Björn mun hafa drepið 18 manns á 16. öld. Jón Hreggviðsson var dæmdur fyrir morðið á Sigurði böðli á 17. öld en þá mælti Jón hinu fleygu orð: „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann.“ Sjöundármorðin áttu sér stað árið 1802 en þá myrtu Bjarni og Steinunn maka sína. Natan Ketilsson var drepinn af Friðriki og Agnesi en það morð Ieiddi til síðustu aftöku á Islandi árið 1830. Lögreglan á íslandi hefur upplýst hvert einasta morðmál á síðari tímum íslandssögunnar utan eitt. Eitt óupplýst A þessari öld hafa verið framdir nokkrir tugir morða. Leigubíl- sljóramorðið frá árinu 1968 er eina óupplýsta morðið á þessari öld, en hinn grunaði f því máli var sýknaður fyrir dómstólunum. Án efa eru Guðmundar- og Geir- finnsmálin ein þekktustu morð- málin í Islandssögunni en fyrir þau voru sex einstaklingar dæmd- ir árið 1980 í fangelsi frá 1 ári í 16 ár. Hvorki Iík Guðmundar né Geirfinns hafa fundist. I engilsax- neskum rétti, þ.e. í Bandaríkjun- um og Bretlandi, er nánast úti- lokað að dæma mann fyrir morð finnist líkið ekki, en ekkert slíkt er að finna í norrænum rétti. Það er meginregla í íslenskum rétti að dómstólar hafa fijálst mat á sönn- unum og bendi gögn morðmáls til sektar án þess að Iík finnist getur dómari samt dæmt einstak- ling fyrir morðið eins og sást í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu. Þórir Oddsson, vararíkislög- reglustjóri, sagði hins vegar í samtali við Dag að sér fyndist það ólíklegt að menn yrðu dæmdir fyrir morð nú á dögum án þess að hafa lík. „Mikið hefur breyst frá þessum tíma í réttarfarinu og ég er ekki viss um að sama niður- staða fengist í dag fyrst það vant- aði Iíkin,“ segir Þórir. Síðast morð árið 1997 Stóragerðismorðið er ránsmorð frá árinu 1990 og átti það sér stað á bensínstöð í Reykjavík. I því máli voru tveir aðilar dæmdir. Arið 1993 framdi einstaklingur annað morðið sitt á 10 árum, en á nýársnótt árið 1983 hafði hann stungið annan mann til bana. Þessi einstaklingur fékk lengsta dóm sem Hæstiréttur hefur kveð- ið upp, eða 20 ára fangelsi. Krísuvíkurmorðið átti sér stað árið 1996 en þá var maður skot- inn með haglabyssu. Þar fékk morðinginn 10 ára fangelsi. Síð- asta morðið á undan morðinu á Agnari í síðustu viku var tví- buramorðið í Heiðmörk frá árinu 1997, en þá myrtu tvíburar mið- aldra mann sem þeir höfðu hitt á nektarstað í borginni. Annar tví- burinn fékk 16 ára fangelsi en hinn fékk 12 ára fangelsi í Hæstarétti. Manndráp af ásetningi Ekki eru til mörg stig manndráps hér á Iandi eins og sums staðar er- Iendis. Hér er annaðhvort talað um manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Hins veg- ar er gáleysi metið sem stórfellt eða einfalt. Asetningurinn getur einnig verið metinn og getur m.a. verið um beinan ásetning eða lík- indaásetning að ræða. I 211. grein almennra hegningarlaga segir að hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt. Hér er átt við manndráp af ásetningi en í hegningarlögunum er aldrei talað um morð. 2. málsgrein 218. greinar sömu laga er einnig oft notuð við mann- dráp af ásetningi, en þar segir að hljótist stórfellt líkams- eða heilsutjón af árás eða brot er sér- staklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir Ifk- amsárás, hlýtur bana af atlögu, og varðar brot þá fangelsi allt að 16 árum. 1 215. grein almennra hegningarlaga segir hins vegar að ef mannsbani hlýst af gáleysi ann- ars manns, þá varði það sektum eða fangelsi allt að 6 árum. Þetta ákvæði er t.d. notað við banaslys í umferðinni. Sérákvæði eru í hegningarlögunum um líknar- dráp, fósturdráp og sjálfsvíg. Morðum fer fækkandi I nýútkominni skýrslu Samein- uðu þjóðanna kemur fram töl- fræði yfir morð á hverja 100.000 íbúa fyrir árið 1994. I Danmörku voru 4,9 morð á hverja 100.000 íbúa, í Noregi var talan 2,1 og í Svíþjóð voru 9,5 morð árið 1994. I Finnlandi voru tilvikin 10,1, í Frakklandi 4,7, í Hollandi 14,8 og f Sviss 2,3. Irland hafði árið 1994 aðeins 0,7 tilvik. Hvorki ís- land né Bandaríkin eru í þessum samanburði í skýrslunni, en sam- kvæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra voru 0,9 mann- dráp á ári miðað við 100.000 íbúa árið 1994 á íslandi. Árið 1999 hafði tilvikunum fækkað niður í 0,33 og er það með því allra Iægsta í heiminum. I Reykjavík var ekkert manndráp í fyrra en árið 1997 átti sér stað ein manndrápstilraun. Eins og fyrr segir var heldur ekkert morð framið á landsvísu í fyrra, en árið 1997 átti tvíburamorðið í Heiðmörk sér stað. „Morðtíðni hefur farið lækkandi og hafa síðustu fimm árin verið með lægri tíðni en á sfðustu 20 árum,“ segir Guðmundur Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Rík- islögreglustjóra. Þórir Oddson, vararíkislögreglustjóri, segir að morðmál hafi sem betur fer verið yfirleitt tiltölulega fá hér á landi en þó nefnir hann árið 1988 sem var óvenjuslæmt ár hvað þetta varðar. „Þetta eina ár komu fimm til sex mál þar sem bani hlaust af til skoðunar hjá Iögreglunni," segir Þórir. Mannshvarf Stundum vill það til að menn hverfa sporlaust og vakna þá oft ýmsar getgátur um hugsanleg morð, en einnig er það til í dæm- inu að menn rífi sig upp frá öllu og hefji nýtt Iíf í öðru Iandi án þess að láta nokkurn mann vita. Síðan er sjálfsvíg möguleiki í svona málum. Atburðarás Leifsgötimtorðsins Þriðjudagur 13. júlí, um kl. 20:00. Gestir Agnars W. Agnarssonar yfirgefa íbúð hans að Leifsgötu 28 í Reykjavfk. Þór- hallur Ölver Gunnlaugsson hafði ekki verið meðal gesta. Þriðjudagur 13. júlí, um kl. 24:00. Einn kvengestanna kemur aftur til Agnars til að sækja gleraugu sín sem hún hafði gleymt. Agnar mætti til dyra í náttfötunum og afhenti konunni gleraugun sem síðan fór. Þá var ekki að sjá að Agnar hefði neytt áfengis. Miðvikudagur 14. júlí, um kí. 01:50. Nágrannar vakna við læti úr íbúð Agnars. Miðvikudagur 14. júlí, kl. 02:01. Þórhallur er stöðvaður á Skúlagötu vegna gruns um ölvunarakstur. Klæðnaður hans var blóðugur og gaf Þórhallur þá skýringu að hann hefði lent í slagsmálum \ið Qóra karl- menn á Vesturgötunni. Miðvikudagur 14. júlí, um kl. 17:30. Þórhalli er sleppt úr haldi lögreglunnar þar sem lögreglan taldi ekki vera grundvöll til áfTamhaldandi vistunar. Miðvikudagur 14. júlí, um kl. 23:30. Þórhallur flýgur til Kaupmannahafnar. Fimmtudagur 15. júlí, ld. 12:27. Lögreglan finnur lík Agnars í íbúðinni hans. Mörg stungusár voru á hinum látna og fannst morðvopnið í fbúðinni. Fimmtudagur 15. júlí, kl. 18:06. Fjölmiðlum er tilkynnt um morðið og Iög- reglan auglýsir eftir Þórhalli og bíl hans. Fimmtudagur 15. júlí, um kl. 21:00. Bíll Þórhalls finnst við Leifsstöð. Fimmtudagur 15. júlí, um kl. 22:00. Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra lýsir eftir Þórhalli í öllum Evrópulöndunum í gegnum Interpol. Föstudagur ló.júlí, kl. 16:07. Niðurstaða krufningar leiðir í ljós að Agn- ari var ráðinn bani með hníf. Laugardagur 17. júlí, um kl. 24:00. Þórhallur er handtekinn á aðaljárnbraut- arstöðinni í Kaupmannahöfn af dönsku lög- reglunni. Sunnudagur 18. júlí. Þórhallur er leiddur fyrir danskan dómara og er úrskurðaður f fimm daga gæsluvarð- hald. Mánudagur 19. júlf. Islenskir lögreglumenn fara til Kaup- mannahafnar til að fylgja Þórhalli til Is- lands. ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR Nýlegasta dæmið um mannshvarf er Ragnar Siguijónsson sem hvarf sporlaust í Bretlandi nú í vetur. Fyrir nokkrum árum hvarf Valgeir Víðisson og ekkert hefur til hans spurst sfðan þá. Ymislegt benti á tengsl Valgeirs við fíkniefnaheim- inn og hefur það ýtt undir þær sög- ur að hugsanlega hafi hann verið myrtur, en samkvæmt lögreglu var ekki talin ástæða að skrá rannsókn málsins sem morðrannsókn. Fjöldi mannshvarfa á Islandi er ekki mik- ill en um annað hvert ár á óútskýrt mannshvarf sér stað. Morðrannsóknir eru flóknar Ómar Smári Ármannsson, aðstoð- aryfirlögregluþjónn, segir að venju- lega komi margir aðilar að rann- sókn morðmála enda er að mörgu að hyggja. „Við munum hins vegar aldrei lýsa því hvernig sjálf aðferð- arferðin \dð rannsókn svona mála er uppbyggð enda er það hluti af þessu starfi að halda því Ieyndu." Að sögn Guðmundar Guðjóns- sonar, geta morðrannsóknir verið mjög flóknar og ýtarlegar. „Morð- rannsóknir krefjast ætíð ákveðinna viðbragða en svo geta kringum- stæðurnar auðvitað verið mjög mismunandi. Stundum eru sýni send út til útlanda og hafa DNA- sýni yfirleitt verið send út til Nor- egs. Áður fyrr sá Rannsóknarlög- regla ríkisins yfirleitt um þessi mál fyrir allt landið, en nú sjá lögreglu- embættin á viðkomandi stað um rannsóknina. Embætti Ríkislög- reglustjóra er þó tilkynnt um morð- mál og veitir stuðning og aðstoð ef lögregluembættin óska eftir því. Morðið á Agnari er fyrsta morð- rannsóknin sem rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík rannsakar síðan sú deild var stofnuð 1. júlí 1997,“ segir Guðmundur. Þórir Oddsson telur að lögreglan sé ágætlega undirbúin fyrir rann- sókn morða. „Rannsókn í morð- málum er ekkert ósvipuð og rann- sókn við hvert annað ofbeldisbrot og í eðli sínu ekki flóknari. Hins vegar eru þessi mál vitaskuld mun alvarlegri og samkvæmt því er oft meira lagt í þessi mál. Ymsir sér- fræðingar koma nálægt þessum málum en við getum m.a. leitað til rannsóknarstofa Háskólans í Iyfja- fræði og réttarlæknisfræði. Síðan erum við í góðu samstarfi við rann- sóknarstofur á Norðurlöndunum og á Bretlandi sem við nýtum okk- ur hiklaust,“ segir Þórir. Reykjavíkurborg hyggst breyta skipulagi í miðborginni, sem fel- ur í sér að vínveitingarekstur verður óheimill í bakhúsi Aðal- strætis 4 (4b), og þar með mun nektardansstaðurinn Club Clint- on ekki fá staðfestingu á bráða- birgðaleyfi sínu. „Eg átti viðræður við húseig- endur Aðalstrætis 4 og þar kom fram að þeir myndu ekki gera at- hugasemdir við að rekstur vín- veitingahúss verði óheimill í bak- húsinu. í því felst að eigendurnir munu ekki gera bótakröfu fyrir skerðingu á eignaréttindum. Þetta skapaði nýja stöðu og f dag (gær) fjallar skipulagsnefnd um breytingu á Kvosarskipulaginu sem gerir óheimilt að reka vín- veitingahús í bakhúsum við Aðal- stræti. Við viljum gjarnan hafa miðborgarstarfsemi í húsunum við Aðalstræti, en ekki í bakhús- unum sem standa inni í Grjóta- þorpinu og henta því augljósleg ekki undir slíka starfsemi," segir Helgi. Markaðshlutfall Akoplastos verður imi 38% eftir að verk- smiðjan verður öll komiii til Akureyrar, en Eyþór Jósefssou er fjarri því að vera ánægður með það markaðshlutfall. Hafist verður handa við 2200 fermetra viðbyggingu við Þórs- stíg 4 á Akureyri í sumar, en um er að ræða stálgrindarhús norðan við núverandi húsnæði Rafveitu Akureyrar, sem selt hefur verið Akoplastosi á Akureyri. Um ára- mótin á að vera lokið við flutning inn í húsið en flutningur starf- seminnar verður fluttur í húsið í áföngum á sama tíma og verk- Helgi Hjörvar: Skipulagi breytt með samþykki eigenda hússins þar sem nektardansstaðurinn Clinton er rekinn. Hann segir Club Clinton hafa bráðabirgðaleyfi að óbreyttu, en að til meðferðar sé umsókn um fullt vínveitingaleyfi. „Verði þessi breyting á skipulaginu samþykkt má gera ráð fyrir að hún hafi áhrif á þá leyfisveitingu." Helgi telur annað mál gegna um Kaffi- smiðja fvrirtækisins í Garðabæ verður lögð niður. Starfsemin í Garðabæ verður þar fram i októ- bermánuð, en fæst af því starfs- fólki sem starfar í verksmiðjunni í Garðabæ flytur norður við þess- ar breytingar. I dag starfa 40 manns fyrir sunnan en 35 fyrir norðan, en um áramót, þegar framleiðslan á öll að vera komin norður, verður heildarstarfs- mannaíjöldinn 63, þar af 51 á Akureyri en 12 á höfuðborgar- svæðinu við sölustörf, skrifstofu- hald o.fl. Eyþór Jósefsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Akoplastos, segir að teikningar af viðbygging- unni við Þórsstíg 4 verði frá- gengnar um helgina, og byrjað verði á framkvæmdum strax eftir verslunarmannahelgi en sjálft stálgrindarhúsið kemur í endað- an ágústmánuð og verður þá strax hafist handa við að reisa það. Vélakostur er á báðum stöð- leikhúsið, sem sé miðborgar- starfsemi sem falli vel að Grjóta- þorpinu. „Auðvitað fylgir mið- borgarstarfsemi alltaf eitthvert ónæði en á meðan starfsemin uppfyllir Iög og reglur eru ekki gerðar athugasemdir við Kaffi- leikhúsið, frekar en annan far- sælan rekstur þarna um slóðir á borð við Fógetann." Óttast borgin dómsmál frá Club Clinton? „Nei! Þegar þessi rekstur fór af stað lágu fyrir yfir- lýsingar borgaryfirvalda um að þau teldu fullreynt með rekstur vínveitingahúss á þessum stað. Einnig lá fyrir andstaða borgaryf- irvalda við rekstri nektardans- staða í íbúðahverfum. Rekstrar- aðilinn sem hóf starfsemi sl. jan- úar mátti því vera Ijóst frá fyrsta degi að hann væri að tefla á tvær hættur með því að heíja þennan rekstur. Hann er ekki eigandi húss og lands, hefur aðeins tíma- bundinn leigusamning og því eru hagsmunir hans hverfandi í mál- inu,“ segir Helgi. - FÞG um eins og er, en þegar hafa þrjár vélar verið teknar norður en hinar verða fluttar norður eftir því sem starfsfólk verksmiðjunn- ar í Garðabæ fær vinnu annars staðar og hættir störfum. Jafn- hliða verður ráðið starfsfólk á Ak- ureyri. Þannig þurfa vélarnar ekki að detta úr vinnslu nema í mesta lagi þijá daga en kaupa þarf fleiri vélar, m.a. pokavél frá Italíu og prentvél. Eyþór segir að markaðshlutfall Akoplastos verði um 38% eftir að verksmiðjan verður öll komin til Akureyrar, en hann sé fjarri því að vera ánægður með það mark- aðshlutfall. Því verði ráðist í markaðsátak. Gríðarlegt tap hef- ur verið á þessum rekstri, bæði hjá Plastos og Plastprenti en reksturinn hjá Akoplasti hefur verið í járnum. Með sameiningu verksmiðjanna á Akureyri verður hægt að skera niður kostnað og auka hagkvæmnina. - GG Hættu að raka d þér fótleggina! Notaðu One Touch húreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg aðferð sem skýrir vinsældir One Touch á íslandi í 12 ár. 1 Svo einfalt er það Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið það síðan afmeð rökum þvottaklút. (Sjá leiðbeiningar.) Htíðin verður mjtík, ekki Jtrjúf! One Touch er ofnæmisprófað Margra ára reynsla segir sína sögu! Fæst t apótekum og stórmörkuðum. Sensitive fyrir viðkvæma húð Bikini fyrir Mkini'’ svæði Starfsmöimuin Akoplastos á Akureyri fjölgar iim 30

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.