Dagur - 12.08.1999, Qupperneq 3

Dagur - 12.08.1999, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 - 3 FRÉTTIR Opinber stðrf út á land í fj arvinnslu Fjarvinnsla er að verða áberandi lausnarorð í þjóðfélagsumræðunni og á föstu- dag byrjar fjarvinnsla á Stöðvarfirði. Unuið að skilgrein- ingu starfa til flutn- ings á vegum forsæt- isráðuneytis. Fjar- vinnsla opnuð á Stöðvarfirði. Sveitar- félög áhugasöm. Já- kvæð margfeldisáhrif. Svo virðist sem sveitarstjórnar- menn og stjórnvöld bindi miklar vonir við ijarvinnslu til að efla at- vinnuástandið á landsbyggðinni. A n.k. föstudag hefst Qarvinnsla á Stöðvarfirði á vegum Islenskrar miðlunar og í lok mánaðarins á Suðureyri við Súgandafjörð og líklega á sama tíma á Þingeyri. Um mánaðamótin september- október hefst svo fjarvinnsla á Isafirði. Þá er áhugi á að fá fjar- vinnslu til Bolungarvíkur og Vopnafjarðar, en fyrsta fjar- vinnslan úti á landi á vegum Is- Ienskrar miðlunar hófst fyrir nokkru síðan á Raufarhöfn. Jákvæð margfeldisáhrif Svavar Kristinsson, fram- kvaemdastjóri Islenskrar miðlun- ar, segir að fyrir tilstuðlan for- sætisráðuneytisins sé m.a. verið að vinna að skilgreiningu á því hvaða störf á vegum hins opin- bera sé hægt að flytja út á land í tengslum við útrás fyrirtækisins. Fyrir utan atvinnuuppbygging- una sem þessu sé samfara, sé alltaf eitthvað um búferlaflutn- inga tæknifólks út á land. Síðast en ekki síst sé það mat sveitar- stjórnarmanna að þessi atvinnu- grein muni stuðla að hækkun fasteignaverðs á stöðunum auk annarra jákvæðra margfeldisá- hrifa. Þá sé flutningsgetan á gögnum enn nægjanleg fyrir þessa starfsemi í það heila tekið. A sama tíma og hvert starf í framleiðslugreinum sé talið kosa um 3 milljónir króna kostar það ekki nema 1200-1500 þúsund í íjarvinnslunni. Auk þess gefur Ijarvinnslan hámenntuðu fólki tækifæri til að flytja heim á ný eftir að hafa dvalið langdvölum erlendis eða á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem staðsetningin skipt- ir ekki máli. Margar gættir opnast Svavar segir að á vegum fyrirtæk- isins sé verið að setja upp fimmt- án starfsstöðvar víðs vegar um Iandið. Hann segir að það sé mikil ásókn í verkefni, auk þess sem „margar gættir opnigt,“ við það að flytja þessa starfsemi út á Iand. Um 12-13 manns vinna við fjarvinnsluna á hverjum stað; fimm manns í dagvinnu frá 9-17 og aðrir fimm frá klukkan 18-22. Við þetta bætist framkvæmda- stjóri, tölvumaður og einn í ræst- ingum. I þessari útrás sé einnig verið að flytja verkefni út á land sem áður hafa verið unnin í höf- uðstöðvum Islenskrar miðlunar í borginni. Helstu verkefni Ijar- vinnslunnar á Iandsbyggðinni séu m.a. ýmsar úthringingar og vinna við gerð skoðanakannana. Þessutan sé vaxandi eftirspurn ‘éftir hjálparsímum og annarri símaþjónustu meðal fyrirtækja. Simstðð Íslandssíma Við opnun stöðvarinnar á Stöðv- arfirði verður m.a. kynntur samningur sem gerður hefur ver- ið á milli Islenskrar miðlunar og Íslandssíma. Samkvæmt honum verður Islensk miðlun einskonar símstöð fyrir Islandssíma. Svavar segir að þau störf sem skapast við það verði úti á landi. Það þýðir að þegar hringt er í Is- Iandssíma verður sá eða sú sem svarar jafnvel á Suðureyri við Súgandafjörð. - GRH Enn þurfa notendur Hvalfjarðarganga að bíða eftir verðlækkun í göngin. Nýgjald skrafrest- ast eim Ný gjaldskrá Spalar í Hvalfjarð- argöngin er ekki enn komin til framkvæmda þar sem samþykki hefur ekki borist frá aðallán- veitandum, John Hancock tryggingarfélaginu. Upphaflega átti gjaldskráin að taka gildi um síðustu mánaðamót. Að sögn Stefáns Reynis Kristinssonar, framkvæmdastjóra Spalar, er ástæða seinkunarinnar ekki sú að gjaldskráin standi í forráða- mönnum tryggingarfélagsins. Sumarfrí hafi tafið afgreiðslu málsins. Stefán á von á að gjald- skráin taki gildi síðar í þessum mánuði eða um mánaðamótin næstu. Samkvæmt áætlunum hefur ný gjaldskrá í för með sér tekju- lækkun um 13%. Það ætti þó ekki að skaða afkomuna veru- lega þar sem tekjur á þessu ári fóru 30-40% fram úr áætlunum. - BJB Ýmir á réttan kjöl Um miðjan dag í gær tókst að rétta togarann Ymir við að mestu eftir að hann hafði nær sokkið í Hafnarfjarðarhöfn daginn áður þegar verið var að dæla olíu í skipið. Nær tómt var í öðrum tönkum skipsins og því hallaðist það á stjórnborðshliðna og sjór flæddi inn um slóglúgu skipsins sem var opin. Viðar Þórðarsson, hafnarvörður, sagðist vonast til að menn væru komnir fyrir vind í aðgerðum sínum til bjargar skipinu. Um 40-50 manns hafa unnið að björgun Ymis. Talið er að tjón útgerðarinnar hlaupi á einhveijum hundruðum milljóna króna. Forvitnir vegfarendur A fjöru í fyrrinótt mistókst að rétta skipið við með því að dæla sjó út úr skipinu. Hafist var handa við dæla úr því þegar fjar- aði um hádegisbilið í gær. Þá voru menn líka reynslunni ríkari eftir nóttina. Viðar Þórðarson, hafnarvörður, segir að gríðarleg umferð fólks hafi verið um hafn- arsvæðið í gær og einnig í fyrra- kvöld. Hann segir að umferð bíla hafi einnig verið mikil og líkir henni við það sem gerist í örtröð- inni við Gullinbrú á álagstímum. Hinsvegar hafi lögreglan girt af svæðið í grennd við Ymi til að koma í veg fyrir að forvitnir veg- farendur trufluðu björgunar- menn að störfum. - GRH Framtíðarhúsnæðis leitað Haraldur Sumarliðason, formað- ur Samtaka iðnaðarins, sagði við Dag að tillögur um Finn og Ara hefðu verið samþykktar mótat- kvæðalaust og almenn ánægja ríkti með ráðningu þeirra. „Við erum einhuga um að þetta sé góð skipan í báðum tilvikum," sagði Haraldur. Fram að stofnfundi í septem- ber þarf að vinna að ýmsum öðr- um verkefnum. Meðal annars þarf að ganga frá stofnun undir- samtaka, þ.e. hjá fjármálafyrir- tækjum og verslunar- og þjón- ustuaðilum, sem standa að Sam- tökum atvinnulífsins. Einnig þarf að ganga frá skipan 100 manna trúnaðarráðs, sem til- nefnt er af formönnum aðildar- félaganna. Ur þeim hópi á að skipa 20 manna stjórn sem að lokum velur 7 manna fram- kvæmdastjórn. Einnig er í gangi samkeppni um merki samtak- anna sem kynnt verður í tengsl- um við stofnfundinn. Til að byrja með verða Samtök atvinnulífsins til húsa í höfuð- stöðvum VSI í Garðastrætinu. Það er ekki framtíðarlausn og stendur leit yfir að hentugu hús- næði. Búið var að gera tilboð í hús Islenskra sjávarafurða í Sig- túni en samkomulag náðist ekki um það. - BJB Engin þensla á Húsavík Stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur hefur sent frá sér ályktun vegna frétta í Ijölmiðlum um hugmyndir stjórnvalda um að slá á þensluna í þjóðfélaginu, með þvf meðal annars að fresta framkvæmdum við Húsavíkurhöfn. Stjórnin tekur undir áskorun hafnarnefndar Húsa- víkur til stjórnvalda og þingmanna kjördæmisins um að falla frá hug- myndum sem uppi kunna að vera um frestun hafnarframkvæmda á Húsavík og að ríkið stuðli frekar að uppbyggingu atvinnulífs í bæn- um með því að flýta þeim framkvæmdum eins og unnt er. Vakin er athygli á því að þensla sé eitthvað sem farið hafi framhjá Iandsbyggð- arfólki og því komi hugmyndir sem þessar verulega á óvart. - hi „2 lyrir l46 á Götukorti Virkisins Meðferoarheimilið Virkið gefur í dag út svokallað Götukort, sem er ný leið til að afla Ijármagns til rekstrarins. Kortinu fylgja „2 fyrir 1“ tilboð frá 14 fyrirtækjum. Kortið kostar 1.500 krónur og afslátturinn í því nemur 20 þúsund krónum. Það verður m.a. til sölu á bensín- stöðvum Esso á höfuðborgarsvæðinu. Viuningshafi í ferðagetraim Dregið hefur verið í síðustu ferðaget- raun Dags og Islandsflugs. Sem fyrr sendi mikill íjöldi Iesenda Dags inn svör við ferðagetrauninni en í boði er flugfar fyrir tvo í innanlandsflugi fram og til baka með Islandsflugi. I síðustu getraun var spurt: * Hvar fellur Lagarfljót til sjávar? Svar: í Hér- aðsflóa. * Hvað heita byggðarlögin tvö sem standa sitt á hvorum bakka Lag- arfljóts? Svar: Egilsstaðir og Fellabær. Dregið var úr innsendum lausnum og vinninginn hlýtur: Ester Sigurðar- dóttir, Hafnarstræti 86a, 600 Akur- eyri. Ester hefur þar með unnið sér inn gjafabréf frá Islandsflugi upp á ferð fyrir tvo, fram og til baka frá einhveijum áætlunarstaða Is- Iandsflugs. Við óskum henni innilega til hamingju með vinninginn og segjum: Góða ferð! Margrét Kröyer, starfsmaður Dags, dregur úr innsendum lausnum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.