Dagur - 12.08.1999, Síða 4

Dagur - 12.08.1999, Síða 4
4- FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1999 jya^ur FRÉTTIR Skila skýrslu í íikuuui Stýrihópurinn, sem Siv Friðleifsdóttir skipaði til ráðgjafar um aðgerðir varðandi olíulelcann úr E1 Grillo á botni Seyðisfjarðar, stefnir að því að skila skýrslu um málið í þessari viku. „Við erum að skoða þetta og erum að vinna þetta hratt,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður um- hverfisráðherra, í samtali við blaðið í gær. Hann er á ferð eystra ásamt ráðherra til að kynna sér aðstæður og heyra sjónarmið heimamanna. „Stýrihópurinn ætlar að skila sínum tilíögum til ráðherra mjög fljótlega. Við skulum segja að við ætlum að skila þessu af okkur í þessari viku. Að- gerðimar, hveijar sem þær verða, eru síðan háðar því að fjármunir fáist í að gera það sem gera þarf. Það er þörf á ákveðnum hlutum þarna en umhverfisráðuneytið hefur ekki fé á fjárlögum til þessa verkefnis þannig að umhverfisráðherra þarf að leggja næstu skref fyrir ríkisstjórnina," sagði Einar. MTCHELL SC-60 AUÐVELD SPOLUSKIPTI EINFALDA VEIÐISKAPINN Nýtt spólukerfi - CONCEPT 3 spólur fylgja hverju hjóli Stór línu-rúlla Kúlulega í haus Fellanleg sveif Innspólun 0,85 metrar Hagstætt verð MITCHELL Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND SPORTVORU GERÐIN HF. T Nemendur frá tuttugu löndum stunda nú eðlisfræðinám á Akureyri. Á innfelldu myndinni er Lárus Thorlacius. AlJjjúólegur eðlls- fræðiskóli á Akureyri Tveggja vLkna edlis- fræðiskóli hófst á Ak- nreyri í vikimni. Merkir fyrirlesarar, nemendur frá tuttugu löndum. „Við erum að ræða það nýjasta sem hefur verið að gerast í þess- um greinum á undanförnum árum og jafnvel mánuðum," segir Lárus Thorlacius, einn af að- standendum tveggja vikna eðlis- ffæðiskóla sem nú stendur yfir í Menntaskólanum á Akureyri. Skólinn er styrktur af NATO, Norfag, sem er norrænn vísinda- sjóður og Nordita, sem er sam- norræn eðlisfræðistofnun í Kaup- mannahöfn. „Þetta er eðlisfræðiskóli, nánar tiltekið er hér fjallað um öreinda- fræði, það er sú grein eðlisfræð- innar sem fæst við minnstu bygg- ingareiningar eðlisheimsins og hvernig þær víxlverka hver við aðra,“ segir Lárus. „Okkur gekk mjög vel að fá fjármagn í þetta og töluðum við fyrirlesara sem við höfðum áhuga á að fá, við góðar undirtektir. NATO hefur lengi verið með vísindanefnd sem hef- ur ákveðna fjárveitingu og notað hana til að örva vísindasamstarf í aðildarríkjunum og núna er áherslan á samstarf við Austur- Evrópu." Kaffitímamtr miMlvægir Mjög vel gekk að fá þekkta fyrir- lesara og meðal annars eru þarna eðlisfræðingar frá Stanford, Harvard, M.I.T. og fleiri virtum skólum í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Nemendur eru frá tuttugu iöndum og eru flestir á lokastig- um doktorsnáms, sumir hafa Iok- ið doktorsnámi og eru í rannsókn- arstöðum en nokkrir starfandi prófessorar einnig. „Kannski er mesta gildi svona sumarskóla fólgið í því að það kemur saman hópur mjög efnilegra vísinda- manna, sem kynnast og eiga von- andi eftir að eiga samvinnu og samstarf í framtíðinni. Jafnframt erum við líka með fyrirlesara í fremstu röð sem geta miðlað af sinni þekkingu í umhverfi þar sem nemendur hafa betri aðgang að þeim, því hér eru allir saman í tvær vikur. Kaffitímarnir eru kannski ekki síður mikilvægir en fyrirlestrarnir," segir Lárus Thor- lacius, en hann og Þórður Jóns- son eru á meðal fyrirlesara á skól- anum. — HI 16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi Rafstýrð hæðarstilling framljósa Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar $ SUZUKI —■^4* --- Ertu að hugsa um: • Rými? • Þægindi? • Öryggi? • Gott endursöluverð? • Allt þetta sem stáðalbúnað: Bfll sem er algjörlega hannaður fyrir þig. Og það leynir sér ekki... Fæst í tískulitnum í ár: aluminium silver metallic. Renndu við hjá okkur í dag og reynsluaktu Suzuki Baleno. Hann kemur þér þægilega á óvart. TEGUND: 1.3 GL 3d 1.3 GL4d 1,6 GLX 4d, ABS 1,6 GLX 4x4, 4d, ABS 1,6 GLX WAGON, ABS 1,6 GLX WAGON 4x4, ABS VEKÐ: 1.195.000 KR. 1.295.000 KR. 1.445.000 KR. 1.575.000 KR. 1.495.000 KR. 1.675.000 KR. Sjálfskipting kostar 100.000 KR. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00 Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.