Dagur - 12.08.1999, Page 6

Dagur - 12.08.1999, Page 6
6 -JflMMTUDAGVR 12.. HiG ihS T 19 9 9 -Ðagnr ÞJÓÐMAL «** Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Adstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netfang auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Símbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 omar@dagur.is (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir 460 6161 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Mannleg eymd í fyrsta lagi Islendingar voru í hópi þeirra Qölmörgu sem gátu farið út úr húsi og fylgst með sólmyrkvanum í gær. Hér var að vísu einung- is svokallaður deildarmyrkvi - það er tunglið þakti aðeins veru- legan hluta sólarinnar en ekki hana alla. Víða annars staðar horfðu milljónir manna á almyrkva af því tagi sem Islendingar sáu síðast árið 1954. Þeir sem ekki voru staddir á þeim stöðum á jörðinni þar sem sólmyrkvinn sást, eða sáu ekkert fyrir skýj- um, gátu fylgst með í beinum útsendingum á alþjóðlegum sjón- varpsstöðvum. Þetta var því einn af þeim atburðum sem stór hluti mannkyns gat sameinast um að fylgjast með og ræða um. í öðru lagi Slíkir viðburðir ættu að vera mönnunum kærkomin tilbreyting frá jarðbundnum hversdagsleika þar sem smávægileg vandamál verða gjarnan stór. Að horfa á mikilfenglegt sjónarspil himin- tungla ætti að minna alla á örsmæð okkar í alheiminum - ekki bara íslensku þjóðarinnar heldur jarðarinnar í heild sinni. Og um leið að gera öllum Ijóst hversu hjákátlegt það er af mann- inum að líta á sig sem herra veraldarinnar og æðsta stig sköp- unarinnar. Andspænis sigurverki alheimsins verður ófullkom- leiki mannanna nefnilega yfirþyrmandi og endalausar deilur þeirra grátbroslegar. 1 þriðja lagi Því miður hefur manninum ekki tekist að þróa með sér samfé- lag þar sem samhugur, samhjálp og virðing fyrir lífinu er höfð að leiðarljósi. Þvert á móti hafa „framfarirnar" gjarnan leitt margháttaðar hörmungar yfir þjóðir og einstaklinga. Við lok þessarar blóðugustu aldar í sögu mannkynsins eru fjölmargar styrjaldir þannig enn háðar af mikilli grimmd. Maðurinn hefur vissulega náð svo langt á tæknibrautinni að hann gæti útrýmt hungri og mörgum þeim sjúkdómum sem kalla víðtækar hörm- ungar yfir milljónir manna. En það er ekki nægur vilji til að nýta þá þekkingu til að leysa þessi alvarlegu vandamál. Þvert á móti er hún alltof oft notuð fyrst og fremt í því skyni að auka á misrétti og hörmungar í heiminum. Elías Snæland Jónsson. Lenínistar og end- ur sko ðnnar sinnar Ein af áhrifamestu bókum V.I. Leníns sáluga, heitir „Heims- valdastefnan - efsta stig kapít- alismans11. Þessi bók og sú þjóðfélagsgreining sem í henni er hefur oft verið notuð sem prófsteinn á það hvort menn geti talist lenínistar eða ekki. Bókin er afskaplega Ieiðinleg aflestrar, mest einhverjir efna- hagsreikningar stórfyrirtækja víða um heim og setningarnar eru minnst hálf blaðsíða á lengd. Megin boðskapurinn er þó sá að samkeppnin í kapítal- ismanum sé svo mikil og hörð að þeir stóru yfirtaki þá smáu og samþjöppun valds og eigna leiði af sér enn frekari sam- þjöppun valds og eigna. Á heims- valdastigi sínu er kapítalisminn loks orðinn að einokunarkapít- alisma sem er skoðunarsinni. þróaðasta og ill- skeyttasta stig þessa þjóðfé- lagsskipulags. Samkvæmt Ienínistum er kapítalisminn í dag einmitt kominn á þetta einokunarstig - eða að komast á það og það er ekkert sem get- ur komið í veg fyrir það. Þetta er nefnilega lögmál - efna- hagslögmál. Maxgir lenínistar Garri er að sjálfsögðu gamall lenínaðdáandi þótt hann hafi ekki hátt um það svona hvers- dags - enda kannski ekki alltaf á hinni kórréttu lenínísku Iínu. Hins vegar hefur Garra þó hlýnað um hjartarætur síð- ustu daga þegar í ljós hefur komið að hver Ienínistinn á fætur öðrum kemur út skápnum. Nú er það greinilega Davíð Odds- son, endur- að verða fínt að vera Ienínisti. Garri vissi alltaf að tími Leníns myndi koma - aftur. Það sem vakið hefur Lenín úr dvala er vitaskuld FBA málið og spurningin um hina dreifðu eignaraðild. Þar skiptist þjóðin algerlega í tvo flokka, lenínistana og endurskoðunar- sinnana. Tímamót Lenínistarnir eru trúir kenn- ingum Leníns um lögmálið og segja ógerlegt að koma í veg fyrir þróun þjóðfélagsins í átt að einokunarkapítalisma. Lög- mál sé Iögmál og það sé helber kleppsvinna að streitast á móti því sem hlýtur að gerast. Endur- skoðunarsinn- arnir hins vegar eru þeir sem vilja beija höfðinu við steininn og end- urskoða reglurn- ar til að halda uppi a.m.k. ein- hverjum vörnum gegn einok- unarþróuninni. Flokkakerfið stendur því á tímamótum. Fjórflokkurinn er dauður en tvíflokkurinn að rísa í hans stað. Endurskoðunarsinnar vs. Ienínistar. Foringjaefnin eru mörg í báðum herbúðum. Hjá Endurskoðunarsinnum má nefna Davíð Oddson, Margréti Frímanns, Styrmi Gunnars- son, Steingrím J. og Sigurð Gísla Pálmason. Hjá lenínist- um er foringjasveitin jafnvel enn fjöbeytilegri. Þar eru Hall- dór og Finnur, Vilhjálmur Eg- ils, Jón Olafsson í Skífunni, Hreinn Loftsson og síðast en ekki síst Sighvatur Björgvins- son. GARRI Halldór Ás- grímsson lenínisti JÓHANNES 1 . SIGURJÓNS- SON skrifar Dreifíng er alit sem þarf Tiltekin hugtök skjóta annað veifið upp kollinum í samfélag- inu og tröllríða umræðunni nokkrar vikur. Allir leggja orð í belg en fæstir vita um hvað er verið að fjalla. Eftir nokkra orra- hríð um hríð fellur allt í ljúfa löð og hið margumrædda hugtak fellur í gleymsku og dá. Um þessar mundir er hin svo- kallaða „dreifða eignaraðild“ mál málanna og fjölmiðlar uppfullir með fróðleik um fyrirhærið. Stjórnmálamenn og peninga- menn rita lærðar greinar um dreifða eignaraðild og almenn- ingur gín að sjálfsögðu yfir Iost- ætinu og sporðrennir spekinni án þess þó að nærast verulega af vitsmunum og skilningi á því sem á borð er borið. Kommiínisiiii? Þó fær maður það á tilfinning- una að dreifð eignaraðild að bönkum og fjármálafyrirtækjum sé svona heldur af hinum góða. Að það sé betra að margir eigir Fjárfestinga- banka atvinnu- lífsins en fáir. Með öðrum orð- um að það sé óæskilegt að eignir og pen- ingavald safnist á fárra hendur. Ráðherrar og þingmenn stjórn- ar og stjórnarand- stöðu hafa margir tjáð sig um máíið og talað fyrir dreifðri eignarað- ild að FBA. Gott óg vel! En með Ieyfi að spytja, er dreifð eignaraðild ekki einhverskonar kommúnismi? Snérist kommúnisminn ekki eitthvað um það að verkalýður- inn ætti að eiga framleiðslutæk- in, að allir ættu jafhan rétt og að enginn væri öðrum ríkari af ver- aldlegum auði? Eru Davíð Odd- son og félagar að boða endurreisn kommúnisma á Islandi? Dreift þéttbýli Ef við gerum því skóna að dreifð eignaraðild að FBA sé æskileg og góð, hlýtur það þá ekki að gilda um fleiri fyrirbæri? Hvað um kvótann? Er þá ekki sjálfsagt að dreifa eignaraðild að kvótan- um, sem ku reyndar þegar vera sameign landsmanna? Eiga ekki allir að eiga eitt tonn af þorski í stað þess að allur kvótinn sé á fárra höndum? Og hvað um landið sjálft, af- rétti og heimalönd? Þurfum við ekki að dreifa eignaraðild að landinu í stað þess að bændur eigi miklu stærri skika en við hin? Svo ekki sé talað um stór- eignamenn. Er ekki eðlilegt að dreifa eignaraðild að stóreignum í Iandinu? Fara í dálítinn Hróa Hattar Ieik, klípa ögn af þeim ríku og færa þeim fátæku og tryggja þannig dreifða eignarað- ild að heildareignum Iands- manna? Það þarf að dreifa eignum og örbirgð. Það þarf að dreifa þétt- býlinu meira en orðið er og þétta dreifbýlið. En fyrst og fremst þarf að drepa öllum málum á dreif. Og sú verður örugglega raunin með hina núheilögu og síumtöluðu dreifðu eignaraðild. svairað Er hægt að tryggja dreifða eignaraðild við sölu ríkisins áfjármála- fyrírtækjum? Ragnar Tómasson lögmaður. „Það er óþægilegt hugboð mitt að stjórnmálamenn spyrji í þessu máli fyrst hver sé að kaupa og ef þeir vita ekki hver kaupandinn er, eða um „rangan" aðila“ er að ræða, þá hættir mönnum til að fá sting fyrir hjartað. Slíkar per- sónulegar vangaveltur eru afleit- ur vegvísir við stjórn atvinnulífs- ins. Telji menn að kostir frjáls markaðar séu meiri en ókostirn- ar þá er rökrétt áframhald af þeirri skoðun að láta markaðinn vinna eftir sfnum eigin lögmál- Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir þingmaðurSamJylkingar. „Það held ég að verði mjög erfitt og nánst ekki hægt. Verðbréfa- markaðurinn á Islandi er frjáls og tilraunir til að tryggja dreifða eignaraðild eða aðrar hömlur í þá veru myndu leiða til þess að hlutur ríkisins, það er almenn- ings, í fjármálafyrirtækjum ein- sog til dæmis Fjárfestingarbanka atvinnulífsins myndi lækka stór- lega í verði. Greinilegt er þó að Kolkrabbinn er uggandi yfir stöðu þessa máls.“ Sveinn TorfiL Pálsson aðstoðarframkvæmdastjóri Kaupþings Noiúurlands. „Á frjálsum markaði verður aldrei hægt að stjórna því hvetjir eiga bréf í þeim fyrirtækjum sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði. Það gengur aldrei að einhverjar hömlur séu á meðferð skráðra hlutabréfa og ég held að ekki sé hægt að koma f veg fyrir að ein- stakir aðilar eignist meira en ein- hver ákveðin mörk í tilteknum félögum.“ Sverrir Hermannsson þingmaðurFijálslyndaflokksins „Það er erfitt, en hægt er áreiðan- lega með auð- veldum hætti að sporna gegn því að bankarnir fari á örfáar hendur. Hinsvegar er ekk- ert hægt að gera ef menn halda sig við þá stefnu að þjóðarauður- inn sjálfur, fiskurinn í sjónum, sé á höndum örfárra einstaldinga. Þetta sem uppá kemur núna með Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins er frjálshyggja í fram- kvæmd. Sjónarmið um annað er yfirskin og friðþæginartal manna sem eru vissir um að fallið komi ekki fyrr en eftir þeirra dag.“

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.