Dagur - 14.08.1999, Qupperneq 9

Dagur - 14.08.1999, Qupperneq 9
Vaptr LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1999- 25 Skuli Björn, forstöðumaður Gunn- rsstofnunar, hyggst ekki varpaþyð- ,oum Gunnars Gunnarssonar a eig- in verkum fyrir róða, eins og lllugi Jökulsson lagði til í pistli fyrir nokkru. Svartfugls-spilið). Við hringdum í nokkra sem eru að stússast í bók- um og bókaútgáfu til að fá þeirra álit. Sárgrætileqt hve lítið er endurútgefið Fyrst var slegið á þráðinn austur á Egilsstaði til Skúla Björns Gunnarssonar, forstöðumanns Gunnarsstofnunar en talsvert Ijaðrafok hefur verið vegna þeirr- ar stöðuveitingar síðustu vikur. I tilefni af fjaðrafokinu skrifaði III- ugi Jökulsson í vikulegum pistli sínum að Gunnar hefði „prívat og persónulega eyðilagt sjálfur alla möguleika sína á að íslensk þjóð geti metið bækur hans að verð- leikum". Illugi er ekki einn um þessa skoðun en hann er þar að vísa til þess að Gunnar þýddi sjálfur bækur sínar aftur á svo kaldhamraðri og ofstuðlaðri ís- lensku sem geri lestur hátrimbruðustu þýðinga hans „líkast því að reyna að bryðja gijót, og það meirað segja frekar bragðvont gtjót“. Fyrsta verk nýrr- ar Gunnarsstofnunar ætti að vera, að mati Illuga, að varpa fyrir róða þýðingum Gunnars og gefa út þýðingar HKL ella fá nýja þýð- endur. - Ertu sammála þessu, Sltúli? „Mér lyndist það lítilsvirðing við Gunnar að leggja hans eigin þýðingar alfarið til hliðar." - Sumir telja að stór þáttur í því hve vel hefur tekist að halda Lax- ness x almennri umferð sé úthugs- uð og viðamikil kynniningarstarf- semi af hálfu Vöku-Helgafells. Ertu sammála frvi? „Eg tel að það eigi ansi stóran þátt í því. Það er nú bara með bækur eins og flest annað að það er mest keypt sem mest er haldið að fólki. Það er ýmislegt hægt með góðri markaðssetningu þó að á endanum sé það Iesandans að meta verkin." - En þii hefur ekkert planlagt þá útgáfupólitík sem þú myndir vilja reka? „Nei, en að mínu mati á Gunn- ar íyllilega skilið að fá svipaða umljöllun og útgáfu og verið hef- ur kringum Halldór hjá Vöku- Helgafelli. Það mætti t.d. stofna Gunnarsklúbb hliðstæðan La\- nessklúbbnum." - Þii segir „ættir skilið" en ekki að bækumar gætu staðið undir því... „I mínum huga er enginn efi um að bækur Gunnars stæðu undir því. En verk rithöfunda eru auðvitað misjöfn þegar mikið er skrifað. Mörg verka Gunnars eiga tvfmælalaust eríndi til fólks í dag.“ - Hefurðu eixxhverja skýringu á því af hverju svo stór hópur mjög vinsælla höfunda skyldi missa fót- anna hjá þjóðinni? „Ég kann enga einhlíta skýr- ingu á því og mér finnst nú kannski orðum aukið að menn eins og Þórbergur og Gunnar séu horfnir. Það er verið að gefa bæk- ur þessara höfunda út enn og ver- ið að skrifa um verk þeirra. Lest- ur bóka hefur hins vegar breyst á síðustu árum með tilkomu fleiri miðla og yngra fólk leitar ekki mikið í gömlu höfundana. Hinn almenni Iesandi er meira í bókum þeirra höfunda sem eru uppi á teningnum um hver jól. En engu að síður er í raun sárgrætilegt hve lítið er endurútgefið af þessum eldri höfundum. „ Breyttar lestrarvenjur Fáir efast um gildi og gæði skáld- skapar Laxness fyrir þjóðina en þó er allsendis óvíst að bækur Nóbelskáldsins væru í jafn al- mennri umferð í þjóðfélaginu ef ekki hefði komið til viðamikil kynningarstarfsemi Vöku-Helga- fells frá því forlagið fékk útgáfu- réttinn af bókum Halldórs fyrir um 15 árum. Olafur Ragnarsson í Vöku-Helgafelli taldi það ekkert fráleitt að öflug markaðsstarfsemi væri einn þeirra þátta sem hefðu haldið Laxnessi á kortinu fyrir hinum almenna íslenska lesanda. „Það er auðvitað alveg ljóst að verk Halldórs Laxness hafa hlotið slíka viðurkenningu bæði hér á landi og erlendis að verkin sjálf standa mjög vel fyrir sínu og hafa lifað sem slík. En það gildir auð- vitað um hann eins og aðra höf- unda að það er takmarkað hvað verk manna seljast án þess að þeim sé haldið fram.“ Ólafur segir að kynna þurfi gömul verk upp á nýtt, setja í annað samhengi - eða jafnvel nýj- ar umbúðir. Þannig hefur Vaka- Helgafell t.a.m. gefið Laxness út í stórum myndskreyttum viðhafn- arbókum hentugum til gjafa en einnig hafa sögur hans komið út í kiljum sem nýtast bæði skólafólki og breyttum lestraraðstæðum fólks. „Það eru margir sem lesa kannski fyrst og fremst í ferðalög- um og sumarfríum - ekki heima á kvöldin eins og var áður en sjón- varp kom til sögunnar. Menn taka ekki þessar bækur í hörðu, gylltu bandi með sér í flugvélar en þú getur gripið með þér kiljuútgáfu." Rösklega fimm ár eru síðan Vaka- Helgafell hóf útgáfu á Laxness í kiljum og þær seljast nú álíka mikið og innbundnar bækur. Þá hefur forlagið einnig stofnað bókaklúbb sem einbeitir sér að því að kynna verk Laxness, gefið út tilvitnanbók í verk hans „Perlur í skáldskap Laxness“ (sem leiðir til keðjuverkunar, hér áður var vart haldin ræða á landinu án þess að vitnað væri í Nóbelskáldið en forlagið taldi að minna væri orðið um það og gaf því út tilvitn- anabókina sem er þá aðgengileg fólki er vantar eitthvað spakt til að krydda ræður sínar með). Þá stendur forlagið fýrir ráðstefríum um höfundarverk Halldórs og hefur verið ötult við að kynna verk hans erlendis en bækur Halldórs hafa verið gefnar út á yfir 40 tungumálum. Mál og menningjarðað Þórberg? „I þeirri samkeppni sem ríkir í nútímaþjóðfélagi um athygli fólks er mjög auðvelt að láta verk höf- unda gleymast. Þegar þessir höf- undar sem þú nefndir komu fram var fásinnið mikið og Ijölmiðlunin allt annars eðlis. Þá var það við- burður þegar bók kom út eftir einhvern af þessum þekktu höf- undum, þjóðlífið snerist dálítið í kringum þá. Þær voru svo miklu meiri hluti af þjóðlífinu en ný skáldsaga eftir íslenskan höfund í dag og er kannski eðlileg þróun.“ Gunnar var meðal vinsælustu rithöf- unda Norðurtanda á sinni tíð og var sennilega hampað meira en nokkrum öðrum erlendum höfundi í Þýskalandi nasismans, nema efvera skyldi Knut Hamsun. Álitið sem Gunnar naut í Þýskalandi má glöggt lesa út úr þess- ari ritdómsglefsu sem birtist í Þýska- landi árið 1937: „ímeðförum hins mikla meistara norræns sagnakveð- skapar öðlast sérhver efniviður sitt eigið skýra og kristalstæra form. Bækur skáldsins Gunnarssonar eru sannkölluð meistaraverk, sem bera sérlega fágaðri og fullkominni list vitnii' Laxness fékk ekki sömu með- höndlun hjá Þjóðverjum en sami gagnrýnandi var lítt hrifinn þegar Sjálfstætt fólk kom út á þýsku, kallar hana bæði „ drungalega “og „ harða “ Guðmundur Kamban naut nokkurrar virðingar í Þýskalandi nasismans en starfaði lengst afí Danmörku. Einar H. Kvaran var mjög vinsæll samtíða og Jón Trausti en þótti verða væminn fram úr hófi með aldrinum, t.d. sagði Guðmundur G. Hagalín að „meðaumkvunar- klökkvinn vætir hvern pennadrátt“ í síðari söpum Kvarans. Jón Trausti hafði síður en svo alltaf fengið hástemmda lofdóma, jafnvel verið gagnrýndur fyrir óraunsæi og siðleysi, kallaður „ósmekkvís og leið- inlegur ritmokari, og skáldsagan Leysing var afeinum gagnrýnanda sögð vera „full af dönskuskotinni mærð og vitlausraspítalalegum götu- drengjaorðtökum". Hann varsamt sem áður einn vinsælasti höfundur þjóðarinnar fram á 3. áratuginn. - Heldurðu að Laxness hefði get- að gleymst innan nokkurra ára- tuga ef útgáfu á bókum hans hefði ekki verið viðhaldið með áðurlýst- um hætti? „Ég hef nú enga trú á því. Ég held að verk hans muni Iifa um aldur og ævi. En ég er ekki eins viss um að bækurnar væru í jafn almennum lestri og útbreiðslu ef ekkert hefði verið að gert.“ - Hefðirðu áhuga á að ná út- gáfuréttinum á höfundarverki ein- hverra umræddra höfunda? Held- urðu að þú gæti komið þeim til al- mennra vinsælda? „Gunnar Gunnarsson á að mínu mati mikla möguleika ef farið væri skipulega í að endurút- gefa hans verk. Ég býst ekki við að heildarsafnverk Jóns Trausta og fleiri slíkra verði gefin út aftur. Aftur á móti eiga þessir menn all- ir sínar stóru bækur sem gætu átt sér framtíðarlíf og það væri í rauninni hneisa ef að einhverjar bækur þessara þekktu höfunda væru ekki aðgengilegar nýjum kynslóðum. Og ég er viss um að það eru leiðir til þess að koma þessum höfundum aftur í umferð og einstökum bókum þeirra. Hver veit nema við leiðum hugann að því,“ segir Ólafur og nefnir að jafnvel Þórbergur sé ekki lengur í almennum lestri. „Ymsir í okkar bransa hafa talað um að Mál og menning hafi jarðað Þórberg vegna þess að þeir hafa alltof Iítið gert til að halda honum á lofti. Þetta snýst ekki um að ritsöfnin eða bækumar séu gefnar út, það þarf miklu meira en það.“ Bækur Gunnars gætu orðið „hit“ Halla Kjartansdóttir, íslensku- fræðingur sem hefur verið að skrifa um Gunnar Gunnarsson, hefur mjög ákveðna kenningu um það af hveiju Gunnar hefur að mestu fallið í gleymsku meðal al- mennings. „Gunnar er fyrst og fremst danskur rithöfundur. Hann flyst út á 17. aldursári og kemur ekkert til Islands aftur fyrr en hann er orðinn fimmtugur. Þá er hann í rauninni búinn að ljúka sínu höfundarverki," segir Halla en þegar Gunnar flyst heim er Laxness þegar búinn að gefa út sín stærstu verk og er „gagnstætt honum hugmyndafræðilega" eins og Halla segir. „Það er eins og það sé ekki pláss fýrir tvo stóra höfunda. Gunnar virðist vera bú- inn að segja allt sem hann þurfti að segja. Hans hugmyndafræði á rætur í rómantíkinni, það er for- tíðarnostalgía í sögunum hans og einstaldingsupphafning. Hann er í rauninni að skrifa á 3. áratugn- um bækur sem rómantískir rit- höfundar á Norðurlöndunum voru að skrifa á 19. öldinni. Síð- ari heimsstyijöldin blæs svo á all- ar þessar hugmyndir sem Gunnar stóð fyrir. Svo sest hann að á Skriðuklaustri og ætlar að verða bóndi í samræmi við sínar upp- höfnu hugmyndir um fagurt sveitalíf. Það einangrar hann,“ segir Halla. „Hann er ekki eins og Halldór sem er sífellt að endur- meta gamlar bókmenntaklisjur og mýtur. Halldór er nýsköpunar- maður sem ögrar. Gunnar lifir og hrærist í hefðinni þó hann leiki sér með formið og sé að mörgu leyti nútímalegur í sögu eins og Víki vaka. En hann virðist aldrei stíga skrefið til fulls.“ Halla er þó sannfærð um að hægt væri að koma einhveijum af bókum Gunnars í almenna lesn- ingu. „Þetta eru ekkert dauðar bókmenntir. Víki vaki á ennþá er- indi og er ennþá nýstárleg. Sælir eru einfaldir, Ströndin og fleiri eru sterkar sögur,“ segir Halla og tekur undir að væru þær mark- aðssettar með réttum hætti þá [lÍF/Ð í LANDiNU " ' °kkdr bransa hafs talað um að Mál og menning hafi jarðað Þór- berg vegna þess gð pe/r hgfg g//^f htið gert til að halda honum á lofti “ segir Olafur Ragnarsson i Vöku- Helgafel/i. kæmust þær áreiðanlega upp á yfirborðið. „Það getur vel verið að þessar bækur Gunnars eigi eftir að verða algert „hit“ vegna þessar- ar þjóðernishyggju og fortíðar- nostalgíu í dag. Fortíðin er eigin- lega í tísku.“ Brennur í eldiframfaranna Gunnar steig aldrei skrefið til fulls, segir Halla og kannski má hið sama segja um aðra höfunda sem hér hafa verið nefndir nema Laxness og Þórberg. Kannski hef- ur farið fyrir þessum höfundum eins og því sem átti ekkert erindi í Þórbergur þótti og þykir mikill stíl- snillingur. Hann hefur verið settur á stall líkt og Laxness og segja má að þeir tveir einir hafi haldið virðingunni afþessum hópi vinsælla rithöfunda frá fyrri helmingi aldar. Hitt er annað mál að Þórbergur er sennilega fjarri því að vera íjafn almennri lesningu og Laxness. „Iíkneskjuna" sem Einar H. Kvar- an skrifaði um í skáldsögu sinni Sambýli (1918). Hann er þar að skrifa um hina nýju Reykjavík, sem honum er sjálfum heldur illa við, þar sem öllu ægir saman og Iífið er á sjóðandi fleygiferð: „Reykjavík er eins og skáldsaga, sem er að verða til. Sumir og sumt verður ofan á; aðrir og ann- að fer í ruslakistuna... Miklu af þessum hnaus verður fleygt burt, [m' sem á ekkert erindi í líkneskj- una... Svo og svo mikið brennur í eldi framfaranna." Heimildir: Islensk bókmenntasaga, 3. bindi (Mál og menxiing) Ljóshærða villidýrið eftir Arthúr Björgvin Bollason Grein eftir Ólaf Jónsson setn birtist x Birtingi 1961 Viðtal við Gunnar Gunnarsson i Helgafelli 1954.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.