Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 1
Eðlilegt að fram fari raimsókn Ásakanir Sigurðar G. Guðjónssonar í Degi í gær um óeðlilega við- skiptahætti og Sjálf- stæðisflokkinn vekja mikla athygli. Málið verður tekið fyrir á Alþingi í haust. „Þegar Sigurður G. Guðjónsson skrifar svona grein tel ég fuila ástæðu til að taka það alvarlega sem hann segir. Hann hefur aldrei verið reyndur að því að fara með fleipur og það er ekkert nýtt fyrir mér að sjá hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur not- að aðstöðu sína í stjórnkerfinu til þess að ráða því hverjir komist áfram. Og þessir tveir stjórnar- flokkar hafa verið að ráða sínum ráðum um hvernig kaupin skuli gerast á þessari eyri. Og nú eru þeir snarvitlausir vegna þess að þau gerðust ekki eins og þeir vildu,“ segir Jóhann Arsælsson alþingismaður um grein Sigurð- ar G. Guðjónssonar hæstaréttar- lögmanns í Degi í gær. Jóhann var í bankaráði Lands- bankans þegar Stöð 2 var neitað um viðskipti við bankann. Hann segir að á þeim tíma hafi banka- stjórnin, sem var skipuð banka- stjórunum þremur og for- manni banka- ráðs, séð um slík mál, en ekki bankaráð- ið. Mikilheift „Það er greini- lega mikil heift orðin í umræðu um málin á báða bóga og ganga mjög alvarlegar ásakanir á víxl. Það er grafalvarlegt mál ef ríkis- banka, eins og Landsbankanum í þessu tilfelli, hefur verið mis- beitt á þann hátt sem Sigurður lýsir í grein sinni. Það hefur oft verið krafist opinberrar rann- sóknar af minna tilefni. Það fer hreinlega hrollur um mánn þegar maður sér áflogin í kringum þennan litla eignar- hluta í FBA. Hvað verður þegar kemur að því að selja viðskipta- bankana, Landssímann eða það- an af stærri stofnanir. Dettur einhverjum í hug að það geti gerst með eðlilegum hætti,“ seg- ir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG. H„Það gefur aí- mál í kringum og það sem í kjölfarið hefur Jóhann tylgt hlýtur að Arsælsson. koma til um- ræðu á Aiþingi. Þessir atburðir, sem Sigurður lýsir í grein sinni, það er fram- koma forráðamanna Landsbank- ans, er á þeim tíma sem stjórn- málaflokkarnir áttu enn fulltrúa sína í bankaráði. Þess vegna tel ég eðlilegt að við leitum upplýs- inga um málið hjá þeim fulltrú- um flokkanna sem þá sátu í bankaráði," segir Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður. Hann bendir á að það sé hæstaréttarlögmaður sem skrifi þessa grein og beri fram ásakan- irnar og því sé ógerningur að láta eins og ekkert sé. „Vísa dylgjum á hug“ „Eg vísa dylgjum Sigurðar G. Guðjónssonar á bug. Islands- banki kappkostar að taka faglega afstöðu til lánveitinga og svo var einnig í þessu tilviki," sagði Val- ur Valsson, bankastjóri Islands- banka, við Dag um ástæður þess að Islandsbanki stóð ekki \ið 300 milljóna króna lánsloforð vegna myndlyklakaupa Islenska útvarpsfélagsins um mitt ár 1994, en þá hafði Ingimundur Sigfússon í Heklu, mágur Vals, missti stjórnarsæti í Islenska út- varpsfélaginu. Finnur Ingólfsson viðskipta- ráðherra baðst undan að svara spurningum um þetta mál. Ekki náðist í Sverri Hermannsson, fyrrverandi bankastjóra Lands- bankans. Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins og fyrrum bankaráðs- formaður Landsbankans, og Ilreinn Loftsson, formaður einkavæðingarnefndar, svöruðu ekki skilaboðum Dags. - s.dór/bjb Steingrímur J. Sigfússon. Góðir liðsmeim »Við erum að fá til liðs við félag- ið menn með víðtæka þekkingu úr íslensku athafna- og þjóðlífi. Við trúum því að þetta verði góð- ir liðsmenn stjórnar og starfs- manna Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins við að gera veg hans sem mestan," segir Eyjólfur Sveinsson, stjórnarformaður Orca SA, en samkvæmt hans til- nefningu voru á hluthafafundi í bankanum í gær þeir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, og Jón Ingvarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður SH, kosnir í stjórn bankans. Fulltrúar ríkisins eru áfram þeir Þorsteinn Olafsson, Magnús Gunnarsson og Örn Gústafsson. - Boðað var til hluthafafundarins að ósk eigenda Orca sem á um 28% í FBA og að þeirra ósk var ný stjórn í bankanum jafnframt kjörin. - SBS. Á hluthafafundi í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins í gær. Fremst eru þeir Jón Úlafsson og Jón Ásgeir Jóhannesson en fjær til vinstri sést í Jón Ingvarsson, fv. stjórnarformann SH, sem kjörinn var í stjórn fyrir hönd Orca-hópsins. Á innfelldu myndinni sést Eyjólfur Sveinsson greiða atkvæði. mynd: þök. Þrng- húsi frestað Á fundi forsætisnefndar Alþing- is í fyrradag tilkynnti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, þá ætl- un ríkisstjórnarinnar og stjórn- arflokkanna að fresta viöbygg- ingu Alþingishússins og er það liður í að draga úr þenslu á næsta ári. Fleiri opinberum framkvæmdum verður frestað. Forseti Alþingis mun hafa óskað eftir fundi með ráðherrum til þess að reyna að fá ákvörðun- inni breytt og á meðan telst hún ekki endanleg. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði að sér hefði ekki verið tilkynnt um þessa ákvörðun. Hún sagði að borgar- yfirvöld hefðu lagt á það áherslu að menn ljúki þeim fram- kvæmdum sem þeir eru með í gangi í miðborginni eftir því sem þeir geta. „Opinn grunnur þarna er eins og svöðusár í andliti borgarinn- ar,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Mokað ofan í? Guðmundur Árni Stefáns- tilkynning hefði komið mönnum mjög á óvart. Hann sagði að á næsta ári væri Reykjavík menn- ingarborg Evrópu og sú stað- reynd væri það eina sem gæti komið í veg fyrir að af frestun byggingaframkvæmda yrði. Hann sagði Ijóst að moka yrði ofan í grunninn aftur ef af frest- uninni yrði því ekki væri hægt að hafa þetta opna sár í hjarta menningarborgar Evrópu. - S.DÓR son, fyrsti varaforseti Al- þingis, sagði í gær að þessi iir samdægurs Vcnjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 HBIHHBHBHHHHHH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.