Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGU R 1. SEPTEMBER 1999 rD^ir ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVlK 460 6100 OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á mánuði Lausasöiuverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfang augiýsingadeiidar: omar@dagur.is Símar auglýsingadeildar: creykjavIk)563-i615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVfK) Pólitísk misiiotkim í fyrsta lagi Greinin sem Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, skrifaði í Dag í gær hefur vakið mikla athygli, enda gaf lögmað- urinn þar óhugnanlega innsýn í pólitíska misnotkun banka- kerfisins. Hann sagði þar frá eigin reynslu, sem einn af eig- endum Islenska útvarpsfélagsins síðastliðinn áratug. Frásögn hans af því hvernig fyrirtækinu var hent út úr viðskiptum við Islandsbanka og neitað um viðskipti við Landsbankann sýnir þau sterku tök sem forystuklíkan í Sjálfstæðisflokknum hefur á bankastofnunum landsins. Og þá um leið hvernig þeim er refsað sem ekki eru í náðinni hjá flokksforystunni. í öðru lagi Það kemur sjálfsagt engum á óvart, sem íylgst hefur með ís- lenskum stjórnmálum undanfarna áratugi, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft sterk tök á bankakerfinu - ráðið banka- stjóra pólitískt, meðal annars úr röðum eigin þingmanna, og notað lykilmenn í flokknum sem formenn bankaráða. Það sem hæstaréttarlögmaðurinn segir um viðskipti Islenska útvarpsfé- lagsins við Islandsbanka hlýtur hins vegar að vekja marga áhangendur einkavæðingar ríkisbankanna til umhugsunar. Ekki verður annað séð af frásögn hans en að þessum einka- banka hafi líka verið misbeitt vegna þess að „réttir menn“ misstu meirihluta í útvarpsfélaginu. 1 þriðja lagi Auðvitað eru hin pólitísku áhrif í fjármálakerfinu engan veg- inn bundin við banka í eigu ríkisins. Þvert á móti má leiða get- um að því að ef fyrirtæki sem eru nátengd forystukjarna Sjálf- stæðisflokksins ná völdum í einkavæddum ríkisbönkum - eins og flest bendir til - geti fulltrúar þeirra í stjórn bankanna mis- beitt valdi sínu gagnvart þeim sem ekki falla í kramið án þess að þurfa að notast við pólitíkusa í bankaráðum eða banka- stjórastólum. Það verður þá milliliðalaus mismunun gagnvart þeim sem ekki hafa öðlast þann „þegnrétt" í viðskiptasamfé- laginu, sem hæstaréttarlögmaðurinn segir að fáist með því einu „að greiða skatta í flokkssjóði Sjálfstæðisflokksins." Elías Snæland Jónsson Paranoia? Garri er hvorki geðlæknir né sálfræðingur, en ef honum skjöplast ekki því meir þá ku vera til andlegur krankleiki sem nefnist paranoia á fræði- málinu, sem mun víst útleggj- ast sem ofsóknarbrjálæði á ástkæra, ylhýra. Þeir sem haldnir eru þessum sjúkdómi munu sannfærðir um að þeir séu ofsóttir og lagðir í einelti af illum öflum hvurskonar og er reyndar í öllum tilfellum ímyndun ein. Þess vegna er þetta skilgreint sem sjúkdóm- ur, en vissulega er viðurkennt að margir heilbrigðir þurfa að sæta ofsóknum raunverulegra óþokka. Það er með para- noiu eins og velflesta aðra sjúkdóma, hún fer ekki í manngrein- arálit og leggst jafnvel stundum á stór- menni. Þannig var Rónald Reagan hald- inn paranoiu gagn- vart hinum meinillu Sovétríkjum á sínum tíma. Og Hemingway heitinn sá undir það síðasta dökk- klædda menn í hveiju horni sem ofsóttu hann í hvívetna. Þannig getur paranoia Iagst bæði á stjórnmálamenn og rit- höfunda, svo dæmi séu tekin af handahófi. Moggiim Brútus líka? Paranoian virðir heldur engin landamæri og getur grasserað á Islandi ekki síður en í út- löndum. Og jafnvel íslensk stórmenni eru ekki óhult fyrir þessum ófögnuði. Þannig verður ekki betur séð að sá harðskarpi gáfumaður, Ðavíð Oddsson forsætisráðherra, sem er reyndar eitt helsta átrúnaðargoð Garra, sé hald- inn paranoiu á háu stigi gagn- vart fjölmiðlamönnum. Davíð virðist sem sé trúa því að flest- ir Ijölmiðlar (nema kannski Mogginn) séu á móti honum og gangi erinda andstæðinga hans. Og raunar hefur Davíð ekki einu sinni alltaf verið ánægður með Moggann og er þá fokið í flest fjölmiðlaskjólin fyrir honum. Sjónvarp and- skotans? Fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar barði Davíð harka- lega á ríkissjónvarpinu fyrir að draga taum R-Iistans á kostnað D-lista. Taldi ráðherra ein- sýnt að mildu oftar og lengur væri rætt við Sólrúnu en Arna í sjónvarpinu og mátti skilja á orðum hans að mikið pólitískt samsæri væri í gangi innan veggja sjón- varpsins og andskotar hans og Sjálfstæðisflokksins þar í hverju horni. Ovilhallir menn komu hinsvegar ekki auga á þessa pólitísku djöfla. Og nú eru sjónvarpsmenn enn að ganga erinda andskota Davíðs, að þessu sinni frétta- menn á Stöð 2, sem Davíð vænir um óheilindi í starfi vegna þess að Jón Ólafsson, sem er ekki beinlínis í nánasta vinahópi ráðherra, er helstur valdamaður á Stöðinni. Og fréttamenn þori þvi ekki að flytja fréttir sem eru óþægileg- ar fyrir téðan Jón. Paranoia? Við vísum málinu til Sálarrannsóknafélagsins. Yfir til þín, Magnús Skarphéð- insson! GARRl BIRGIR GUÐMUNDS- SON skrifar Grein Sigurðar G. Guðjónssonar í Degi í gær er tímamótaplagg í umræðunni um einkavæðingu. Þar getur að líta frásögn frá fyrstu hendi, af því hvemig það skiptir ekki máli hvort banki er einkabanki eða rfkisbanki. I báð- um tilfellum misnotar ákræðinn valdakjarni þessar stofnanir í krafti pólitískrar, efnahagslegrar og persónulegrar stöðu sinnar í þjóðfélaginu. Mörg hundruð ræður svokallaðra frjálshyggju- manna úr þessum hópi um nauð- syn einkavæðingarinnar til að sporna við pólitískri spillingu verða nú enn hjákátlegri en þær voru. Spillingin er greinilega ekk- ert frekar af pólitískum toga en efnahagslegum. Raunar má spyrja hvort kom á undan, „Kol- krabbinn" eða Sjálfstæðisflokk- urinn, hænan eða eggið. Augljós- lega er þetta svo samofið að nið- urstaðan er nánast söm, hvort heldur bankinn er ríkisbanki eða einkabanki. Krabbiim og flokkuriim Ekki alger yfirráð En sem betur fer er tangarhald valdaklíkunnar ekki algert og samkvæmt grein hæstaréttarlög- mannsins var það lán Stöðvar 2 að Sparisjóðirnir vildu Jón Ólafsson og félaga í viðskipti. Hins vegar sýnir þessi samtrygging þriggja banka ein- faldlega hversu mik- ilvæg samkeppnin er - ekki bara á fjár- málamarkaðnum heldur á öðrum svið- um líka. Það skiptir einfaldlega ekki máli hversu margir bank- arnir eru ef sam- keppnin er ekki raunveruleg. Spurn- ingin sem menn hljóta að velta fyrir sér í framhaldi af þessari umræði er svo hvort tiltölulega fámenn valdaklíka sé ekki þegar búin að sölsa undir sig undirtök- in á svo mörgum sviðum að það sé hreinlega farið að ógna lýð- ræðislegum og opnum samfé- lagsháttum í Iandinu. Þessi sam- þjöppun á sér stað jafnt í við- skiptum sem öðrum þáttum mannlífsins og hún lýsir sér ekki sfst í yfirlæti og hroka þeirra s'em völdin hafa f garð þeirra sem fyrir utan standa. Leigupennar!?! I því ljósi má t.d. skoða ummæli Dav- íðs Oddssonar gagn- vart Stöð 2 nú fyrir helgina, þar sem Davíð taldi lítið að marka það sem fréttamaðurinn væri að segja í FBA málinu vegna þess að Jón Ólafsson væri eigandi stöðvar- innar! Forsætisráðherra er ein- faldlega að saka fjölmiðlamenn á miðlum, sem eru í eign ein- hverra sem eru honum ekki þóknanlegir, um að hafa selt sannfæringu sína og vera ótínda leigupenna! Efnislega það sama er uppi á teningnum hjá Kjartani Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, í DV í gær. Eflaust myndu þessir menn og valdaklíkan góða gjarnan geta reitt sig á fjölmiðlana með líkum hætti og þeir gátu reitt sig á bankana (að Sparisjóðunum undanskildum). Margir telja sig einmitt sjá merki þess að verið sé að þrengja að ríkisútvarpinu og Sjónvarpinu til að tryggja þar „rétt“ pólitískt andrúmsloft. Er von menn spyrji hvort það sé lið- ur í víðtækum hernaði gegn opna samfélaginu, hernaði sem háður er undir merkjum fálkans og miðast við að gera þá Davíð og Kjartan ánægða með frammi- stöðu fréttamanna? Davíð Oddsson segir fjöl- miðlamenn ganga erinda eigenda. snurías svanrad Á að deila út fyrírsjáan- legrí kvótaaukningu næstu ára með sama hætti og gert hefur verið? Steingrímur J. Sigfússon þingmaðurVG. „Það er auðvitað mjög ánægju- legt að horfur eru batnandi varðandi þorsk- stofninn til fram- tíðar Iitið. En ég held að hinsveg- ar sé alltaf hættulegt að ætla að eyða ávinningnum fyrirfram. Því mæli ég með varfærinni nálgun í þessu máli. Þegar þessir nýju - og vonandi stóru árangar - eru komnir vel áleiðis inn í veiði- stofhinn þá eru frekar forsendur til að dreifa aukningunni yfir ein- hver fiskveiðiár, en tæpast meðan þetta eru enn seiði.“ Einar Kr. Guðfinnsson þ ingmaður Sjáljstæðisflokks. „Ég held að rétt sé að menn hafi kvóta- aukning- una í hendi áður en menn fara að deila henni út. Við vitum að stundum eykst kvóti í einni tegund en minnkar í annarri. Hitt er það að ég tel að það þurfi að breyta fisk- veiðilöggjöfinni þannig að staða sjávarútvegsbyggðanna eflist." Svanfríður Jónasdóttir þingmaðurSamjylkingar. „Ég vænti þess að áður en kemur að úthlutun væntan- legrar aukningar verði búið að breyta lögunum um stjórn fiskveiða, þannig að úthlutun veiðiheimilda byggi á jafnræðisreglu stjómar- skrárinnar og að þeir sem fá út- hlutað veiðiheimildum í sameig- inlega og takmarkaða auðlind greiði fyrir þær heimildir." Hjálmar Ámason þ ingmaðurFramsóknaiflokks. „Forsend- ur hafa ekki breyst. Seiða- mæling- arnar lofa góðu en seiði eru ekki orðin veiðifisk- ur og eiga eftir að ganga í gegn- um ýmsar hremmingar áður en svo verður. Hitt er annað mál að ef fram fer sem horfir kann að renna upp sú stund að viðbótar- kvóta verði úthlutað með öðrum hætti en gert hefur verið.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.