Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBEK 1999 - 3 FRÉTTIR MíMLL viðbúnaður vegna Kötlugoss Frá Vík í Mýrdal. íbúarþaryrðu fyrir þungum búsifjum í Kötlugosi og -hlaupi en jarðvísindamenn spá slíkum hamförum á næstunni. mynd: sbs Jarðvísmdameiut spá Kötlugosi fyrr en seinna og ríkisstjórn- in undirbýr ankafjár- veitingn til þeirra stofnana sem fást við rannsóknir og annan undirbúning vegna hugsanlegra náttúru- hamfara. Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var rætt um óskir nokk- urra stofnana um auka ijárveit- ingu til rannsókna og viðbúnaðar vegna hugsanlegs Kötlugoss í haust. Skömmu sfðar fundaði Al- mannavarnaráð og vísinda- mannaráo Almannavarna ríkis- ins. Þar voru lagðar fram og ræddar tillögur vísindamanna að aukinni vöktun og rannsóknum í Mýrdalsjökli vegna atburðanna þar undanfarnar vikur. Vaktir og ramisoknir Að sögn Hafsteins Hafsteinsson- ar, formanns almannavarnaráðs, verða tillögur vísindamanna kynntar ríkisstjórninni á næstu dögum. „Orkustofnun, vegna vatnamælinga, Veðurstofan, Vegagerð ríkisins, Almannavarnir ríkisins, Raunvísindadeild há- skólans og fleiri stofnanir hafa óskað eftir viðbótar peningum til þess að geta haldið uppi vöktun, rannsóknum og öðrum undir- búningi á svæðinu, vegna hugs- anlegs Kötlugoss. Þess vegna Iagði ég fyrir ríkisstjórnina í morgun minnisblað um að þau ráðuneyti sem fyrr nefndar stofnanir heyra undir, sameinist um að fá þær til þess að móta til- lögur um hvernig best verður að málinu staðið. Hér er um að ræða samgönguráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, mennta- málaráðuneytið, umhverfisráðu- neytið og iðnaðarráðuneytið," sagði Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra í samtali við Dag eftir ríkisstjórnarfund í gær. Umtalsverð upphæð Hann bendir á að menn óttist mjög að af Kötlugosi verði og þau flóð og annað sem því gæti fylgt væri allt annað en gaman- mál og því nauðsynlegt að við- búnaður og undirbúningur allur verði sem mestur og bestur úr garði gerður og að mjög náið verði fylgst með öllu á Kötlu- svæðinu. „Þess vegna eru tillögur uppi um það að undirbúnar verði fjár- lagatillögur í fjáraukalögum fyrir þessar stofnanir til að þær geti sinnt þessum verkefnum," sagði Finnur. Hann segir að heildarupphæð- in vegna þessara aukafjárveitinga liggi ekki fyrir en þegar þær koma saman verði um umtals- verða upphæð að ræða. Hann nefndi sem dæmi að vatnamæl- ingarnar einar væru að tala um fjárfestingu í tækjabúnaði fyrir 8 milljónir króna og aukinn rekstr- arkostnað upp á 8 milljónir króna. Jarðvísindamenn tala nú ekki lengur um hvort Kötlugos verði í haust heldur hvenær það hefjist. - s.dór/bjb Sólveig Pétursdóttir. Varðskip kynnt Á ríkisstjórnarfundi í gær kynnti Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra útlitsteikningu á nýju varðskipi, en hönnun þess liggur fyrir í aðalatriðum. Utlitsteikn- ingin verður ennfremur kynnt á sjávarútvegssýningun ni í Kópa- vogi. Skipið verður 105 metra langt og 3 þúsund brúttórúm- lestir. Þá á skipið að geta flutt rúmlega 200 manns í neyðartil- vikum. I áhöfn nýja skipsins verða um 29 manns. Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna nýja skipsins geti numið allt að 2 milljörðum króna. Dómsmála- ráðherra segir að engin ákvörð- un hafi verið tekin um hvar skipið verði smíðað. Sólveig seg- ir að málið sé enn í vinnslu, enda hefur nefnd um smíði varðskipsins ekki enn lokið störfum. - GRH Fastagestir sundiauganna og aðrir sundáhugamenn geta tekið gleði sína á ný eftir næstu helgi en þá verður búið að opna þær sundlaugar í borginni, sem hafa verið lokaðar um tíma vegna endurbóta og viðhalds. Hér eru viðgerðarmenn að störf- um í Árbæjarlauginni í gær. mynd: þök MUljónir í viðhald á simdlaugum Fjðrar af sjö sundlaug- um lokaðar. Viðgerðir á Simdhölliimi kosta 20 miUjónir króna. Iiman við miUjón í Árbæ og Vesturbæ. Fjórar sundlaugar af sjö í Reykja- vík voru lokaðir f gær. Þrjár þeirra, þ.e. sundlaugarnar f Vest- urbæ, Árbæ og Sundhöllin hafa verið lokaðar vegna endurbóta og viðhalds um tíma en sundlaugin á Kjalarnesi var Iokuð vegna skorts á vatni. Erlingur Jóhanns- son hjá Iþrótta- og tómstunda- ráði segir að það sé vissulega ekki gott að laugarnir séu lokaðar á sama tíma. Þetta sé hinsvegar sá árstími þar sem aðsóknin sé einna minnst og hentar því best til viðhalds og endurbóta. Kemur við fastagesti Hann segir að endurbætur á SundhöIIinni hefðu reynst viða- meiri en gert hafði verið ráð fyrir og því hefði hún verið lokuð lengur en upphaflega stóð til. Áætlaður kostnaður vegna við- gerða á Sundhöllinni sé um 20 milljónir króna, enda um um- fangsmikið verk að ræða þar. ■Engu að síður sé stefnt að því að opna hana nk. mánudag. I sund- laugunum í Árbæ og Vesturbæ sé kostnaðurinn vegna Hðhalds vel innan við eina milljón króna á hvorum stað. Hann segir stefnt að þ\d að opna þessar tvær sund- laugar um helgina. Erlingur seg- ir að þessar lokanir hafi vissulega komið \dð fastgesti þessara sund- lauga, sem hafa fyrir vikið þurft að leggja leið sín í Laugardals- laugina eða einhverja aðrar Iaug- ar. Þá væri tekjutapið trúlega eitt- hvað en þó minna en ella hefði verið ef ráðist hefði verið f þessar nauðsynlegu endurbætur á ein- hverjum öðrum árstíma. - GRH Leyfið komið Borgarráð hefur samþykkt framkvæmdaleyfi til flugmálastjómar fyr- ir endurbætur á Reykjavíkurflug\ælli og hefur borgarskipulagi verið falið að annast útgáfu þess. Áður hafði skipulags- og umferðarnefnd samþykkt framkvæmdaleyfið fyrir sitt Ieyti. Þá lá fyrir samþykkt á deiliskipulagi fyrir flugvöllinn, auk þess sem umhverfisráðherra var búinn að staðfesta breytingar á aðalskipulaginu. - GRH RKÍ fagnar yfirlýsingu Rauði kross Islands sendi í gær frá sér tilkynningu, þar sem fagnað er yfirlýsingu utanríkisráðherra Norðurlanda um að börnum undir 18 ára aldri verði bannað að taka þátt í hernaði. Með yfirlýsingunni sé stigið mikilvægt skref í áttina að því að koma í veg fyrir að börn beri vopn á stríðssvæðum. Bent er á að þetta hafi verið baráttumál Rauða krossins lengi. Vonast RKI að yfirlýsing ráðherranna sé áfangi á leiðinni að alþjóðlegu banni við þátttöku barna í hernaði, en um þessar mundir er talið að 300 þúsund börn undir 18 ára aldri séu að- ilar að stríðsátökum. Neyðarástand í hiísnæðismáluui I samþykkt á nýlegum fundi stjórn- ar Leigjendasamtakanna er lýst yfir neyðarástandi í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnin hvetur öll félög og samtök sem láta sig varða hag almennings að taka höndum saman og krefjast láusna. Stjórnin bendir á að húsnæðismál séu einn stærsti þátturinn í lífs- kjörum fólks og líta verði því á þau sem kjaramál, ekki aðeins sem fjárfestingu einstaklinga. Málið þoli enga bið. Vegna þeirra hækkana sem orð- ið hafa á launum og verðlagi síð- astliðið ár hækkar áskriftanærð Dags nú um mánaðamótin - en það hefur verið óbreytt frá nóv- ember 1998. Frá ogmeð 1. sept- ember kostar áskrift að Degi 1.900 krónur á mánuði. Lausasöluverð Dags verður hins vegar óbreytt - blaðið mun áfram kosta 150 krón- ur á virkum dögum en 200 krónur um helgar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.