Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR Sorphaugagasið senn á markað í Bandaríkjunum hafa menn verið að prófa jarðgas á rútur. Að mati FÍB væri þetta at- hugandi fyrir SVR. Metangas úr haugimum í Gufunesi, sem gæti nægt sem eldsneyti á 2-3 þús- und fólksbíla, er nú brennt en verður líklega að markaðsvöru innan tíðar. „Gasið er til - og það er búið að stof- na fyrirtæki um hreinsun og dreif- ingu á því og verið að stíga fyrstu skrefin i að gera þetta að markaðs- vöru, þ.e. hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Eg held að það sé ekkert langt í að hægt verði að upplýsa hvað það verður,“ sagði Ögmundur Einars- son, forstjóri Sorpu, um metangasið sem myndast í sorphaugunum. „Þetta er mikil orka sem við erum þarna með í höndunum." I nýjasta FIB blaði segir frá því að tvö rútu- bílafyrirtæki í Bandaríkjunum hafi sparað sér sem svarar 6,20 til 8,20 krónur á hvern ekinn kílómetra eftir að skipt var yfir í jarðgas. „Þetta væri kannski athugandi fyrir SVR til að laga síversnandi afkomu," segir blað- ið. Árið 1997 óku vagnar SVR um 5,6 milljónir km og rekstrarkostnað- urinn nam 120 kr./km. Langtúnamarkmið vantar Ögmundur segir að nefnd hafi á sfn- um tfma verið falið að skoða mögu- leikana á að nota gas í stað olíu á bíla. í ljós kom að gífurlega mikill kostnaður fylgir því að breyta dísel- vélum og bílum fyrir gas. Þetta væri því einungis gerlegt í langtímaskref- um; t.d. með ákvörðun um að á tíu árum yrði bílaflotinn endurnýjaður öðruvísi byggðum bílum. Slíkt segir Ögmundur t.d. mjög algengt í Sví- þjóð, þar sem sveitarfélög hafi mörg langtímastefnumörkun um að skipta yfir í bíla með öðrum orkugjöfum; rafmagni, gasi eða öðru. „En ég sé nú ekki langtímamarkmið íslenskra stjórnvalda, hvorki sveitarfélaga né ríkisvalds, í neinum þessum málum." Brennt til að minnka gróðurhúsaáhrif Til að hagstætt sé að vinna gasið þarf stóra og mikla vinnslu, að sögn Ög- mundar. „Já, stórvinnsla væri mögu- leg. I Gufunesi söfnum við öllu gasi sem verður til í haugunum og brenn- um því, í þeim tilgangi að breyta met- ani í koldíoxíð - vegna þess að gróð- urhúsa- áhrif metans eru 25 sinnum verri en koldíoxíðs. Ef við hreinsuðum allt þetta gas gætum við útvegað elds- neyti á 2-3 þúsund fólksbíla. Og það er ein einfaldasta notkunin sem til er, því með örlitlum aukabúnaði, sem kostar kringum 200 þús. kr., getur þú notað sömu vélina. Þetta er tækni sem er til í dag.“ Að hreinsa metangasið segir Ög- mundur ekki mikið mál. Flutningur- inn er svolítið meiri vandi. Gasið sé í eðli sínu mjög létt og þurfi því að þrýsta því á kúta, sem þurfi því að vera sterkir og þar af leiðandi þungir. Gasflutningar séu því að stórum hluta flutningur á umbúðum. Möguleikamir hýsna margir - Væri metangas sorphauga eltki gulls ígildi fyrir svæði sem ekki hafa hita- veitu, t.d. að hita vatn í sundlaugar? „Það er alveg rakið. Það er þekkt og algeng tækni að brenna gasið og hita vatn. Þannig sá ég þetta notað í fyrs- ta skipti; í bæ í Svfþjóð þar sem þriðj- ungur fjarvarmaveitunnar var kyntur með gasi úr sorphaugum á staðnum. Möguleikarnir eru því býsna margir. En við Islendingar höfum þá sér- stöðu, að hafa haft gnótt af orku á mjög lágu heildsöluverði. En ég tek eftir að menn eru farnir að átta sig á að þessi orka er ekki óþrjótandi og að verðlagningunni mætti velta fyrir sér. Þetta er allt mjög spennandi," sagði forstjóri Sorpu. HEI í pottinum var verið að ræða ástandið í Mýr- dalsjökli og yfirvofandi Kötlugos. Pottverjar töldu ástæðu fyrir landann að fara að hafa áhyggjur, ekki síst í ijósi yfirlýsinga vís- indamanna um að gos gæti hafist síðar á þessu ári, jafn- vel strax í haust. Pottverjar nefndu Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðing í þessu sambandi og einn sagðist hafa verið farinn að sakna Ragnars í fjölmiðl- unum. Á meðan jökullinn bráðnaði og bráðn- aði spókaði Ragnar sig í sólinni í Miðjarðar- hafinu og lítt bar á yfirlýsingum vísinda- manna í fjölmiðlum. Síðan kom Ragnar úr fríi og fjörið hófst. Pottverjar töldu sig hins vegar hafa heyrt mismunandi viðhrögð á yfirlýsing- um Ragnars, ekki síst frá óttaslegnum hús- mæðrum undir jökli... Ragnar „skjálfti" Stefánsson. Frá jarðskjálfta yfir í pólit- ískan skjálfta. Pottverjar voru að ræða helgarviðtal Dags við Valgerði Sverrisdótt- ur en hún bíður eftir þvl að komast í ráðherrastól. Rætt hefur verið um að hún taki sæti Páls Péturssonar en pottverjar töldu sig hafa heimildir iyrir þvl að lengra yrði í það en hald- ið hcfur verið til þessa. Páll væri mættur tví- efldur til leiks eftir veikindin og sjaldan verið sprækari. Pottverjar liöfðu nefnilega séð til hans á töðugjöldum Skagfirðinga á Vindlieimamelum um lielgina þar sem hann lék á als oddi. Því herma fregnir að frainsóknarmenn í kjör- dæini Páls vilji að hann sitji cins lengi í ráðherra- stól oghann vilji... Standa þarf vörð um íslenskan kúabúskap FRÉ T TA VIÐTALIÐ Krístín Linda Jónsdóttir bóndi íMiðhvammi íAðaldal Á aðalfundi Landssam- bands kúabænda, sem haldinn varí Skagafirðií síðustu viku, varkona í fyrsta skipti kjörin í stjóm LKfrá stofnun þess árið 1986. Það erKristín Linda Jónsdóttir, bóndi í Miðhvammi íAðaldal íSuð- ur-Þingeyjarsýslu. Aðrir stjórnarmenn LK eru Þórólfur Sveinsson að Ferju- bakka í Borgarfirði, sem var end- urkjörinn formaður, Hjörtur Hjartarson að Stíflu í Rangár- vallasýslu, Gunnar Sverrisson í Hrosshaga í Arnessýslu og Birgir Ingþórsson í Uppsölum í Austur- Húnavatnssýslu. Kristín Linda er þó ekki fyrsta konan sem kjörin er í stjórn landssamtaka á vegum bænda því Álfhildur Ólafsdóttir var kjörin í stjórn Bændasamtak- anna við stofnun þeirra, þá bóndi að Engihlíð í Vopnafirði, en er ekki í stjórn nú. Þá hefur Elín Lára Sigurðardóttir, Bjarnastöð- um í Grímsnesi, verið í stjórn Svínaræktarfélags íslands síð- ustu ár. Konur eru formenn Landssambands skógareigenda og Landssamtaka vistforeldra í sveitum en það teljast vart „fram- Ieiðendalandssamtök." Þess má til gamans geta að Kristín Linda á von á sínu þriðja barni í mán- uðinum enda fannst sumum að- alfundarfulltrúum það nokkuð sérkennilegt að kjósa kasólétta konu í stjórn, loksins þegar ísinn var brotinn! - En hvað liefur Kristín Linda að segja um málefni tslenskra kúabænda? „Þau er ákaflega áhugaverð og mikilvæg, ekki aðeins fyrir kúa- bændur heldur ekki síður fyrir ís- lenska neytendur. I fyrsta lagi þá hafa íslenskir kúabændur sýnt það og sannað á sfðustu árum að þeir eru metnaðarfull og fram- sækin stétt, sem hefur nú þegar mætt auknum kröfum um vöru- gæði og nútímaleg vinnubrögð. Is- lenskar mjólkurafurðir eru tví- mælalaust fyrsta flokks náttúruaf- urð, mér fínnst það þvf spennandi verkefni að vinna að málefnum greinarinnar. í öðu lagi þá er ákaflega mikil- vægt að standa vörð um íslenskan kúabúskap. Það finn ég sem neyt- andi og móðir. Það eru forréttindi sem við kunnum ekld alltaf að meta að geta gefið börnunum okk- ar mjólkur- og kjötvörur, sem eru framleiddar hér á þessari eyju í Atlantshafinu. Fréttir síðustu missera hafa minnt rækilega á þetta þar sem neytendur handan hafsins hafa óafvitandi lagt sér til munns landbúnaðarvörur, sem innihalda lyf, hormón, eiturefni, mengunarefni og hræ annarra dýra.“ - Geta neytendur vænst þess að hafa aðgang að tslenskum land- búnaðarvörum urn aldur og ævi? „Það er alls ekki sjálfgefið að Is- Iendingar hafi aðgang að íslensk- um landbúnaðarvörum á 21. öld- inni. Nú er rekstrarumhverfi kúa- búa með þeim hætti að launa- greiðslugeta þeirra hefur dregist verulega aftur úr verðlagsþróun í landinu og það er ljóst að við svo búið má ekki standa. Bæta verður rekstrarumhverfi greinarinnar þannig að kúabændum takist að halda áfram framleiðslu af fullum metnaði og þannig verði tryggð fyrsta flokks vara handa íslenskum heimilum." GCI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.