Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 11
 MIDVIKUDAGUR 1. SEPTEMBF.il 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Andstæðingar sjálfstæðis reiðir Talning atkvæða á Austur-Tímor hefst í dag og úrslit verða til- kyunt þann 7. sept- ember. Hópur vopnaðra andstæðinga þess að Austur-Tímor verði sjálf- stætt ríki lét reiði sína í ljós í gær með því að loka öllum leiðum til Dili, höfuðborgar eyjarinnar, með vegatálmum. Einnig komu þeir í veg fyrir að fólk kæmist um borð í flugvélar og feijur frá Austur-Tímor. Andstæðingar sjálfstæðis létu sömuleiðis sjá sig í þorpum víða um eyjuna, með alvæpni og hót- uðu fólki óspart öllu illu líkt og þeir hafa gert undanfarnar vikur og mánuði. í þorpinu Hera, 15 kílómetr- um suður af Dili, gengu hundr- uð vopnaðra manna um götur í Ieit að þeim sem opinskátt hafa barist fyrir sjálfstæði. Þeir vör- uðu fólk við því að koma til þorpsins. Ógnarðld í uppsiglingu? Kosningarnar fóru að mestu friðsamlega fram, a.m.k. miðað við þau ósköp sem flestir höfðu búist við. Til óláta kom engu að síður á nokkrum stöðum og varpaði það nokkrum skugga á kosningarnar. Fréttir hafa borist af því að þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Dili hafi verið myrtir, en talsmaður Sameinuðu þjóð- anna sagðist í gær ekki geta stað- fest þær fréttir. bendir til þess að sjálfstæðið verði að veruleika innan skamms. Opinberlega segjast þeir ein- göngu hafa áhyggjur af því að stjórnmálalegt öngþveiti verði ef leiðtogar sjálfstæðishreyfingar- innar fara úr landi, líkt og gerð- ist eftir að Portúgal sleppti hend- inni af þessari fyrrverandi ný- lendu sinni árið 1975. Oflugur jarðskjálfti í Tyrklandi TYRKLAND - I gærmorgun átti sér stað sterkur jarðskjálfti í Tyrk- landi og mældist hann 5,2 stig á Richterkvarða. Einn maður lést af völdum skjálftans og hátt á annað hundrað manns hlutu meiðsli. Fjölmargir stukku út um glugga og frá svölum af ótta við að hús hryndu, líkt og gerðist í stóra skjálftanum sem varð fyrir tveimur vik- Friðarsaummgur undirritaður KONGÓ - Uppreisnarmenn tveggja andstæðra fylkinga í Kongó, sem áður hét Saír, undirrituðu í gær friðarsamkomulag og eru bundnar vonir við að i kjölfarið geti orðið heldur friðvænlegra í Iandinu en ver- ið hefur. Báðar fylkingarnar hafa barist gegn stjóm Laurents Kabíla og notið til þess stuðnings stjórnvalda í Rúanda og Uganda. Kabila hefur hins vegar notið stuðnings stjórnvalda í Simbabve, Angóla og Namibíu. Díönu miunst áu alls uuistaugs BRETLAND - Engar opinberar athafnir voru haldnar í Bretlandi í gær í minningu þess að tvö ár voru liðin frá því Díana prinsessa fórst í bílslysi í París. Konungsfjölskyldan tók ekki þátt í minningarguðs- þjónustu eins og í fyrra og ekki var heldur flaggað í hálfa stöng á Buckingham-höll. Hundruð manna komu samt saman fyrir framan lokaðar dyr Kensington-hallar og minntust Díönu. Denuis bíður átekta BANDARÍKIN - Fellibylurinn Dennis fór í gær fram hjá Norður-Kar- ólínu í Bandaríkjunum skammt frá ströndinni og vörpuðu íbúar önd- inni léttara þegar ljóst var að hann stefndi aftur út á haf. Veðurfræð- ingar hafa varað mjög við storminum og þótti hætta á verulegum skemmdum og jafnvel manntjóni ef Dennis hefði lagt Ieið sína inn yfir ströndina. Veðurfræðingar búast við þvf að hann haldi kyrru fyr- ir á Atlantshafi í nokkra daga, en snúi síðan aftur til strandar og þá mega íbúar í New York vera við öllu búnir. Aðfarir þeirra vöktu ótta um að þeir myndu á ný beita ofbeldi í stórum stíl gegn þeim sem látið hafa í Ijós stuðning við að Aust- ur-Tímor segi skilið við Indónesíu. Það kom á óvart hversu hægt þeir höfðu um sig á sjálfan kosn- ingadaginn, en þeir höfðu Iýst því yfir fyrir kosningar að þeir muni virða úrslitin hver svo sem þau verða. Urslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar á Austur-Tímor, sem fram fór á mánudag, verða gerð opin- ber þann 7. september næst- komandi, en reiknað er með að talning atkvæða hefjist í dag, miðvikudag. Ótvíræður sigur I gær var skýrt frá því að kosn- ingaþátttakan hafi verið 98,6%, en alls voru um 438.000 manns á kjörskrá í Austur-Tímor og 13.000 manns að auki sem bú- settir eru erlendis. Hversu mikil þátttakan var hefur verið túlkað sem ótvfræður sigur fyrir sjálf- stæðissinna og þykir nánast full- víst að áframhaldandi sambandi eyjunnar við Indónesíu hafi ver- ið hafnað í atkvæðagreiðslunni. Flóttamannastnfnunin í viðbragðsstöðu Ljóst er þó að við öllu má búast og flóttamannastofnun Samein- uðu þjóðanna hyggst koma sér upp bækistöðvum í Ástralíu sem gæti brugðist við ef stórir flótta- mannahópar fara að streyma frá Austur-Tímor vegna ofbeldis og óeirða á næstunni. Stuðningsmenn Indónesíu- stjórnar hafa átt í vopnuðum bardögum við aðskilnaðarsinna allt frá því Indónesía réðst inn í Austur-Tímor árið 1975. Að hluta til hafa þeir notið stuðn- ings indónesíska hersins og talið er að enn styðji ákveðin öfl inn- an hersins hina vopnuðu hópa sem beijast gegn sjálfstæði Aust- ur-Tímors. Valdamenn í hernum eiga sumir hverjir verulegra efna- hagslegra hagsmuna að gæta á Austur-Tímor, sem eru í upp- námi ef eyjarhelmingurinn segir skilið við Indónesíu. Þessi öfl vilja með öllum ráð- um koma í veg fyrir að Austur- Tímor verði sjálfstætt ríki og má búast við að örvænting ráði gerð- um þeirra á næstunni, úr því allt Mitre Prima innanhússskór . SP0RTVER Jói útherji Dalbraut 1 • Akureyri ■ s: 461-1445 Ármúla 36 • Reykjavík • s:588-1560 r N OLÍUFYLLTIR RAFMAGNSOFNAR Betri hiti - engin rykmengun - fyrir heimilið, sumarbústaðinn eða vinnustaðinn. Stærðir 400,750,800,1000,2000 wött • Hæðir 30 og 60 cm. Sérstök frostvarastilling Thermóstýring Hagstætt verð Einar Farestveit & Co. hf Borgartúni 28, sími 562 2900 Heitur matur í og á kvöldin... hádeginu - fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.