Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 01.09.1999, Blaðsíða 4
4 -~M IBVIKUDAGU R 1. SEPTEMBER 1999 FRÉTTIR Landssímiim græddi 1 milljarð... Rekstur Landssíma Islanas hf. skilaði 1.603 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á fyrri helmingi ársins 1999. Þegar tekið hefur verið tillit til reikn- aðra skatta að fjárhæð 520 milljónir króna og áhrifa dótturfélaga nemur hagnaður tímabilsins 1.044 milljón- um króna. Þetta er 4,34% minni hagnaður en á sama tímabili í fyrra, er hagnaður nam tæplega 1.091 milljón. I tekjum eru óreglulegir lið- ir, sem bókast á fyrri hluta ársins og hækka hagnaðinn um 140 millj- ónir króna, en sambærilegir liðir á sama tímabili síðasta árs námu um 75 milljónum króna. Velta fyrirtækisins var 6.048 milljónir króna og jókst um 11,05% frá árinu á undan, en þá voru rekstrartekjur 5.446 milljónir á fyrri helmingi ársíns. Auknar tekjur má m.a. rekja til mjög góðs árangurs farsímaþjónustu, en markmið um fjölgun GSM-áskrifenda á öllu ár- inu hafa nú þegar náðst. Hagnaður farsímaþjónustunnar á fyrri hluta ársins nemur 417 milljónum króna eftir skatta. ... og íslandsbanM 693 inilljdnir Afkoma Islandsbanka hélt áfram að batna á fyrri hluta þessa árs. Hagnaður eftir skatta var 693 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en var 596 milljónir á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir skatta var 751 milljón sem er 110 milljóna aukning frá sama tímabili árið 1998. Arðsemi eigin íjár var 22,9% samanborið við 21,9% í fyrra. í tilkynningu segir bankinn þessa jákvæðu þróun vera í samræmi við áætlanir og væntingar. Framlag í afskriftareikning útlána lækkar milli ára og hefur aldrei verið Iægra í sögu bankans sem endurspeglar hagstæða efnahagsþró- un. Vaxtatekjur námu rúmum 6 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins og höfðu aukist um 34% frá sama tímabili í fyrra. Vaxtagjöld jukust um 38%, voru 3.897 miiljónir. Vaxtamunur var 3,6%, hækkaði um 0,1 prósentustig milli áranna. „Makkinn64 brottrækur Macintosh vinnustöðvar verða „útskrifaðar" úr tölvuveröld Ríkisspít- ala og PC tölvur einar verða á tölvuneti spftalans í framtíðinni. Macintosh vinnustöðvum hefur fækkað um nálega helming á um- Iiðnu ári og eru nú aðeins 170 í notkun, sem eiga að hverfa smátt og smátt. I Púlsinum, fréttabréfi Ríkisspítala, segir að framkvæmda- stjórn Ríkisspítala hafi tekið þessa ákvörðun eftir að hafa verið upp- Iýst um mikinn aukakostnað og óhagræði sem fylgdi því að reka tvö- falt tölvukerfi, bæði í búnaði og vegna sérhæfingar starfsmanna. Þar á ofan hafi afritun og aðgangsstýringar ekki verið í góðu horfi vegna Mac-vinnslustöðva og mikilvæg gögn ekki verið varðveitt eða afrituð með viðunandi hætti. — hei Toyota á Akureyri ÁAkureyri eru nú hafnar fram- kvæmdir við byggingu nýrrar þjónustumið- stöðvar fyrir Toyota bifreiðar. Um er að ræða 1300 m2 hús- næði, þar sem öll þjónusta fyrir Toyota mun verða undír sama þaki. Má þar nefna söludeild, verkstæði, vara- hlutaverslun o.s.frv. Fram til þessa hefur bílasalan Stórholt haft sölu- umboð fyrir nýja og notaða bíla og bílaverkstæðið Bláfell sinnt vara- hlutaþjónustu og viðgerðum á Toyota. P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota á Islandi, stendur að nýbygg- ingunni sem áætlað er að verði fullbúin í byijun júní á næsta ári. „Þetta mun verða að einum þjónustuaðila þegar flutt verður í nýtt húsnæði," segir Björn Víglundsson, markaðsstjóri P. Samúelssonar. Að sögn Valdimars Valssonar hjá Stórholti, mun P. Samúelsson eiga húsnæðið en Stórholt leigja það og sjá um rekstur þjónustumið- stöðvarinnar ásamt Bláfelli. „Þetta verður einn rekstraraðili og mun sennilega verða gefið nafnið Toyota - Akureyri eða eitthvað slíkt.“ Forsvarsmaður Bláfells vildi ekkert láta hafa eftir sér er hann var spurður um tilvonandi samruna. — GÍS Bera saman starfsskilyrði í útgerð Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, hef- ur skipað nefnd sem hefur það verkefni að gera samanburð á starfsumhverfi sjó- og land- vinnslu. Dr. Gunnar I. Birgisson, verkfræðing- ur og alþingismaður, er formaður nefndarinnar, en í henni sitja einnig þau Elfnbjörg Magnús- dóttir, formaður fiskvinnsludeildar Verka- mannasambands Islands, og Guðrún Lárus- . .... dóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa í Hafnar- Arni M. Mathiesen. firgi Ný þjónustumiðstöð fyrir Toyotaeigendur á Akureyri. Heimamenn sjá um reksturinn. RíMsútvarpið er ekM til sölu Menntamálaráðherra er tilhúiim með dxög að lagaframvarpi um að gera gera ríMsút- varpið að hlutafélagi og ýmsar aðrar breyt- ingar. Framsóknar- flokkurinn svarar því til að RÚV verði ekki selt. Undanfarið hefur Björn Bjarna- son menntamálaráðherra rætt um það opinberlega að upp- stokkunar sé þörf hjá ríkisútvarp- inu. Síðast hélt hann tölu um málið á SUS-þingi nýverið. Hann segir ríkisútvarpið í „tilvistar- kreppu vegna rekstrarformsins", eins og hann orðar það og hann hefur oftar en einu sinn Iagt til að RÚV verði selt. Menntamála- ráðherra er nú tilbúinn með drög að lagafrumvarpinu um RUV, þar sem hann leggur til að því verði breytt í hlutafélag. Það myndi þýða að RÚV yrði selt alveg eins og til stendur með Landssímann. Framsóknarmenn hafa ekki Hjálmar Árnason. Ijáð máls á því að ríkisútvarpið verði selt og standa enn á því fastar en fótunum. „Ríkisútvarpið verður ekki selt, það er alveg á hreinu. Það var fjallað um málefni RÚV á síðasta flokksþingi Framsóknarflokksins og þar var það samþykkt að RÚV yrði ekki selt,“ sagði Hjálmar Árnason, stafandi þingflokksfor- maður Framsóknarflokksins, í samtali við Dag. RÚV fái starfsfrið Hann bendir á að það sem fram- sóknarmenn hafi talað um bæði á flokksþinginu og eins á fundi landsstjórnar og þingflokks flokksins síðustu tvo daga sé að nauðsynlegt sé að einfalda rekst- ur útvarpsins. „Það er nauðsynlegt að ríkisút- varpið fái starfsfrið. Það hefur verið vandi þess að það hafa of margir verið að skipta sér af því og stjórna. Því verður að linna en ég endurtek, ríkisútvarpið er ekki til sölu,“ sagði Hjálmar Árnason. Fyrir nokkrum dögum óskaði tíðindamaður Dags eftir því við menntamálaráðherra að fá að sjá frumvarpsdrögin en því var hafn- að. Sömuleiðis neitaði Björn að skýra frá nokkru af því sem í drögunum stendur. Víst má telja að Framsóknarflokkurinn hafni öllum tilraunum til uppbrots eða umtalsverðrar uppstokkunar á starfsemi RÚV nema í þá veru að skapa því starfsfrið, eins og Hjálmar Árnason orðaði það. - S.DÓR Skotvopnaskrá ekki erai tilhúin Enn bíða byssumenn eftir samræmdri skotvopnaskrá. Vinna við samræmda skráningu skotvopna á öllu landinu hefur staðið yfir í nokkurn tíma en Dagur sagði frá því í vor að í raun væru ekki til upplýsingar á einum stað um skotvopna- eign og til dæmis hve mörg skotvopn væru til í landinu. Upplýsingar og skráningar eru hjá hverju lögreglu- stjóraembætti fyrir sig, þar sem form skráningar og magn upplýsinga er mis- jafnt á milli staða og tíma- bila. Til stóð að bjóða verkið út, það er vinnuna við samræmingu skráninga sem til eru í hverju umdæmi fyrir sig, en vinna við söfnun skráninga hefur gengið það vel að sennilega kemur ekki til útboðs. Það sem eftir er sam- kvæmt upplýsingum Snorra Sig- urjónssonar hjá Ríkislögreglu- stjóra er handavinna við færslu úr gömlu skránum yfir í nýja samræmda skrá. Skrán- ingar eru eitthvað mis- munandi á milli um- dæma og eftir tímabil- um. Snorri segist þó ekki vilja gefa út ákveðna dagsetningu hvenær nýja skráin verði tilbúin og heildarupplýsingar liggi fyrir en hann verði hamingjusamur ef hægt verði að byrja nýtt ár með nýrri skrá. I nýju skránni er gert fyrir mjög nákvæmri skráningu hvers vopns þannig að hægt sé að finna það með Iítilli fyrirhöfn út frá litlum upplýsingum. Þá verður ferill vopna skráður og ýmislegt fleira. - HI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.