Dagur - 04.09.1999, Síða 7
Ð^ur
LAUGARDAGUR i. SEPTEMBER 1999 - 7
RITSTJÓRNARSPJALL
8DDUR
LAFSSON
SKRIFAR
Eftir síðustu hækkun á bensín-
verði ráðlagði framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bíleigenda út-
gerðamönnum ökutækja að
leggja bílum sínum eða samnýta
þá til að spara eldsneytiskostnað.
Meiningin var að mótmæla enn
stórauknum álögum á þá sem
gera út bíla, sem eru nánast allir
þeir sem vettlingi geta valdið. En
vera kann að svona ráðleggingar
geti reynst hagkvæmar hvað sem
öllum mótmælum líður. Bílaút-
gerð er dýr og á mikinn þátt í
þeim skuldabagga sem eru að
sliga heimilishald og veldur
mörgum áhyggjum.
Sagt er að einkabíllinn veiti
frelsi og er vandalaust að rök-
styðja þá staðhæfingu. En hann
getur líka lagt helsi á eigendur
sína, það er þá sem hafa ekki
efni á að eiga bíl og aka, þótt þeir
neyðist til þess af þekktum or-
sökum. Aðrir leggjast sjálfviljugir
undir þann skuldaldafa sem bíla-
eignin krefst og telja það til
heimsins lystisemda að keyra um
í bíl sem þeir hafa hvorki efni á
að eiga né reka.
En slfk mál eru aldrei til um-
ræðu nema þegar olíuvörur
hækka í verði eða skattar auknir
á farartækjunum. A þeim átta
mánuðum sem liðnir eru af ár-
inu hefur bensínverðið hækkað
um fjórðung. Og ríkissjóður
hagnast við hverja hækkun þar
sem skattahlutfallið breytist ekki
þegar olíufurstarnir mata krók-
inn. Þeir sem verst fara út úr
svona hækkunum eru stór-
skuldug heimili þar sem verð-
tryggðu lánin hækka í takt við
verðbólguna, sem olíuverðið hef-
ur mikil áhrif á.
Sjálfskaparvíti
Það er sleginn nýr tónn í útbólg-
inni samgönguumræðu þegar
bíleigendur eru hvattir til að
spara farartæki sín og eldsneyti.
Það er nefnilega aldrei minnst á
hvílík reiðinnar ósköp einkabíl-
isminn kostar. Hvað hann kostar
einstaklinga og hvað hann kostar
samfélagið. En þegar dæmið er
gert upp eru það bíleigendur
sjálfir sem bera allan kostnað-
inn. Þeir heimta sífellt greiðari
vegi og götur, brýr og slaufur og
eru svo skattlagðir til að standa
undir öllu saman.
Kostnaður vegna umferðar-
slysa og klessukeyrðra bíla slagar
upp í að reka eitt stykki mennta-
kerfi. Tryggingafélögin sjá til
þess að sá kostnaður lendi líka á
bíleigendum og Alþingi hjálpar
til með þvf að setja lög um
skyldutryggingar ökutækja og
þvíumlíkt. Þegar bíleigendur eru
að kvarta yfir háum iðgjöldum og
himinháum sköttum á bíla og
eldsneyti geta þeir engum um
kennt nema sjálfum sér.
IW
úm é-M
Bíleigendur ætla seint að átta sig á að þeir einir borga allan brúsann.
Ofnotkun og heimtufrekja
Ofnotkun bíla og hömlulítil
heimtufrekja um bætt og greið-
færari samgöngumannvirki og
síðan aksturslag sem veldur
ómældum skaða á heilsu manna
og farartækjum gerir það að
verkum að einkabíllinn gleypir
sífellt stærri hluta af tekjum
manna og eins og endranær
verða þeir harðast úti sem léleg-
astar hafa tekjurnar. Það fer
miklu hærra hlutfall af Iaunum
þeirra sem minna hafa til að reka
bíl en hinna, sem þéna betur og
eru Ioðnir um Iófana.
Þá er komið að veikasta punkt-
inum í öllu samgöngufárinu, al-
menningssamgöngunum. I þétt-
býli innnesja býr drjúgur bluti
þjóðarinnar. Þar er skipulag með
þeim hætti að varla er nokkur
von til þess að hægt sé að koma
þar við brúklegu samgöngukerfi
strætisvagna. Svefnbæir eru
reistir út um allar þorpagrundir
og tilviljun ein ræður hvar at-
hafnahverfin verða til. Þannig er
Kópavogsdalur að verða að mið-
bæ höfuðborgarinnar en þing-
menn og sveitarstjórar fyrir
norðan og austan leggja undir
sig eðlilegt miðsvæði Reykjavík-
ur vegna þess að eina aksturleið-
in sem spara þarf á Islandi er
smáspotti suður með sjó.
Farþegum strætisvagna fækkar
jafnt og þétt og þróun taprekstr-
arins er eftir því. Aðalviðskipta-
vinirnir eru gamalmenni og
börn, sem fá drjúgan afslátt af
fargjöldum. Björgulegt er
ástandið ekki og stendur síst til
batnaðar.
Bílaeign eykst að sama skapi
og gerist ekki almennari annars
staðar á heimskringlunni. Betri
og dýrari bílar og rýmilegir
greiðsluskilmálar gera einkabíl-
inn að því djásni sem flestu er
fórnandi fyrir og þegar stungið er
undir þeim kostnaði sem hann
leggur á heimilishaldið vill
gleymast að hann er sjálfskapar-
víti. En þá kemur aftur að því, að
bíll er nauðsyn. Það er tæpast
hægt að stunda nám eða vinnu
nema hafa umráð yfir bíl og er
svo komið að ekki er talin nein
ofgnótt að heimilishald reki tvo
bíla, enda algengt.
Fótalaus þjóð
Hægri höndin veit sjaldnast hvað
sú vinstri gerir þegar skipulagðir
eru bæir og torg. Yfirvöld skipu-
lagsmála eru greinilega öll í bíl-
um og njóta bílastyrkja umfram
flesta aðra. Því er gert ráð fyrir
að allir eigi bíl til að komast
ferða sinna og ekki hugsað eitt
augnabilk til þeirra vesalinga
sem notast þurfa við strætis-
vagna og enn síður að búa svo
um hnúta að nokkur manneskja
komist gangandi milli áfanga-
staða. Enda er þjóðin orðin gjör-
samlega fótalaus, nema til að
hoppa í heilsuræktum eða ganga
um fjöll og firnindi og skokka í
íþróttagöllum.
Sama fólkið og telur ekki eftir
sér að hlaupa upp á Esju og
spinna sig kófsveitt í æfinga-
stöðvum ætlar hreint vitlaust að
verða ef því eru ekki sköffuð
bílastæði við hverjar þær dyr sem
það þarf að ganga um. Það telur
hneysu ef þarf að ganga nema
þvert yfir gangstétt þegar það
kemur á áfangastað á ástkærum
bílum sínum.
Okuþórar kveina í síbylju um
að þeir komist ekki nógu hratt
yfir og telja að umferðarmann-
virkin hæfi ekki nýju hraðskreiðu
og flottu bílunum þeirra. I vik-
unni birti dagblað lesendabréf
frá yfir sig hneyksluðum bíl-
stjóra. Hann taldi að Hring-
brautin vestanverð væri móðgun
við farartæki sitt. Þar eru Ijós fyr-
ir gangandi vegfarendur og tvenn
umferðarljós. Þetta telur sá ein-
sjmi óþolandi farartálma fyrir sig
og sitt göfuga ökutæki. Hann
hefur ekki tekið eftir því að við
götuna eru nokkrar íbúðarblokk-
ir auk annara íbúðarhúsa, eitt
fjölmennasta elliheimili lands-
ins, þar sem fyrir kemur að gaml-
ingjarnir voga sér út á götu og
barnaskóli sem allt sómakært
fólk tekur tillit til þegar það ekur
nærri. Við má bæta að hrað-
brautin Hofsvallagata sker
Hringbrautina þarna og eru þar
ein mestu slysagatnamót borgar-
innar.
Svona asnaleg og vanhugsuð
skrif eru aðeins eitt dæmi um
þann yfirgang og frekju sem eig-
endur og stjórnendur bíla temja
sér, enda skoða þeir heiminn og
mannlífið út um framrúðuna og
kemur ekkert við hvað er utan
þess sjónasviðs.
Þeir sem ekki borga
Allra bragða er neytt til að ala á
bíladýrkuninni og að gera einka-
bílinn að þeirri lífsnauðsyn sem
ekki er hægt að vera án. Það er
skiljanlegt að sölumenn bíla, ol-
íufélög og verktakar samgöngu-
mannvirkja oti sínum tota og
gera það óspart. Hitt er varasam-
ara þegar ráðandi stjórnmála-
menn og skipulagsfræðingar
þeirra leggjast á eina sveif að
drepa niður allar almennings-
samgöngur og þjóna undir bíl-
ismann með ráðum og dáð.
Allir kjörnir atvinnupólitíkusar
hafa fría bíla eða ríflega bíla-
styrki. Kostnaður \ið að reka bíl
brennur því ekki á þeim. Þeir
borga ekki samgöngumannvirkin
úr eigin vasa fremur en háemb-
ættismenn þeirra og stórtækir
verktakar. Bensínverð kemur
heldur ekki illa við buddu þeirra
því það er borgað af því opin-
bera. Það er hinn rétti og slétti
bíleigandi, sem hvorki þarf bens-
ínnótur eða kvittanir fyrir kaup-
um og viðhaldi bíla sinna sem
borgar allt heila ldabbið. Hann
borgar líka fyrir bankastjórana
og fursta peningamarkaðar sem
undantekningalítið njóta góðra
bílastyrkja, sem færðir eru á
kostnaðarreikninga.
F.ndalaust öngþveiti
Dæmi eru um það úti í hinum
stóra heimi að yfirvöld borga og
bæja eru hætt að hafa áhyggjur
af því að liðka fyrir bílaumferð.
Það hefur sýnt sig að það er
sama hve miklu fé og rými er
varið undir hraðbrautir, brýr og
slaufur, að umferðarvandamálin
aukast fremur en hitt eftir því
sem umferðarmannvirkin verða
umfangsmeiri og fullkomnari.
Umferðin eykst að sama skapi og
allt lendir í sama öngþveiti og
menn héldu sig vera að leysa.
Eigendur bíla ættu að fara að
átta sig á í hvaða gildru þeir
ganga þegar þeir heimta enn
meira malbik og steypu undir
eftirlætin sfn. Þeir einir fá reikn-
ingana í hausinn, en aldrei þeir
sem láta framkvæma eða fram-
kvæma verkin. Enda æpa þing-
menn og sveitarstjórar manna
hæst eftir meira fé til samgöngu-
bóta fyrir sjálfa sig. Og bíleig-
endakórinn tekur undir og kvart-
ar svo sáran undan kostnaðin-
um.
Eftir stendur spurningin: Veit-
ir bíllinn minn mér frelsi eða er
hann sú gildra sem heldur mér í
fátæktarbasli alla lífstíðina?