Dagur - 04.09.1999, Side 8
8- LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 1999
FRÉTTASKÝRING
Átok lun samt
Frá aðalfundi Landsambands sjúkrahúsa á Akureyri í gær. Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri Cfyrir miðri myndj
Eitt sameiginlegt
sjúkrahús í Reykjavík
yrdi stærsta fyrirtæki
landsins með 4-5 Jms-
und starfsmenn og inn
16 jnísund milljóna
króna veltu.
„Grundvallarágreiningur er með-
al ýmissa aðila um hvort sameina
eigi sjúkrahúsin," sagði Magnús
Pétursson, forstjóri sjúkrahús-
anna í Reykjavík, í ræðu á aðal-
fundi Landssambands sjúkrahúsa
sem haldinn var á Akureyri í gær.
Hann hvatti heilbrigðisráðherra
til að ákveða hið fyrsta hvort
skipa ætti eina stjórn yfir sjúkra-
húsin í Reykjavík. Verði það nið-
urstaðan leiði af því að skipa eigi
eina framkvæmdastjórn, sameig-
inlegan hjúkrunarforstjóra, lækn-
ingaforstjóra og aðra yfirmenn.
Magnús rifjaði upp að um síð-
ustu áramót gerðu Reykjavíkur-
borg og ríkið með sér samkomu-
lag um að ríkið tæki við rekstri
Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Þetta
voru nokkur tímamót. Flest
sjúkrahúsanna voru fram til 1990
rekin á ábyrgð sveitarfélaganna
en með þessu samkomulagi færð-
ist það síðasta til ríkisins. Fram til
þessa hafði þróun og rekstur
sjúkrahúsanna verið sameiginlegt
verkefni ríkis og sveitarfélaga.
Skoðanir eru ugglaust skiptar um
hvort það hafi verið farsælt sam-
starf, en nú er Ijóst að ríkið ber
fulla ábyrgð á rekstri, uppbygg-
ingu og þróun starfseminnar."
Hann benti á að allan þennan
áratug hafi stjórnvöld krafist end-
urmats á starfsemi heilbrigðis-
þjónustunnar og „beitt þeirri um-
deildu aðferð að takmarka íjár-
veitingar. Minna hefur farið íyrir
grundvallarbreytingum á starf-
seminni. Lfklega má segja að tek-
ist hafi að vissu marki að hemja
aukningu útgjalda með þessum
aðgerðum.“
„Deilur um heilbrigðisþjónust-
una hafa verið um of á undanför-
um árum að mínu mati,“ sagði
Magnús. „Eg tel það skaðlegt jafn
viðkvæmri starfsemi og þjónusta
sjúkrahúsanna er. Ef til vill verð-
ur ekki hjá ágreiningi komist
vegna mikilla breytinga í öllu
starfi sjúkrahúsa. Til dæmis hef-
Ákveða þarf fyrir
árslok hvemig yfir-
stjóm sjúkrahúsaima
í Reykjavik skuli
háttað.
ur legurúmum stórfækkað,
göngudeildarstarfsemi aukist,
sérfræðigreinum fjölgað, tiltekin
læknisverk eru nú unnin af lækn-
um utan sjúkrahúsanna og í
reynd er samkeppni milli sjúkra-
húsa og einkaaðila. Og ekki sér
fyrir endann á þessu.“
Gnmdvallarágreiningur
„Ekki síðar en undir Iok desem-
ber næstkomandi þarf að vera
búið að ákveða hvernig yfirstjórn
sjúkrahúsanna í Reykjavík skuli
háttað. Um hana eru skiptar
skoðanir," sagði Magnús.
„Grundvallarágreiningur er með-
al ýmissa aðila um hvort sameina
eigi sjúkrahúsin. Rök eru leidd að
því að það sé heppilegt fyrir
sjúkrahúsin í Reykjavík, þ.e.
Landspítalann og Sjúkrahús
Reykjavíkur, að keppa sín á milli;
keppa um sjúklinga, starfsmenn
og það að veita góða þjónustu.
Rök þeirra sem eru samkeppn-
inni mótfallnir eru að þetta sé
bæði Ijárhagslega óheppilegt og
að þetta sé samkeppni sem ekki
eigi við rök að styðjast. Þvert. á
móti eigi að örva samkeppni milli
opinberra stofnana og einkaaðila
og milli hæfustu manna, óháð því
í hvoru sjúkrahúsinu í Reykjavík
þeir starfa.
Vissulega er mögulegt að ríkið
reki tvö sjúkrahús í Reykjavík
með aðskilda stjórn en með
samningi Reykjavíkurborgar og
ríkisins um Sjúkrahús Reykjavík-
ur var stefnan sett á aukna sam-
vinnu og verkaskiptingu milli
sjúkrahúsanna en ekki sam-
keppni. Eg tel að á þessu ári hafi
farið fram ágætis umfjöllun, jafn-
vel ákvarðanir teknar um atriði
sem hníga í þessa átt. Eg nefni
hér upplýsingamál sjúkrahús-
anna, samræmingu í • túlkun
kjarasamninga, vinnu að gerð
sjúkraskrár sjúkrahúsa og fleira
mætti telja. Eigi að halda áfram á
þessari braut er afar mikilvægt að
heilbrigðisráðherra ákveði hið
fyrsta að skipa eina stjórn yfir
sjúkrahúsin í Reykjavík."
Stærsta fyrirtæki landsins
Magnús gerði grein fyrir því risa-
fyrirtæki sem yrði til úr samruna
sjúkrahúsanna í Reykjavík: „Það
yrði stærsta fyrirtæki eða stofnun
í landinu með 4-5.000 starfs-
menn og á annað þúsund sjúkra-
rúm. Arleg velta lætur nærri að
vera um 16 milljarðar króna og
viðskiptavinirnir, þ.e. sjúklingarn-
ir sem þangað Ieita, nema tugum
þúsunda á ári hveiju - og koma úr
öllum Iandsfjórðungum. Þetta
yrði ný stofnun byggð á reglum,
hefðum og stjórnvenjum tveggja
gróinna stofnana sem hafa þróast
við allólíkar aðstæður. Samein-
ing, ef það yrði niðurstaðan, tæki
sinn tíma og hlutverk stofnunar-
innar yrði að skilgreina að nýju.
Það gerist ávallt, hvort heldur um
er að ræða sameiningu einkaaðila
eða opinberra stofnana.
Hvað sem verður ofaná í þessu
efni þá þreytist ég ekki á því að
hvetja stjórnvöld til að komast að
niðurstöðu."
Fleiri rekstrarform
Magnús Pétursson staðhæfði í
erindi sínu að það væri engin
ástæða til að „fella alla starfsemi
ríkisspítalanna, Sjúkrahúss
Reykjavíkur eða annarra sjúkra-
húsa, í eitt fastmótað, einsleitt
rekstrarform. Eg tek undir það
sem sagt hefur verið, að við eig-
um að gera tilraunir og leita að
tilbrigðum í stjórnun þeirrar mik-
ilvægu starfsemi sem við förum
með. Við eigum því að ýta undir
og vinna að því að rekstrarlegt
sjálfstæði sé leyft þar sem það á
við, að gerðir séu þjónustusamn-
ingar eða stofnuð fyrirtæki þar
sem það hentar betur. Eg held að
þetta geti allt rúmast undir þeirri
regnhlíf sem felst í því að hið op-
inbera, ríkisvaldið, beri ábyrgð á
heilbrigðisþjónustunni í landinu.
Meðal stjórna og stjórnenda
sjúkrahúsanna í Reykjavík tel ég
mjög góðan skilning á að standa
fyrir breytingum í þessa átt.“
Samið við erfðafyrirtækin
Fyrsta og mikilvægasta hlutverk
sjúkrahúsanna í Reykjavík er að
lækna og hjúkra sjúku fólki. En
Gnmdvallarágremiiig-
ur er um hvort sam-
eina eigi sjúkrahúsin.
Magnús vísaði einnig til mennt-
unar og vísindaverkefna og sagði
frá nýjum samningum á því sviði:
„Það er nýbreytni að einkafyrir-
tæki kjósi að eiga í viðamiklu
rannsóknarsamstarfi við sjúkra-
húsin. Þetta er til marks um það
að þeir dagar eru taldir að hníf-
skörp skil séu á milli opinbers
reksturs og einkareksturs, þ.á m.
sjúkrahúsa. Mér hefur þótt eink-
ar áhugavert að eiga í samninga-
viðræðum við tvö fyrirtæki, Is-
lenska erfðagreiningu og Urði,
Verðandi, Skuld um samstarf fyr-
irtækjanna við sjúkrahúsin í vís-
indaverkefnum, sem miklar vonir
eru bundnar við. Vonandi óska
fleiri fyrirtæki eftir hliðstæðu
samstarfi og sjúkrahúsin þurfa
vissulega að gæta hagsmuna
sinna þar.
Á grundvelli rammasamninga
við fyrirtækin tvö hafa nú þegar
verið gerðir eða eru í burðarliðn-
um 8 samningar um einstök
rannsóknarverkefni sem starfs-
menn sjúkrahúsanna vinna að
eða eru þátttakendur í. Eg held
að þetta sé aðeins byrjunin á
slíkri vísinda- og rannsóknarsam-
vinnu sjúkrahúsanna og einkafyr-
irtækja. En stærsta verkefnið
framundan er án efa þátttaka
sjúkrahúsanna í uppbyggingu
hins margumtalaða gagnagrunns.
Það er deginum Ijósara að sjúkra-
húsin þurfa að halda vel á sfnum
hagsmunum í því starfi.“
Ný þjómistufýrirtæki
Fram kom hjá Magnúsi að stofn-
að verði fyrirtæki um þjónustu-
rannsóknir ríkisspítalanna. Það
verði hluti ríkisspítala en muni
selja þjónustu sína og njóta veru-
legs sjálfstæðis. Sama sé uppi á
teningnum hvað varðar Blóð-
bankann. I báðum tilvikum muni
Átta sanmingar gerðir
við íslenska erfða-
greiningu og Urður,
Verðandi, Skuld.
stofnanirnar selja þjónustu sína
til deilda sjúkrahúsanna í Reykja-
vík, annarra sjúkrahúsa og þeirra
sem vilja viðskipti. Þessi ný-