Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 17
T
Xfcsgwr
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 - 33
Borgarskjalasafnið
hljómar kannski ekki
ýkja spennandi safn en
þar leynist þó sitthvað
fleira en fundargerðir
og verslunarbókhald og
fékk Dagur að róta þar í
ýmsum skjölum og
einkabréfum...
Til að varðveita og eiga heimildir
um bæjarbraginn og bæjarlífið
Ieggur Borgarskjalasafnið nú
aukna áherslu á að safna saman
einkaskjalasöfnum frá einstak-
lingum, einkafyrirtækjum og fé-
lagasamtökum, segir Sigríður H.
Jörundsdóttir sagnfræðingur, og
er þegar búið að innrétta undir
þau sérgeymslu sem er satt að
segja hálf tómleg eins og er -
enda aðeins um 160 einkaskjala-
söfn komin í hús. Sigríður vill því
endilega hvetja fólk sem finnur
„eitthvað drasl“, eins og slíkir
pappírar eru gjaman nefndir,
uppi á háalofti eða í kistunni
hennar langömmu að koma því til
safnsins í Tryggvagötu - séu þetta
sæmilega heilleg söfn.
Dagur fékk að kíkja inn í
geymsluna og róta þar í söfnum
undir leiðsögn Sigrfðar en þar er
m.a. að finna allskyns reikninga,
kort, dagbækur, skömmtunar-
miða, nokkurra áratuga gömul
heimilisbókhöld og síðast en ekki
síst slatti af einkabréfum með
kjaftasögum úr bæjarlífinu, nið-
urdrepandi lýsingum á dýrtíðinni,
skemmtanaleysinu...
Lekandaveikar
dragmellur
Hann Ami Jónsson hefði áreiðan-
lega tekið heilshugar undir orð
Sigríðar því þótt rómantíkin hafi
verið allsráðandi í ljóðagerðinni
upp úr aldamótum sáu ekki allir
lífið í rósrauðum glampa á þess-
um tíma. Ami skrifaði vini sfnum
í Kaupmannahafnarháskóla bréf
þann 29. janúar 1912 og það er
Ijóst að honum þrautleiðist
Reykjavík, tilveran og skólinn
(enda skrifar hann bréfið í
kennslustund hjá „Jóni litla pro-
fessor" eins og hann kallar læri-
meistara sinn). Við grípum niður
í bréfið:
„Jón litli er að tala um það til-
felli, ef giftur maður nauðgar ell-
efu ára gamalli dóttur sinni og er
djöfull æstur. Til allra guðslukku
er aumingja kvikindið svo stuttur
að það stendur ekkert nema blá-
endinn af hárstríinu upp úr pont-
unni, nema þegar að hann skríð-
ur upp í stólinn, en þá er hann
líka afspymu skelfilegur... Annars
drífur héma fjandi Iítið á dagana
mér hefur aldrei þótt Reykjavík
eins herfilega Ieiðinleg, eins og í
vetur. Allar stelpur em inniluktar
í heimahúsum og koma aldrei
oná Rundt. Það litla sem maður
getur talað í af konum er flatlús-
og lekandaveikar dragmellur í
Gúttó og Bárunni, hveija staði
maður engu að síður mikilega
frequentar.
Mig langar fjandi mikið til þess
að vera komin niður til ykkar í
spillinguna og gleðskapinn þar í
Sódóma, þó ég sé raunar engin
sódómisti. Því að þegar maður er
„Annars drífur hérna fjandi lítið á dagana mér hefur aldrei þótt Reykjavík eins herfilega leiðinleg, eins og í vetur. Allar stelpur
eru inniluktar í heimahúsum og koma aldrei oná Rundt. Það litla sem maður getur talað í afkonum er flatlús- og lekanda-
veikar dragmellur f Gúttó og Bárunni, hverja staði maður engu að síður mikilega frequentar." Svo skrifar argur skólapiltur,
ÁrniJónsson, árið 1912 en af siðprýðissvip reykvísku stúlknanna á myndinni að dæma er nokkuð víst að þær hafa aldrei látið
sjá sig í Gúttó eða Bárunni, þrátt fyrír danska búninginn.
þeim, sem eiga eftir Iögg í glas-
inu... aðrir til þess að gera upp
fomar eða nýjar sakir við félaga
sína, annaðhvort með óþverraleg-
ustu formælingum eða hnefun-
um, nema hvort tveggja sé....“
„Pylsusalan dregur líka að sér
fleiri skepnur en mennina. Ymis-
Iegt hrýtur þar af borðum og
höndum, sem rottum og flugum
má að gagni koma, enda óspart
notað af hvorum tveggja. - Verður
því stundum að stugga rottum frá
útidyrum, áður en inn er gengið...
Þá halda sumir, einkum útlend-
ingar, að forstofan niðri í banka-
húsinu sé þarfahús og nota hana
líka stundum á þann hátt, ef opin
„Nú þykir mér skautafélag vera orðið fjörugt, á hverjum degi svert Tjörnin affólki.
Afgirt svæði með rómantískum lömpum og veitingatjaldi í miðju..., “ skrifar Guðrún
Briem árið 1908 og er hreint ekki ósátt við skemmtanalíf bæjarins.
2 Lenistóla takk
Það var býsna algengt að náms-
menn í Kaupmannahöfn voru
fengnir til ýmissa útréttinga fyrir
landa sína uppi á Fróni. Gunn-
þórunn Halldórsdóttir leikkona,
sem síðar varð einn af stofnend-
um Leikfélags Reykjavíkur skrif-
aði árið 1899 til Jóns Halldórs-
sonar húsgagnasmíðameistara en
hann var þá í námi í Kaupmanna-
höfri. Gunnþórunni þótti vöruúr-
valið greinilega heldur fábreytt í
Reykjavík og biður hann um að
kaupa fyrir sig húsgögn, hvorki
meira né minna:
„...svo hef jeg nú stóra bón að
biðja yður um og hún er sú að
kaupa nú fyrir mig 2 Lenistóla
með háum bríkum sem í fyrra
voru orðnir gamaldags en sem jeg
heirí að nú sjeu móðins og ef
mögulegt væri með rauðu
betrekki, fröken Arason keipti
einn í sumar og hann var á 15
kr...“
Sleifariagið á íslandi
Skortur á móðins húsgögnum
með rauðu betrekki var ekki efst í
huga Þorleifs H. Bjamasonar,
kennara í MR, þegar hann skrif-
aði vini sínum þann 14. júlí 1917
en þá hafði heimsstyijöldin fyrri
haft mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf.
Skortur var á nauðsynjavörum,
Iítið um skipakomur og matvara
skömmtuð:
„...Hjer eru horfurnar ærið
ískyggilegar, dýrtfðin ætlar okkur
hreint að drepa. Kol kosta 25-30
kr. ...(160kg) og fást ekki, steinol-
ía 0,40 aura líterinn og fæst held-
ur ekki... almenningur hjer dræp-
ist bókstaflega úr sulti og seyru,
ef ekki fiskaðist í soðið... En verst
er það, að mótorbáta- og trawl-
araveiði hefir svo að segja verið
alveg tekið fyrir síðan f maíbyij-
un; veldur þ\T skortur á steinolíu
og kolum... Þeir em að segja að
skólamir hjer muni ekki starfa í
vetur, jeg á þó bágt með að trúa
að svo verði, en það er eptir öðm
sleifarlagi hjer.“
LÓA
farinn að kunna Reykjavík alveg
utan að þá fer gamanið að
minnka. Og verst af öllu er þó
það að það er eins og hér sé
hreinasta Centrum lyrir leti og
iðjuleysi, svo að það er bókstaf-
lega ekkert hægt að hafast hér að,
hvorki til ills né góðs....“
Tunglskinstúrar
á Tjorninni
En það vom ekki allir svo svartir
yfir skemmtanalífi bæjarins.
Nokkrum árum fyrr, þann 15.
desember 1908, sendi Guðrún
Briem vinkonu sinni bréf þar sem
hún lýsir þvert á mót sprell-
fjörugri kveldstemningu í Reykja-
víkinni:
„Nú þykir mér skautafélag vera
orðið fjömgt, á hveijum degi svert
Tjörnin af fólki. Afgirt svæði með
rómantískum lömpum og veit-
ingatjaldi f miðju... músík þegar
hægt er. Hvað finnst þér nú? Eru
þetta ekki framför í henni Vík?
Og þá mætti vera undarlegt ef
ekki kemur einhver trúlofun út úr
þessum túnglskinstúrum á Tjöm-
inni, veðrið hefur lengi verið svo
yndælt, logn og glaða tunglskins-
ljós á k\'eldin og þá kann það að
para sig ætti ég von á, Við höfum
þetta allt frá fyrstu hendi hér við
Tjörnina. Kristín Bjering búin að
trúlofa sig biograf Petersen (held
ég að hann sér kallaður) allir eru
að keppast við að komast í hjú-
skaparsæluna..."
Ófremdarástand
í pylsusölu
Talsmaður Útvegsbanka íslands
hefði ekki tekið undir þá skoðun
Arna að Reykjavík væri skrattan-
um dauflegri þótt sennilega
hefðu þeir sammælst um iðju-
leysið. En þann 28. apríl 1943
sendi stjóm Utvegsbankans bréf
til borgarstjórans í Reykjavík til að
kvarta undan viðskiptavinum
pylsuvagns í Kolasundi og vill
stjómin að vagninn verði fluttur
frá bankanum: „...virðist svo sem
Kolasund sé þá [um lágnættið]
samkomustaður ölvaðra auðnu-
leysingja, innlendra og erlendra;
koma þá sumir væntanlega í þeim
erindum að kaupa pylsur, brauð
og mjólk, ef nokkuð er afgangs af
peninum í vasanum, aðrir til þess
að fá sér meira í staupinu hjá
Það gat verið erfitt að vera ungfrú i Reykjavík í upphafi þessarar aldar. Dömur
þurftu að íhuga vel í hvaða félagsskap þær sáust eins og fram kemur ínafn-
lausu bréfi skrifuðu 25. apríl 1907 til ungrarstúlku í Reykjavík, undirritað aðeins
„Yðar kunningi":
„Allra vinsamlegast hrepa jeg yður þessar línur heiðraða fröken til þess að vara
yður við þeim manni sem jeg hef heyrt að þjer væruð farnar að vera með því
það er einhver sá versti maður sem jeg þekki... það sannast á því að hann er
sannaríegt svín en ekki maður hverninn hann hefur reynst stúlkunni sinni og
börnum sínum þessum indælu og fallegu börnum... að endingu vil jeg minna
yður á það að efjeg se yður nokkurntima með honum þá álit jeg yður ekkert
betri en hann en jeg veit að þer hafið svo mikin karektir fyriryður að þjer getið
ekki veríð þekktar fyrír að gánga meö honum þegar þjer nú vitið hvaða mann
hann hefur að geyma.“