Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 - 31 LÍF OG STÍLL Frakkar alltaf klassískir Hettur verda áberandi í vetrartískunni. MYND ÚR BERTONI-BÆKUNGI Efskoðað eríglugga herrafata- verslana þá má sjá að stuttir, grófir ullarfrakkarverða ríkjandi í vetur. Einnig eru menn mikið í úlpum eða stökkum. Það eru margirstílarí gangi enda verða tískuverslanir að hafa eitthvaðJyriralla. Vetrartískan er gróf, karlmenn klæðast grófum buxum og grófum peysum. Þá er eins gott að vera með góða húð sem þolir ull. Það er tölu- vert um loðna þykka ullarfrakka. Frakkinn er meira notaður sem yfirhöfn og þá eru menn helst í peysu undir honum. Verslunarstjóri í tískuverslun á höfuðborgarsvæðinu sagði að einnig væru menn farnir að ganga í úlpum sem væru „uppfærðar". Fjölbreytnin réði ríkjum en fötin væru mjög stílhrein. Ullarflíkurnar væru heitastar, gróft og grátt er málið. Stuttir og millisíðir frakkar eru áberandi. MYND ÚR BERTONI-BÆKLINGI Grátt, grátt, grátt, svart og aftur grátt Ragnar Sverrisson rekur tvær tískuverslanir á Akureyri sem eru hlið við hlið. Þetta eru versl- anirnar Joe’s ogJMJ. „Joe’s er hugsuð meira fyr- ir yngri menn. Hún er svona meira „casual", eins og maður segir. JMJ er meira fyrir eldri herramenn." Þó að stuttir ullarfrakkar séu helst í tísku er alltaf svolítið um að menn séu í leðurjökkum. Þeir eiga helst að vera svartir eða gráir. Ragnar segir að stakkar eða blússur verði einnig áber- andi í vetur. Þeir eru þá með hettu. Það er líka mikið um að yngri menn gangi í anorökkum. „Helstu litirnir eru grátt, grátt, grátt, grátt, svart og aftur grátt. Svo erum við mikið með yfir- hafnir úr vinylefnum. Þær eru þá úr bómull og polyester en gjarnan húðaðar, það gerir það að verkum að þær eru vatnsheldar.11 I nánast öllum fatnaði er grátt ríkjandi. Meira að segja skyrtur og bindi eru í þessum gráu lit- um. Undanfarið hefur það verið þannig að menn kaupa sér svört föt, svarta eða dökkgráa skyrtu og svart eða dökkgrátt bindi og eru síðan í gráum eða svörtum ullarstakk yfir. Ragnar seg- ir að þó farið sé að bera á því að litir séu að koma inn aftur. Menn séu þá kannski í rauðum bolum eða það sé pínulítið rautt í peysunum. „Svo seljum við alltaf eitthvað af síðum frökk- um. Þeir eru fínni, en mesta salan er í þessum hálfsíðu frökkum sem ná rétt niður að hnjám." -r Helstu litirnir eru grátt og svart, en þó ganga menn í bolum eða peysum sem eru með áberandi litum i MYND ÚR BERTONI-BÆKUNGI Fyrir unga og aldna „Góður ullarfrakki er alltaf gulls ígildi," segir Kor- mákur Geirharðsson, annar eiganda herrafata- verslunar Kormáks og Skjaldar. „Það er líka mikið um loðfóðraða jakka. Það er það sem við Ieggjum helsta áherslu á. Enda erum við með fatnað sem er mjög Idasssískur. Við keyrum á sígildum litum. Það er dökkblátt og svart. Það er líka talsvert hjá okkur af fatnaði sem maður myndi kalla kamellit- aður. Einnig erum við með svolítið af kasmírjökk- um. Kormákur segir að vetararfatnaðurinn sé þessa dagana að koma í búðina. „Þetta er allt þetta nýjasta og fínasta. Það eru millisíðir frakkar sem við höfum mest dálæti á. Það eru frakkar sem ná rétt um hné, það eru flíkur sem bæði má nota fínt og hvunndags. Það sem við pöntum nýtt er flest allt í anda þess sem við höfum fengið ein- hvern tíma „second hand“. Það er voða lítið um sportlegan fatnað hjá okkur. Það er frekar að það séu æpandi munstur en sportlegt er ekki rétta orðið. Við leggjum mesta áherslu á að minnka kyn- slóðabilið. Við erum með fatnað sem bæði feður og synir geta keypt jöfnum höndum. Við erum með fatnað sem gæti bæði ldætti eldri manninn og svo unga manninn. Okkar kúnnahópur er til- tölulega ungur en svo koma hingað inn stöku sinnum eldri menn sem eru að kaupa nákvæm- lega sama fatnað og þeir ungu.“ „Góður ullarfrakki er alltafgulls ígildi, “segir Kormákur Geirharðsson, eigandi tískuverslunnarinnar Kormáks og Skjaldar. mynd e.ól. Ferðamálaráð íslands FERÐAMALA- ráðstefnan (1 verður haldin að Hótel Valskjálf W « á Egilsstöðum dagana 7. og 8. október nk. Megin þemu ráðstefnunnar verða: ► Gildi rannsókna fyrir ferðaþjónustu sem atvinnugreinar íí* Hvað stendur í vegi fyrir aukinni arðsemi ferðaþjónustufyrirtækja? Vöruþróun í ferðaþjónustu Nánar auglýst síðar ► ► Ráðstefnugjald kr. 6.000- Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ferðamálaráðs (slands á Akureyri í síma 461 2915. Einnig er hægt að skrá sig á netfanginu: uppl@icetourist.is ► ► Skráning í gistingu er á Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum í síma 471 2320 Sérfargjöld hjá flugfélögunum - PJESTA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.