Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 2
I 18 - LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999 HELGARPOTTURINN f næstu viku verður frumsýnd ný íslensk bíó- mynd gerð eftir sögu Halldórs Kiljans Lax- ness um Ungfrúna góðu og húsið. Guðný Halldórsdóttir dóttir skáldsins gerir myndina. Myndin verður forsýnd í Ólafsvík á sunnudaginn, þá verða nokkrir af þeim er- lendu leikurum sem léku í myndinni við- staddir. Það eru sænsku leikararnir Agneta Ekmanner, Reiner Bin Olson og hinn norska Björns Flobergs. Kvikmynda- gerðarfólkið ætlar síðan í skoðunarferð um landið og skemmta sér örlítið f vikunni, en ekki gafst mikill tími til þess á tökutímanum. Guðný Halldórsdóttir. Og svo við höldum okkur áfram við kvikmynda- bransann þá er ísraelski íslandsvinurinn Oded Ferh sem lék með Ólafíu Hrönn Jónsdótt- ur í ísuðum gellum nú orðinn stjarna í Hollywood. Hann fer meðal annars með stórt hlutverk í myndinni Múmían sem fer sigurför um heiminn. Oded dvaldi um tíma hér á íslandi fyrir tveimur árum, fór til Tálknafjarðar og kyn- nti sér verbúðalíf og fleira. Eflaust nýtist sú reynsla honum vel í Hollywood. Úlafía Hrönn Jónsdóttir. Skúli Gautason. Gömul lög og ný, spurningar um hvað er leyfilegt og hvað ekki, ýmislegt sem eitt sinn var bannað en telst í góðu lagi nú og öfugt. Þetta verður þemað í skemmtidagskránni „Það sem ekki má“ sem er í uppsiglingu í Þjóðleikhúskjallaranum. Meðal þeirra sem þar stíga á svið og leika og syngja eru Skúli Gautason, Brynhildur Björns- dóttir og Gunnar Sigurðsson sem telj- ast til fjöllistahópsins H.E.Y. f dag byrjar Popptíví með útsendingar sínar og af tilefni af því verða mikil hátfðarhöld undir stjórn Jóns Jarls Þorgrímssonar fram- kvæmdastjóra og félaga. Dagskránni verður fylgt úr hlaði með létt- geggjuðum kokkteil og tilheyrandi hátíðarhöldum en um kvöldið verður ektafín Popptíví-hátíð með íslenskum böndum. Þar stíga á stokk bönd á borð við Buttercup, Skítamóral, SSSól og Dead Sea Apple og að sjálfsögðu verður hátíðin tekin upp og sýnd síðar. KK og Magnús Eiríksson verða með sinn landsfræga Óbyggðablús í Kaffileikhúsinu f kvöld og er það síð- asti sénsinn á sumartónleikaferð þeirra félaganna, Óbyggðirnar kalla. Maggi og KK hafa fengið frábærar undirtektir úti á landi og þvf er um að gera fyrir höfuðborgarbúa að skella sér í Kaffileikhúsið, það er nefnilega alltof sjaldan sem þeir fé- lagarnir spila fyrir fólk á suðvestur- horninu. Svo er nú aldrei að vita nema þeir taki lag af nýja geisladisk- inum en þeir hafa staðið í ströngu að undanförnu við að klára upp- töku á honum. Ekkj hefur enn frést hver verður næsti rit- sijgþ Viðskiptablaðsins, en sem kunnugt er heför Ari Edwald nú tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. At- hygli vekur að í nýjasta tölublaði er enginn titlaður ritstjóri, nema hvað Örn Valdi- marsson framkvæmdastjóri blaðsins er skrifaður sem ábyrgðarmaður. Óráðið er enn í stöðuna og þykja margir þar vera kall- aðir. ea e’kki nema einn útvaldur. Magnús Eiríksson og KK Ari Edwald. Á Norðurlandi vestra vekur athygli fram- takssemin hjá kvenfólkinu, en þar hefur til að mynda kona nokkur tekið til við útgáfu tískutímarits fjþrum sinnum og ári og sendir 15.000 eintök til kvenna sem valdar eru af handahófi úr þjóðskránní. Það er Stella Steingrfms á Hvammstanga sem stendur að útgáfunni en hún ákvað að koma hug- myndinni í framkvæmd eftir að hafa sótt námskeið hjá Iðnþróunarfélagí Norðurlands vestra og Iðntæknistofnunar. „Mér finnst þetta snúast um skemmtilega tegund af markaðssetningu, að taka svona fýrir eitt þerna," segir Stella. Hún er í blaðaútgáfunni í fullu starfi auk þess aó sinna börnunum sínum tveimur, 6 og 14 ára. Stella Steingríms. Tofratívolí er fjörugt ævintýraleikrit með sönvgum og leikjum. Það fjallar um sannleikann, freistingarnar og baráttuna milli góðs og ills. Tívolí sem birtist einu sinni á öld Áhorfendur leikritsins Tofratívolí fá að verða þátttakendur í leiknum með því að hjálpa til að finna átta svartar perlur sem stolið var fýrr á öldum. Tófratívolí verður frumsýnt íTjarnarbíói á sunnudaginn kl. 17.00. „Þetta er fjörugt ævintýraleikrit með mörgum söngvum og leikjum og Ijallar um sannleikann, freisting- arnar og baráttuna milli góðs og ills,“ segir Stefán Sturla Sigurjóns- son, einn af aðstandendum sýning- arinnar og hann heldur áfram: „I leikritinu koma fyrir margir kynleg- ir kvistir: Þorri þúsundþjalasmiður, Jói byssa, austurlenskur guð, spá- maður og Doktor önd. Svo má ekki gleyma hinum ógurlega Prófessor Vaxmanni sem á vaxbyssu og getur gert fólk að vaxmyndum.11 - Hver er höfundur verksins? „Hugmyndin er fengin frá bresk- um rithöfundi sem heitir BernantJ '*' Goss og Ieikgerð hafa unnið þáu í Gunnar Sigurðsson, Skúli Gauta- son og Brynhildur Björnsdóttir. Auk þess hafa Skúli og Brynhildur samið alla söngtexta, tínt til gömúl lög og Skúli hefur samið kafla inn í verkið.“ Þetta er Tívolísýning og áhorfendur verða að aðstoða við lausn sérstaks máls sem þarf að upplýsa en þetta Tívolí birtist bara einu sinni á öld.“ - En er þá heil öld þar til 2. sýn- ing verður? „Nei, nei, við ætlum að sýna þetta reglulega næstu 20 árin,að minnsta kosti." - Hverjir eru „við s •■' ' ,í ' L „Helstu prímusmótorar eru Skúlí Gautason og Gimnar Sigurðsson, ásamt JBrynKildi; > Björnsdóttur,<' Ieikkonu. Skúíi"'hr Jandskunnur máður, söiigt'ari TSniglabandinu og sló í gegn með Einár Askel í fyrra. ' Hin tvö eru nýJega Jíomin frá námi í London, Gun'nar sem reikstjóri og Brynhildur setn söngkona og leik- ari. Aðrir í hópnum éru ég og Aino Freyja sem kom fyrst fram í Sýstr- unum á Akureyri á síðasta ári.Tón- listamaðurinn í hópnum er svo Ak- ureyringurinn Níels Ragnarsson. Og fyrst ég er farinn að tala um Ak- ureyringinn, þá má geta þess að við komum sitt úr hverri áttinni, Gunnar Ieikstjóri er Tálknfirðingur, Aina Freyja er hálf finnsk og sjálfur er ég Skagfirðingur.“ - Ætlið þið þá ekki að flakka eitt- hvaðjtún með sýninguna? „Jú/ það^er . verið. að skipuleggja hringferð einh'ýerhtfma á Ieikárinu og þá vérður köiriið við á scm flest- um stiiðum. Það er ekki búið að út- :. £æra þá hugmjmd enri, en það verð- ur gert myndariega. þvf. við.höfum svo góða styrktaraðila sem erú Syáli ogDjúsí."^ - Hverful löng er sýnirígirí? - V „Einn oý hálfur túni sem er upjt,- lagður'barnasýningartfmi. Þetfa'é.r leikrit fyrir krakka á öllum aldri og eins og öll g(Jð ævintýri endar áílít vel en spurnihgin er hvort Töfra- tívolíið var draumur eða'veruleiki?“ c;un. Þeir sáu Ijósið! Þeir eru reyndar tveir, menn vikunnar - ungir ofurhugar sem hafa séð Ijósið! Það er nýja tegund af Ijósi - Suðurljós! Að vísu liggur ekki enn Ijóst fýrir opinberlega hvaða aflgjafar eru á bak við þessi nýju Ijós sem eiga að ógna Norðurljósum Jóns Ólafssonar, en margir þykjast þar sjá glitta í ýmsa tengda Kolkrabbanum sem eiga um sárt að binda vegna hruns Stöðvar 3 um árið. Svo er bara að sjá hvort Suðutijós munu skína jafn skært og Norðurljósin! i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.