Dagur - 18.09.1999, Blaðsíða 4
20
LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 1999
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
SALA
ÁSKRIFTARKORTA
STENDUR YFIR.
Innifaldar í
áskriftarkorti
eru 6 sýningar:
5 sýningar á Stóra
sviðinu:
• KRÍTARHRINGURINN í
KÁKASUS
• GULLNA HUÐIÐ
• KOMDU NÆR
• LANDKRABBINN
• DRAUMUR Á JÓNS-
MESSUNÓTT
1 eftirtalinna sýninga að
eigin vali:
• GLANNI GLÆPUR í
SÓLSKINSBÆ
•FEDRA
• VÉR MORÐINGJAR
• HÆGAN, ELEKTRA
• HORFÐU REIÐUR UM
ÖXL
eða sýningar frá fyrra
ári:
• ABEL SNORKO BÝR
EINN
• TVEIR TVÖFALDIR
• RENT
• SJÁLFSTÆTT FÓLK /
BJARTUR OG ÁSTA
SÓLLILJA
Auk þess er kostagest
um boðið á söng-
skemmtunina
• MEIRA FYRIR EYRAÐ.
Almennt verð
áskriftarkorta er
kr. 9.000,-
Eldri borgarar og
öryrkjar kr. 7.800,-
Fyrstu
sýningar á
leikárinu:
Sýnt á Litla sviði ki.
20:00
ABEL SNORKO BÝR
EINN
- Eric-Emmanuel Schmitt
í kvöld 18/9 - fös 24/9 -
sun 26/9 - takmarkaður
sýningarfjöldi
Sýnt í Loftkastala kl.
20:30
RENT (Skuld) söngleikur
- Jonathan Larson - í kvöld
18/9 - fös 24/9 -takmark-
aður sýningarfjöldi
Sýnt á Stóra sviði kl.
20:00
TVEIR TVÖFALDIR
- Ray Cooney - lau 25/9
Miðasalan er opin mánud.-þriðjud.
kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-
20.
Símapantanir frá kl. 10 virka
daga.
Sími 551 1200
www.leikhusid.is - nat@theatre.is
Tarsan aö eilífu
Ein lífseigasta
skáldsagnaper-
sóna tuttugustu
aldarinnar er án
efa Tarsan apa-
bróðir. Hátt í níu
áratugir eru Iiðn-
ir síðan Tarsan
kom fyrst á
prent. I kjölfarið
fylgdu fjölmarg-
ar sögur um
þennan konung
frumskógarins, en síðan teikni-
myndir og kvikmyndir sem enn
ganga víða um heim í afþreying-
arvél Hollywood. Og sögurnar
sjálfar koma út með harla reglu-
Iegu millibili á fjölmörgum
tungumálum - alls í um 50 millj-
ónum eintaka.
Höfundur Tarsan-bókanna
var bandarískur - Edgar Rice
Burroughs. Honum hafði mis-
tekist margt í lífinu áður en
hann tók til við að semja sögur.
Sjálfur sagði hann svo frá, að
eitt sinn þegar hann var staur-
blankur hafi hann farið að Iesa í
einu þeirra fjölmörgu spennu-
sagnatímarita sem voru afar
vinsæl í Bandaríkjunum á fyrri
hluta aldarinnar. Hann sann-
færði sjálfan sig um að hann
hlyti að geta sett saman betra
„rusl“ en það sem blöðin höfðu
uppá að bjóða, fór að skrifa og
sló í gegn með þriðju sögu sinni
- Tarzan of the Apes.
Vörumerkjasali
Þess er að vænta að Tarsan
muni halda nafni Burroughs á
lofti um langa framtíð. Ekki
vegna bókmenntagildis sagn-
anna, heldur fyrst og fremst
BÓKA-
HILLAN
Elías Snæland
Jónsson
ritstjóri
vegna vinsælda þeirra og
víðtækra áhrifa. Tarsan telst
þannig til þeirra tiltölulega
fáu sögupersóna sem eru
kunnar meðal almennings í
gjörólíkum menningarsam-
félögum.
Burroughs leit aldrei á sig
sem „alvöru" rithöfund, þótt
hann skrifaði fjöldan allan
af sögum - ekki bara um
Tarsan heldur margar aðrar
persónur sem lentu { stór-
brotnum ævintýrum ýmist á
jörðinni eða á öðrum plánet-
um svo sem Mars. Um hug-
myndauðgi hans má lesa í
bókinni „The Burroughs
Cyclopaedia" eftir Clark A.
Brady.
Hann var hins vegar fjár-
málamaður sem kunni mun
betur að nýta sér vinsældir
verka sinna en venja var um
höfunda á þeim tíma. Hann
varð fyrstur rithöfunda til að
stofna hlutafélag um sjálfan
sig og verk sín, og snjall að
selja nafnið Tarsan og önnur
„vörumerki“ til framleiðenda
alls konar varnings. Slíkt var
óþekkt fyrir hans tíð, jafnvel
í Bandaríkjunum þar sem
sölumennska var þó í háveg-
um höfð. Enda gerði Tarsan
hann forríkan á skömmum
tíma.
Fjölbreyttur ferill
Um þetta allt má lesa í ævisög-
um sem skrifaðar hafa verið um
líf og starf Burroughs. Sú nýjas-
ta heitir „Tarzan Forever: The
Life of Edgar Rice Burroughs"
og er eftir John Taliaferro. Þar
kemur í ljós að höfundur Tars-
ans átti að baki afar fjölbreyttan
feril áður en hann snéri sér að
ritstörfunum.
Hann fæddist 19. mars árið
1875 í Chicago, fimmti sex
systkina. Hann var settur til
mennta og stundaði kennslu
um hríð eftir útskrift úr her-
skóla í Michigan. Síðan gekk
hann í bandaríska herinn og elt-
ist við indíána í Arizona. Að lok-
inni herþjónustu varð hann
kúreki á búgarði bróður síns í
Idaho. Næstu árin fékkst hann
við margvísleg störf, þar á með-
al sölumennsku og gullleit. Um
svipað Ieyti gekk hann í hjóna-
band; kvæntist æskuvinkonu
sinni Emmu Hulbert.
Svo fór að lokum að
Burroughs ákvað að reyna fyrir
sér með eigin rekstur í Chicago,
en það gekk hörmulega. Hann
auglýsti vörur sínar í vinsælum
tímaritum og kíkti á sögurnar
um leið og hann skoðaði auglýs-
ingar sínar. Honum fannst þær
lélegar og ákvað að reyna sjálfur
að gera betur. Þegar „Tarzan of
the Apes“ birtist árið 1912 var
hann kominn á rétta hillu.
Burroughs var mjög afkasta-
mikill og allt sem hann skrifaði
seldist. Fyrir peningana keypti
hann búgarð í Kaliforníu og
kallaði Tarzana. En þótt hann
græddi heil ósköp af peningum
tókst honum ekki að halda vel á
þeim. Einkalífið gekk einnig
erfiðlega; þegar Emma skildi við
hann kvæntist Burroughs aftur,
en það hjónaband rann einnig
út í sandinn.
Fram kemur í nýju ævisög-
unni að Burroughs var haldinn
margvíslegum fordómum, ekki
síst gagnvart fólki af öðrum
kynþáttum en hinum hvíta.
Hann var alla tíð hrifinn af her-
mennsku og gerðist stríðsfrétta-
ritari í síðari heimsstyrjöldinni.
Hann andaðist árið 1950.
Óútreiknanleg kynhvatastúdía
SUM SÉ: Myndin er skrambi góð og Cruise og Kidman einlæg og nærgöngul.
Cruise með sinn eilífðar gaggóhetjusvip er vandræðalegur og hrekklaus en kann
þó að bíta á jaxlinn svo úr verður karlmannlegur kjálkasvipur og Kidman er afar
sjarmerandi fyrir utan fáeinar senur þar sem meðvitaður varasvipurinn verður
óþarflega útstæður.
★ ★ ★ i
EYES WIDE
SHUT (ísl. gæti
verið: Gal-Iokuð
augu)sýnd í
SAM-bíóunum
Leikstjóri:
Stanley Kubrick
Aðalhlutverk:
Tom Cruise,
Nicole Kidman,
Sydney PoIIack,
Marie Richard-
son, Leelee
Sobieski og Rade Sherbediga.
Karlar hugsa um kynlíf á 6 mín.
fresti, eða þar um bil segja
rannsóknir. En konur eru ekki
svoleiðis. Þær eru að upplagi
dyggðugar, kannski síður af líf-
eðlisfræðilegum ástæðum,
heldur fremur vegna þróunar
kvendýrsins í þúsundir ára sem
næringarmóðir og verndari af-
kvæma og þeirri afleiddu nauð-
syn að vera trú karldýrinu er
færir björg í bú. Einhvern veg-
inn svona hljómar „cos-
mopólítönsk" kynjamynd Bills
Harfords Iæknis (Tom Cruise) í
hinstu kvikmynd Stanleys
Kubricks, en bíórýnir lagði Iand
undir fót til að sjá hana á for-
sýningu á fimmtudagskvöldið í
Nýja bíó í Keflavík.
Eiginkona
stingur á belginn
Harford læknir og eiginkona
hans Alice (Nicole Kidman) fá
sér að reykja saman eitt kvöldið
og þegar víman svífur á þau
leiðast hjónin út í samræður
um kynhvötina. Bill lýsir ofan-
greindri hugmynd sinni um
kynjamismun kynhvatarinnar, á
afar fínlegan hátt, og Alice
ályktar að það eina sem aftri
honum frá því að ota sínum tota
í hverja þá konu sem löngunin
rís til - sé tillitssemi við eigin-
konuna (en ekki vegna þess að
löngunin takmarkist við eigin-
konuna). Þannig, segir Bill, eru
karlar skapaðir. Ekki konur.
Alice er nú ekki tilbúin að kyngja
þessari greiningu læknisins,
stingur á blöðruna og út vellur
fantasía sem hún átti um ungan
óþekktan sjóliðsforingja, en
hún hefði verið reiðubúin að
fórna eiginmanni og dóttur fyr-
ir eina nótt með sjóliðsforingj-
anum stælta. Læknirinn lyppast
niður við þessa uppljóstrun um
kynhvöt konu sinnar og tekst á
hendur næturreisu um afkima
kynlífsins.
Heiðarleg krufning
Þessi mynd er heiðarlegasta
krufning á kynhvötinni sem
lengi hefur sést. Kubrick fer
ekki hratt yfir sögu, frekar en
vanalega, en það angrar aldrei.
Hún fer þó heldur ankannalega
af stað; í glæsilegu jólaboði Iáta
konur eins og yxna beljur, reigja
höfuð og ráða illa við frygðar-
kippi sem sveigja líkama þeirra í
undarlegum bylgjum. Það und-
arlegasta er þó að þessi mynd,
ein fárra mynda sem ætlar af
einurð og alvöru að kryfja kyn-
langanir fullorðins fólks, er
sneydd öllum losta, öllum svita,
allri dýrslegri hvatvísi. Rétt eins
og lostinn týndist í Lólítu-út-
gáfu Kubricks. Það örlar jafnvel
á predikunartóni í því hvernig
samfarir (hvort sem það eru nú
hópreiðir, framhjáhöld eða hjón
að elskast) eru settar fram í
Eyes Wide Shut, sem væru þær
hluti af tískusýningu þar sem
menn hjakkast tiginmannlega í
ópersónulegum og köldum
„plonk-plonk" samförum. En
um leið er myndin laus við klisj-
ur og svo manneskjuleg að
hvarmar verða þrútnir eftir grát,
fólk verður vandræðalegt í
óþægilegum kringumstæðum
og það er aldrei gripið til ódýrra
Iausna til að sneiða hjá mót-
sagnarkenndu eðli mannskepn-
unnar. Sem gerir myndina það
sem maður alltaf þráir en fær
sjaldnast svalað í bíó: óútreikn-
anlega.
KVIK-
MYNDIR