Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUOAGVR 28. SEPTEMBER 1999 - 3 ro^tr. FRÉTTIR Fjármagnstekjur Ellilífeyrisþegi sem hefur 90 þúsund króna fjármagnstekjur hefur næstum 40 þúsund krónum, eða 40% meira úr að spila á mánuði heldur en sá sem safnað hefur I vænan lífeyrissjóð sem greiðir honum 90.000 kóna lífeyri á mánuði, eða sá sem vinnur sér inn 90 þúsund kr. á mánuði. Ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega sem fær 100 þús. krónur úr síiium einkaspari- sjóði eru 40% hærri en hins sem fær jafn háan lífeyri úr lífeyr- issjóð sínum. Ellilífeyrisþegi sem hefur 90 þús- und króna fjármagnstekjur hefur næstum 40 þúsund krónum, eða 40% meira úr að spila á mánuði heldur en sá sem safnað hefur í vænan lífeyrissjóð sem greiðir honum 90.000 kóna lífeyri á mánuði, eða sá sem vinnur sér inn 90 þúsund kr. á mánuði, sam- kvæmt nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um lífeyristryggingasvið Tryggingastofnunar. Þar er sýnt dæmi um ótrúlegan mismun ráð- stöfunartekna lífeyrisþega eftir því hvaðan tekjur hans koma. Ríkisendurskoðun segir æski- legt að einu gildi fyrir lífeyrisþega af hvaða stofni tekjur hans eru þegar bótaréttur er ákvarðaður og jafnframt að horfa þurfi á samspil Iífeyrissjóðakerfisins og skattkerf- isins. Auiiar greiðir nldnu Þessi 40% munur á ráðstöfunar- tekjum fellst í því að þessar jafn háu tekjur fyrrnefndra lífeyris- þega fá mjög svo mismunandi meðferð bæði í Tryggingastofnun og hjá skattstjóra. I fyrsta lagi reiknar Tryggingstofnun aðeins helming fjármagnsteknanna til viðmiðunartekna, þegar kemur að skerðingu tekjutryggingar og heimilisuppbótar. Og í öðru lagi leggur skattstjóri aðeins 10% skatt á fjármagnstekjur en hátt í 40% á lífeyrisgreiðslur eins og hveijar aðrar launatekjur. Eftir þessa meðferð verður út- koman sú, að h'feyrisþegi með 100 þúsund krónur í laun og líf- eyrisgreiðslur fær aðeins 15.100 kr. grunnlífeyri úr Trygginga- stofnun, þarf að borga 21.600 króna staðgreiðslu, það er 6.500 krónum meira heldur en TR borgaði honum og heldur aðeins 93.600 kr. eftir til eigin ráðstöf- unar. Bróðir hans sem faer aðeins 10 þúsund kr. út lífeyrissjóði og fær svo 90 þúsund kr. fjármagnstekj- ur fær ekki aðeins grunnlífeyri Tryggingastofnunar heldur 24 þúsund kr. á mánuði í tekjutrygg- ingu og heimilisuppbót að auki. Hann þarf enga staðgreiðslu að borga, aðeins 7.900 kr. í fjár- magnstekjuskatt - heldur þannig eftir 31.200 krónum af því sem TR greiddi honum og hefur þannig 131.200 krónur til eigin ráðstöfunar. Skattgreiðslur þessa manns eru til dæmis álíka og annars sem aðeins heldur eftir 70 þúsund krónum af lágum líf- eyri og tryggingabótum. RiMð fær 8 af hverjum 10 krómnii Ríkisendurskoðandi sýnir líka enn eitt dæmið um það hvernig söfnun lífeyrisréttinda umfram 30 þúsund kr. á mánuði kemur fyrst ríkissjóði til góða. Hverjar 10 þúsund Iífeyriskrónur þar um- fram auka aðeins ráðstöfunar- tekjurnar kringum 2.000, en rík- ið fær hinar 8.000 krónumar í lægri bótum og hærri sköttum. Skilaboð stjórnvalda virðast þannig vera þessi; safnið í sjóði til elliáranna - aðra en lífeyris- sjóði. Söfnun hárra Iífeyrisrétt- inda er fyrst og fremst fyrir ríkis- kassann. Ríkið sér sæmilega fyrir þeim sem engu safna, en hleður fyrst og fremst undir þá sem safna peningum, verðbréfum eða fasteignum. - HEI Árni Þór Sigurðsson formaður skipu- lagsnefndar. Aðeins Nettó Árni Þór Sigurðsson, formaður skipulags- og umferðarnefndar borgarinnar, segist ekki hafa orðið var við það í borgarkerfinu að fasteignafélagið Þyrping, sem er í eigu Hagskaupsfjölskyld- unnar, hafi sótt um lóð við Um- ferðarmiðstöðina. I það minnsta hafi Þyrpingarmenn ekki rætt málið við sig auk þess sem hann viti ekki til þess að þeir hafí rætt það við borgarverkfræðing. Hann segir að í skipulagsnefnd sé aðeins verið að skoða málefni KEA-Nettó. Önnur mál séu ekki til skoðunar á þessu svæði. Sem kunnugt er þá keypti Kaupfélag Eyfirðinga í ársbyijun 60% hlut í Vatnsmýrinni hf. sem á hús Umferðarmiðstöðvarinnar að Vatnsmýrarvegi 10. I fjöl- miðlum um helgina var hins vegar staðhæft að Þyrping hefði sótt um lóð við Umferðarmið- stöðina. Árni Þór segir að það sé nú enginn aragrúi af lóðum til á þessu svæði nema síður sé. - GRH Samráð um opin- beran rekstur Skilar betri árangri en valdstjöm að ofan. Einkavæðing og einkaframkvæmd. Sjálfsgagnrýni og bætt samfélagsþjón- usta. Dropinn bolar steininn. Breski fræðimaðurinn Brendan Martin lagði á það áherslu í fyr- irlestri sínum á vegum BSRB í gær að þegar verið sé að meta breytingar í opinberum rekstri, þá Iæri menn af reynslu annarra og reyni að forðast að taka þrönga hugmyndafræðilega af- stöðu. Þess í stað eiga menn að skoða málin af röklegri víðsýni og heiðarlega þar sem samráð og samvinna við starfsfólk séu Iykil- atriði. Valdstjóm I fyrirlestri sínum tók Brendan Martin dæmi um leiðir til að ná betri árangri fyrir notendur og ódýrari rekstri. Annarsvegar með einkavæðingu og einkafram- kvæmd og hinsvegar dæmi frá Norðurlöndunum þar sem farin hefur verið leið samráðs og sam- vinnu við starfsfélk. Þar kom fram að þar sem byggt hefur ver- ið á samráði og samvinnu hefur það leitt tii miklu betri árangurs, bæði til að bæta þjónustuna og Breski fræðimaðurinn Brendan Martin hefurm.a. starfað mikið fyrir alþjóðasam- tök starfsfólks í almannaþjónustu, OECD og Alþjóðabankann. Símiim semur við Nýherja Gagnalausnir Símans og Nýherji skrifuðu í gær undir umboðssölu- samning, sem felur í sér að Nýheiji annast sölu á Frame Relay teng- ingum við ATM-net Landssímans. Með samningum sem þessum vill Landssíminn efla tengsl sín við ráðgefandi fyrirtæki á sviði gagna- íjarskipta og leita hagræðingar í sölu á Frame Relay-gagnaflutn- ingsþjónustu. Gagnalausnir Símans sjá um þróun og markaðssetningu lausna á sviði gagnafjarskipta og veita ______________ þjónustu og ráðgjöf varðandi gagnaflutning og miðlun upplýsinga um Internetið. Meðal þeirra lausna sem Gagnalausnir Símans bjóða upp á eru Ijölþjónustuteng- ingar í gegnum ATM-net Landssímans sem bjóða upp á flutning á öilum þekktum ijarskiptamátum, mynda, tals og gagna. - BJB Sævar Freyr Þráinsson, forstöðumað- ur Gagnalausna Símans, og Þórir Kr. Þórisson, framkvæmdastjóri Tækni- sviðs Nýherja, skrifa undir samninginn. lækka kostnað en einkavæðing og einkaframkvæmd sem byggir á valdstjórn að ofan. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir að miðað við þá reynslu sem menn hafa af þessum málum hérlendis, séu breytingar í opin- berum rekstri hérlendis einatt keyrðar í gegn á forsendum þröngrar hugmyndafræði. Afleið- ingin hefur oft á tx'ðum birst með þeim hætti að breytingarnar séu miklu dýrari og óhagkvæmari en að var stefnt. Dropinn holar steininn Ögmundur Jónasson segir að lærdómurinn sem opinberir starfsmenn geta Jært af fyrirlestri Brendan Martins séu meðal annars þær að fá upplýsingar um þ.að hvernig til hefur tekist um breytingar á opinberum rekstri í öðrum Iöndum. Þess utan séu félög opinberra starfsmanna að reyna að temja sér þá nálgun að reyna að beina umræðunni fyrir bættri samfélagsþjónustu, ekki aðeins að stjórnvöldum og sveit- arfélögum heldur einnig innan sinna raða með sjálfsgagnrýni. Hann segist vera bjartsýnn á að þessi aðferð geti orðið til fram- þróunar með það í huga að drop- inn holar steininn. Það sé hins- vegar háð því að ríki og sveitarfé- lög séu tilbúin til þess að taka rökum þar sem hlutirnir séu metnir af yfirvegun en ekki af einsýnj. . ' - grh Sjávarútvegsráðherra heímsækir Snæfellsnes Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, heimsótti f gær útgerðar- fyrirtæki á Snæfellsnesi, m.a. í Stykkishólmi, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi og Hellissandi. Með í för sjávarútvegsráðherra er samgönguráð- herra, Sturla Böðvarsson, þingmaður Vestlendinga. Ferðalagi ráð- herra lauk í gærkvöld í Ólafsvík með almennum stjórnmálafundi. Þetta er Ijórða heimsókn sjávarútvegsráðherra um landið. Áður hefur hann heimsótt Norðurland, Vestfirði og Austurland. - GG Atvinnuleysiö aldrei rótfast Lækkað hlutfall langtíma atvinnulausra (lengur en 6 mánuði) hér á landi í fyrra er lágt í samanburði við önnur lönd innan OECD „sem gæti verið vísbending um að atvinnuleysi hafi ekki náð að festa sig í sessi hér á landi", segir í Hagsvísum Þjóðhagsstofnunar. En reynslan sýni að á löngum atvinnuleysistímbilum sé hætt við að hlutfall þeirra sem lengi hafí verið án vinnu fari hækkandi. Árið 1990 höfðu 20% atvinnulausra verið án vinnu lengur en 6 mánuði. Árið 1997 hafði hlutfallið hækkað í 27% en lækkað aftur í 23% í fyrra. - HEl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.