Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTRMBER 1999 - 9 Dit^ur „ ili og Jörundarskál og yfir húsin þarna, en myndir: billi hans, sem búa í Norðurtúni 21, hafa verið meðal þess fólks á Siglufirði sem hefur verið í hvað mestum vanda statt vegna snjó- flóðahættu. Þau hafa þurft að flýja úr húsi sínu allt frá tveimur og upp í tíu daga á vetri hverjum vegna snjóflóðahættu, og hafa þá fengið inni ýmist á Hótel Læk eða hjá vinum og ættingjum. „Það hef- ur verið erfitt að búa við þetta, sérstaklega eftir snjóflóðin fyrir vestan fyrir fjórum árum, þá varð þetta erfitt og í raun illbærilegt. Eg sjálfur er sjómaður og það var erfitt að vera úti á sjó og vita af fjölskyldunni þegar vont var veður og fólkið mitt varð að flýja úr hús- inu,“ segir Pétur, sem búið hefur f Norðurtúni 21 sl. íjórtán ár. „Það hvaflaði aldrei að mér þeg- ar ég keypti þetta hús að snjóflóð hér gætu verið vandamál. Það var í raun ekki fyrr en snjóflóðin vestra féllu sem fólk hér fór að gera sér grein fyrir að þetta gæti verið vandamál. Sjálfur var ég sjónarvottur að snjóflóði sem féll hér í kringum 1970, þegar spýja féll inn í hús hér á staðnum en fólkið slapp. En með flóðunum vestra sá maður að mun verri hlut- ir gátu gerst. Síðan þá hef ég hug- leitt að flytja héðan á brott og á annan stað í bænum, - en þessir nýju snjóflóðavarnargarðar breyta stöðu mála.“ Sigrún Úiafsdóttir, íbúi í Norðurtúni 17. Þetta er stórkostlegt mannvirki og að mínu mati nægilega öflugt til að standast snjóflóð. Pétur Bjarnason, íbúi í Norðurtúni 21. Þegar snjóflóðin féllu vestra fór fólk hér á Siglufirði að gera sér grein fyrir hættunni. ísiendingar þekkja vel hvað náttúruvá þýðir og halda úti umfangsmikilli rannsóknarstarfsemi til að tryggja hér lífvænleg skilyrði til búsetu. Bygging snjóflóðavarnargarða er einnig hluti af því að verjast vánni, en slíkir garðar eru í byggingu á nokkrum stöðum á landinu. Þetta kom meðal annars fram í máli Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Skarphéðinn Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar Sigiufjarðar, sem er til hægri á þessari mynd, hældi starfsmönnum Héraðsverks fyrir hve vel þeir stóðu að verki við byggingu garðanna og færði þeim jafnframt ofurlítinn þakklætisvott frá bæjarbúum. Heimir Gestur Hansson ráðinn safnvörður Bæjarstjórn ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu bæjarráðs byggða á umsögn Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, og Jóns Sigurpálsson- ar, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, um ráðningu Heimis Gests Hanssonar sem safnvarðar við Byggðasafn Vestfjarða. Auk Heimis sótti Andrea Sigrún Harðardóttir um stöðuna. Bæjarráð legg- ur áherslu á að rekstrarsamningur um Byggðasafn Vestfjarða milli eignaraðila þess liggi fyrir hið fyrsta. Heimir Gestur er uppalinn á ísafirði, og benda má á að í ársriti Sögufélags ísfirðinga árið 1993 birtist eftir hann sagnfræðiritgerð um mannlíf og lífsbaráttu á Vest- fjörðum. Hektari úr Lækjarósi í Dýrafirði Bæjarráð hefur samþykkt sölu á einum hektara úr jörðinni Lækjarósi f Dýrafirði. Erindinu fylgdu nú gögn er fram voru lögð í umhverfis- nefnd í ágústmánuði svo sem bréf Gunnþórunnar Friðriksdóttur 29. júlí sk, bréf Guðrúnar H. Jónsdóttur 10. ágúst s.l. og kaupsamning- ur dagsettur 24. júlí sl. Bæjarráð bendir á að erindið skuli berast jarðanefnd. Sæmundur Kr. Þorvaldsson lagði til að erindinu yrði aft- ur vísað til bæjarráðs sem kanni rækilega hvort sveitarfélagið geti gripið inn í skiptingu jarða í smærri parta, sé það vilji sveitarfélags- ins. Bæjarráð fjallaði nýlega um Listaskóla Rögnvaldar Olafssonar, samkvæmt minnisblaði Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá því 23. júlí sl. þar sem hann gerði grein fyrir drögum að samningi vegna styrks til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu á Isa- firði. Bæjarráð samþykkti styrkveitingu til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á þessu fjárhagsári upp á 480 þúsund krónur og færist upphæðin af liðnum „námsráðgjafi." Lárus G. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi bókun K-Iista: „Undirritaðir bæjarfulltrúar K-Iista harma þau vinnubrögð bæjarráðs, sem viðhöfð eru við afgreiðslu þessa máls. Það er ósk okkar og von að vinnubrögð af þessu tagi end- urtaki sig ekki í framtíðinni.“ Undir þetta rita Lárus G. Valdimarsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Sigríður Bragadóttir og Bryndís G. Frið- geirsdóttir. Ályktun íbúasamtakaima Átaks á Þingeyri Lögð var fram ályktun íbúasamtakanna Ataks á Þingeyri í bæjarráði en ályktunin er ódagsett. Þar er farið fram á við bæjarstjórn Isafjarð- arbæjar, að Haraldur L. Haraldsson, ráðgjafi, haldi áfram störfum við uppbyggingu atvinnulífs á Þingeyri. Jafnframt er fagnað þeim áföng- um sem náðst hafa í atvinnuuppbyggingu á Þingeyri, með stofnun Fjölnis, starfsemi Islenskrar miðlunar á Þingeyri og væntanlegum fiskmarkaði. Ibúasamtökin fagna og þeirri góðu gjöf Fjölnis til skól- ans á Þingeyri, sem tengd er við Framtíðarbörn. Bæjarráð þakkaði hlý orð til bæjarins og benti á að Haraldur L. Haraldsson er ráðinn tímabundið sem ráðgjafi hjá Isafjarðarbæ. Fjörutíu manns í strætó Lagt fram bréf frá Lögsýn vegna kvöldaksturs Strætisvagna Isafjarð- ar, dagsett 3. september sl., þar sem fram koma upplýsingar er leitað var eftir, með tilvísun í bókun bæjarráðs þar að lútandi. Fram kemur að fjöldi farþega í kvöldferðum er að jafnaði 35-40 á hverju kvöldi. Þá er áréttað að verktaki er reiðubúinn að framlengja samning sem í gildi var um kvöldakstur, óbreyttan að öðru leyti en því að um vísi- töluhækkanir verði að ræða í samræmi við verðlagsbreytingar. Bæjar- ráð leggur áherslu á að Grunnskólinn á Isafirði og skyldar stofnanir nýti sér almenningssamgöngur innan bæjarins og skipuleggi starf sitt í tengslum við kvöldakstur. Bæjarráð fól bæjarstjóra að ganga til samninga við verktaka innan núverandi fjárhagsárs. Meimingarmálanefnd mótmælir vinnubrögðum bæjarstjómar Menningarmálanefnd Isafjarðarbæjar, undir forsæti Ingu Ólafsdótt- ur, vekur athygli á því að alþjóðlegt dúkkusafn hefur verið sett upp í gamla sparisjóðnum á Flateyri. Nefndin vakti einnig athygli á því að 46. fundur menninganefndar 1. júlí sl., var ekki á dagskrá bæjar- stjórnar 3. september sl. eins og eðlilegt væri. Farið var yfir afgreiðslu ýmissa mála í fundargerðum bæjarráðs vegna málefna, sem að mati menningarmálanefndar, heyra undir hana. Rætt var um verkefni nefndarinnar og menningarfulltrúa. I framhaldi samþykkti nefndin eftirfarandi bókun: „Bæjaryfirvöld hafa að undanförnu ítrekað tekið mál, sem heyra undir starfssvið menningarnefndar, til endanlegrar afgreiðslu án þess að menningarnefnd hafi fengið þau til umíjöllun- ar og umsagnar svo sem vera ber. Menningarnefnd mótmælir þess- um vinnubrögðum og fer fram á að stjórnskipulag bæjarins sé virt, þannig að öllum málurn, sem heyra undir starfssvið menningar- nefndar, verði vísað til nefndarinnar áður en til endanlegrar af- greiðslu þeirra kemur." Menningarmálanefnd fagnar þeim áfanga að skrifstofa menningarfulltrúa hefur verið flutt í stjórnsýsluhúsið á ísa- firði. Sútarabúðir í Gnumavík Lagt hefur verið fram bréf í umhverfisnefnd Isaljarðarbæjar frá sýslumanninum á ísafirði, Ólafi Helga Kjartanssyni dags. 26. júlí 1999, þar sem óskað er umsagnar um veitingu leyfis til handa Jóni Friðrik Jóhannssyni til reksturs gistiheimilis á Sútarabúðum í Grunnavik. Aður en umhverfisnefnd getur tekið afstöðu til erindis- ins þurfa bygginganefndaruppdrættir að koma fyrir nefndina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.