Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 - 13
ÍÞRÓTTIR
Afniælisfema KR-inga
KR-ingar urðu um
helgiua bikarmeistar-
ar í knattspymu
karla, þegar þeir uuuu
Skagamenu 3-1 í renn-
blautum bikarúrslita-
leik á Laugardalsvelli.
KR-ingar hafa þar með
landað öllum fjórum
titlunum sem í boði
voru á knattspymu-
mótum karla og
kvenna í siunar.
KR-ingar unnu á sunnudaginn
sinn tíunda bikarmeistaratitil í
karlaflokki, þegar þeir sigruðu
lánlausa Skagamenn 3-1 á Laug-
ardalsvelli, fyrir framan 7401
áhorfanda. Lánleysi Skaga-
manna, sem voru sterkari aðilinn
lengst af, var algjört. Þeir komu
KR-ingum gjörsamlega á óvart í
upphafi leiks, með mikilli bar-
áttu og voru betri á flestum svið-
um, nema þá þegar kom að því
að klára dauðafærin, sem voru
orðin þrjú þegar flautað var til
leiksloka.
Alexander á miðjuna
Með Alexander Högnason sem
aftasta mann á miðjunni, lokuðu
Skagamenn gjörsamlega leiðinni
fyrir sóknarmenn KR-inga, sem
máttu sín lítils í leiknum. A móti
var varnarleikur KR-inga að
sama skapi sterkur, þannig að
leikurinn fór að mestu fram á
miðsvæðinu, þar sem menn
börðust um hvern bolta af mild-
um krafti.
Miðað við kraft Skagamanna í
upphafi leiks, létu færin þó á sér
standa eins og svo oft í sumar og
þeir Unnar Valgeirsson og Hálf-
dán Gíslason, sem nú komu nýir
inn í liðið, breyttu þar litlu um.
Gegn gangi leiksins voru það svo
KR-ingar sem fengu fyrsta mark-
tækifærið í leiknum, þegar Guð-
mundur Benediktsson smeygði
sér í gegnum Skagavörnina, en
Olafur Þór Gunnarsson, mark-
vörður, bjargaði með góðu út-
hlaupi, áður en Guðmundi tókst
að skjóta.
Fyrsta dauðafærið
Á 32. mínútu leiksins kom svo
fyrsta dauðafæri Skagamanna,
þegar Hálfdán Gíslason komst á
auðan sjó inn fyrir KR-vörnina.
Hann átti aðeins eftir Kristján
Finnbogason, markvörð, en með
frábærri markvörslu tókst Krist-
jáni, besta manni KR-inga í
leiknum, að afstýra marki og þar
var það stóratáin, sem bjargaði
KR-ingum.
Annað dauðafærið
Eftir markalausan fyrri hálfleik,
byrjuðu Skagamenn seinni hálf-
leikinn af sama krafti og lögðu
nú meiri áherslu á að sækja. Það
bar strax árangur á 58. mínútu,
þegar Alexander Högnason fékk
háa sendingu fyrir markið, þar
sem hann stóð einn fyrir svo að
segja opnu marki. Hann náði
firnaföstum skalla, en í staðinn
fyrir að skora, small boltinn í
rennblautum vellinum og yfir
markið.
KR-ingar skora
A 62. mínútu skora KR-ingar svo
óvænt fyrsta mark leiksins, þegar
Þórhallur Hinriksson fékk bolt-
ann rétt utan markteigs eftir
þrumuskot Einars Þórs Daníels-
sonar í þverslá Skagamarksins.
Þórhallur stóð þar skyndilega
fyrir opnu marki og skilaði bolt-
anum snyrtilega í netið, án þess
að Ólafur kæmi nokkrum vörn-
um við.
Aðeins þremur mínútum síðar
bættu KR-ingar svo við öðru
marki, þegar Ölafur markvörður
missti blautan boltann eftir fyrir-
gjöf, fyrir fætur Einars Þórs
Daníelssonar, sem renndi hon-
um í opið markið og staðan orð-
in 2-0 fyrir KR.
Þriðja dauðafærið
Tveimur mörkum undir var ann-
að hvort að duga eða drepast fyr-
ir Skagamenn og því lögðu þeir
nú alla áherslu á að sækja og þá
á kostnað varnarinnar. Alexander
var færður framar á völlinn og
vörnin tók virkan þátt í sókninni.
Það uppskar mark aðeins sex
mínútum síðar, þegar Stefán
Þórðarson fékk háa sendingu frá
Unnari Valgeirssyni inn í teiginn.
Stefán Iagði boltann snyrtilega
fyrir sig í loftinu og negldi hon-
um netið fram hjá Kristjáni
Finnbogasyni í markinu. Sann-
arlega dúndurskot, sem Kristján
átti enga möguleika á að veija.
KR-ingar vakna til lífsins
Eftir markið fæddist smá vonar-
neisti með Skagamönnum, sem
um leið urðu að gefa eftir í vörn-
inni. Það er lið eins og KR fljótt
að nýta sér og sóknarmenn
þeirra fengu nú loks lausan
tauminn. Á 81. mínútu fékk
Bjarki Gunnlaugsson boltann
fyrir framan vítateig Skaga-
manna, komst aðþrengdur inn í
teiginn og náði góðu skoti í fjær-
stöngina og inn. Frábært mark
hjá Bjarka, sem lítið hafði haft
sig í frammi til þessa.
Það sem eftir lifði leiksins
sóttu Iiðin til skiptis, án þess að
skapa sér færi, enda mest allt
loft úr Skagamönnum eftir hrak-
farirnar og KR-ingar svo að segja
búnir að tryggja sér sigurinn.
KR-ingar eru bestir
Þó KR-ingar hafi ekki sýnt sann-
færandi leik að þessu sinni, eru
þeir vel að sigrinum komnir. Þeir
spiluðu á köflum sterkan varnar-
leik, með Kristján mjög öruggan
að baki sér í markinu og þó sókn-
in hafi ekki uppskorið mörg færi
í leiknum, þá nýttu þeir þau sem
fengust mjög vel. KR-ingar eiga
án efa sterkasta félagslið lands-
ins í dag og auk þess besta
stuðningsliðið, sem á þennan
sigur ekki síst skilið. Stuðnings-
mennirnir hafa stutt dyggilega
við bakið á sínum mönnum og
uppskeran eru fjórir stórbikarar,
eða allir fjórir titlarnir sem í boði
eru á knattspyrnumótum meist-
araflokks karla og kvenna á 100
ára afmælisári félagsins. Til
hamingju KR-ingar!
Vandræðagangur hjá United
Mandiestervömin úti
að aka. Lítil reisn yfir
Arsenal. Allt annað
að sjá til Newcastle.
West Ham fataðist
fingið. George Gra-
ham andaði léttar eft-
ir glæsileik Nilsen og
Carr.
MikiII vandræðagangur hefur
verið á Manchester United í síð-
ustu leikjum sínum í ensku úr-
valsdeildinni. Þó margir menn
séu í meiðslum hjá meisturun-
um réttlætir það engan veginn
að liðið vinni ekki ódýrustu lið
deildarinnar og það á Old Traf-
ford. Southamton fetaði í fót-
spor Wimbledon og hélt jafntefli
á Old Trafford á laugardaginn.
Vörn meistaranna var úti að aka
og það var neyðarlegt að sjá
dýrasta varnarmann heims, Japp
Stam, klobbaðann eins og hvern
annan aula áður en Pahars
renndi boltanum í markið fram
hjá Taibi sem átti herfilegan dag
í markinu. Silvestre vann ekki
heldur fyrir kaupinu sínu í þetta
sinn. Það var því ekki undarlegt
að Alex Ferguson væri bæði fúll
og reiður eftir leikinn. Hann sér
fram á að erfitt verður að fylla
það skarð sem Peter Schmeichel
skildi eftir sig. Með honum fór
kjölfestan úr varnarleiknum sem
fáir náðu að brjóta niður.
Lundúnarisinn Arsenal sýndi
takmarkaða reisn þegar liðið
náði að Ieggja Watford með einu
marki á Higbury. Arsene Wenger
verður að fá mun meira út úr
sínum mönnum ætli hann sér að
vera með í kapphlaupinu um
meistaratitilinn til síðasta dags.
Toppliðin í ensku deildinni þurfa
að sýna yfirburði yfir botnliðin
ætli þau að sér stóra hluti í
Meistaradeild Evrópu.
Nýtt og betra Newcastle
Allt annað er að sjá til Newcastle
eftir að Bobby Robson tók þar
við stjórnartaumunum. Leik-
menn liðsins hafa nú fengið
sjálfstraustið og leikgleðina aftur
sem er grundvöllurinn fyrir góðu
gengi á vellinum. Þrátt fyrir 3-2
tap fyrir Leeds geta leikmenn
liðsins borið höfuðið hátt.
Newcastle er á uppleið og Iands-
liðsfyrirliðinn er að komast í sitt
besta form. Nokkuð sem aldrei
hefði getað gerst undir stjórn
Ruud Gullit. Eins og deildin hef-
ur hefur verið til þessa eru
möguleikar Newcastle á Evrópu-
sæti engan veginn úr sögunni.
Gamla markamaskínan Matthew
Le Tissier skoraði tvö mörk qegn
United.
Leeds kom sér þægilega fyrir í
toppslagnum með sigrinum.
Leicester er að gera mun betur
en búast má við miðað við
ástandið á þeim bænum. Illindi
milli knattspyrnustjóra og stjórn-
ar nær ekki inn í leikmannahóp-
inn og meðan svo er nær Martin
O’Neil því besta út úr sínum
mönnum. John Gregory og læri-
sveinar hans í Aston Villa fundu
fyrir því þegar þeir brotlentu á
Filbert Street eftir 3-1 tap.
Chelsea náði að merja 0-1 sig-
ur á Middlesbrough á Riverside
Stadium. Leikurinn var hund-
leiðinlegur og vart minnistæður
nema vegna þess að Paul
Gascoigne, sem kom inn á hjá
heimamönnum, var rekinn af
velli á síðustu sekúndunum.
Lítið lífsniark með Sheffield
Wednesday
Enn tapar miðvikudagsliðið leik.
Danny Wilson hefur aðeins náð
að stýra sínum mönnum til eins
jafnteflis og eftirtekjan eftir níu
leiki er eitt stig. Vandræði Wed-
nesday eru að sjálfsögðu hvorki
Wilson eða stjórnarmönnunum
að kenna, að eigin sögn, heldur
Itölunum, Di Canio sem yfirgaf
liðið á síðustu Ieiktíð og Benito
Carbone sem verið hefur Wilson
erfiður í vetur. Nýliðar Sunder-
land unnu sætan sigur á botnlið-
inu og eru nú komnir í hóp efstu
liða úwalsdeildarinnar.
Hvorki gengur eða rekur hjá
Derby sem tapaði á heimavelli
sínum fyrir nýliðunum í Brad-
ford. Erfiður fallróður er
framundan hjá Jim Smith og
óvíst hvort það var viturleg
ákvörðun hjá honum að reka
Lars Bohinen frá liðinu fyrir að
segja skoðun sína á æfingum
liðsins.
Coventry stöðvaði sigurgöngu
West Ham og mjakaði sér þar
með frá neðstu liðunum. Hann
var ánægður eftir leikinn og
sendi sínum gamla stjóra, Alex
Ferguson, tóninn eftir leikinn.
„Allir eru sammála um að
Robbie Keane sé frábær leik-
maður nema einn knattspyrnu-
stjóri. Sá vildi aðeins borga hálfa
milljón fyrir Irann.“
Á sunnudaginn leit lengi út
fyrir að Egil Drillo Olsen tækist
að stýra Wimbledon til sigurs
gegn Tottenham. Alan Nilsen og
Stephen Carr voru á annarri
skoðun og með glæsilegum sam-
Ieik tryggðu þeir Tottenham stig.
- GÞÖ
Arsenal - Watford Kanu (86.) 1-0
Leicester - Aston Villa Izzet (40.), Southgate (48.), Dublin (73.) - Cottee (55.) 3-1
Coventry - West Ham Hadji (36.) 1-0
Leeds - Newcastle Bowyer (11.), Kewell, (39.), Bridges, (77) / (Shearer, 42. 54.) 3-2
Middlesbrough - Chelsea Lambourde (54.) 0-1
Derby - Bradford Carbonari (66. sjálfsmark) 0-1
Man. United - Southampt. Sheringham (34.), Yorke (37. 64.)/ Paharas (17.) Le Tissier (47. 73.) 3-3
Sunderland - Sheffield W. 1-0 Schwarz (51.)
Wimbledon - Tottenham Hartson (57.) / Carr (76.) 1-1