Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 11
1‘RIUJUDAGUH 28. S E P 1' E M RE H 1999 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Indónesíuher farinn frá Austur-Tímor Hann brosir breitt þessi íbúi á Austur-Tímor meðan áströlsku hermennirnir aka hjá. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna hafa í raun tekið við ðryggismálunum af Indónesíuher. Um 15.000 indónesískir her- menn eru farnir frá Austur- Tímor. Rúmlega 1400 hermenn verða þó áfram þar, en verða undir stjórn lögreglunnar, og munu þeir taka þátt í að sinna öryggismálum ásamt friðar- gæsluliðinu. Indónesíustjórn hertók Austur-Tímor fyrir nærri aldarfjórðungi og hefur Indónesíuher óspart beitt hrottaskap og kúgun þennan tíma. Sömuleiðis finnst mörgum indónesískum hermönnum erfitt að sjá á eftir Austur-Tímor í hendur erlendra hermanna og á endanum í hendur þeirra sem barist hafa fyrir sjálfstæði eyjar- helmingsins, enda hafa fjöl- margir indónesískir hermenn látið lífið í átökum við uppreisn- armenn þennan aldarfjórðung. Yfirstjórn Indónesíuhers segir að hér eftir fari Peter Cosgrove, yfirmaður alþjóðlegu friðar- gæslusveitanna, með yfirstjórn öryggismála á Austur-Tímor. Cosgrove vildi þó ekki taka und- ir það í gær og sagði að öryggis- mál væru ennþá á ábyrgð Indónesíustjómar, og myndi svo vera þangað til sérstakt þing, sem skipað er þingmönnum Indónesíuþings og fulltrúum Indónesíustjórnar, staðfestir nið- urstöðurnar úr þjóðaratkvæða- greiðslunni sem haldin var á Austur-Tímor í ágústlok, en þar hafnaði yfirgnæfandi meirihluti að Austur-Tímor tilheyri fram- vegis Indónesíu. Þó er ljóst að í raun hafa frið- argæslusveitirnar tekið við allri yfirstjórn öryggismála Austur- Tímor, þótt Indóesíuher verði áfram hafður með í ráðum. Nærri fjögur þúsund friðar- gæsluliðar voru komnir til Aust- ur-Tímor í gær, en alls er gert ráð fyrir að þeir verði um 7.500. Vígasveitirnar, sem andvígar eru sjálfstæði Austur-Tímor, hafa að mestu dregið sig í hlé en hóta því engu að síður að láta til skarar skríða að nýju þótt síðar verði. Þær hafa víða á Austur- Tímor skilið eftir sig mikla eyði- leggingu, brennt hús og haft matvæli og aðrar nauðsynjar á brott með sér. Vígasveitirnar eru einnig sagð- ar hafa gengið hart að flótta- mönnum frá Austur-Tímor, sem eru samankomnir í flóttamanna- búðum handan landamæranna, á Vestur-Tfmor, en þar hefur Indónesía óskoruð yfirráð og út- lendingar hafa þar takmarkaðan aðgang. Heldur brösuglega hefur geng- ið að koma nauðsynjum á borð við matvæli og lyf til íbúa á eyj- arhelmingnum, en ekki hefur verið hægt að gera það öðruvísi en að varpa þeim úr flugvélum. Skuldum léttaf fátækustu rikjuniun Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn hafa ákveðið að rúmlega 7200 milljörðum króna verði varið til þess að létta skuldum af 36 af fátækustu ríkj- um heims í nokkrum áföngum, en í staðinn er gerð sú lu-afa að fátæku ríkin verji þessu fé, sem annars hefði farið til að greiða afborganir á skuldum, í heil- brigðis- og menntamál. Heildarfjárhæðin er um helm- ingur allrar skuldabyrði þeirra þróunarríkja, sem allra skuldug- ust eru. Allt að 90 til 100 pró- sent af viðskiptaskuldum þess- ara ríkja verður aflétt af þeim. Heildarskuldir allra þróunar- rfkja nema hins vegar nærri 180.000 milljörðum króna, sem er nærri 25 sinnum hærri fjár- hæð en aflétt verður með þess- ari áætlun. Ákvörðun þessi var tekin á sameiginlegum ársfundi Alþjóð- Iega gjaldeyrissjóðsins og AI- þjóðabankans, sem hófst í New York um helgina. Vonir eru bundnar við að þetta Ijármagn nýtist fátækustu ríkjum heims í baráttunni við fá- tæktina. Skuldir þeirra ríkja, sem skuldugust eru, eru það miklar að nánast útilokað hefur verið fyrir þau að gera nokkurn skapaðan hlut án erlendrar fjár- hagsaðstoðar. Uppreisn fanga í Tyrklandi TYRKLAND - Tyrkneskir fangar hafa gert uppreisn í mörgum fangelsum víða um Tyrkland. Hafa þeir tekið um 100 fangaverði í gíslingu, og í fang- elsi í Ankara létu að minnsta kosti 12 manns lífið. Fangamir sem standa að uppreisninni eru sagðir vera vinstrisinnaðir og eru þeir að mótmæla fyrirhuguðum flutningi fanga á milli fangelsa. Rússar og Hvít-Rússar undirbúa nánara samband RUSSLAND - Roris Jeltsín, forseti Rússlands, hefur samþykkt drög að nýjum samningi um ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússlands. Mein- ingin er að sameiningarferli ríkjanna verði nú hraðað og má jafnvel bú- ast við að samningur verði undirritaður fyrir áramót. Sambandssamning- ur er nú þegar í gildi milli ríkjanna, en í nýja samningnum verður gert ráð fyrir mun meiri ítökum sameiginlegu sambandsstjómarinnar í stjóm hvors ríkis um sig. Quayle hættir vegna fjárskorts BANDARIKIN - Dan Quayle, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann sé hættur við að bjóða sig fram í forsetakosning- unum á næsta ári og sækist því ekki lengur eftir því að verða kosinn for- setaefni Repúblikanaflokksins. Astæðuna segir hann vera að hann hafi ekki yfir nægilega miklu Ijármagni að ráða til þess að geta lengur tekið þátt í kosningabaráttunni. Sprenging í Mexíkó MEXIKO - Að minnsta kosti 56 manns létu lífið og nærri 350 slösuðust í gær þegar sprenging varð ólöglegri flugeldageymslu í bænum Celaya í Mexíkó. Hitinn olli því að gasgeymir í veitingahúsi rétt hjá sprakk nokkru síðar og urðu þar nokkrar smærri sprengingar. Átta þúsund eftirskjálftar TAIVAN - Meira en átta þúsund eftirskjálftar höfðu orðið í gær á Taívan ffá því stóri jarðskjálftinn reið þar yfir í síðustu viku. Tveir menn fundust á lífí í rústunum í gær eftir að hafa legið þar grafnir í sex daga, én nán- ast engar líkur þykja á að fleira fólk fínnist lifandi í rústunum. 555 1947 • FAX 555 4277 • 894 0217 www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR murvi $ SUZUKI —.... .— VIÐGERÐIR OG VIÐHALD FASTEIGNA ER OKKAR FAG LEITIÐ TIL VIÐURKENNDRA FAGMANNA! USAKLÆÐNINC r SlMATÍMI MILU KL. 10.00 -13.00 Komdu i reynslu- akstur! SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is Hefur þú séð svona verð á 4x4 bil? • Mest seldi bíllinn í Japan(l), annaö áriö í röð. • Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll. • Skemmtilequr bíll meomiklum staðalbúnaði: ABS hemlalæsivörn rafdrifnu aflstýri, samlæsingu, o.m.fl Ódýrasti 4x4 bíllinn á íslandi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii GL 1.099.000 KR. GL 4x4 1.299.000 KR. Illllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllll

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.