Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 5
 ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 19 99 - 5 FRÉTTIR SÍF-ÍS stærsta fyrirtæki landsins Verði af sameiningu SÍF og ÍS verður til stærsta einkafyrir- tæki landsins með 11111 50 milljarða króna veltn. Verðbréfaþing kannar orðróm um óeðlileg viðskipti með ÍS-bréfin. Talið er nær öruggt að tilkynnt verði í dag um sameiningu fisk- sölufyrirtækjanna IS og SÍF, það er íslenskra sjávarafurða og Sölu- sambands ísienskra fiskframleið- enda. Viðskipti með bréf félag- anna voru stöðvuð á Verðbréfa- þingi í gærmorgun og þar tilkynnt að von væri á „frétt“ að Ioknum stjórnarfundum fyrirtækjanna sem fara fram á sama tíma, eða kl. 11 í dag. Verði af þessari sam- einingu verður til stærsta fyrir- tæki landsins en samanlögð velta þeirra á síðasta ári nam um 50 milljörðum króna. Svo virðist sem orðrómur um þessa sameiningu hafi kvisast út Friörik Pálsson stjórnarformaður SÍF. fyrir helgi því hlutabréf ÍS hækk- uðu verulega í verði og viðskipti voru þónokkur á fimmtudag og föstudag. Alla sfðustu viku var gengið að hækka, eða úr 1,92 í 2,48 þegar viðskiptin voru stöðv- uð í gærmorgun. Hækkunin nemur tæplega 30%. Bara í þess- um mánuði hafa bréfin hækkað um 38%. A sama tíma gekk gengi SÍF-bréfanna upp og niður, fór hæst í 6,27 sl. þriðjudag en end- aði í 6,20 á föstudaginn. Lítil við- skipti voru þar á bakvið. Miðað við núverandi gengi er mark- aðsvirði fyrirtækjanna beggja 9,2 Ólafur Ólafsson sjtórnarformaður ÍS. milljarðar sem myndi gera sam- einað félag hið níunda verð- mætasta á Verðbréfaþingi, sam- kvæmt útreikningum Viðskipta- blaðsins. Verðbréfaþing mun hafa tekið til sérstakrar skoðunar þau við- skipti sem áttu sér stað með ÍS- bréfin í síðustu viku. Stefán Hall- dórsson, framkvæmdastjóri þingsins, vildi í samtali við Dag hvorki játa því né neita að verið væri að skoða þessi viðskipti. Al- mennt væru nánast daglega til skoðunar mildar verðbreytingar hjá hlutafélögum og fregnir af af- komu þeirra og rekstri. Þess má geta að sl. fimmtudag barst Verð- bréfaþingi tilkynning um að inn- herji í ÍS hefði þann dag keypt bréf í félaginu að andvirði 500 þúsund króna eða fyrir rúma 1 milljón. Onnur innherjaviðskipti hafa ekki verið tilkynnt. Undir sama þaki Afkoma ÍS hefur sem kunnugt er verið afar slök síðustu misseri og fyrirtækið tapað um 1 milljarði króna í rekstri sl. tveggja ára. Til að grynnka á skuldum hefur mik- il eignasala farið fram, meðal annars á höfuðstöðvunum við Sigtún, og nýverið keypti ÍS hæð undir starfsemi sína í Hafnar- firði, í sama húsi og höfuðstöðvar SÍF eru. Þykir þetta enn frekar hafa ýtt undir orðróm um sam- einingu fyrirtækjanna. Með tilkomu Finnboga Jóns- sonar, fyrrum forstjóra Síldar- vinnslunnar, í forstjórastól IS fyrr á þessu ári hefur gríðarleg upp- stokkun farið fram hjá fyrirtæk- inu. Er talið að hugmynd um sameiningu hafi komið frá hon- um eftir að hann hafði kynnt sér reksturinn náið. - BJB Sameina og selja svo í viðtali í nýjasta tölu- blaði SÍB- blaðsins, mál- gagni banka- starfsmanna, segist Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra vera þeirrar skoðunar að sameina eigi ríkisbankana og að því loknu komi til greina að selja þá. „Okkur sem ríkisvaldi ber skylda til að hámarka þessi verð- mæti eins og nokkur kostur er. Eg held að það sé rétt að með því að fara út í ákveðnar hagræðing- araðgerðir, sem geta m.a. falist í því að auka samstarf milli Iána- stofnana og sameina Iánastofn- anir o.s.frv., geti það leitt til þess að verðmæti þeirra bréfa sem ríkið á í þessum eignum muni aukast. Ein leið í þvi er auðvitað að sameina Búnaðarbanka og Landsbanka, en það má draga upp margar aðrar myndir í því sambandi. Það má Iíka ímynda sér að ríkisbanki sameinist einkabanka eins og íslandsbanka eða sparisjóðunum. Eg er þeirrar skoðunar að við aukum verð- mæti þessara eigna með því að stíga slík hagræðingarskref fyrst og fara síðan í sölu,“ segir Finn- ur m.a. í blaði bankamanna. - BJB Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra Etnn karlmaður og 27 konur Dagur birtir lista yfir íslenska þátttakendur á ráðstefnunni um konur og lýðræði. Listinn yfir formlega þátttakend- ur af íslands hálfu á alþjóðlegu ráðstefnunni Konur og lýðræði um þarnæstu helgi inniheldur nú 28 nöfn, en þar af eru 27 konur og einn karl. Upprunalega var reiknað með 15 íslenskum þátttakendum, en sú tala hefur tæplega tvöfaldast. Karlmaðurinn í hópnum er Olafur Þ. Stepensen frá karla- nefnd Jafnréttisráðs. Aðrir full- trúar sem beint eru kenndir við jafnréttismál eru: Elsa Þorkels- dóttir og Stefanía Traustadóttir frá Jafnréttisráði, Helga Guðrún Jónasdóttir frá Skrifstofu jafn- réttismála, Rán Jónsdóttir, jafn- réttisnefnd Landsvirkjunar, Arn- fríður Guðmundsdóttir frá jafn- réttisnefnd Þjóðkirkjunnar, Erna Arnardóttir, jafnréttisfulltrúi ÓlafurÞ. Stephensen, eini karlmaður- inn sem verður fulltrúi íslands á ráð- stefnunni. Landssímans og Hjördís Hákon- ardóttir héraðsdómari frá Kæru- nefnd jafnréttismála. Aðrir þátttakendur eru: Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, Aslaug Brynjólfsdóttir, fyrrverandi fræðslustjóri, Hildur Jónsdóttir, jafnréttisfulltrúi Reykjavíkur- borgar, Þorbjörg I. Jónsdóttir frá Kvennaráðgjöfinni, Jóhanna Rósa Arnardóttir, sérfræðingur á Hagstofu Islands, Jónína Bjart- marz frá Konum í atvinnulífinu, Valgerður H. Bjarnadóttir frá Menntasmiðju kvenna Akureyri, Stefanía Oskarsdóttir Iektor, Sólveig Jakobsdóttir, Kennara- háskóla íslands, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir frá Vinnueftirliti rfk- isins, Asdís G. Ragnarsdóttir og Hansína B. Einarsdóttir frá Skrefi fyrir skref, Guðrún Pét- ursdóttir frá Nýsköpunarsjóði at- vinnulífins, Hildur Helga Gísla- dóttir frá nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, G. Stella Gissurardóttir frá At-konum, Rannveig Traustadóttir prófess- or, Hulda Dóra Styrmisdóttir frá Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, Helga Stefáns Ingvarsdóttir frá Icelandic Overseas Business Service í Bandaríkjunum og Tinna Arnardóttir, sem tilheyrir Bríetar-hópi ungra feminista. - FÞG Vildu sjá aðstoðarkonur Um leið og Landssamband fram- sóknarkvenna fagnar því að konur og karlar skipta nú jafnt með sér ráðherrastólum Framsóknar- flokksins þá lýsti Iandsþing þeirra yfir vonbrigðum með það að eng- inn af hinum sex framsóknarráð- herrum skuli hafa valið sér konu sem aðstoðarmann, og þannig sniðgengið fjölda hæfra kvenna sem flokkurinn hafi á að skipa til starfans. Ahersla er lögð á að nefnd sem ætlað er að íjalla um innra starf og stefnumótun flokksins verði jafnt skipuð kon- um og körlum. Landsþingið, sem vegna „Kötlu-skjálfta“ var haldið var f Hraunholti í Hafnarfirði, í stað Vfkur í Mýrdal, samþykkti Ijölda ályktana. Meðal annars er skorað á stjórnvöld að huga betur að stöðu innflytjenda og tryggja rétt- arstöðu þeirra, s.s. með því að koma á fót stöðu sérstaks tilsjón- armanns. Framsóknarkonur leggja áherslu á mikilvægi þess að lengja fæðingarorlof beggja for- eldra og sveigjanlegan vinnutíma. Þær hafna því verðmætamati sem lýsi sér í lágum launum starfs- stétta í uppeldis- og umönnunar- störfum, en hvetja um leið stjórn- völd, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga til aukins aðhalds og sparnaðar í rekstri, til að vinna gegn vaknandi verðbólgudraug. - HEI Göngugata endurskoðuð Skipulagsnemd Akur- eyrarbæjar hefur ákveðið að fela Arki- tektastofunni í Gróf- argili að koma með til- lögur um breytingar á göngugötunni, Ráð- hústorgi og Skátagil- inu. Að sögn Árna Olafssonar skipulags- stjóra hefur skipulags- nefnd nú skilgreint ákveðin viðfangsefni sem Arkitektastofunni er falið að leysa. Gagnvart Skátagiíinu eru þessi viðfangsefni tröppur upp brekkuna og stígur sem ekki yrði eins brattur og sá sem nú er þarna, heldur hlykkjaðist með einhverjum hætti upp brekkuna. I göngugötunni sjálfri og á Ráðhústorginu er viðfangsefnið hins veg- ar að bæta umhverfið þannig að það styðji betur við húsin og þá starfsemi sem þarna er. Þegar Dagur spurði skipulagsstjóra hvort þessar liugmyndir gerðu ráð fyrir bílaumferð um göngugötuna sagði hann ljóst að slíkt hlyti að koma inn í myndina. Nú þegar segir hann að bílaumferð sé nokkur um götuna. Hins vegar sé þetta þá spurning um að skilgreina betur þann farveg sem sú bílaumferð sem nauðsyn- leg er fari í. Það sé þá seinni tíma mál hvort sá farvegur yrði notað- ur eitthvað meira en nú er gert. Viimustöðvun í Hrísey vegna brott- viknmgar framleiðslustjóra Framleiðslustjóra Snæfells í Hrísey, Guðmundi Gíslasyni, var fyrir- varalaust sagt upp störfum í gær. Að sögn forsvarsmanna fyrirtækis- ins, þegar aðrir starfsmenn leituðu skýringa, var það vegna trúnaðar- brests vegna blaðagre'' aar sem Guðmundur skrifaði um málefni KEA í Hrísey og samskipti hans við yfirmenn hans hjá Snæfelli. Starfs- menn lögðu niður vinnu klukkan 11.00 en voru í húsinu allt til Ioka vinnudags, án þess þó að taka til hendinni, voru sem sagt á vettvangi. I kvöld verður borgarafundur í félagsheimilinu Sæborg í Hrísey að beiðni eyjarskeggja þar sem stjórn KEA, fulltrúi Byggðastofnunar og einhverjir alþingismenn kjördæmisins, eins og það er orðað í fundar- boðinu, mæta. Aðeins eitt mál er á dagskrá, málefni Snæfells í Hrfsey. - GG / göngugötunni á Akureyri í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.