Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 6
.
6 - ÞRIÐJUD AG V R 28. S E P T F. M B É R 199 9
ÞJÓÐMÁL
Útgáfustjári: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Adstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: stranogötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjaid m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði
Lausasöluverð: iso kr. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is
Símaf augiýsingadeiidar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson
460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavíK)
Sókn sérhagsmima
í fyrsta lagi
Margar þær breytingar, sem orðið hafa á íslensku samfélagi hin
síðari ár, eru til mikilla bóta. Aukið frelsi til athafna og nýsköp-
unar hefur gefið fleiri og fleiri Islendingum tækifæri til að nýta
hæfileika sína til fulls. Alþjóðlegar tæknibyltingar hafa einnig
átt mikinn þátt í að opna landsmönnum nýjar leiðir heima og
erlendis. En þróun síðustu ára hefur einnig sínar dökku hliðar.
Ein sú svartasta eru stórfelldar tilfærslur á takmörkuðum auð-
lindum og fjármagni þjóðarinnar - frá hinum mörgu til hinna
fáu. Það mun ráða miklu um eðli þess þjóðfélags sem ný kyn-
slóð fær í arf eftir einn til tvo áratugi, hvort áfram verður kerf-
isbundið ýtt undir sókn sérhagsmuna fárra útvaldra.
í öðru lagi
Ef þeir stjórnmálamenn, sem fara munu með völd hér á landi
næstu fimm til tíu árin, halda áfram að bruna eftir hraðbraut
sérhyggjunnar, meðal annars með hömlulausri einkavæðingu
arðbærustu fyrirtækja þjóðarinnar, hljóta spár hinna svartsýn-
ustu að rætast. Þá verður allt það sem mestu máli skiptir um
fjárhagslega afkomu og lífskjör almennings - svo sem fiskurinn
í sjónum, fjármálakerfi landsmanna, helstu samgöngufyrirtæki
þjóðarinnar og mikilvægustu þættir verslunar og þjónustu - í
höndum örfárra félaga og einstaklinga. Fjöregg þjóðarinnar
verður þá leikfang í höndum trölla samnjörvaðra peningaafla.
í þriö ja lagi
Ef Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða ferðinni mun ekkert
handahóf ráða því hverjir fái stærstu bitana af eignum og auð-
lindum þjóðarinnar. Sá flokkur hefur verið, er og verður helsta
valdahreiður sérhagsmuna Ijármálamanna. Forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins munu auðvitað áfram standa vörð um hags-
muni gulldrengjanna sinna. Lykilspurningin, sem ráða mun
mestu um hversu hratt verður brunað í átt til aukinnar sam-
þjöppunar íjármálavalds í íslensku samfélagi, er því sú hvort
önnur stjórnmálaöfl í landinu hafi vilja og getu til að hægja á
hraðlestinni áður en það verður um seinan.
Elías Snæland Jónsson
Smokkkrabbinn
Ólafur Ólafsson. Friðrik Pálsson.
Garra þykir það tíðindum sæta
að nú ætla SIF og IS að ganga
í eina sæng og hugsanlega
stofna stærsta einkafyrirtæki á
Islandi. Eftir því sem næst
verður komist þýðir þetta að
niðjar SÍS-veldisins séu að
ganga í eina sæng með íhald-
inu - Kolkrabbinn og smokk-
fiskurinn að vefja saman örm-
um sínum með slíkum hætti
að engum hefur nokkru sinni
svo mikið sem dottið í hug að
slíkt gæti gerst. Og allt gerist
þetta undir handarjaðri gull-
drengja Kolkrabbans og
Smokkfisks-
ins - mann-
anna sem all-
ir héldu að
hefðu átt að
gæta brauðs-
ins dýra
hvor á sínu
horninu. Nú
setjast þeir
hins vegar
saman til
borðs og bera fram brauðin
góðu!
Óvænt samloka
Ólafur Ólafsson, stjórnarfor-
maður IS, kaupfélagsstjóra-
sonurinn, sem í áraraðir hefur
haft bæði SÍS-stimpilinn og
Framsóknarflokksmerkið á
áberandi stað á enninu, ætlar
nú að fara með arftaka sjávar-
útvegsdeildarinnar beint í gin-
ið á íhaldinu. Og Friðrik Páls-
son, stjórnarformaður SIF,
KFUM-drengurinn sem helg-
að hefur líf sitt íhaldinu, pilt-
urinn sem er í raun holdgerv-
ing íhaldsins og hagsmuna
krabbans, er ekki fyrr búinn að
missa frá sér sitt gamla vígi í
Sölumiðstöðinni, en hann
kastar sér í faðm samvinnu-
manna. Satt að segja telur
Garri raunar að Friðrik geti
orðið ágætur samvinnumaður
- hann þarf bara að læra að
taka í nefið - og ekki er að efa
að Ólafur geti orðið að mikl-
um íhaldsmanni ef svö ber
undir. En Garri hefur þó
áhyggjur af framvindunni, því
kolkrabbinn þreifst best þegar
smokkfiskurinn veitti honum
aðhald, og smokkfiskurinn
þreifst best þegar kolkrabbinn
veitti honum aðhald.
Aðhaldsleysi?
í dag mun því koma upp ný
staða þar sem hvorugur mun
veita hinum
aðhald.
Spurningin er
því hvort
Smokkkrabb-
inn verði að-
haldslaus. I
þeim efnum
mun í vaxandi
mæli re)ma á
styrk og áræði
Sölumiðstöðv-
arinnar - hvort hún tekur
skrefið til fulls og sparkar ekki
bara þeim Jóni Ingvarssyni og
Friðrik Pálssyni, heldur sparki
alveg gamla kolkrabbahamn-
um. Hvaða sjávardýr þá kæmi f
Ijós er ekki gott að segja til um,
þó hitt sé víst að sú skepna
verður varla með eins marga
arma og Smokkkrabbinn. Lík-
legast er að þetta verði ein-
hvers konar krossfiskur með
fimm geisla - sem hugsanlega
gæti dugað til aðhalds, það
veltur nokkuð á því hversu
mikið armar smokkkrabbans
eru flæktir saman. Garri hefur
oft sagt og segir enn - það eru
fá fiskabúr í heiminum, sem
geta státað af eins miklu fjöri
og fiskabúrið Island.
GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Hamingj an í haldapokum
Iðnaðarmenn ku eitthvað vera að
bauka í Kringlunni þessa dagana
með hamra sína og sagir en ekki
sigðir. Markmiðið mun að auka
þar verslunarrými og fjölga versl-
unum um helming. Urtölumenn
gætu auðvitað spurt og spyrja
hvort ekki sé nóg af sölubúllum í
borginni fyrir eða, a.m.k eftir að
Smáralind hefur byggt höndlara-
höll upp á tugþúsundir fermetra
í Kópavogi. En Kringlumenn
segjast ekkert vita um áform
Smáralindar, enda auðvitað
óþekkt í bransanum að menn
fylgist með því sem keppinautar
eru að bedrífa.
Sannkristini óánægjuherinn á
vinstra vængnum, sem ævinlega
rís upp á afturlappirnar þegar
framfarir og uppbygging eru
annarsvegar, hefur auðvitað Iátið
í sér heyra í þessu máli og muldr-
að lylulega um Mammon, úlfald-
ann og nálaraugað og það allt.
En eins og fram kemur í úttekt
Dags á málinu um síðustu helgi,
þá er sölumennska og gróða-
pungrottuháttur aukaatriði í
þessu máli. Markmiðið með
stækkun Kringlunnar er sem sé
fyrst og fremst það að auka lífs-
hamingju fólks
og efla menning-
arneyslu þess.
Undir sama
þaki
Þama á t.d. að
fjölga kvenfata-
verslunum en
kannanir hafa
sýnt að skortur á
þeim hefur or-
sakað hamslausa örvæntingu í
lífi fjölmargra kvenna. Urval
merkjavöru eykst en eins og allir
vita þá líta margir ekki glaðan
dag nema þeir séu reifaðir eins
og múmíur í merkjavöru frá
toppi til táar. I Kringlunni verður
unnið að því að blanda saman
innkaupum og menningu þannig
að kaupendur geti plampað með
haldapokana sína í leikhús,
hlustað á tónlist eða upplestur
ljóðskálda, notið dýrindis veit-
inga í mat og drykk og haldið svo
áfram að versla.
Og þetta allt
getur fólk upp-
lifað án þess að
fara útúr húsi.
Það eina sem
vantar er
kannski hótel
fyrir þá sem vilja
gista. „Allt er
gert til að skapa
eina Iifandi
heild þar sem haegt verður að
fullnægja sem fleSÍum þörfum
þölskyldunnar undir sama þaki,“
eins og segir í umfjöllun Dags.
Menningarsnauð kúfélög
I Kringlunni er sannarlega verið
að hrinda göfugum hugsjónum í
framkvæmd þar sem lífsham-
ingja viðskiptavinanna er höfð að
leiðarljósi og gróðasjónarmiðum
kastað fyrir róða. Aðeins einn
hængur er á, sem sé sá að öll sú
hamingja, menning og lífsgleði
sem á eftir að kristallast í Kringl-
unni daglega, stendur fyrst og
fremst höfuðborgarbúum til
boða, því eins og fram hefur
komið, þá er ekkert hótel á
staðnum.
Sveitavargurinn verður því
áfram að tölta í sín gjaldþrota
Kúfélög og fylla haldapokana án
þess að eiga kost á að njóta í
leiðinni menningar, Iista og
mannúðar undir sama þaki. Og
afleiðingarnar á þessari mis-
skiptingu Iífsgæða auðvitað þær
að flóttinn af- landsbyggðinni,
straumurinn suður í náðarfaðm
Kringlunnar á eftir að aukast
enn frekar.
sputt "rm
svaraö
Á að herða eftirlit með
því oð aðgerðum gegti
reyhingum séfylgt?
Sigmundur Einarsson
veitingamaðurá Bláu kðnnunni á
Akureyri.
“Reykingar eru
ekki leyfðar hér
á Bláu könn-
unni, þó ég hafi
merkingar um
slíkt ekki áber-
andi hér. Segj-
um einfaldlega
að þetta sé reyklaus staður. Þó ég
sé ekki hér að óska eftir stuðn-
ingi, tel ég þó að Tóbaksvarnar-
nefnd ætti að gera meira í því að
efla menn í svona aðgerðum.
Þær hafa mikið áróðursgildi.
Þegar rannsóknir sýna að einn
deyr á dag af völdum reykinga tel
ég ekki nema gott eitt að fólki sé
hjálpað við að losna við tókbakið,
þó margir sójj mjög neikvæðir
gagnvart slíku.“
Þorsteinn Njálsson
fomiaðurTókbaksvamaiáðs.
“Það vildum við
gjarnan gera.
En til þess að
það sé hægt
þarf að skýra og
skerpa lög og
reglugerðir sem
og eftirlits-
skyldu opinberra aðila í þessum
málum. Heilbrigðiseftirlit á að
sinna þessum málum, en það
hefur ekki mannskap eða tæki-
færi til þess að sinna þessum
þáttum. Við viljum sjá lög taka
skýrt á því að veitingastaðir með
t.d. færri en 50 manns í sæti séu
reyklausir og til bóta væri að
leyfisskylda tóbakssölu. Áhrif
verðs á tókbaki eru skýr í yngstu
aldurshópum. Það er eindregið
mín afstaða að endurskoða þurfi
tókbaksvarnalög með tilliti til
þróunar í þessum málaflokki."
Iirafn Jökulsson
rithöfundur og veitingamaður.
“Mér leyðist
reykingafas-
ismi, þó ég hafi
fullan skilning
á störfum Þor-
gríms vinar
míns Þráins-
sonar. Þriðj-
ungur þjóðar-
innar reykir og einhversstaðar
verða vondir að vera. Eg tek und-
ir með Kolbrúnu Bergþórsdótt-
ur; ég vil miklu frekar deyja í
skemmtilegum félagsskap reyk-
ingamanna en sálast úr leiðind-
um hjá áhangendum rétttrúnað-
arins."
Ásta Möller
hjúkninarfræðingur og alþingismaður.
“Reykingar eru
eitt stærsta
heilbrigðis-
vandamálið
sem við glímum
við og gegn þv
verður barist ai
auknum krafti i
framtíðinni.
Það að setja hertar reglur varð-
andi reykingar og framfylgja
þeim er einn liður í því.“