Alþýðublaðið - 14.02.1967, Blaðsíða 4
Bitstjórar: Gytfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - RitstjórnarfulK
tröi: Ei'ður Guðnasón — Símár: 1490014903 — Auglýsingasími: 14906,
■Aðsetur Alþýðuhúsið Við Hverfisgötu, Beykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
(blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið,
Útgefandi Aiþýðuílokkurinn.
•——-........-.........'......... .........................— ......... 111.1 ...
UtcNw'tkismálanefnd
1JTANRÍKISMÁLANEFND ALÞINGIS hefur verið
m;ög til umræðú undanfarnar vikur, Hefur komið
frkm -gagnrýni á þeirri skip'an mála, að utanríkisráð-
fedrra skuli lítið ráðgast við nefndina og hún ekki
gegha- því hlutverki sem henni er ætlað. Hefur Éihil
Jónsson utanríkisráðherra hlotið nokkra gagnrýni fyr-
ir þetta mál, sérstaklega af hálfu ungra framsóknar-
inl mna.
í aðalatriðum eru allir sammála þessari gagnrýni.
Pí ð ber a-ð harma, að um langt árabil skuli ekki hafa
verið trúnaðarsamband milli stjórnarráðsins og ut-
an ríkismálanefndar, og er ástæða til að bæta úr því.
] íétt er að minna á, að Guðmundur I. Guðmundsson
va r ekki sá utanríkisráðhen’a, sem sleit samstarii við
ut jnríkismálanefnd, ef svo má að orði komast. Þeg-
ar Guðmundur tók við ráðherrastörfum 1956, hafði
ut mríkisráðherra árum saman sniðgengið nefndina
og gert hana áhrifalausa. Hófst þetta ástand, þegar
kaíída stríðið stóð sem hæst, skömmu eftir að Atlants
hs fsbandalagið var stofnað, og var um tíma búin til
sérstök undirnefnd til að ganga frámhjá sjáífri utan-
i íkismálanefnd eða, réttar sagt, einum flokki.
Það er ekki von, að hinir ungu framsóknarmenn,
sem nú gagnrýna Emil Jónsson, viti um þessa forsögu
málsins. En héreftir verða þeir að hiuna, að eyðimerk
urganga utanríkismálanefndar hófst skömmu eftir
1950 í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsókhar
flokksins, að sjálfsögðu með fullu samþykki fram-
sóknarráðherra þeirra, er þá sátu.
Komið hafa þau tímabil, er nefndrn vaknaði til l'ifs
og starfaði eins og henni er ætlað. Veturinn 1958-59
gerði nefndin til dæmis mikið og undirbjó þá ályktun
um landhelgismálið og landgrunnið, sem stefna rík-
isins byggist enn á. Þetta gerðist í ráðherratíð Guð-
mundar í. Guðmundssonar og sýnir, að honum var
síður en svo um geð, að nefndin starfaði, ef flokkarn
ir sýndu það gagnkvæma traust, sem til þess þurfti.
Utanríkismálanefnd getur ekki starfað að
gagni, nema hægt sé að ræða málin í
fullri leynd og ráðherra geti trúað henni
fyrir ýmsum upplýsingum, sern ekki mega ber-
ast út. Sem dæmi má nefna, að Ðanir hafa lögfest
þagnarskyldu nefndarmanna, og væri ástæða til -að
gejra Það hér til að forðast tortryggni. Ástæðan til
þess, að utanríkismálanefnd okkar hefur orðið óstarf
h^f, er að sjálfsögðu kald-a stríðið. Stjórnaraudstæð-
ingar hafa jafnan sótt mál sitt af slíkum ákafa, að
þ€ ir hafa ekki alltaf gætt sín, og erfitt var að ræða
in iri mál Atlantshafsbandalagsins á fundum, þar sem
S'varnir Moskvukommúnistar áttu sæti.
Nú er friðvænlegra í okkar hluta heims og ýmsar
breytingar og gerast í milliríkjamálum. Emil Jónsson
htífur lýst yfir, að hann sé reiðubúinn til samstarfs
vi 5 nefndina, ef þagnarheiti er lofað.
4 14. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
EINSTÆÐ HLJÓMPLÖTU-
OTSALA
Ttu plötur í húnti á kr. 100,— búntið.
Tólf laga plötur frá kr. 100,—
islenzkar 2|a laga plötur kr. 20,—
ÚTSALAN HEFST 1 FYRRAMÁLIÐ
H LIÓÐFÆRAVERZLU H
SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR
VESTURVERI - SlMI 11315.
á krossgötum
53ESSS
★ STUDENT
SKRIFAR.
Það er athyglisvert, hversu mik-
ið er ura alls konar fundi nú á dögum, ekki til að
i’ífast og pexa, heldur öllu fremur til að fræða.
Pyrir fáum árum hefði verið óhugsándi, að Ey-
steinn Jónsson eða Gylfi Þ. Gíslason mættu á
Heímdallarfundum til að réeða í bróðerni við and-
stæðihga sína um flokka og málefni. Aukið frjáls-
lyndi Ríkisútvarpsins er áberandi og það er að
yerða stofnun sinnar samtíðar, en ekki „hlutlaus”
forngripur.
Menntaskólarnir hafa undanfar-
ið hoðið til sín leiðtogum stjórnmálaflokkanna til
að hlýða á erindi þeirra og leyfa nemendum að
spyrja þá. Er því augljóst, að stúdentar Háskólans
eigi að fara svipað að, enda eru þeir að ýmsu
leyti bi-autryðjendur á þessu sviði lýðræðisins.
Mér þótti því girnilegt, að stúd-
entar skyldu fá að hlýða á utanríkisráðherra á
lokuðum fundi innan Háskólans og ræða við hann
um utanríkismál. Korau margvíslegar upplýsing-
ar fram á fundirium, sem fengur var að fyrir
stúdenta, og er ekkert við því að segja, þótt sum-
ir gengju hart að ráðherranum í spurningum sín-
um — meðan þa'ð var heiðarlega og kurteislega
gert.
En því miður verður það ekki
sagt um ailan þátt stúdenta í þessum fundi. Einn
framsóknarmaður hegðaði sér eins og dóni og varð
sér og okkur öllum til hneisu. Þá hefur komið í
Ijós, að agentar pólitísku flokkanna, sem lengi
hafa verið virkir í Háskólanum, gátu ekki látið
hjá líða að nota þennan fund til pólitískra árása
á ráðherrann í blöðum sínum. Þarmeð var fundur-
inn ekki lengur einkamál stúdenta, heldur aðeins
lota í almennum, pólitískum skollaleik — vegna
frekju og Vanþroska stjórnarandstöðuflokkanna.
Það ætti að vera hægt að halda
fróðlegan umræðufund í hópi stúdenta án þess
að hann sé dreginn inn í skollaleik flokkanna og
blaða þeirra. Ef þess er ekki kostur, fást menn
ekki til að ræða við stúdenta. Þeir kjósa þá auð-
vitað að berjast á öðrum vettvangí.
Það skiptir miklu máli, hvernig
stjórnmálafræðsla og stjórnmálaumræður fara fram
í þröskuðu lýðræðisríki. Þess vegna er það skref
í öfuga átt, þegar grunnhyggnir agitatorar spilla
tilráunúm, sem samtök stúdenta gera í þessa átt.
Á þeim fundum, sem stjórnmálamenn hafa sótt að
beiðni menntaskólanema (í öllum skólunum þrem-
ur), hafa komið fram margir athyglisverðir hlutir,
ekki sízt í svörum við spurningum. Sem betur fer
hafa flokksblöðin aldrei sagt frá þessum fundum,
enda mundu þeir fljótlega úr sögunni, ef þeir ættu
að jafngilda blaðamannafundum.
Það er skólaæskunni mikilsvert
að hafa lifandi samband við ráðamenn þjóðarinn-
ar á þann hátt, sem hér hefur verið rætt um. Það
cr slæmt, að ofstækið skuli stefna þeirri starfsemi
í hættu. — Stúdent.
Áskriftasími AlþýðublaBsins er 14900