Alþýðublaðið - 14.02.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 14.02.1967, Qupperneq 9
AÐALFUNDUR GARÐYRKJU FÉLAGS ÍSLANDS Að'alfundur Garðyrkjufél. íslands var haldinn 19. þ.m. í Reykjavík. í stjórn félagsins voru kosnir: Formaður Kristinn Helgason Grundargerði 9, varaform. Ragn- heiður Bjöi-nsson, Freyjugötu 43, ritarí Ólafur B. Guðmundsson, Langagerði 96, gjaldkeri Gunn- laugur Ólafsson, Laugavegi 162, meðstjórnandi Einar I. Siggeirs- son, Stórholti 30. Ingólfur Davíðsson magister baðst undan endurkjöri í stjórn félagsins, en hann hefur verið rit- ari félagsins í 25 ár og jafnlengi ritstjóri Garðyrkjuritsins, sem er ársrit félagsins. í þessu tilefni og fyrir hin margvíslegu störf í þágu félagsins, samþykkti aðalfundur- inn með lófataki að gera Ingólf að heiðursfélaga Garðyrkjufélags ís- lands. Félagið var mjög athafnasamt ó 'árinu sem leið, og virðist árang- urinn hafa komið fljótt í ljós þar sem félagatalan jókst um 50% á árinu. Hinar fróðlegu og skemmtilegu skoðunarferðir, sem félagið efndi til á sl. sumri, voru mjög vinsælar. Skoðaðir voru skrúðgarðar í Rvík, Kópavogi og Hafnarfirði. Einnig hélt félagið 5 umræðu- fundi um ýms .efni t.d. fræsán- ingu, dreifplöntun, vorverk í ■ skrúðgörðum o. fl. Einnig voru sýndar kvikmyndir og litskugga- myndir úr fallegum görðum og af einstökum blómum. Stærsta verkefni félagsins á ár- inu var að ráðast í bókaútgáfu. Bók þessi er hugsuð sem einskon- ar handbók eða uppsláttarbók fyr- ir skrúðgarðaeigendur og mun koma út í vor, en nafn bókarinn- ar hefur ekki verið ákveðið. Bókin er í 7 köflum sem heita: Skipulagning skrúðgarða (Reynir Vilhjálmsson skrúðgarðaarkitekt), Jarðvegur og áburður (Einar I. Siggeirsson magister), Grasflatir (Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri), Runnar og tré (Óli Valur Hans- son ráðunautur), Fjölærar jurtir (Jón Rögnvaldsson garðyrkjufræð- ingur), Steinhæðaplöntur (Ólafur B. Guðmundsson lyfjafræðingur), Ljaukjurtir (Kristinn Gulösteins- son garðyrkjufræðingur), Sumar- blóm ISiguöður Albert Jónsson garðyrkjufræðingur). Ritstjóri bókarinnar er Óli Val- ur Hansson ráðunautur. Ýmislegt fleira hefur félagið lát ið til sín taka. Á hinu nýbyrjaða ári hyggst fé- lagið, sem er félag áhugafólks um garðyrkju, auka félagatöluna og verður reynt að gera verulegt á- tak í þessu efni. AÐALFUNDUR ÖLDUNNAR 73. AÐALFUNDUR Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar var haldinn 3. febrúar 1967. — Formaður félagsins, Guðmundur H. Oddsson, setti fundinn og minntist látinna féiagsmanna, og heiðruðu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. Konráð Gíslason var kjörinn fundarstjóri. Eftirfarandi tillögur voru sam- þykktar samhljóða: I. Þar sem síldveiðisamningar félagsins ná ekki til skipa nema að 500 brúttotonnum, samþykkir fundurinn að fela . stjórn félagsins að leita nú þegar »samningaviðræðna við LÍÚ um samninga á síldveiði- skipum yfir 500 brúttótonn. 2. Samþykkt var að skora á stjórn FFSÍ að vinna að því, að endurkosið verði í bygging/ j arnefnd Sjómannaskólans, fyr- ir þá er fallið liafa frá í nefndinni, svo að húft geti orðið starfliæf, þar sem telja má að starfi nefndarinnar sé enn ekki lokið, með ófullgert skóiahús og ófrágengna skóla- lóð. 3., Þá var stjórn félagsins falið að láta ganga frá reglugerð um lífeyrissjóð fyrir félags- menn. 4. Samþykkt var að skora á Seyðisfjnrðarkaupstað, að hann gangist fj'rir því, að nú þegar verði hafizt handa um að koma á stofn Sjómannastofu á Seyð- isfirði, sem yrði tilbúin til af- nota fyrir sjómenn á næstu sumarsíldveiðum. 5. Þá var og samþykkt að mæla eindregið með fyrirkomulagí hæstv. alþingismanns Sigurðar Bjarnasohar um læknisþjón- ustu til handa sjómönnum á síldveiðiflotanum, og lögð á- herzla á að læknirinn geti haf- ið starf strax og sumarsíldveið- ar hefjast næsta vor. Eins og tekið er fram í grein- argerð frumvarpsins, er knýj- andi þörf slíkrar þjónustu. — Dæmi um slysa- og veikinda- tilfelli á síidveiðiflotanum, bæði ný og gömul, eru mörg hver óhugnanleg, þar sem eigi hefur verið fyrir hendi eðlileg eða nauðsyleg aðstoð sjúkum éða særðum. Við viljum einn- ig benda á, að á íslenzka síld- veiðiílotanum eru nú um 2500 — 3000 manns við skyldustörf, þess eðlis, að slysahætta er stöðugt fyrir hendi. Það má og telja það fullvíst, að skipstjór- ar og skipshafnir síldveiðiflot- ans muni ætíð reiðubúnar til að veita alla þá aðstoð, sem þeim er mögulegt, til þess að tilætlaður árangur náist í þess- um efnum. Framhald á 15. siðu. ;rmum með breiðari líningu. Við nig í smástúlkuscíi. Bifreiðaeigendur Klæðum allar gerðir bifreiða. — Eigum til allt í BRONCO. — Einnig nýsmíði og réttingar. BÍLATRYGGINGAR SF. Auðbrekku 49, Kópavogi. — Sími 38298. Hillubúnaður — úr bökunarlökkuðu stáli. Stálvaskar og borð — margar gerðir. Blöndunartæki — fyrir eldhús og böð. Perstrop-harðplastplötur — fjölbreytt litaval. Perstrop-plastskúffur með rennibrautum ódýrar og hentugar í fataskápa o.fl. Serpo-vörur: raufafyllir, flísalím o.fl. é Góðar vörur — gott verð — góð bílastæði. Smiðjubúðin við Háteigsveg. — Sími 21220. ÚTGERÐARMENN VÉLSTJÓRAR Vanti yður lensidælu, spúldælu, kælivatnsdælu, eða dælu til annarra hluta í bátinn þá munið að dælurnar með gúmmihjóHTnum eru vinsælustu dælurnar í flotanum. Mikið úrval. — Stærðir %—2”. Með og án kúplingar. Með og án mótors. Ódýrar og handhægar. Varahlutir jafnan fyrirliggjandi. Sisli ©l xSofítisett if. Vesturgötu 45. — Símar: 12747 og 16647. TRAUSTUR og ÓDÝR STATBONBÍLL burðarþo! Kg. 825 TRYGGIÐ YÐUR TOYOTA JAPANSKA BIFREIÐASALAN H.F. Ármúla 7 — Sími 34470 14. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.