Alþýðublaðið - 14.02.1967, Page 16
rAT
m)
Tíminn og eilífðin
Nú líður varla sá dagur, að blöð
in birti ekki framboðslista ein-
fiversstaðar að á landinu, og er þó
<ekki nema febrúar enn, en kosning
ar eiga ekki að fara fram fyrr en í
'júní. Áður fyrr tíðkaðist yfirleitt
elcki að framboð væru tilkynnt fyrr
’ten mánuði í mesta lagi tveim mán
fyrir kjördag, en nú eru flest-
framboð tilkynnt með fjögurra til
sex mánaða fyrirvara, og áður hef
vv undirbúningur að þeim staðið yf
ir i tvö til þrjú ár eða jafnvel leng
ur. Það er til dæmis ekki ólíklegt
að nú þegar séu menn farnir að
leggja fyrstu drög að framboðum
jfyrir þær kosningar, seim eiga að
fara fram eftir fjögur ár, nú þeg
ar framboðin í ár eru sem óðast
farin að skríða saman.
Sjálfsagt telja menn að þessi
tmikli fyrirvari með framboðin sé
til bóta, og getur vel verið að svo
sé að nokkru leyti. En það eru
tvær hliðar á hverju máli, eins og
kellingin sagði, 'og jafnvel fleiri
en tvær á sumum. Og því fer ekki
hjá því að fylgi líka vissir gallar,
'hve snemma er brugðið við. Það
er ekkert líklegra en menn verði
til dæmis búnir að steingleyma því
í júní hverjir voru tilkynntir fram
bjóðendur í janúar eða febrúar. Að
vísu má gera ráð fyrir að tilraun-
ir verði gerðar til að minna fólk á
það og koma í veg fyrir slíka
gleyms,ku,cn þær aðferðir, sem þá
er oftast beitt, eru líka tvíeggj
aðar. Það er nefnilega engan veg-
inn tryggt að menn muni eftir
þeim, sem þeir eru oftast minntir
'á, og það er líka hætt við að hrifn-
ingin með frambjóðendur dvíni
nokkuð eftir því sem framboðið
stendur lengur. Menn hafa að
vísu talsvert góða æfingu í því hér
á landi, að tala sig upp í eldmóð
og baráttu'hita fyrir einhverju eða
einhverjum, en sú veiklun stend-
ur þó sjaldnast nema í takmark-
aðan tíma í einu. Af þessum sök-
um getur líka verið dálítið vafa-
Matthías A. Mathiesen
Maður er nefndur Matthías.
Mikið er hann laus við þras
og huggulegur að heyra og sjá.
í Hafnarfirði sveit hann á.
Þótt fari aðrir með flærð og vél
og fjandskapist og reisi stél,
áran er jafnan um hann hrein
eins og Morgunblaðs-ritstjórnargrein.
samt að hafa kosningaslaginn of
lengi; mönnum verður kannski
'batnað, þegar kjördagur rennur
upp, og þá er aldrei að vita, hvað
kann að gerast.
En það er ekki ráð nema í tíma
sé tekið, og tíminn er dýrmætur;
það vita þeir manna bezt, sem allt
kunna að meta til fjár. Tíminn
er líka ágæt söluvara hér á landi,
ekkert síður en eilífðin, frænka
hans, sem hefur löngum verið
mikil gróðalind, þeim sem kunn
að hafa að notfæra sér hana. Fyrir
helgina var tíminn auglýstur baki
brotnu í útvarpinu og almenningi
gefinn kostur á að kaupa sér skerf
af honum, sjálfsagt á tækifæris-
verði. Öðruvísi gat Baksíðan að
minnsta kosti ekki skilið auglýs
ingu, sem marglesin var í útvarp
í síðustu viku. Þar var boðið fram
tómstundaefni, en það vita allir að
tómstundir eru gerðar úr tíma, og
tómstundaefni getur því auðvitað
ekki verið neitt nema tíminn. Orðið
er hugsað á nákvæmlega sama hátt
og kjólefni og forsetaefni, sem eru
efni í kjól og forseta. Það fylgdi
ekki með livort tíminn væri þarna
seldur í afmörkuðum einingum eða
í lausu máli, en ef seljandinn veit
ir viðskiptavinum sínum góð þjón
ustu þá hlýtur að vera unnt að
fá hartn í hverju því formi, sem
menn óska.
Þai skeði í Texas fyrir nokkr
uni ögum, að hjónaefni voru
gei saman í hjónaband.
Tíminn.
Mér þykir aldeilis vera kom-
ið fljör í trúarlífið. Prestarn-
ir eru farnir að ræða uin
kristna trú.
Nú lialda kommarnir bara
listavöku. Það þorir enginn
að minnast á menningu nema
við táningarnir.
Ég held það sé ekki rétt að
rússakommarnir séu eins og
radísur, rauðir að utan og
hvítir að innan. Ég held að
þeir séu svartir að innan.