Dagur - 02.10.1999, Side 2
18 - LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999
HELGARPOTTURINN
...Qft bregður fjórðungi til fósturs eða einhvern veginn
svoleiðis hljómar forn íslensk speki og sannast enn þótt
20. öldin sé í andarslitrunum og við bráðum að skoppa
yfir þúsaldamótin margumtöluðu. Flinkur ungur kvik-
myndagerðarmaður Dagur Kári Pétursson bjargaði
heiðri íslenskra stuttmyndagerðarmanna um síðustu
helgi með því að vinna til tvennra verðlauna í keppni nor-
rænna stutt- og heimildamynda en íslendingar hafa
aldrei áður unnið svo mikið sem ein skitin verðlaun á
þessari tíu ára gömlu hátíð. En Dagur.Kári er liú sem
sagt ekki úr lausu lofti gripinn né í afdal fæddur því fað-
ir hans er enginn.annar en hinn mikils metni punktur-
punkturkommastrik höfundur Pétur Gunnarsson...
...Þá vakti nokkra athygli þeirra sem mættu á
Rex um síðustu helgi til að fylgjast með út-
nefningu fatahönnuða sem fá að taka þátt í T-
21 verkefninu svokallaða [fyrir þá sem ekki
skilja þá módernu skammstöfun T-21 skal hér
upplýst að hún stendur fyrir fatahönnunar-
keppní sem mun fara fram á gamlárskvöld í
Perlunnij að meðal útnefndra fatahönnuða
var kornung stúlka Hallgerður Guðrún
Hallgrímsdóttir að nafni. Aðeins 15 ára
gömul. Hún á hins vegar ekki langt að sækja
listfengið því faðir hennar er rithöfundurinn, uppistandarinn, málarinn og
Hellisbúastaðfærarinn Hallgrímur Helgason...
...Það fór varla framhjá nokkrum aðdáanda
íþróttaálfsins að Þjóðleikhúsið frumsýndi á
fimmtudaginn nýtt leikrit um Latabæ en auk
Sigurðar Sigurjónssonar sem leikstýrir
herlegheitunum eru potturinn og pannan f
málinu Magnús Scheving og eiginkona
hans Ragnheiður Pétursdóttir Melsteð
eða eins og Magnús sjálfur segir þá er hann
jarðýtan en Ragnheiður sú sem bindur hlutina
saman. Þau hjónin gáfu sér þó tfma í sumar til
að unga út einu litlu kríli og eiga því nú bæði
strák og stelpu. Sonurinn litli er nú orðinn
þriggja mánaða en hefur enn ekki hlotið nafn því foreldrarnir hafa hrein-
lega ekki haft tíma til að láta skíra barnið! Nú þegar frumsýningin er loks
afstaðin gefst loks tóm til að bæta úr nafnleysinu og pilturinn ungi verð-
ur skírður nú um helgina...
...f gærkvöld var frumsýnd á Grand rokk ný
íslensk bíómynd - Grand rokkthe movie - og
var það sjálfur músamyndagerðarmaðurinn
Þorfinnur Guðnason sem gerði þessa
einstæðu heimildamynd í sögu íslenskrar
kvikmyndagerðar. Þar hella menn á borð við
dr. Bjarna sjónháttafræðing úr brunnum
speki sinnar. Stóra stjarnan í myndinni, sem
er eins konar dagbók er fylgir eftir gríðar-
merkum flutningi Grand rokk kráarinnar frá
Klapparstíg á Smiðjustíg, er að sjálfsögðu rit-
stjórinn og barmaðurinn Hrafn Jökulsson
en myndavélin eltir hann um afkima knæpunnar innan um gráa og föla
fastakúnna Grandarans. Munu aðstandendur myndarinnar vera að
þreifa fyrir sér með mögulega sölu á heimildamyndinni til sjónvarps-
stöðvanna en helgarpottarar áttu heldur von á að það yrðu fá og útval-
in prósent þjóðarinnar sem kynnu að meta ítarlega heimildamynd um
kráarflutning og skákfélag Grand rokks...
...Þetta er helst að frétta af hinum geysivinsælu
þáttum Hildar Helgu Sigurðardóttur Þetta
helst Það er leikkonan góðkunna, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir sem tekur við liðsstjóra-
embættinu af Ragnhiidi Sverrisdóttur sem
farin ertil náms íVesturheimi. Bjöm Brynjúlfur
Bjömsson heldur sínum gamla sessi í þáttun-
um sem nú rúlla af stað þriðja haustið í röð og
hafa skipað sér sess (þjóðarsálinni.
...Óvenjulegt ástand ríkti hjá Leikfélagi Akur-
eyrar meðan á æfingum á leikritinu Klukkustrengjum stóð. Saga Jóns-
dóttir sýningarstjóri segir að oft hafi verið mikið fjör á æfingum og leik-
ararnir skemmt sér vel. Leikritið var frumsýnt í gærkvöld en á aðalæfingu
sprakk öryggi þannig að hluti af sviðinu varð myrkvað í þriðja þættinum.
Leikararnir létu það ekkert á sig fá og léku eins og englar...
...Sveinn Einarsson er ekkert að þvælast á
láglendinu í sinnir menningarpólitík. Nafnið á
nýrri bók hans er til vitnis um það en hún
heitir Ellefu ár í efra og fjallar um árin hans
sem Þjóðleikhússtjóra, væntanlega full af
fróðleik um leikhúslífið. Ekki lætur hann þar
við sitja. Auk þess að stýra grískum harmleik
frá 17. öld á fjölum Þjóðleikhússins um þess-
ar mundir vinnur hann að leiksýningu úr
Jobsbók í félagi við Arnar Jónsson leíkara
sem sett verður upp þegar á líður veturinn og
býr sig einnig undir að stjórna óperu sem
Atli Heimir Sveinsson er að semja um kristnitökuna í landinu fyrir eitt
þúsund árum...
Sveinn Einarsson.
Hallgrímur Helgason.
iiili ' í
HH V 'v' | B
\ Jq
Dansleikhúsið með ekka rakst á Ijóð eftir 13 ára stúlku sem hafði orðið fyrir einelti. Hópurinn hefur nú samið dansleikhúsverk upp úr
Ijóðinu sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói f kvöld.
Súrrealískt dansverk
gegn einelti
Fólki er guðvelkomið að gráta eða skellihlæja á sýningu Dansleikhússins með
ekka í Tjarnarbíói jafnvel þótt þar verði dansað gegn einelti...
Einn meðlimur Dansleikhússins
með ekka rakst á ljóð eftir 13 ára
stúlku sem lenti í einelti, heillað-
ist og ákváðu stöllurnar 5 í Dans-
leikhúsinu að semja dansverk upp
úr Ijóðinu. Hópurinn telur bæði
leikara og dansara, þær Kolbrúnu
Onnu Björnsdóttur, Aino Freyju
Járvelá, Ernu Omarsdóttur,
Hrefnu Hallgrímsdóttur og Karen
Maríu Jónsdóttir en til að setja
upp dansleikverk gegn einelti fékk
hópurinn til liðs við sig þrjá karl-
kyns Iistamenn, Friðrik (Pétur
Pan) Friðriksson, Guðmund E.
Knudsen og Richard Kolnby.
„Ber“ heitir afraksturinn og verður
frumsýndur í Tjarnarbíói í kvöld.
Einelti til á öllum
ævistigum
„Það er ekki beinlínis söguþráður í
verkinu heldur setjum við upp litl-
ar senur sem sýna einelti í ýmsum
myndum,“ segir Kolbrún, einn af
stofnendum hópsins, en myndirn-
ar eru settar saman til að sýna ein-
elti á öllum ævistigum. Fyrsta
myndin sýnir þegar börn eru lögð
í einelti en svo er endað á stríði
sem hópurinn segir vera eitt form
eineltis. „Allt sem við notum í sýn-
ingunni er eitthvað sem einhver í
hópnum, eða einhver tengdur
hópnum, hefur upplifað," segir
Kolbrún og á þá við að hver ein-
asta manneskja hafi á einhvern
hátt tengst einelti á lífsleiðinni.
Ymist verið fórnarlömb, gerendur
eða sá hluti af þeim stóra meiri-
hluta sem hefur staðið hjá.
„Ber“ verður bæði í almennum
sýningum en einnig sýnir hópur-
inn sérstaklega fyrir skólana. „Við
verðum með sérstakar skólasýn-
ingar því við vildum fá krakkana
inn í leikhúsið bæði af því að þá
tökum við þau úr sínu vanalega
umhverfi en líka til að þau venjist
því að fara í leikhús.“
Ekki fylgir hverri sýningu
Frank P. semur tónlistina fyrir
sýninguna sem er ekki hefðbundin
danssýning heldur blandar saman
bæði dansi og leik. „Þetta verður
MAÐUR VIKUNNAR ER STJORNARFORMAÐUR
Maður vikunnar er stjórnarformaður sem sýnt hefur
og sannað að frelsarinn hafði rétt fyrir sér þegar hann
sagði að þeir sem eru síðastir verði fýrstir og hinir
fyrstu síðastir. Friðrik Pálsson, sem í vetur þurfti að
hverfa úr stól forstjóra SH nauðugur viljugur, hefur
síðan náð að snúa taflinu gjörsamlega sér í hag.
Mörgum þótti hann góður þegar hann varð stjórnar-
formaður Landssímans og í vikunni bætti hann um
betur og skákaði sínum gömlu óvinum í SH með því
að verða stjórnarformaður í stærsta sjávarútvegsfýrir-
tæki íslands, sjálfu SÍF...
mjög súrrealískt, þetta er hvorki
beinn leikur eða hreinn dans og
textarnir sem við notum eru
fengnir héðan og þaðan,“ segir
Kolbrún en hópurinn notaði texta
úr ljóðum eftir Frakkann Jacques
Prévert. Prévert var að sjálfsögðu
ekki að skrifa um einelti á sínum
tíma en að sögn Kolbrúnar má
túlka suma texta hans svo - séu
þeir skoðaðir eftir óhefðbundnum
leiðum.
- Að lokutn, af hverju heitir hóp-
urinn Dansleikhús með ekka?
„Við vorum fjórar sem stofnuð-
um þetta, Erna, Karen, Kolbrún
og Aina þannig að þetta eru upp-
hafsstafirnir okkar. Svo fylgir því
líka alltaf einhver ekki að setja
upp sýningu. En við vonumst til
að þetta geti höfðað til allra. Og
það má alveg hlæja eða gráta eða
hvað sem fólk vill. Við tökum það
ekkert nærri okkur þótt fólk skelli-
hlæi á sýningunni..."
LÓA
Friðrik Pálsson.