Dagur - 02.10.1999, Síða 4

Dagur - 02.10.1999, Síða 4
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði kl. 20:00 TVEIR TVÖFALDIR - Ray Cooney - í kvöld 2/10 nokkur sæti laus, 40. sýning, - lau 9/10, fös 15/10 GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson - sun 3/10 kl. 14:00 UPPSELT, aukasýning kl 17:00, sun 10/10 kl 14:00 og 17:00, sun 17/10 kl. 14:00 og 17:00, 24/10 kl. 14:00 UPPSELT og 17:00 SIÁLFSTÆTT FÓLK - Halldór Kiljan Laxnes Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Fyrri sýning: BJARTUR -Landnámsmaður (slands Fim 7/10 kl. 20:00, lau 16/10 kl. 15:00 - Langur leikhúsdagur Síðari sýning: ÁSTA SÓLLILJA -Lífsblómið Fös 8/10 kl. 20:00, lau 16/10 kl. 20:00 - Langur leikhúsdagur Sýnt á Litla sviði kl. 20:00 ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt í kvöld UPPSELT og lau 9/10 nokkur sæti laus, mið 13/10 nokkur sæti laus, fös 15/10. - takmarkaður sýningarfjöldi Sýnt í Loftkastala kl. 20:30 RENT (Skuld) söngleikur - Jonathan Larson - lau 9/10 - fös 15/10 -tak- markaður sýningarfjöldi Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20:30 FEDRA Sun 3/10, mið 6/10, sun 10/10, fim 14/10 SALA ÁSKRIFTARKORTA STENDUR YFIR Innifaldar í áskriftarkorti eru 6 sýningar og söngskemm- tun í boði Pjóðleikhússins Almennt verð áskriftarkorta er kr. 9.000,- Eldri borgarar og öryrkjar kr. 7.800,- Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13- 20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200 www.leikhusid.is - nat@theatre.is MENNINGARLÍFÐ - LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 Grass fær nóbel Það fer sérlega vel á því að þýski rithöfundurinn og þjóðfélags- gagnrýnandinn Gunther Grass skuli hljóta síð- ustu nóbelsverð- Iaun tuttugustu aldarinnar í bók- menntum, því skáldverk hans og önnur rit hafa að miklu leyti verið krufning á hræðilegri sögu þýsku þjóðarinnar á þeirri ógnar- öld styijalda og ofstækis sem nú er að renna sitt skeið á enda. Það er eins með Þjóðveija og flestar aðrar þjóðir, að þeir eiga erfitt með að horfa í spegil án þess að sjá glansmynd af sjálfum sér og sögu sinni. Grass hefur þorað að sýna þjóð sinni hina raunverulegu mynd, bæði í skáldsögum sínum og fjölmörg- um greinum og ritgerðum um þjóðfélagsmál. Tímamótaverk I umsögn sinni vísar sænska akademían sérstaka til fyrstu skáldsögu Grass, enda er hún ekki aðeins tímamótaverk í þýskum bókmenntum heldur einnig það rit sem lengst mun halda nafni höfundarins á lofti. Blikktromman, eins og „Die Blechtrommel" nefnist í ís- lenskri þýðingu, kom út árið 1959 og hefur vakið gifurlega athygli og umtal jafnt í heima- Iandinu sem utan. Skáldsagan er uppgjör við nasismann sem Gunther Grass hafði kynnst á sjálfum sér. Hann fæddist árið 1927 í borg- inni Gdansk í Póllandi - sem Þjóðverjar kölluðu Danzig og þýskir nasistar gerðu tilkall til á valdatímum Hitlers. Faðir hans var þýskur en móðirin af slav- neskum ættum. Grass sótti þýskan skóla í Gdansk og gekk sem unglingur í Hitlersæskuna. Hann var kallaður í herinn sext- án ára og særðist árið 1945. Seinna sama ár varð hann stríðsfangi í Marienbad, en slapp ári síðar. Grass hafði ekki síður áhuga á málaralist en ritstörfum og hóf því nám í listaskóla í Dus- seldorf árið 1948 og hélt því námi áfram í Berlín 1953-1955. Um sama leyti gekk hann í fyrra hjónaband sitt. Hann orti ljóð, sem hann las upp hjá samtök- um rithöfunda sem kallaðist „Hópur 47,“ en fékkst einnig við leikritun. Árið 1956 hélt Grass til París- ar og þar hóf hann að semja Blikktrommuna sem kom fyrst út árið 1959 og gerði hann frægan eða alræmdan. Hægri- menn réðust harkalega að hon- um, einkum í fjölmiðlum Sprin- ger-veldisins. Fór svo á sjöunda áratugnum að Grass neitaði al- farið að svara eða ræða árásir á sig í Springer-blöðunum - og hefur að sögn staðið við það í meira en þrjá áratugi! Grass hefur alla tíð ritað og talað harkalega gegn þýskum íhaldsöflum. Um tíma starfaði hann með jafnaðarmönnum og var handgenginn leiðtoga þeir- ra, Willy Brandt, sem var kansl- ari Þýskalands á árunum 1969- 1974. Hin síðari ár hafa jafnað- armenn þó ekki sloppið við gagnrýni hans frekar en kristi- Iegir demókratar. Sundruð þjóð Blikktromman varð fyrsta af þremur svokölluðum „Danzig- skáldsögum" Grass - hinar tvær eru „Köttur og mús“ (Katz und Maus, 1961) og „Hundaár" (Hundejahre, 1963). Saman fjalla þær um Þýskaland nas- ismans og viðbrögð þjóðarinnar á fyrstu áratugunum eftir stríð- ið við hryllilegum glæpum Hitlerstímans. Sumar aðrar skáldsögur Grass taka fyrir atburði síðari tíma og hafa gjarnan líka farið fyrir brjóstið á ýmsum Ianda hans, einkum þeim sem eru á hægri kantinum í stjórnmálum. Engin þó eins og „Ein Weites Feld“ sem kom út árið 1995 og er mjög gagnrýnin á hvernig staðið var að sameiningu þýsku ríkj- anna. Grass er einn margra sem telur að í reynd hafi verið um að ræða yfirtöku Sambandslýð- veldisins á Alþýðulýðveldinu - fjármálamenn og stjórnmála- menn hins fyrrnefnda hafi hag- að sér eins og nýlenduherrar. Það sé því enn Iangt í frá að þýska þjóðin hafi verið samein- uð. Svo rækilega var fjandskap- ast út í þessa bók að tímaritið Der Spiegel birti forsíðumynd af gagnrýnanda sínum að rífa hana í sundur. Áður hefur verið minnst á nýjustu bók Grass á þessum stað. Hún nefnist einfaldlega „Öldin mín“ (Mein Jahrhund- ert, 1999) og er óvenjulegt upp- gjör við atburði síðustu hund- rað ára. BÓKA- HILLAN Elías Snæiand Jonsson ritstjóri Lína í Suðurhöfum Sögur Linu er goösagnakenndar lygasögur, í nýju myndinni ferðast hún suður um höfin með segiskútu föður síns Kapteins Langsokks. ★ ★ ★ Svensk Film- industri . Fram- leiðandi: Waldemar Bergendahl Tónlist: Anders Berglund Leikarar: Álf- rún Ömólfs- dóttir, Finnur Guðmundsson, Salka Guð- mundsdóttir, Hanna María Karlsdóttir, Gunnar Hansson, Edda B. Eyj- ólfsdóttir, Júlíus Bijánsson, Sig- urður Skúlason, Halldór Gylfason, Jóhann Sigurðarson, Jakob Þór Einarsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Ami Gúst- afsson, Erla Ruth Harðardóttir Þýðing: Sigurður Skúlason Sögur Astridar Lindgren hafa hrif- ið börn um langan aldur og eftir þeim hafa verið gerðar ýmsar end- urgerðir, Ieikrit og bíómyndir. Fyrsta myndin um rauðhærðu stúlkuna með fléttumar var gerð í Svíðþjóð árið 1949 en síðan þá hafa ýmsir spreytt sig með mis- jöfnum árangri. Teiknimyndin um Línu sem nú er sýnd er kynnt sem framhald myndar sem gerð var fyrir tveimur árum og hefur notið nokkurra vinsælda. Lína 2, ævintýri í suðurhöfum, hefst um vetur, en þá dreymir mann um sólina og sumarið. Höfnin er iokuð vegna íss en þó birtist segl við sjónarrönd og bæj- arbúar þyrpast niður á bryggju. Þarna er Kapteinn Langsokkur kominn til þess að sækja dóttur sína. Hann gefur henni fulla lúku af dýrmætum perlum, það glepur glæponana Glúm og Glám til þess að taka sér far með seglskútunni, þegar hún siglir suður á bóginn með Línu, Önnu og Tomma inn- anborðs. Ferðinni er heitið til Kattarattaeyju sem er heimili skip- stjórans. Söguþráðurinn er ofinn saman af ævintýrum krakkanna og sög- um Línu sem oft á tfðum eru óborganlegar. Á ferðum sínum um höfin lendir skip Langsokks skip- stjóra í vindlausa beltinu sem allir sjómenn á seglskútum óttast. Það varð þannig til að Kapteinn einn sigldi skipi sfnu um úthöfin, hann var konungur úthafanna og þegar hann sá gullið skip elti hann það. Hann vissi ekki að þetta væri skip guðanna, þannig að einn daginn bvarf skipið og vindurinn með. En Kapteinninn sat eftir í ffeigátunni sinni og bíður þess að sjá gullna skipið á ný og hremmir öll þau skip sem koma inn í vindlausa beltið. Þeir sem slæmast inn í það geta setið þar í einn dag, eina viku eða jafnvel heila mannsævi. Sögur Línu og sögurnar af henni minna á goðsagnir, hvort sem þær séu fornar eða nýjar. Þrautir Línu líkjast þrautum of- urmenna á borð við hinn gríska Herkúles eða hins kryptonska Ofurmennis. Margar persónur myndarinnar eru skondnar og skemmtilegar en falla þó í skug- ga stúlkunar. Hljóðsetningin er vel úr garði gerð og gaman að heyra hversu vel var skipað í hlutverk. Tónlistin er þó afar klisjukennd teiknimyndatónlist. Eins og góðum barnasögum sæmir er samfélagsleg meðvit- und rétt. Lagt er upp úr sam- búð manns og náttúru í dæmisögu Línu af ostrunni sem vakir yfir því að perlumiðin séu ekki ofnýtt. Sakleysi bernsk- unnar er ógnað þegar börnin eru skilinn ein eftir og gráðugir ferðamenn koma til eyjunnar en Lína verndar náttúrna, börn- in og vini sín. Dýrin hennar Línu, hesturinn Litli karl og ap- inn Níels eru í aukahlutverki þau eru bara til af því að þau tilheyra Línu eins og vöru- merki. Það var gaman að sitja þessa stund í bíóhúsinu og ritja upp æskufantasíur og ekki höfðu ungir áhorfendur minna gaman af stúlkunni eðlilegu sem hagar sér helst eins og henni þóknast, en er samt alltaf til fyrirmyndar. Meira gaman hafði sex ára stúl- ka sem ég fékk lánaða á mynd- ina. Hún sat stjörf við hliðina á mér og hló að óförum bófanna og gladdist með Línu Langsokk. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.