Dagur - 02.10.1999, Page 6

Dagur - 02.10.1999, Page 6
 LÍF/Ð / LAND/NU 22 - LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 Sem barn ætlaði Tinna sér að verða leikkona. Sá Kardimommubæinn fjögurra ára gömul og tilkynnti móður sinni, Herdísi Þor- valdsdóttur, leikkonu, íbeinu framhaldiað hún ætlaði að verða „barnaleikkona". Tinna fékk reyndarýmis tækifæri sem barn til að spreyta sig á fjölunum eins og gjarnan er með leikarabörn, en á unglingsárunum varð hún fráhverf leiklist og hafði uppi yfirlýsingar á heimilinu um að leiklist væri innantóm tilgerð og sú veröld sem hún speglaði væri gerviheimur. Það var því held- ur vandræðalegt fyrir hana að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og öðrum að það væri þrátt fyrir allt þangað sem hugur hennar stefndi. því í „Ungfrúnni góðu og hús- inu“ að þegar ungfrúin kemur til Kaupmannahafnar, þá rekur hana í rogastans þegar hún heyrir í fyrsta sinn leikið á fleiri en eitt hljóðfæri í einu. Ef mað- ur hugsar til þess hvað þroska- saga okkar Islendinga í listum er stutt og hvað öll menning var í raun aftarlega á merinni langt fram á þessa öld, þá má segja að það sé kraftaverk hvar við stönd- um í dag, en enn er langt í land og afstaða sumra í samfélaginu er á svipuðum nótum og Böðvar Guðmundsson lýsir svo listavel í skáldsögu sinni, Híbýli vind- anna. Aðalpersónan Ólafur Fíólín er auðvitað bóndi en hann var líka listamaður, þó list- in væri frekar talin honum til lasts og dunds. Samt sem áður var ákaflega gott að geta gripið til hans ef menn vildu dansa og vantaði undirleikara eða ef eitt- hvað bilaði sem þurfti að laga eða smfða. Fyrir slík viðvik var auðvitað ekkert borgað og hefði þótt fádæma frekja að fara fram á slíkt. Það eimir talsvert eftir af þessum sjónarmiðum." Við sinnum menningu okkar illa Tinna lék eitt aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur, Ungfrúnni góðu og húsinu. Hún er ánægð með þær viðtökur sem myndin hefur fengið, en er ósátt við rýra um- ljöllun Qölmiðla. „Við erum að gera hér örfáar myndir á ári - og hver kvikmynd er þrekvirki fyrir okkar litla samfélag. Ein kvik- mynd er höfundarverk svo margra, þarna koma saman flestar listgreinar. Ritlistin, tón- list, leiklist, myndlist, kvik- myndataka o.s.frv. en öllu þessu eru gerð ákaflega lítil skil. Um- fjöllun í blöðum er nánast á sömu nótum og um hverja aðra ameríska bíómynd væri að ræða. Myndin fær örlítið rý’mi, sögu- Tinna Gunnlaugsdóttir tók að sér starf forseta Bandalags íslenskra listamanna á síðasta ári enda bjóst hún við að hin klassíska lægð á ferli leikkvenna sem farnar væru að nálgast miðjan ald- ur vofði yfir. En lægðin lét ekki sjá sig og Tinna hef- ur sjaldan haft jafn mikið að gera. Hún átti tvær frumsýningar með viku millibili þar sem hún leikur burðarhlutverk í kvikmyndinni „Ungfrúinni góðu og húsinu“ og í leikritinu „Fedra“ í Þjóðleikhúsinu. Tinna ræðir hér um það hvernig hún hélt því leyndu fyrir fjölskyldunni að hún legði stund á leiklistar- nám, óánægju sína með menningarfrétta- mennsku í landinu, nauðsyn listuppeldis og að afstaða almennings til listamanna hafi Iftið breyst í gegnum tíðina... Lóa Aldísardóttir skrifar - Einhverju sinni sagði leikkona á miójum aldri að hún væri hvorki nógu mikil skvísa né skass til að fá hlutverk. Eiga konur erfitt með að fá hlutverk þegar þær nálgast miðjan aldur? „Já, það er nokkuð til í því. Við erum svo íhaldssöm á hug- myndir. Þjóðfélagið breytist, en einhvern veginn er eins og hún lifi ennþá þessi mýta að kona sé ekki áhugaverð nema meðan hún er ung, - og helst óspjölluð. Líf kvenna á miðjum aldri virð- ist ekki heilla skáldin í sama mæli, - nema þá helst ef þær eru sköss, eða að tærast upp af ófullnægju og afbrýðisemi. Þetta er ennþá svolítið eins og í ævin- týrunum í gamla daga, sem lauk yfirleitt með því að prinsessan gifti sig „og þau lifðu hamingju- söm til æviloka". Eg er kannsld að taka djúpt í árinni en þessi sýn á líf kvenna er ótrúlega lífseig. Þetta kemur oft illa út fyrir leikkonur vegna þess að þær fá sín stærstu hlutverk þeg- ar þær eru í raun og veru of ungar til að takast á við þau. Þegar þær síðan hafa þroska til að takast á við krefjandi hlutverk eru þær orðnar of gamlar.“ - Agnete Ekmanner, sem lék með þér í „Ungfrúnni góðu og húsinu", sagði í viðtali um dag- inn að þess vegna væri hrýnt að konur skrifuðu leikrit og handrit. Ertu sammála því? „Já, en konur skortir oft sjálfs- traust, - og reyndar tíma líka. Konur forgangsraða ekki hlut- unum á sama hátt og karlar. Það er mun algengara að konur vinni margfalda vinnu en karlar og enn sem komið er eru heimilis- störfin að mestu á herðum kvenna og þar eru alltaf verkefni sem bíða. Það þarf ákveðna hörku til að setjast niður við skriftir, meðan þú veist að það þyrfti helst að setja í þvottavél- ina núna, eða setja upp kartöfl- Aukin afþreving = andleg fáfækt Tinna tók við starfi forseta Bandalags íslenskra listamanna af Hjálmari H. Ragnarssyni á síðasta ári. Mikilvægasta verk- efni BIL er að stuðla að sem víð- feðmustu listauppeldi í landinu, segir Tinna. Hún segir nýgerða aðalnámskrá grunnskólanna því hafa verið vonbrigði en vægi list- greina var ekki aukið í því plaggi. „Tímaljöldinn fyrir listir er sá sami á viku en stundafjöld- inn á viku hefur aukist þannig að það er hlutfallslega minni tími sem fer í listir, en til dæmis þegar ég var barn.“ Tinna bendir þó á að ýmis verkefni séu og hafi verið í gangi, s.s. kynning á tónlist fyrir grunnskólanemum, verkefni sem miðar að því að fá listamenn tímabundið inn í skólana til að vinna skapandi starf með nemendum. „Þetta er viðleitni og vísir að einhverju sem gæti orðið mildu stærra og víðtækara ef vel er á haldið. Eg vildi sjá að allir grunnskólanem- endur hefðu tækifæri til að kynnast og \inna með allar Iist- greinarnar á sinni skólagöngu, t.d. í þemavikum. Mér finnst það vera mannréttindi að fá að njóta listuppeldis. Gott listupp- eldi auðgar hugmyndaheim barna og næmi fyrir því óþekkta, næmi fyrir sköpun og hæfileik- ann til að skapa.“ - Ertu hrædd um að með auk- inni afþreyingu þá muni listnjótendum fækka í framtíð- inni? „Já, aukinni afþreyingu fylgir til lengri tíma litið andleg fá- tækt. Allt sem segir þér að þú þurfir ekki að hugsa, bara að njóta, fæðir af sér sljóleika, ef ekki er neitt mótvægi neins stað- ar,“ segir Tinna og telur einnig að söguleg vitund okkar sé að verða stöðugt einsleitari, þekk- ingin á hvaðan við komum og hvað gerðist áður en við, sem einstaklingar, komum til sög- unnar. „Allt fram undir 1920 þekktist ekki á íslandi að leikið væri á fleiri en eitt hljóðfæri í einu. Þannig segir til dæmis frá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.