Dagur - 02.10.1999, Qupperneq 8
LfFÍÐ í LANDINU
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999
„Annars get ég sagt þér það til
gamans að ég heiti í höfuðið á Haii-
dóri í Háteigi sem ég kallaði afa
minn. Hann var um áratugi í stjórn
Eimskipafélagsins svo það þarfekki
að koma á óvart að mér þykir vænt
um félagið."
mmm < | 1 í
1 1 K* |1§
15 1 i
i 11it' fjll ■
n
. i hv ■ 8
Halldór
Blöndal for-
seti Alþingis
kemur víða
við, ræðir
um skáld-
skap og
pólitík, Ólaf Thors og
Davíð Oddsson, hlut-
verk Alþingis og kjör al-
þingismanna.
- Þú hefur gaman af að kasta
fram vísum, varstu Ijóðelskt
harn?
„Faðir minn og vinir hans
voru mjög ljóðelskir og það var
oft farið með vísur heima hjá
mér þegar ég var lítill drengur.
Þetta varð til þess að ég fékk
ungur áhuga á skáldskap. Hall-
dór Vigfússon, kenndi mér barn-
ungum vísuna
N« er hlútur nývakinn,
nú er grútur tregur.
Nú er ég kútur, nafni minn,
nú er ég mátulegur.
Eg hélt lengi að „nývakinn“
væri kvenkenning í tveimur orð-
um, eins og „auðar gná“ eða
„silkihlín", og varð satt að segja
nokkuð hissa þegar ég loks upp-
götvaði rétta merkingu vísunnar.
Ég hef Iíklega verið tólf ára
þegar ég orti fyrstu vísuna. Þá
var ég að fara með mat frá Litlu
Sandvík niður á Breiðumýri og
sá að kjóinn var að elta kríuna:
Sækir hún í hreiðrið björg, í
hafið er langt að fara. Fer í kjaft-
inn kjóans mörg kræsing fugls-
ins snara.“
- Hver finnst þér vera hest orta
vísa á íslensku?
„Ef ég á að velja eina vísu þá
kemur Yfir kaldan eyðisand fyrst
upp í hugann. Þessi vísa finnst
mér vera Ijóð, og það lýsir
kannski best ágæti hennar að
sennilega kunna fleiri Islending-
ar þessa vísu en nokkra aðra.“
- Hvaða manneskja heldurðu
að hafi mótað þig mest?
„Móðir mín.“
- Af hverju móðir þin?
„Mér finnst þetta skrítin
spurning. Ég held að það sé í
eðli manneskjunnar að mótast
af móður sinni. Það er nokkuð
sem er óhjákvæmilegt. Maður
býr að því alla ævi að hafa átt
góða móður og hún kennir
manni hluti sem eru göfugir í
eðli sínu og þroskavænlegir."
- Þú misstir móður þína sextán
ára gamall, hvaða áhrif hafði það
á þig?
„Það var auðvitað mjög sárt að
missa móður sína, en það er
nokkuð sem ég vil ekki tala um í
viðtali. Ég get þó sagt það að
móðir mín var mjög merkileg
kona, listræn, skapmikil og þó
ljúf. Hún lét sér mjög annt um
okkur börnin. Mér hefur alltaf
fundist Ragnhildur systir mín
mjög Ifk móður sinni.“
- Heldurðu að karlmenn séu
yfirleitt mjög ósjálfbjarga án
kvenna?
„Ég held að reynslan sýni að
þeir verða meiri einstæðingar en
konur við missi maka. Það er
áberandi að margar konur
blómstra eftir að eiginmenn
þeirra falla frá en ég þekki ekk-
ert dæmi þess um karlmenn."
- Er það þér mikils virði að
vera fjölskyldumaður?
„Það er mér mikils virði. Mér
finnst mjög gott að vera giftur
og það felst mikil lífsfylling í því
að vera í góðu hjónabandi. Ég
gef fjölskyldu minni þó alls ekki
nógan tíma og þess vegna er
varla hægt að segja að ég sé
mikill fjölskyldumaður, þótt ég
finni í vaxandi mæli að ég sé að
hneigjast til þeirrar áttar.“
Ólafur Thors og Davíð
- Hófust stjórnmálaafskipti þín
mjög skyndilega?
„Það kom mér á óvart þegar
ég var beðinn um að taka þriðja
sætið í Norðurlandskjördæmi, af
því ég var í raun og veru hættur
afskiptum af pólitík þegar þar
var komið sögu. Ég tók mér
nokkurra daga frest til að íhuga
hvort eitthvert vit væri í þessu
og þegar ég fékk þær undirtektir
sem ég gat sætt mig við þá féllst
ég á að taka það.“
- Hefurðu einhvem tt'mann
iðrast þess að hafa farið út í póli-
tík?
„Nei, aldrei, það hefur verið
mitt annað líf. Ég byrjaði að
sitja þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins sem pólitískur blaða-
maður árið 1961, þannig að ég
hef setið á þingflokksfundum
með öllum þingflokkum Sjálf-
stæðisflokksins sem kosnir hafa
verið eftir 1959.“
- Og hver af leiðtogum Sjálf-
stæðisflokksins er þér eftirminni-
legastur?
„Ólafur Thors.“
- Var hann jafn mikill sjarmör
og menn hafa sagt?
„Hann var meiri sjarmör en
talað er um. Það er ekki hægt að
lýsa mönnum sem eru svona
sjarmerandi og lifandi. Hann var
bæði bráðfyndinn og orðhepp-
inn en gat líka verið alvörugef-
inn. Hann var kjarkmikill og
hreif fólk með sér, bæði sam-
herja og þjóðina ef á þurfti að
halda. Hann var hnyttinn
ræðumaður, skorinorður og
mjög orðheppinn. A Alþingi var
hann eitt sinn að deila við Hall-
dór Ásgrfmsson, afa þess sem nú
er, og hóf ræðu sína með þess-
um orðum: „Herra forseti, hátt-
virtur 2. þingmaður Austfirðinga
hafði eftir mér ummæli hér
áðan. Þau voru rangt höfð eftir."
Þá greip Halldór Ásgrímsson
fram í: „Ég hef skrifað þau hér
niður hjá mér.“ Ólafur svaraði
samstundis: „Það er ekki að sök-
um að spyija að maður sem
hugsar vitlaust, hann skrifar vit-
laust.“
Þetta svar lýsir svolítið stíl
hans og gleði í ræðustól. Mér
finnst erfitt að bera aðra menn
saman við hann.“
- Hvernig meturðu Davíð
Oddsson sem leiðtoga Sjálfstæðis-
flokksins?
„Davíð Oddsson er mjög
sterkur Ieiðtogi, hefur skýra
stefnu og lag á því að samræma
sjónarmið. Hann er tvímæla-
laust einn af litríkustu stjórn-
málamönnum þessarar aldar."
- Hvemig myndirðu lýsa hon-
um sem manni?
„Hann er einarður og ákveð-
inn, getur verið mjög hvass en er
líka ljúfur og góðviljaður. Þegar
þannig liggur á honum er hann
hrókur alls fagnaðar og á létt
með að Iíkja eftir öðrum mönn-
um, rödd þeirra og fasi, þannig
að manni sýnist að þeir séu þar
lifandi komnir. En það er um
Davíð Oddsson eins og aðra
mikla leiðtoga, að hann er al-
vörumaður þegar nauðsyn ber
til.“
- Hvemig meturðu störf ríkis-
sjómarinnar?
„Ríkisstjórnum Davíðs Ods-
sonar hefur tekist að fylgja þjóð-
arsáttinni eftir með þeim hætti
að Iífskjör eru kannski betri en
þau hafa nokkru sinni verið. Það
er stöðugleiki í efnahagsmálum
og atvinnulífið blómstrar."
Vafasöm störf
Samkeppnisstofnunar
- Vtkjum að umhverfismálum.
Það hafa verið deilur um Ktsil-
gúrverksmiðjuna við Mývatn.
Finnst þér umhverftssinnar hafa
gengið ofhartfram þar?
„Ég held því fram að kísilgúr-
vinnslan hafi ekki valdið neinu
tjóni í Mývatnssveit. Þvert á
móti hefur vinnslan að mörgu
leyti haft góð áhrif á fuglalíf og
vatnið sjálft. Mér finnast margir
náttúruverndarsinnar sýna ótrú-
legt tómlæti gagnvart lífsafkomu
og hamingju þess fólks sem býr í
Mývatnssveit. Mér finnst mál-
flutningur þeirra kaldur, oft
hrottalegur og þess vegna ekki
trúverðugur."
- Hvað segirðu um þá fullyrð-
ingu að þú hafir í emhætti sam-
gönguráðherra verið hliðhollur
Kolbrabbanum?
„Með Kolbrabbanum skilst
mér að fyrst og fremst sé átt við
Eimskipafélag íslands sem
vinstri menn hafa reynt að
breyta í grýlu. Ég skil ekki þá
umræðu. Eimskipafélagið hefur
staðið af sér áföll og storma
þessarar aldar. Það er nútíma-
skipafélag sem vegnar vel og ég
fullyrði að flutningskostnaður til
íslands sé ótrúlega Iágur ef mið-
að er við sambærilega staði í
öðrum löndum. Satt að segja