Dagur - 02.10.1999, Page 10

Dagur - 02.10.1999, Page 10
M I UWJÐJMU / 26 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1999 nda og Sævar heima á Húsavík- Sævar ásamt sam- býliskonu sinni, Ás- gerði Hildi. Sævar að skoða Alcatraz-fangelsið / Bandaríkjunum í fyrra. Linda íjöklaferð I Alaska með Kristínu vinkonu sinni í ágúst í sumar. Linda og Sævar á árs- hátíð Baðhússins. Linda ásamt foreldrum sínum, Ásu og Pétri, Sævari bróður og ömmunum tveimur, Ragnheiði Jónasdóttur og Sigríði Sigurbjörnsdóttur. Astríki systkina Það er ástríkt og traust vin- áttusambandið sem ríkir milli systkinanna Sævars og Lindu Pétursbarna þó að ýmislegt hafi gengið á þegar Linda gætti Sævars í æsku. „Ætli sambandið milli okkar hafi ekki bara verið eins og gengur og gerist milli systkina. Eg var með hann í vist í tvö sumur. Oftast var hann þægur og góður en auðvitað var hann stundum óþekkur. Það var allt í lagi þegar hann var yngri en þegar hann var orðinn fimm til sex ára var hann orðinn mikill fjörkálfur. Þegar ég var að passa hann vorum við vinkon- urnar oft að búa til karamellur sem við settum í frysti. Hann borðaði ekki korn- fleks svo að við settum alltaf kornfleks í karamellurnar til að hann gæti ekki feng- ið neitt,“ rifjar Linda Pétursdóttur hlæj- andi upp um Sævar bróður sinn. Sævar viðurkennir strax að hafa stund- um verið uppáþrengjandi. „Eg fór oft í leyfisleysi inn í hennar herbergi og þá lét hún mig gjarnan heyra það. Hún var náttúrulega stóra systirin sem réð öllu.“ Linda bætir við: „Hann var oft atorku- mikill þegar ég fór utan sem skiptinemi. Þegar ég kom heim eftir margra ára ferðalög um heiminn var hann orðinn Iík- ari því sem hann er í dag, yndislegur, mjúkur og ljúfur maður, annars hefði hann ekki getað unnið með og umgengist okkur konurnar í Baðhúsinu." Fordæmið í Lindu Þau eru þrjú Pétursbörnin sem eiga og vinna saman í Baðhúsinu í Reykjavík ásamt foreldrum sínum, Asu D. Hólm- geirsdóttur og Pétri Olgeirssyni. Sigurgeir skipstjóri er elstur, 34 ára gamali. Hann er búsettur á Nýja-Sjálandi, starfar þar sem framkvæmdastjóri á netaverkstæði Hampiðjunnar og sinnir stjórnarfor- mennsku sinni í Baðhúsinu gegnum síma og tölvu. Linda er 29 ára fram- kvæmdastjóri og andlit fjölskyldufyrirtæk- isins út á við. Sævar er 25 ára. Hann er etnn Ijögurra sviðsstjóra Baðhússins og nánasti samstarfsmaður Lindu innan fyr- irtækisins. Hvernig er að vera systkini og nánir samstarfsmenn í rekstri framsækins fyrir- tækisr Hvernig er að vera karlmaður og undirmaður stóru systur? Sævar og Linda samþykktu viðtal í Degi til að svara þess- um spurningum og rifja upp æskuminn- ingar. Sævar segist ávallt hafa litið upp til systur sinnar og hún hafi verið sér for- dæmi í ýmsu, til dæmis vali á skóla. Þau hafa jafnvel neyðst til að standa af sér kjaftagang um Sævar sem kærastann hennar Lindu fyrst eftir að hann tók til starfa í Baðhúsinu. Ræða hlutina strax Linda fór 15 ára í framhaldsskólann á Laugum og 18 ára varð hún ungfrú Heimur. Hún ferðaðist út um allan heim í nokkur ár, bæði sem ungfrú Heimur og síðan sem fyrirsæta. Hún flutti heim þeg- ar Qölskyldan stofnaði Baðhúsið árið 1994. Sævar kom inn í fyrirtækið rúm- lega einu ári eftir stofnun þess. Systkin- unum gengur vel að vinna saman, það veldur að minnsta kosti engum erfiðleik- um að vera systkini. „Þegar það þarf að taka ákvarðanir þá segjum við okkar skoð- anir. Það þýðir ekki að segja bara já og amen,“ útskýrir Sævar og Linda bætir við að það sama gildi um alla starfsmennina. „Það má ekki taka það persónulega ef einhver gagnrýni eða ágreiningur kemur upp í starfi." - Hefur ykkur einhvem tímann greint svo mikið á að þið hafið þurft tíma til að „Oftast var hann þægur og góður en auðvitað var hann stundum óþekkur. Það var allt ílagiþegar hann varyngri en þegar hann var orðinn fimm til sex ára var hann orðinn mikill fjörkálfur, “ segir Linda um Sævar bróður sinn. „Þegar ég var að passa hann vorum við vinkonurnar oft að búa til karamellur sem við settum í frysti. Hann borðaði ekki kornfleks svo að við settum alltaf kornfleks í karamellurnar." mynd: teitur leysa ágreininginn? „Það hefur örugglega einhvern tímann komið upp ágreiningur en við ræðum hlutina, hlustum á skoðanir annarra, veg- um og metum kosti og galla og komumst að niðurstöðu. Skoðanaágreiningur er hluti af daglegu lífi. Það er gott fyrir fyrir- tækið að bæði við og aðrir starfsmenn skiptumst á skoðunum um málefni fyrir- tækisins,“ svarar Sævar og Linda tekur strax upp þráðinn: „Sem betur fer komumst við yfirleitt þrautalítið að ásætt- anlegri niðurstöðu. Það væri heldur ekki gott ef við værum alltaf ósammála. Það er mottó í fyrirtækinu að ræða málin strax ef einhver óvissa eða óánægja kemur upp hvort sem það er hjá yfirmönnum eða öðrum starfsmönnum." Munaði mjóu Að lokum kemur hér minning af Sævari frá því hann var þriggja ára og lenti í lífs- hættu: Linda og Sigurgeir voru í barna- skólanum á Húsavík og biðu eftir að vera sótt. Þegar ekkert bólaði á mömmu þeirra hringdu þau heim. Þeim var sagt að það hefði orðið slys og þau þyrftu að labba heim. „Þegar við komum heim sáum við sjúkrabfla og löggubíla fyrir utan húsið. Sævar hafði verið að leika sér með vin- konu sinni í næsta húsi og þau höfðu labbað 500 metra leið að vitanum. Þar hafði Sævar kastað snjóbolta og farið með honum fram af bjarginu,“ segir Linda. Sævar grípur inn í: „Það voru 40 metrar niður. Eg lenti á syllu 10-15 metr- um fyrir ofan sjávarmál, einu syllunni í bjarginu." Þar sat hann í tvo tíma eða þar til faðir vinkonunnar klifraði niður til hans. „Það var bara sjór undir. Fyrir utan hringsólaði trilla sem hafði séð mig. Á þessum tíma var pabbi á sjó og ég kall- aði mikið á hann,“ segir Sævar sem man eftir atvikinu enda munaði þar mjóu. Sævar fékk ekki eina einustu skrámu, bara níu kuldablöðrur á puttana. „Tí- unda puttanum hafði ég stungið ,upp í mig,“ segir hann og bætir við: „Eg var hálf ragur við að fara heim því að ég hafði týnt nýjum vettlingum. Mér fannst það alveg skelfilegt." - GHS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.