Dagur - 02.10.1999, Síða 17
X^»r_
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - 33
LÍFIÐ í LANDINU
„En ákvæðið um bráða-
birgðalög er samt enn í
gildi, og verður líklega
svo að vera, því alltaf má
smíða að minnsta kosti í
huganum tilvik þar sem
setning bráðabirgðalaga
er vissuiega brýn nauð-
syn; við verðum að fá ný
lög strax og ekki tími tii
að biða eftir að alþingis-
menn komi í bæinn. Og
nú vill svo til að slíkt til-
vik er einmitt í uppsigl-
ingu, að því er virðist
Sólveig Pétursdóttir
dómsmálaráðherra þarf
nefniiega að setja
bráðabirgðalög og helst
strax í dag, “ segir lllugi
Jökulsson í pistli sínum.
Sú var tíðin að íslenskar
ríkisstjórnir beittu bráða-
birgðalögum alveg óhikað
og við hvaða tækifæri
sem var - næstum því. I
lögum sagði reyndar þá,
eins og nú, að bráða-
birgðalög mætti aðeins
setja ef þrýn nauðsyn
væri á nýrri lagasetningu
á þeim tíma ársins er Al-
þingi sæti ekki, en þessi
ákvæði voru gjarnan létt-
væg fundin og hin brýna
nauðsyn túlkuð afar rúmt. Það er til
marks um að ýmislegt hefur nú þrátt fyrir
allt áunnist í íslenskri stjórnsýslu að
svonalöguð vinnubrögð tíðkast ekki leng-
ur, og bráðabirgðalög hafa ekki verið sett
í háa herrans tíð, svo ég muni. Það er
náttúrlega gott, því nóg er nú áhrifaleysi
Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu
samt.
En ákvæðið um bráðabirgðalög er samt
enn í gildi, og verður líklega svo að vera,
því alltaf má smíða að minnsta kosti í
huganum tilvik þar sem setning bráða-
birgðalaga er vissulega brýn nauðsyn; við
verðum að fá ný lög strax og ekki tími til
að bíða eftir að alþingismenn komi í bæ-
inn. Og nú vill svo til að slíkt tilvik er
einmitt í uppsiglingu, að því er virðist.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra
þarf nefnilega að setja bráðabirgðalög og
helst strax í dag.
Á sporum eiturlyfjahrings
Ekki ætla ég að rekja hér þá sögu sem
hófst í fréttum fyrir fáeinum vikum en
hefur smátt og smátt öðlast heitið „Stóra
fíkniefnamálið . Helstu atriði þess ófagra
máls þekkja allir. Hér er um að ræða
stærra fíkniefnamál en áður hefur komist
upp á landinu, fleiri hafa verið handtekn-
ir en oftast gerist í slíkum málum, og um-
svif rannsóknarinnar virðast vera meiri og
víðtækari en við eigum að venjast. Og í
fyrsta sinn virðist að minnsta kosti mögu-
leiki á að uppræta þó ekki væri nema svo-
lítinn part af þeirri skipulögðu glæpa-
starfsemi sem allir hafa lengi vitað að
þrifist hér á landi.
Nú er hin algilda regla í sakamálum sú
að sakborningur telst saklaus þar til sekt
hans er sönnuð, og því get ég náttúrlega
ekki slegið þ\a föstu að allir þeir sem nú
eru í haldi séu í raun og veru hættulegir
glæpamenn - en við skulum nú samt
segja sem svo, tala í viðtengingarhætti og
að höfðum öllum fyrirvörum, sem þurfa
kannski ekki að vera svo ýkja stórir, því
varla hefðu þvílík ókjör af eitri fundist hjá
alveg blásaklausum mönnum. En hafi
lögreglan sem sagt rétt fyrir sér og hún sé
nú komin á spor raunverulegs eiturlyfja-
hrings, skipulagðrar mafíu svo ég tali nú
tæpitungulaust, þá er það semsé nokkur
áfangi í baráttu fslensku lögreglunnar
gegn eiturlyljavánni - og það meira að
segja afar gleðilegur áfangi. Nú virðist
möguleiki á að lögreglan geti teygt sig
öllu lengra en oftast áður, þegar hún hef-
ur einungis haft hendur í hári örfárra
smyglara eða götusala - en aðrir fjárfestar
í eitrinu hafa sloppið.
En þá kemur babb í bátinn. Þessi um-
fangsmikla lögreglurannsókn virðist í
stórhættu af því splunkuný Iagaákvæði
gera sakborningum Ideift að fá að sjá flest
eða öll gögn þeirrar rannsóknar sem að
þeim beinist. Þessa heimild öðlast sak-
borningar viku eftir að þeir eru hand-
teknir þótt í undantekningartilfellum
megi lögreglan framlengja leynd yfir
rannsóknargögnum sínum í þijár vikur.
Og hvað sem líður stappi fyrir dómstólum
er nú ljóst að þessar þrjár vikur eru að
verða liðnar í tilfelli þeirra sem fýrst voru
handteknir, en jafn ljóst að rannsókn á
málum þeirra er hvergi nærri lokið, og
fengju þeir að kynna sér í smáatriðum á
hvaða stigi lögreglurannsóknin er núna
ættu þeir mun auðveldara en ella með að
smjúga úr greipum laganna varða - og
sleppa semsé léttar en ella frá því að
greiða skuldina fyrir meinta glæpi sína.
Velmeinandi
mannréttindaákvæði
Augljóst er í hvaða tilgangi þetta ákvæði
hefur verið sett í lög. Þetta er vel mein-
andi mannréttindaákvæði sem á að gera
Iögreglu á villigötum erfiðara að halda
mönnum tímunum saman í gæsluvarð-
haldi án þess að þeir viti í versta tilfelli
um hvað málið snýst eða hver sakar þá
um hvað. Varla þarf að fjölyrða um að
hræðileg reynsla lögreglu og dómskerfis
af Geirfinns- og Guðmundarmálum er
næstum áreiðanlega kveikjan að þessu
ákvæði, og rétt að leggja áherslu á að
þeir sem smíðuðu þetta ákvæði hafa
ugglaust haft gott eitt í hyggju. En þeim
mun sárgrætilegra væri það ef þetta
ákvæði yrði til þess - í fyrsta sinn sem á
það reyndi - að Iiðsinna stórglaepa-
mönnum og eiturlyfjasmyglurum við að
haga vörn sinni þannig að þeir sleppi
billega frá því að flytja inn eitur til að
drepa börnin okkar.
Nú er það svo að þótt hvorki lögregl-
an né dómskerfið séu ennþá orðin full-
komin er vafalaust að mál eins og Guð-
mundar- og Geirfinnsmál gætu varla
lengur komið upp í þjóðfélaginu. Okkur
skortir enn hugrekki til að þvo þann
Ijóta blett af sögu okkar en við höfum
þó gert þær endurbætur bæði á lögregl-
unni og dómskerfinu að vandséð er að
önnur eins dómsmorð gætu aftur átt sér
stað. Þær endurbætur eru af ýmsu tagi
og lagasmiðurinn sem smíðaði ákvæðið
um að sakborningar mættu fá aðgang að
gögnum rannsóknar um sig hefur ætlað
sér að slá enn einn varnaglann til að
tryggja réttláta málsmeðferð í dómskerf-
inu. En ekki verður betur séð en það
hafi verið óþarfi í þessu tilfelli, hér hafi
verið slegið yfir markið - enda eru sam-
svarandi ákvæði ekki í Iögum nágranna-
þjóðanna - og ákvæðið muni í rauninni
ekki gagnast neinum - nema sekum
glæpamönnum sem þurfa að fá að vita
hvað löggan hefur á þá í smáatriðum
svo þeir geti áttað sig á hvað þeir kom-
ast upp með að játa lítið, og líka hverjir
hafi Sorið vitni gegn þeim; síðan má
alltaf finna leiðir til að reyna að hafa
áhrif á þann vitnisburð - við höfum ný-
leg dæmi um að þeir sem stunda fíkni-
efnainnflutning víla ekki fyrir sér að
senda fauta á vettvang til að berja, ef
svo ber undir.
Hrein og bein fíflska
Þrátt fyrir að við eigum ætíð að hafa
varann á okkur gagnvart lögreglu og
dómskerfi - eins og öðrum stofnunum
samfélagsins - þá verðum við á endan-
um að treysta einhverju, og nú verðum
við að treysta því að lögreglan hafi sitt-
hvað fyrir sér þegar hún krefst gæslu-
varðhalds og einangrunar yfir sakborn-
ingunum í þessu „stóra fíkniefnamáli".
Við verðum að treysta því, ekki síst
vegna þess að ýmsir úrskurðanna hafa
verið kærðir til dómstóla og staðfestir
þar, og við verðum að treysta því að eftir
umbætur á lögreglu og dómskerfi myndi
ekki hvarfla að dómstólunum að stað-
festa slíka úrskurði nema löggan hafi
sem sagt sterk spil á hendi.
En þá er líka óþolandi tilhugsun að
þegar lögreglan virðist hafa náð betri ár-
angri í baráttunni við eiturlyfjabaróna
þessa lands en nokkru sinni fyrr, verði
hún að sýna þeim sjálfum öll sín spil,
löngu áður en spilinu í heild lýkur. Það
er óþolandi tilhugsun að menn sem ef
til vill hafa átt þátt í að eyðileggja líf og
heilsu fjölda ungmenna og annarra sem
ánetjast hafa eitri þeirra gætu sloppið
betur en ella vegna lagaákvæðis, sem
ætlað var að vemda mannréttindi smæl-
ingja sem lentu að ósekju í klóm lag-
anna. Við höfum gjarnan uppi stór orð
þessa dagana um „stríð gegn eiturlyfj-
unum“, og svo framvegis, og í því stríði
verði engin miskunn sýnd, eins og einn
stjórnmálamaðurinn komst að orði. Það
er heldur ekki miskunn ef meintum
mafíósum er liðsinnt með því að bera
inn til þeirra skjalabunka þar sem allur
málatilbúnaður gegn þeim er skráður
svart á hvítu, það er hrein og bein
fíflska - næstum glæpsamleg fíflska.
Er Sólveig að hlusta?
Og því sýnist mér augljóst að hafi annað
lagaákvæði í íslenskum lögum eitthvert
gildi - ákvæðið um bráðabirgðalögin - þá
sé það hér og nú. Það þarf að setja hið
bráðasta Iög sem koma í veg fyrir að
rannsókn lögreglunnar í „stóra fíkniefna-
málinu" hrynji eins og spilaborg. Vel
mætti segja mér að slík lagabreyting,
einkum í fljótheitum, gæti haft ýmsar
ófyrirsjáanlegar afleiðingar og óþægileg
eftirköst, en það verður þá að hafa það.
Við tökum á því þegar þar að kemur, og
fáir munu gráta einhver óþægindi ef tekst
í staðinn að koma lögum yfir raunveru-
lega glæpamenn.
Ef yfirleitt á að vera í íslenskum lögum
ákvæði um bráðabirgðalög, þá á það að
gilda í tilfellum eins og þessum, þar sem
beinlínis er um líf eða dauða að tefla - því
eiturlyfjamál snúast ævinlega um líf og
þó einkum dauða, og útí kirkjugarði liggja
margir bræður vorir og systur sem hefðu
ekki þurft að deyja ef tekist hefði að hafa
hendur í hári glæpamannanna sem færðu
þeim eitrið. Við verðum að treysta því að
aðrar endurbætur á íslensku dómskerfi
muni veita þeirn sakborningum sem nú
sitja inni réttláta málsmeðferð, en við
megum ekki færa þeim vopn upp í hend-
urnar til að sleppa, ef þeir eru sekir. Hér
þarf og verður að setja lög og það helst
strax í dag.
Er Sólveig Pétursdóttir að hlusta?
Pistill Illuga var fluttur í morgunþætti
Rásar 2 á fimmtudagsmorgun.
UMBÚÐA-
LAUST
lllugi
Jökulsson
skrifar