Dagur - 02.10.1999, Page 18

Dagur - 02.10.1999, Page 18
’CE - AJaÖTAO ,S ftUÖKaaKaUM 34 - LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 i. MT í kjölfar vinsælda Oasis, Blur og hefur nú selst í um 1,2 milljón- annarra slíkra sveita á borð við um eintaka. Þriðja platan, Charlatans, James og fleiri er Marching All Ready, gerði svo tengdust „Britt pop“ bylgjunni, enn betur og hefur selst í um hafa aðrar sveitir, e.t.v. meira þremur milljónum eintaka frá popp en rokk og þ.a.l. mýkri því hún kom út 1997. Þá hefur sumpart en áðurnefndar sveitir, safnplata með ýmsum bakhliðar- náð hylli hjá svipuðum hópi tón- Iögum frá ‘97 einnig selst í um listarunnenda í Bretlandi. Nöfn þremur milljónum eintaka. eins og Texas, Beutiful South, Um miðjan síðasta mánuð var The Verve o.fl. má tína til í því svo að koma íjórða hljóðvers- sambandi. Skilin á milli þessara platan frá Ocean Colour Scene sveita allra eru kannski ekki svo og nefnist hún One From the skýr fyrir utanaðkomandi en Modern. Inniheldur hún sam- „Tjallinn" sjálfur er að burðast tals 11 lög og er víst hægt að við það daginn út og inn að skil- segja að þeir haldi þar áfram á greina þetta svona og hinsegin. sömu braut og áður, feta frama- Fjögurra manna Birming- brautina með jöfnum hætti. hamsveitin Ocean Colour Scene Seiðandi popprokk sem minnir á er einhvers staðar þarna á milli gamla og góða daga í bresku og þá líklega nálægt risunum í poppi á sjöunda áratugnum er Blur og Oasis. Eftir nokkuð erf- áþreifanlega ríkjandi í lagasmíð- iða byijun á ferlinum, Iítt áber- unum sem áður og verða harðir andi fyrstu plötu sem þó gerði aðdáendur sveitarinnar væntan- þeim kleift að vinna með mönn- lega ekki fýrir vonbrigðum. Það um á borð við Paul Weller, sló Iítur semsagt ekki út fyrir annað sveitin rækilega í gegn með en að vel gangi áfram, allavega annarri plötunni, Moseley hafa viðtökurnar verið góðar við School, árið 1996. Sat hún í um plötunni. hálft ár á topp tíu í Bretlandi og Ocean Colour Scene. Ein afþeim vinsælustu í bresku poppi í dag. ENDURKOMA Eitt allravinsælasta popptvíeyld síðasta áratugar og örugglega eitt það vinsælasta sem til hefur verið í Bretlandi a.m.k., Euryth- mics, þau Annie Lennox og Dave Stewart, hafa nú í fullri al- vöru tekið upp þráðinn að nýju. Ffafin er tónleikaferð vítt og breitt um Evrópu og víðar sem fylgja á úr hlaði nýrri plötu frá þeim, þeirri fyrstu í meira en níu ár. Peace heitir gripurinn og inniheldur 11 ný Iög samin af þeim og að sjálfsögðu einnig flutt með hjálp ýmissa góðra manna. Kemur platan út nú 18. októ- ber hér í Evrópu, en um miðjan nóvember í Bandaríkjunum. Eru ein tvö lög farin að hljóma víða af plötunni og verður annað þeirra, 1 Save the World Today, væntanlega fyrsta smáskífuJagið er kemur nú út eftir nokkra daga, nánar tiltekið 4. október. Ætla má að flestir poppunn- endur þekki lög þeirra Stewart og Lennox á borð við Sweet Dreams og There Must be an Angel, sem gríðarvinsæl urðu á sínum tíma auk margra annarra. Þá náði Annie Lennox sjálf miklum vinsældum með plöt- unni sinni Diva fyrir nokkrum árum, þannig að það verða áreiðanlega margir sem fagna endurkomu þeirra skötuhjúa nú. Þá má að lokum geta þess, að ágóði af tónleikaferðinni mun renna að meira eða minna leyti ti Amnesty International, sem flestum þykir sjálfsagt gott mál og Greenpeace, sem aftur á móti einhverjum kann að þykja öllu vafasamara, allavega ein- hverjum hvalveiðimönnum hér- Iendis. Lagasafnið númer 7 Eins ojg Iandsmenn vita eru útgáfufyrirtæk- in á Islandi ekki svo ýkja mörg, þ.e.a.s. sem standa bæði í útgáfu, dreifingu og öðru sem því viðkemur. Með sameiningu Spors og Skífunnar og fleiri inn í Norður- Ijós er í raun aðeins um eitt annað fyrir- tæki að ræða, Japis, sem er þó meira í dreifingarsamstarfi við minni útgefendur (t.d. Smekkleysu). Eitt þeirra fyrirtækja sem hefur verið með nokkuð Iíflega útgáfu en hefur verið með dreifingu í gegnum Skífuna, er Stöð- in, upptöku- og útgáfufyrirtæki sem Axel Einarsson, gamli gítarleikarinn í Icecross m.a., hefur verið í forsvari fyrir. Utgáfan hefur reyndar ekki verið mjög stór í snið- um, en þó ýmislegt komið frá Stöðinni sem athygli hefur vakið og náð ágætri hylli hjá landsmönnum. Þar má fyrst nefna nokkuð vinsælar barnaplötur, þar sem börnin sjálf hafa verið í aðalhlutverki og síðan safn- plöturnar Lagasafnið, þar sem hinum al- menna borgara hefur gefist tækifæri með litlum tilkostnaði að koma sínu á framfæri á tónlistarsviðinu. Nú fyrir skömmu var að koma út sjöunda platan í Lagasafnaröðinni og kennir að vanda ýmissa grasa á henni. Mesta athygli vekur við plötuna að þessu sinni hversu nú þegar þekktir tónlistarmenn/söngvarar eiga þarna lög og er það viss breyting frá hinum plötunum. Sömuleiðis eru sum lögin ekki ný af nálinni hér, bæði endurútgefin og/eða tekin upp að nýju. Þá mun meðal- aldur flytjenda áreiðanlega vera hærri í þetta skiptið en oftast áður. Herbert Guð- mundsson, Ari Jónsson, María Björk, Viðar Jónsson, Oskar Þór, Jósep Gíslason (fyrr- um Skriðjökull?), Kristófer Kristófersson og hljómsveitirnar Hersveitin, Hjónaband- Lagasafnið 7. Hefurgóðan tilgang. ið, Gleðisveitin Alsæla og Gyllinæð, eru þau nöfn sem eiga Iögin sextán á plötluni og eiga Ari, Viðar, Alsæla, Hjónabandið og Hersveitin tvö lög hver. Magniís Geir Guömundsson skrifar -------------------\ Popp- fregnir • Eftir vægast sagt langa mæðu, er Axl Rose söngv- ari Guns n’ roses tilbúinn með plötu sem á að gefa út undir nafhi þessarar vand- ræðamestu sveitar sem um getur, eða þannig, í amer- ísku rokki. Er að koma út fyrsta smáskífulagið af henni sem kallast Oh, My God, en platan sjálf lítur ekki dagsins Ijós íyrr en snemma á næsta ári. Axl er einn eftir af upprunameð- limunum f sveitinni, hina rak hann einn af öðrum, en á gítar spilar í Iaginu m.a. Dave Navarro í Jane's Addiction, sem áður var í Red Hot Chili Peppers. • Nýja platan frá meistara Sting, Brand New Day, fer nú að líta dagsins ljós. Þessi íslandsvinur hefur tekið sér dágóðan tíma í gerð hennar og er eins og stundum áður á heimstón- listarbuxunum. Ahrif frá Asíu eru áberandi, en líka frá djassi eins og oft áður frá kappanum. Brand New Day lagið er farið að heyr- ast og er hið þokkalegasta. • Teknó/hip hop þunga- rokkssveitin Tyupe O’nega- tive, sem hætti um skeið en snéri svo aftur, er nú að senda frá sér nýja plötu. World Comes Down. Er sem fyrr forsprakkinn Pet- er nokkur Steele, sem frá fyrstu hendi hefur verið tengdur Islandi. Hvemig á nánari hátt er víst ekki hægt að segja. • Rokkgyðjan sjálf, hún Tina Turner, er nú að koma með nýja plötu eftir þriggja ára hlé. Síðast sendi hún frá sér plötuna Wildest Dream 1996, en nýja plat- an heitir 24-7 og kemur út 1. nóvember vfðast hvar nema í Bandaríkjunum þar sem útgáfan verður ekki fyrr en í febrúar árið 2000. AJacIavinur Tinu, Bryan Adams, syngur eitt lag með henni og Bee Gees-bræður semja sömuleiðis eitt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.