Dagur - 02.10.1999, Side 19
LAUGARDAGUR 2. OKTÓBER 1999 - 35
T>gftr
Friörik Þór
Guðmundsson
skrifar
Vegna balls í
Bamaskólanum á
Neskaupstað fram
á aðfaranótt 2. des-
ember 1934 var
löggæslumanni
Austfjarða og lög-
regluþjóni bæjarins
falið að hafa eftirlit
á staðnum. Löggæslumaðurinn
Vilhelm var ekki kunnugur stað-
háttum, en hann fékk greinar-
góðar upplýsingar um nöfn
þeirra sem líklegastir væm til að
vera með óspektir. Og hann
stakk á sig hlaðinni byssu til
vonar og vara.
Vilhelm var utanbæjarmaður og kominn á
staðinn í forföllum bæjarfógetans. Hann
klæddist einkennisbúningi og bar kylfu á
ballið. í vegamesti hafði hann þær upplýs-
ingar bæjarfógetans að óspektir væru tíðar
og oftast sömu mennimir sem yllu þeim.
Hann ætti ekki síst að vara sig á bræðrun-
um Rannver og Olafi.
Eftir miðnætti kom á ballið maður sem
Vilhelm var sagt að væri Rannver og taldi
Vilhelm sig ráða af göngulagi mannsins að
hann væri ölvaður. Vilhelm staðsetti sig þá
fyrir framan dyrnar að danssalnum á efri
hæðinni og meinaði Rannver þar inn-
göngu, en svaraði ekki spumingu Rannvers
um ástæðuna. Rétt í því var Jón Iögreglu-
þjónn bæjarins að nálgast dymar úr dans-
salnum.
Lögreglumanninum fleygt út
Þá er eins og púðurtunna hafi sprungið.
Vilhelm sveiflaði lögreglukylfunni ffam úr
barminum. Hann bar að í sama bili hafi
verið gripið undir hendur sér aftan ffá og
hann hafinn á loft, en tveir menn ráðist
ffaman að sér og annar þeirra náð kylf-
unni. Síðan hafi hann verið tekinn, borinn
niður stigann og út, margoft sleginn á leið-
inni og látinn falla fram af handriði við úti-
dyr hússins, en hann komið standandi til
jarðar. Við þennan atgang meiddist Vil-
helm; á höfði hans vom margar kúlur, á
sex fingrum vom „flumbrur sem dreyrði
úr“ og tvær flumbrur á öðru hnénu.
Rannver bar að hann hefði verið stilltur
Neskaupstaður á fjórða áratugnum. Vopnuðum lögregluþjóni og æstum ballgestum laust saman og af-
leiðingarnar hefðu getað orðið alvarlegri.
Lögregla í
kröppum dansi
og aðeins lítilsháttar ölvaður. Þótti héraðs-
dómaranum sýnt, að Vilhelm hefði ekki
haft næga ástæðu til að hefta för mannsins
inn í salinn og því átt sína sök á óspektun-
um. Framburður vitna var á reiki um kylf-
una; þótti ljóst að henni hefði verið sveifl-
að, en ósennilegt að Vilhelm hefði slegið
Rannver í höfuðið. Hins vegar þótti ljóst að
löggæslumaðurinn hefði ekki „sýnt þá lip-
urð og lagni, sem honum bar“.
I sama mund og árásin á Vilhelm hófst
var Jón lögregluþjónn að koma úr salnum
til aðstoðar, en það skipti engum togum, að
bróðirinn Ólafur sló Jón heljarinnar högg á
kjálkann. Rotaðist Jón þegar.
Byssan upp vegna hótana
Ljóst er að margir tóku þátt í því að lumbra
á Vilhelm, bera hann út og kasta yfir hand-
riðið. Og þegar út var komið greip um sig
múgæsing. Þegar Vilhelm gekk fram með
húsinu kom á móti honum mannljöldi með
ópum og ógnunum. Hrópað var: „Drepið
hann“, „grýtið hann“, „hýðið hann“ og
„pokið hann“. Fyrir árásina voru ákærðir
ballgestimir Rannver, Ólafur, Hinrik,
Sveinn, Sigurjón, Berg, Stefán og Ari.
Þá gerðist hið óvænta. Vilhelm dró upp
byssu, sexhleypu, aðvaraði fólkið, en skaut
síðan skotum fyrir fætur fólksins. Hann
sagðist sjálfur hafa skotið þremur skotum í
jörðina fyrir framan fólkið, en vitni báru að
skotin hefðu verið fimm og hlutu nokkrir
ballgestanna sár af völdum skotanna. Vil-
helm flúði heim til fógetans, en fólkið hélt
inn í húsið og hélt ballinu áfram.
Ekki reyndist unnt að rannsaka byssu
Vilhelms vegna málsins. Daginn eftir at-
burðina fleygði hann henni nefnilega í sjó-
inn og má það heita nokkurt merki um
samviskubit.
Skot í gegnum læri og hönd
Ljóst er að Vilhelm hefur skotið „vamað-
arskotum" sínum í töluverðu ógáti. Akærð-
ur Sigurjón hruflaðist á augabrún vegna
frákasts kúlu. Akærði Berg féldk skot gegn-
um hægra Iærvöðva ofarlega. Gunnar
nokkur særðist grunnum sárum á tveimur
fíngrum. Og Svavar nokkur fékk skot í
handarbak vinstri handar og gegnum hend-
ina.
Vilhelm var að vonum ákærður fyrir að
bera á sér hlaðna byssu, því það var bann-
að og er enn. Héraðsdómarinn komst hins
vegar að þeirri niðurstöðu að um neyðar-
vöm hafi verið að ræða og að löggæslu-
maðurinn hefði orðið fyrir ósæmilegri og
illri meðferð. Vilhelm hlaut aðeins sekt fyr-
ir brot á lögreglusamþykktinni. Sekt upp á
100 krónur var í Hæstarétti lækkuð í 20
krónur.
Rannver kvaðst aðeins hafa verið lítils-
háttar ölvaður, en viðurkenndi að hafa tek-
ið Vilhelm „og lagt hann á gólfið" eftir að
hafa fengið högg af kylfunni. Það þótti
honum til málsbóta í undirrétti að fram-
koma Vilhelms var ekki sem vera bar. I
undirrétti fékk hann 100 króna sekt, en
Hæstiréttur taldi að ölvunin hefði verið
áberandi og að hann hefði beitt Vilhelm of-
beldi og þyngdi refsinguna í 35 daga fang-
elsi.
Samsærí ekki sannað
Um aðra ákærða er það að segja, að Ólaf-
ur, sem rotaði Jón, fékk 20 daga fangelsis-
dóm, sem Hæstiréttur þyngdi í 45 daga.
Hinrik viðurkenndi að hafa tekið báðum
höndum um hægri hendi Vilhelms, slegið
hann tvö högg í höfuðið og hjálpað til við
að bera hann út. Fékk hann 20 daga fang-
elsisdóm, sem Hæstiréttur þyngdi í 45
daga. Sveinn viðurkenndi að hafa ásamt
fleimm borið Viihelm út og fékk 15 daga
skilorðsbundinn dóm, sem Hæstiréttur
þyngdi í 35 daga óskilorðsbundna. Sigur-
jón viðurkenndi að hafa hjálpað við að bera
Vilhelm út og fékk 15 daga skilorðsbund-
inn dóm, sem Hæstiréttur þyngdi einnig í
35 daga óskilorðsbundna. Berg, sem fékk
skot í gegnum lærið, viðurkenndi að hafa
hjálpað til við að bera Vilhelm út og láta
hann út fyrir handriðið. Einnig hann fékk
15 daga skilorðsbundinn dóm, sem Hæsti-
réttur þyngdi í 35 daga óskilorðsbundna.
I niðurstöðum sínum sagði héraðsdóm-
arinn síðan: „Við rannsókn málsins hafa
komið fram nokkrar líkur fyrir því, að fyrir-
fram hafi verið gerð samtök um að veitast
að löggæzlumanninum eða lögreglunni í
Neskaupstað á oftnefridri samkomu, en
ekki hefir fyllilega sannazt, að svo hafi ver-
ið.“
Hæstiréttur tók ríkara tillit til þess að á
Vilhelm hefði verið ráðist og honum varpað
„niður af steinpalli, yfir grindverk, um 2,46
metra hæð, niður á frosna og grýtta jörð“.
Skothríðin taldist neyðvöm, þótt óþarflega
mörgum skotum hafi verið skotið og ítr-
ustu varkámi ekki beitt. Sektina fékk hann
fyrir að bera á sér hlaðið skotvopn, því sem
hann fleygði í sjóinn daginn eftir.
Kirkja Hallgríms. Hallgrfmskirkja í
Reykjavík er kennd við Hallgrím
sálmaskáld Pétursson, sem þekktur er
meðal annars fyrir Passíusálmanna og
Allt einsog blómstrið eina, þekktasta
jarðafarasálm íslendinga. Hvervar
arkitekt Hallgrímskirkju og hver var
bankastjórinn sem barðist gegn bygg-
ingu hennar á sjöunda áratugnum?
Á Siglufirði. [ siðustu viku voru form-
lega vfgðir á Siglufirði garðar miklir,
sem eiga að verja byggðina í syðsta
hluta kaupstaðarins snjóflóðum. Hvað
heita þau tvö gil ofan við byggðina á
Siglufirði sem flóðin hafa einkum
komið úr?
Skriðuföllin. [ kauþstað á Norðurlandi
ollu skriðuföll mönnum þungum
búsifjum síðsumars 1988. Var haft eftir
bæjarstjóranum að skriðurnar væru
Ifkastar því að „blautur svampur á
lausu grjóti, sem skriði af stað, þegar
fargið væri orðið nógu mikið," einsog
hann komst að orði. Hvar gerðust at-
burðir þessir?
Vigdís. [ sextán ár sat Vigdís Finn-
bogadóttir á forsetastól og sinnti hlut-
verki sínu með ágætum. Árið 1988
fékk hún mótframboð, en vann þær
kosningar með öruggum sigri. Hver
var konan sem fór í mótframboð við
hana og með hvaða prósentutölu vann
Vigdís?
Bikarmeistarar. Hverjir voru kappar
þeir sem skoruðu mörk KR-inga í bik-
arúrslitaleik í knattspyrnu sl. sunnu-
dag, þegar liðið kepþti við ÍA, og sigr-
aði þar og vann þar með vann bikar-
meistaratitilinn?
LAND OG
ÞJÓÐ
L Geirshólmur, hvar á landinu er hann.?
2. Hvar á landinu er Geirsnef?
3. Spurt er um þrjá sveitabæi, Geira-
staðir, Geirshlíð og Geirakot. Hvar á
landinu eru þeir?
4. Hvar á landinu er Geirsalda?
5. Hver er blaðamaður Dags sem merkir
greinar sínar með stöfunum GG?
6. Á hvaða árabili var Geir Hallgrímsson
borgarstjóri í Reykjavík?
7. Hvaða ár var það sem Keflvíkingurinn
Geirfinnur Einarsson hvarf?
8. Á tveimur stöðum er til bæir sem nefn-
ast Geirmundarstaðir. Hvar etu þeir?
9. Hvar á landinu er Geirmundartindur?
10. Hvenær var síðasti geirfuglinn hér
við land drepinn?
Sigunður Bogi
Sæuarsson
skrifar
I9S 6|Ui !iss/t» !>|>|a ua ‘qss&j u!|os utas p!P|B>is Jnuopsu^aisiBpv níl!S J|U8 sp|e>|s jBuossjBAppg jBpuniupno B6BSW8B J!i!ag gg P!|Bi B|!ai) pecj j netj ma upixas ua ‘ipBes e6a|6uej 6osura ugxas !>|>|a
ua 'UBiuuu!] ma jBuossisnöy eupng jujjpsAs M6e| bisjÁj j Bnajpiai qb ja u/tspneu uias JBpoftj 6o spuei giæcj bisbqjs j moA jíuöbss^ui jsbai 'tjiv yyst junf •£ uuetj fopig j uuidajp jba iisbqjs suisiBtjspuBiiv-JnpjON
jnpuajis pjA 6|s j|atj uin>|U!0 uias |6njdjBA jba uuuönjJiag ot 'paen 9 'tu zyg jetj ja pjuefj ssacj nfpjui pw iJaA-/\N ja 60 s||b[jbj>iv Bdju6 Bisætj ja jnpugjBpunuiJiag 6 'iqj!Jb6b>is J pjigjepunuiæs j Ja uuuæq uuiq 60 n|sÁSB|BQ j puojisspjB>js
? III ipæq nj8 JlpBisjBpunuuiag o 'VZ6t puy 'L '0L6LIII 6S6L BJJ >|iABf>)Aaa J upílsjBÖJOq jba uossuijj6||bh J|sg '9 'ps uu|ddB>| jqjaq uossujaispng v Jiao 'S ISjaj puaA jjpis 60 sueq wæ uin jjjjauisjuuiuj jnjaq juunpip 9 ua 'upfjSBiBUjBeaA jba
|6ua| uias ‘Bðaoz jjag pw puua>j unq ja 6o !|!» b epiBpues 6b| ja epiBSjjag p -6joqjy JuAaqm nu uias |ddajqjn>iiApuBS bujoj ummq j 'epij j ja jojjBjjag 60 jpjjjjBÓjog j |BpB>j9H j ja pj|qsj|ag ‘ijsassuibaA|/\| j ma jjpeisejisg •£ -uinujs uinddas
paui »!a| 9 ubujb[6 Bpöajq jnpuaöiaepunq uias jbc) >jjABf>jA9y j euupepmg esp pw ja jausjjag z 'BfjaAuiiPH 60 n6os jbpjbh Jn ja jnj>j>|ecj uias !pjq|BAH uinpjaAueuu! j !ui|pqBua|>| jpq ja juiipqsjjag •j BpæA>|iB Bjpp]aj6 paui iqbjöis
sjp6|A jnii9psu!aiSJoq jeunjöis 60 jnuppBöoquuH jesjp6|A ejjjacj jiijui 9 moA 8861 jbujb6u!uso>jbi9sjoj , -uoss6nB|uung j>jjBfg 60 uoss|aiuea JQd JBUjg ‘uossiiuuih inneqjpq jiacj npmo>|s u!»jo|ai , '!PJ!JsjB|Q |, ip^sjBpunjpr 60 jijBsBuaj^s
-bjia Jn p|uio>| uin>|U!a BjBq !pJ!jn|6|s 9 pp|j9fus , !uun6u!66^q u6a6 ísnpjpq B6a|6nijpj>| uias euueui BJj|acj |>j>j0|j j jba uias U9fiSB>|UBq 60 jnpeLUS!6uic||e uosspjipauag jnipg jba pecj 60 uossianuies upfpng jba n[>jJ!>|suijj8||BH i»ai!>jjv ,
:joas