Dagur - 02.10.1999, Side 20
I
RAÐAUGLÝSINGAR
AT VIN N A
RALA
Rannsókriastofnun fandbúnaðarins
og Búnaðarsamband Suðurlands
auglýsa stöðu tilraunastjóra.
Staða tilraunastjóra á tilraunastöðinni á Stóra
Ármóti í Hraungerðishreppi er laus til
umsóknar.
Tilraunastöðin á Stóra Ármóti er rekin sameiginlega
af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og
Búnaðarsambandi Suðurlands í samræmi við lög
nr. 29 1981, og samstarfssamningi þessara aðila
frá 1983. í samræmi við þetta er óskað eftir
umsóknum frá aðilum sem hafa sérmenntun sem
tengist nautgriparækt, einkum fóðurfræði eða
sambærilegum sviðum sem nýtast myndi
starfseminni.
Skipulag á rekstri stöðvarinnar og áherslur í
rannsóknastarfseminni eru í endurskoðun og er
þess vænst að nýr tilraunastjóri taki virkan þátt í
þeirri skipulagningu.
Á Stóra Ármóti er ný tilraunaaðstaða sem byggð
hefur verið upp á síðustu fimmtán árum, en
starfsemi á staðnum hófst árið 1987 og er
framhald af starfsemi sem unnin var í
Laugardælum. Möguleiki er á búsetu á staðnum.
Umsóknum ber að skila fyrir 20. október nk. til
Þorsteins Tómassonar forstjóra
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Keldnaholti.
Upplýsingar veitir einnig Sveinn Sigurmundsson
framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.
FRAMTÍÐARSTARF í BOÐI
fyrir jákvæðan, duglegan og reglusaman
einstakling.
Efnaverksmiðjuna Sjöfn vantar nú þegar
starfsmann á lager.
Um er að ræða starf frá kl. 8.00-13.00.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem allra
fyrst.
Leitað er eftir jákvæðum, duglegum og
reglusömum einstaklingi sem er tilbúinn til að veita
viðskiptavinum verksmiðjunnar góða þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir Reynir Sveinsson
lagerstjóri, á staðnum eða í síma 460-3341.
Umsóknum ber að skila til
starfsmannastjóra KEA.
Uppgrip!
Vantar smiði eða vana byggingarmenn vegna
verkefna í Reykjavík.
Unnið í uppmælingu. Góð laun í boði.
Nánari upplýsingar í síma 893 2548.
Árfell ehf, Dalvík.
AKUREYRARBÆR
__________SKÓLADEILD__________
HEIMILISFANG: GLERÁRGÖTU 26, 600 AKUREYRI
Sími: 460-1456 Bréfsími: 460-1460
Síðuskóli á Akureyri
Kennara vantar
vegna forfalla
Vegna forfalla vantar íslenskukennara í fulla stöðu
í unglingadeildir frá 15. nóvember næstkomandi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi kennaramenntun.
Launakjör eru samkvæmt samningi Launanefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Kennarasambands íslands.
Síðuskóli er heilstæður, einsetinn grunnskóli með
1.-10. bekk og er fjöldi nemenda 564.
Upplýsingar veita Ólafur B. Thoroddsen
skólastjóri eða Sigríður Ása Harðardóttir
aðstoðarskólastjóri í síma 462 2588.
Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri
í Geislagötu 9 á umsóknareyðublöðum sem
þar fást. Umsóknarfrestur er til 15. október
HEILSUGÆSLAN í REYKJAVÍK
STJÓRNSÝSLA
Laus staða yfirlæknis við barnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við barnadeild
Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Krafist er
sérfræðimenntunar í barnalækningum og reynsla á sviði
ung- og smábarnaverndar. Æskileg reynsla í stjórnun og
vinnu við þverfaglegt teymi.
Meðal verkefna barnadeildarinnar eru:
Hefðbundin ung- og smábarnavernd.
- Sérhæfð ung- og smábarnavernd, m.a. frumgreining
barna þar sem grunur er um þroskafrávik. Ýmis
konar rannsóknir, fræðsla og gerð fræðsluefnis og
önnur skyld verkefni tengd ung- og smábarnavernd.
- Fyrirhugað er að barnadeildin verði samræmingaraðili
og miðstöð allrar ung- og smábarnaverndar á
landinu.
Staðan veitist frá 1. nóvember nk. eða eftir
nánara samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 14. október nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir starfsmannahald
Heilsugæslunnar í Reykjavík,
Barónstíg 47, í síma 552 2400.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf,
sendist starfmannahaldi Heilsugæslunnar í Reykjavík,
Barónstíg 47, 101 Reykjavík, á þar til gerðum
eyðublöðum sem þar fást.
Reykjavík, 24. september 1999,
Heilsugæslan í Reykjavík, stjórnsýsla,
Barónstíg 47,101 Reykjavík.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Engidalsskóli
Vegna veikinda vantar smíðakennara
nú þegar við Engidalsskóla.
Allar upplýsingar veitir skólastjóri, Hjördís Guðbjörnsdóttir
í síma 555 4433.
Skólafulltrúinn í Hafnarfirðí
Elli- og hjúkrunarheimiliðGrund
H j úkru na rfræðingar
Hjúkrunarfræðingur óskast á næturvaktir í
hlutastarf.
Aðstoðardeildarstjóri óskast á hjúkrunardeild.
Hjúkrunarfræðina vantar á helqar- oq kvöldvaktir.
Sjúkraliðar
Sjúkraliðar óskast á dag- og kvöldvaktir.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
552-6222.
A
KOPAV OGSBÆR
Frá Smáraskóla
Vegna stækkunar skólahúsnæðisins
vantar okkur fleiri góða gangaverði/
ræsta í 50% störf frá kl. 13.00 - 17.00.
Um er að ræða lifandi og skemmtileg
störf, þar sem sérstaklega góður andi
ríkir meðal samstarfsfólks og starfs-
umhverfi er til fyrirmyndar. Störf þessi
henta vel bæði körlum og konum á
öllum aldri. Laun samkvæmt kjara-
samningi Eflingar við Kópavogsbæ.
Upplýsingar veitir Örn Sævar Eyjólfsson
húsvörður í síma 554 6100 og 863 5301.
Starfsmannastjóri
S T Y R K I R
Menntamálaráðuneytið
Styrkir til
leiklistarstarfsemi
Auglýst er eftir umsóknum um styrki á árinu 2000 til
starfsemi atvinnuleikhópa er ekki hafa sérgreinda
fjárveitingu á fjárlögum.
Umsóknir gætu miðast við einstök verkefni eða samfellt
starf til lengri tíma og verður afstaða tekin til skiptingar
fjárins eftir eðli umsóknanna og eftir því sem fé á
fjárlögum 2000 í þessu skyni kann að segja til um.
Umsóknir skulu berast til menntamálaráðuneytisins,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. á
eyðublöðum, sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að
finna á vefsíðu ráðuneytisins, veffang: www.mrn.stjr.is.
Menntamálaráðuneytið, 29. september 1999.
www.mrn.stjr.is
Gerum Eignaskiptayfirlýsingar
fyrir íbúöa- og atvinnuhúsnæði
Athugið ! Nú eru aðeins nokkrir mánuðir eftir af frestinum !
A Rekstrarverkfræðistofan
m AnnarM
Rcikningsskil & Rekstrartækniráðgjöf I Sími: 568 10 20
^_________Suðurlandsbraut 46 » Btáuhúsunum I Fax : 568 20 30 J
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR