Dagur - 16.10.1999, Qupperneq 10

Dagur - 16.10.1999, Qupperneq 10
LÍFIÐ í LANDINU ^ - LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1999 Tfaytr „Okkar verk hafa hingað til verið þrungin tilfinningum og það á ekki við alla að upplifa slíkt áreiti." Lára við leikhúsið i Vilinius. mynd: guðni Lára er veik fyrir dúkkum og fékk Guðna til að stilla sér upp hjá einni í Tallin. mynd: lára Listin Lára Stefánsdóttir og Guðni Fransson hafa náð langt, hvort í sinni listgrein. Hún í dansinum, hann í tónlistinni. En þau fundu ekki bara samhljóm í listinni heldur fóru hjörtun líka að slá í takt Guðni: „Það má segja að listin hafí leitt okkur saman fyrir nokkrum árum. Við erum samt ekki í formlegri sambúð og ég á íbúð og vinnuaðstöðu niðri í Þingholtum en er alltaf að flytja meira og meira inn til Láru.“ Lára býr í Skcrjafirðinum með Hróari syni sínum og kann afar vel við sig þar. Að- spurð segist hún þó ekki nota mikið göngu- stígana út með firðinum. „Eg hreyfi mig svo mikið allan daginn að nýi „Lazy-Boy“ stóllinn er minn uppáhaldsstaður þegar ég kem heim. En Guðni fer stundum út að hlaupa.“ Sterkar tilfinningar Guðni og Lára, ásamt Þór Tuliniusi, eru höfundar verksins Æsa - Ijóð um stríð, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu sl. fimmtudag. Þetta er samstarfsverkefni Pars pro toto og Islenska dansflokksins. Lára: „Þetta er dálítið flókið. Guðni er í CAPUT hópnum, ég er í Islenska dans- flokknum en Pars pro toto hefur frá því í fyrra verið nokkurskonar regnhlíf yfir það sem við tvö gerum saman. Æsa er þriðja og stærsta verkið okkar. Hin eru Hræringar, sem innblásið var af ljóðinu Dans í lokuðu herbergi, eftir Elísabetu Jökulsdóttur og Langbrók, sem byggir á lífshlaupi Hallgerð- ar úr Njálu.“ Guðni: „Já, það eru mjög sterkar tilfinn- ingar í öllum þessum verkum og þó held ég Æsa hafi vinninginn. Það er mikill drauga- gangur sem íýlgir því verki. Það er unnið upp úr sögum af Tyrkjaráninu og snýst m.a. um manneskju sem er hrifin úr sínu sannkristna umhverfi og flutt í framandi heim múslima. Þarna er tekist á við grund- vallar spurningar eins og; hvað er trú, sannleikur og tilvist? Óhjákvæmilega upp- lifir maður sjálfur nokkurs konar uppgjör. Allir eru á sínum vegi og réttlæta hann á leiddi þau saman sinn hátt. En hver er hinn rétti vegur og hvert liggur hann?“ Alltaf stutt í sáttina Þau Guðni og Lára virðast sammála um að feta veginn saman. Skyldu þau aldrei Ienda í ágreiningi um listsköpunina? Guðni: .Auðvitað verða árekstrar hjá okkur. Það koma stundir þar sem við segjum: ,AHt í lagi. Þetta verður það síðasta sem við gerum saman'V' Lára: „Svo er farið að tala um næsta verkefni. Við reynum alltaf að vinna úr okkar ágreiningsmálum og sjá ljósið f myrkrinu. Það er t.d. mikill styrkur fyrir danshöfund að hafa aðgang að tónhöfundi sem semur músík samtímis hreyfingum." Guðni: „Já, og öfugt. Það er líka gott fyr- ir tónsmið að geta krukkað í kóreógrafíuna. Við berum það milda virðingu fyrir hug- myndum, verkum og tilveru hvors annars að þótt við rífumst er alltaf mjög stutt í sáttina." Lára: „Við erum heldur ekkert skuld- bundin hvort öðru. Ég get samið dans án þess að Guðni sé með tónlistina! En listin sameinar okkur. Við erum Iík að mörgu leyti og viljum um fram allt vera heiðarleg í því sem við erum að gera.“ Guðni: „Já, stundum gengur það jafnvel of langt. Sum smáatriði sem við þurfum að leysa geta valdið okkur hugarangri í marga daga. Við höfum reynt að skilgreina þetta. Við erum ekki lengur í „efnilegu deildinni", þar sem menn geta leyft sér næstum hvað sem er held- ur erum farin að vinna dýpra úr hugmyndum og leggjum sál okkar og metnað í þær. Hvort það skilar betri ár- angri er svo annað mál!“ Lára: „Það má segja að listin, eða vinnan fari inn á alla þætti lífsins hjá okkur. Ég segi ekki að það sé vandamál en við erum stundum ansi upptekin af henni.“ Guðni: „Samt truflar okkur sjaldan þótt góðir listviðburðir fari fram hjá okkur og eftir að við fundum hvort annað hefur þörfin fýrir að sækja í annað fólk minnkað til muna. Förum til dæmis lítið á búllur." Lára: „Við skemmtum okkur gjarnan með því að elda góðan mat og bjóða heim vinum." Hann eldar - hún þrífur Þótt þau séu ekki alltaf sammála í listinni valda heimilisstörfin ekki ágreiningi. Aldrei rifrildi um hvort þeirra eigi að ryksuga! Guðni: „Þetta fer nú svolítið eftir því hvort Lára er með linsurnar eða ekki! Nei, annars. Mér fínnst skemmtilegt að elda og vaska upp en Lára er meira fýrir þrifin.“ Lára: „Já, ég hef gaman af að prýða í kring um okkur. Ekki bara með þrifnaði heldur líka einhveiju sem gleður augað og á ferðalögum erlendis hef ég fallið fyrir allskyns glingri og glerlistaverkum." Ferðast saman Þau ferðast töluvert, aðallega f sambandi við vinnuna og reyna þá að nota tækifærin og fá smá tíma fýrir sig sjálf. Lára: „Við höfum farið nokkuð víða með verkin okkar. Vorum t.d. á heimssýning- unni í Portúgal á vegum Islenska dans- flokksins, þar sem dansað var á stóru sviði úti á vatni. Það var mjög magnað. Svo má nefna Eystrasaltslöndin og Færeyjar." Guðni: „Ein eftirminnilegasta ferðin var til Suður-Afríku. Það voru svo mikil við- brigði að koma í það samfélag. Hvíti mað- urinn í okkar umhverfi þykist eiga veginn og vita allt. 1 Suður-Afríku hefur dæmið snúist við og hvfti maðurinn þorir varla að rölta um að degi til í Jóhannesarborg." Lára: „Okkar verk hafa hingað til verið þrungin tilfinningum og það á ekki við alla að upplifa slfkt áreiti. Én í Suður-Afríku kunni fólk að meta þau og byggði sfna upp- lifun á eigin forsendum. Sumir hafa ekki einu sinni þak yfir höfuðið. Þá verður líðan fólks og andlegt umhverfi jafnvel enn mik- ilvægara." Guðni: Músík og dans án orða eru svo hlutlaus form að þeir sem njóta geta skynj- að þau hver með sínum hætti." Guðni og Lára. „Við erum Ifk að mörgu leyti og viljum um fram allt vera heiðarleg I því sem við erum að gera.“ mynd: pjetur stundum „Auðvitað verða stund- um árekstrar hjá okkur. Það koma stundir þar sem við segjum: „Allt í lagi. Þetta verður það síðasta sem við gerum saman.“ GUN.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.