Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 17

Dagur - 16.10.1999, Blaðsíða 17
Xfe^MTl LAUGARDAGUR 16. OKTÚBER 1999 - 33 LÍFIÐ í LANDINU Við drekkum banaansKa unaanrennu Kvikmyndin er vin- sælasta listform aldar- innar og bandarfska kvikmyndin er tvímæla- laust vinsælasta birting- armynd þessa listforms. Togstreita fjármagns og listrænna sjónarmiða hefur þó einkennt fram- leiðsluna frá upphafi. Björn Þór Vilhjálmsson þekkir sögu bandarísku kvikmyndarinnar. „Bandaríkjamenn stóðu fram- arlega í kvikmyndaiðnaði frá upphafi en þeir voru ekki endi- lega fremstir listrænt séð. ltalskar kvikmyndir voru gífur- lega vinsælar á fyrstu áratugum aldarinnar og talað um þær sem gífurlegt sjónarspil. Þær tóku fram yfir það sem Banda- ríkjamenn voru að gera. Stærsta kvikmyndafyrirtæki heims var franskt. Það dreifði fleiri myndum £ Bandaríkjun- um fyrir fyrra stríð en banda- rísk fyrirtæki sjálf samanlagt. Bandaríkjamenn náðu forystu í kvikmyndaiðnaðinum þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á og Evrópa fór öll í bál og brand. Markaðslega séð hafa þeir ekki sleppt forystunni síðan. Banda- rískir kvikmyndaframleiðendur náðu yfirburðastöðu heima fyr- ir því að fáar kvikmyndir voru framleiddar í Evrópu í strfð- inu,“ segir Björn Þór Vilhjálms- son. Margir eru vel kunnugir bandarískum samtímakvik- myndum en ekki er víst að þeir séu jafn margir sem þekkja sögu og innra skipulag banda- ríska kvikmyndaiðnaðarins. Nafnarnir Björn Þór og Björn Ægir Norðfjörð svipta þessa dagana hulunni af HoIIywood á námskeiði í Endurmenntunar- stofnun HI en þar fara þeir yfir sögu bandarískra kvikmynda í eina öld og rýna undir yfirborð- ið, skoða innra skipulag iðnað- arins, sögu hans og stöðu í bandarísku menningarlífi. Björn Þór hefur samþykkt að Ieiða lesendur Dags í örstutt kynni við bandarískan kvik- myndaiðnað og við setjumst niður á heimili hans við Hverf- isgötuna í Reykjavík með kaffi í bollum og kleinur á diski. Segja má að saga bandarískra kvikmynda sé 100 ára gömul við aldarlok en í rauninni er hún eldri sé tillit tekið til frum- vinnunnar á 19. öld, til að mynda þróunarinnar frá kyrr- myndinni yfir í hreyfimyndir sem átti sér stað á tímabilinu 1870-1890. í byrjun var um kassalagaða gægjuvél að ræða þar sem aðeins einn áhorfandi gat horft á myndina inni í kass- anum í einu. Bíómyndir voru framleiddar fyrir þennan miðil en markaðslega séð var hann óhagkvæmur. Nokkrum árum síðar var farið að vinna að því að varpa mynd á tjald og fyrsta kvikmyndin var sýnd á tjaldi í París áríð 1895 fyrir áhorfend- um sem greiddu aðgangseyri. Þar með var lagður grunnurinn að kvikmyndahúsi nútímans. Dreift af hörku - Eru bandarískar kvikmyndir ekki frekar einsleitar myndir? „I þessari spurningu felst angi af tvíhyggju sem er ekki óalgengur um bandaríska færi- bandaframleiðslu og evrópskar listamyndir. Þessi hugmynd á sér sögulegan bakgrunn. Hún byggist á því að dreifingarmátt- ur bandarísku kvikmyndafyrir- tækjanna er og hefur verið gríðarlega mikill. Þau eru búin að skapa skilvirkan iðnað þar sem hagkvæmni er eins mikil og hægt er. Myndunum er dreift út um allan heim af mik- ,11, hörku. Þetta hafa Evrópu- menn aldrei getað gcrt. A sjötta áratugnum var Bergman og Fellini dreift en það þarf eng- inn að segja mér að það hafi ekki verið framleitt ógrynni af leiðinlegum búningamyndum, Iélegu melódrama og ófyndn- um gamanmyndum í Evrópu á þessum tíma. Þeim var bara ekki dreift," segir hann. „I Bandaríkjunum var hins vegar öllum myndum dreift. Ahorfandinn þurfti að grisja gott frá slæmu og að sjálfsögðu var hlutfallið ekki þeim góðu í vil. Meðan rjómanum var dreift frá Evrópuþjóðunum var und- anrennunni hellt niður innan viðkomandi landsteina. Við erum hins vegar öll drekkandi bandaríska undanrennu. Bandarfskar myndir eru ekki verri. Þær eru bara svo miklu, miklu fleiri og því erfiðara að finna þær góðu. Fyrir daga myndbanda og kapalstöðva áttu sígildar myndir það líka til að týnast. Voru síðan endurupp- götvaðar áratugum síðar. Cit- izen Kane er dæmi um það.“ Einfaldleiki og eltingarleikir I upphafi einkenndust banda- rískar myndir mikið af einfald- Ieika og eltingarleikjum. Sem dæmi má nefna að maður elti hund í 50 sekúndur á fyrstu árum kvikmyndarinnar. Nokkrum árum síðar var maður- inn farinn að elta hundinn í átta mínútur. Tækninni hafði ekki beinlínis fleygt fram. En svo „Á sjötta áratugnum var Bergman og Fellini dreift en það þarf eng- inn að segja mér að það hafi ekki verið framleitt ógrynni af leiðinlegum búningamyndum, lélegu melódrama og ófyndn- um gamanmyndum í Evrópu á þessum tíma.“ kom stökkið í einu vetfangi. Árið 1916 gerði D.W. Griffith þriggja klukkustunda langa kvikmynd þar sem gríðarlegu fjármagni var eytt í að byggja sviðsmyndir, endurskapa Babýlon í gífurlegri stærð og segja fjórar sögur úr mannkynssögunni. 1 myndinni var blandað saman píslarsögu krists, falli Babýlons fyrir Pers- um, blóðbaðinu í París þegar kaþólikkar útrýmdu mótmæl- endum á 16. öld og síðan verk- fallinu í Rockefeller efnaverk- smiðjunni í Colorado í byrjun aldarinnar. ,/i 15 árum förum við frá því að sjá hundinn hlaupa og í þetta. Það er mjög merkilegt ferli. Svona hröð skref hafa ekki verið tekin í kvikmyndasögunni fyrr eða síðar. Eini samanburð- urinn er tölvutækni nútímans en mér persónulega finnst hún ekki jafnast á við þetta. En þó fyrstu myndirnar hafi verið frumstæðar var líka verið að gera kvikmyndir eftir leikritum Shakespeares og söguljóði Dante. Þetta voru kannski ekki miklar myndir á okkar mælikvarða en viðleitnin var til staðar." Malaði gull Stjörnudýrkunin byrjaði mjög snemma. 1 upphafi skömmuðust leikarar sín fyrir að koma fram f kvikmyndum og vildu síður nota sitt eigið nafn. Það breyttist fljótlega. „Um leið og pening- arnir komu inn hætti fólk að skammast sín.“ 1910-1912 var farið að nafngreina Ieikara og hefja þá í guða- og dýrðlinga- tölu. Ymsir í kvikmyndaheimin- um reyndu að spyrna við fótum. Meðan leikararnir voru nafn- lausir höfðu þeir sig ekki mikið í frammi eða kröfðust hárra launa en stjörnukerfið þekktist úr leik- húsunum og það var eins og við manninn mælt, einhver mark- aðsmaðurinn uppgötvaði þetta ráð í hörðum heimi samkeppn- innar. Hann malaði gull fyrir vikið. „Stjörnukerfið gengur út á það að skapa og stjórna fjölmiðlaum- fjöllun um leikara í þeim til- gangi að fá áhorfendur til að fara frekar að sjá kvikmyndir með leikurum sem þeir þekkja og kannast við heldur en ein- hverjum sem þeir þekkja ekki. Þetta er að vísu dálítið köld leið til að fjalla um stjörnudýrkunina vegna þess að með henni er náttúrulega einhverri þörf svalað hjá áhorfendum," segir Björn og bendir á að þörfin fyrir stjörnur hafi verið búin að gera vart við sig áður en farið var að auglýsa leikarana. Florence Lawrence var þekkt sem stelpan f biograph-myndunum og hafði fengið bréf frá aðdáendum. Hún var ráðin frá Biograph til IMP og nafn hennar auglýst til að trekkja að áhorfendur. „Þetta gekk vel. Það var ákveðinn þorsti eftir stjörnum sem viðskiptajöfrar tóku eftir og nýttu sér. Þeir bjuggu ekki til þörfina en þeir sáu hana og full- nægðu henni,“ segir Björn. Hlutverk eftir viðbrögðum Framleiðendur í Hollywood sköpuðu stjörnum ákveðna per- sónugerð í samræmi við vin- sældir þeirra hjá áhorfendum. Þegar leikarar réðu sig á samn- ing hjá kvikmyndaveri léku þeir í aragrúa mynda fyrs’ta árið og síðan voru viðbrögð áhorfenda mæld. Þegar Clark Gable var óþekktur lék hann £12 myndum og jafnmörgum hlutverkum fyrsta árið hjá MGM. Hvernig tók fólkið Clark Gable sem djörfum sjóræningja? Hvernig tóku áhorfendur Clark Gable sem væmnum elskhuga? Þetta voru spurningarnar sem fram- leiðendurnir vildu fá svör við. Viðbrögðin voru mæld og Clark Gable fékk það gervi sem áhorf- endur brugðust best við. Úr þvf að Clark Gable virkaði best sem hrokafullur, sveittur elskhugi þá lék hann það. Bandarfkjamenn náðu forskoti strax frá upphafi kvikmyndasög- unnar og þeim hefur tekist að halda því út á við. Síðustu 50 árin hefur áhorfendahópurinn í Bandaríkjunum þó minnkað með auknu framboði á alls kyns afþreyingarefni. Kvikmyndin hefur ekki jafn ákveðinn sess og áður. Bandarískir kvikmynda- framleiðendur hafa hins vegar verið mjög samkeppnismeðvitað- ir. I dag koma tekjur kvikmynda- fyrirtækjanna ekki eingöngu frá kvikmyndunum heldur, og ekki síður, frá sölu og dreifingu á ýmsum fylgihlutum, tölvuleikj- um, tónlistardiskum og fatnaði. Þannig hefur kvikmyndinni tek- ist að lifa. -GHS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.