Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 1
„Neituðuin með gððri samvisku44 Gylfi Þ. Gíslason, fyrr- lun rádherra, segir að engum ætti að koma á óvart fréttir af því að hér hafi verið geymd kjamorkuvopn. Mildar umræður, bæði í fjölmiðl- um og á Alþingi, áttu sér stað hér á landi í gær eftir að stórblaðið Washington Post flutti fréttir af því að hér á landi hefðu verið geymd kjarnorkuvopn á árunum 1956-1959. Fréttin byggir á um- Ijöllun The Bulletin for the At- omic Scientists um leyniskýrslu frá árinu 1978 sem gerð hefur verið opinber að hluta vegna ákvæða upplýsingalaga. Þar segir m.a. að Island sé annað „kjarn- orkuvopnalaust11 land sem ekki hafi enn skrifað sína kjarnorku- vopnasögu. Osamsett kjarnorku- vopn hafi verið geymd í banda- rísku herstöðinni í Keflavík í ára- tug eða frá febrúar 1956 til júní 1966, og tilbúnar kjarnorku- sprengjur frá september 1956 til september/desember árið 1959. Fréttin keimir ekki á ðvart Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi ráðherra, sat í ríkisstjórn Her- manns Jónasson- ar árin 1956 til 1958. Hann segir að bæði utanríkis- ráðherra og for- sætisráðherra hafi verið sannfærðir um það af banda- ríska sendiherran- um hér á landi að engin kjarnavopn væru hér geymd, en um það var þá mikið rætt opin- berlega. Þess vegna hafi ráð- herrar ríkisstjórn- arinnar getað neitað því að hér væru geymd kjarnavopn. En kemur frétt Was- hington Post hon- um á óvart? „Nei, hún gerir það ekki. Keflavíkurflugvöllur var svo heit- ur staður á þessum kaldastríðs- árum að það þarf enginn að vera hissa þótt þetta komi upp. Það kom mér hins vegar á óvart þeg- ar danskir stjórnmálamenn upp- lýstu að dönsk stjórnvöld hafi vitað af kjarnorku- vopnunum, sem geymd voru á Grænlandi, en logið þvf til að þeir hefðu ekkert vitað. Mér þótti slæmt að heyra að flokksbræður mínir og vinir í Danmörku hefðu vitað hið sanna en skrökvað að þjóð- inni. Það er því ef til vill ekkert und- arlegt þótt fólk spyrji í ljósi upp- Ijóstrana frá Dan- mörku hvort við höfum ekki vitað af þessu á árun- um 1956-1958. Eg get fullyrt fyrir hönd okkar allra sem sátum í rík- isstjórninni að við trúðum bandarískum stjórnvöldum og neituðum því tilvist kjarnavopna hér á landi með góðri samvisku," segir Gylfi Þ. Gíslason. Hættur að vera hissa Steingrímur Hermannsson fyrr- verandi forsætisráðherra segir að faðir sinn, Hermann Jónasson, hafi verið sannfærður um að hér á landi væru ekki geymd kjarna- vopn á árum vinstri stjórnarinn- ar 1956-1958. Hann hefði rætt þessi mál við bandaríska sendi- herrann sem hefði fullyrt þetta við hann. En koma þessar nýju upplýs- ingar Steingrími á óvart? „Eg verð að segja eins og það er að ég er löngu hættur að vera hissa á framkomu stórveldanna og er þá sama hvort heldur er Sovétríkin eða Bandaríkin. Þessi stórveldi hafa hagað sér eins og þau eigi heiminn og ég veit ekki hvort þessara stórvelda var áreið- anlegra, þótt ég hafí alltaf hallað mér til vesturs," segir hann. Aðspurður hvort hann telji að hér séu geymd kjarnavopn nú sagðist Steingrímur efast um það, Bandaríkjamenn hefðu dregið svo úr vígbúnaði sínum, en bætti við: „Hverju á maður annars að trúa?“ - S.DÓR Sjá ítarlega fréttaskýringu í miðo'pnu. Steingrímur Hermannsson, fyrr- um forsætisráðherra, segir ekk- ert koma sér lengur á óvart varðandi framkomu stórveld- anna í garð annarra ríkja. Onnur beinagrtnd Við rannsókn á gröfinni þar sem beinagrind manns fannst að Hraukbæ í Kræklingahlíð við Akureyri í ágúst kom í Ijós önn- ur beinagrind. Undanfarna viku hefur Guðrún Kristinsdóttir, minjavörður við Minjasafnið á Akureyri, unnið að rannsókn grafarinnar. Allt bendir til þess að Iega beinagrindarinnar sem nú er fundin sé mjög svipuð og hinnar fyrri. Beinagrindin ný- fundna liggur um einn og hálfan metra frá hinni fyrri. Guðrún segir að hér sé um fullorðna manneskju að ræða og virðist beinagrindin nokkuð vel varðveitt. Hún segir þetta vissu- lega merkan fund og gefa tilefni til frekari rannsókna á svæðinu en ekki sé hinsvegar á það hætt- andi nú vegna þess hve langt er liðið á haustið. Meiningin er að hefjast síðan handa aftur að liðnum vetri. - Hl Guðrún Kristinsdóttir hugar hér að fótabeinum [sjá innfelldu myndina) nýfundnu beinagrindarinnar. Þótt beinin væru skoðuð á degi beinþynningar voru þau í óvenju góðu ástandi. mynd brink Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Vilium sterkt Rudsútvarp „Við framsóknarmenn viljum fyrst og fremst sterkt Ríkisút- varp sem vinnur faglega. Það er þá ný ákvörðun ef við myndum breyta þessari stofnun í hlutafé- lag. Við höfum ekki viljað það,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks Framsókn- arflokksins. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra greindi frá því í fyrir- spurnatíma á Alþingi í gær að stjórnendur Ríkisútvarpsins mæltu með því að stofnunin yrði gerð að hlutafélagi og að verið væri að vinna að frumvarpi um málið í ráðuneytinu. Það væri þó enn á vinnslustigi og ekki hefði verið tekin um það pólitísk ákvörðun hvort frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi. I samtali við Dag sagði Valgerður að f raun og veru hafi ekkert nýtt komið þarna fram því allir viti að sjálf- stæðismenn hafi aðra skoðun á stofnuninni en framsóknar- menn. „Eg er ekki alveg sann- færð um að þeir vilji sjá Ríkisút- varpið sem sterka stofnun, svo ég segi nú alveg eins og er. En því er öðruvísi farið með okkur,“ segir Valgerður. Víðtæk pólitísk sátt? Björn Bjarnason sagði í umræð- unni f gær að nauðsynlegt væri að víðtæk pólitísk sátt næðist um breytingar á Ríkisútvarpinu og að kröfur einkarekstrar hlytu að fá að njóta sín. Það var flokksbróðir ráðherra, Kristján Pálsson, sem hóf umræðuna og sagði meðal annars að rekstrar- form stofnunarinnar væri úr sér gengið og væri henni fjötur um fót í nútíma samkeppni. Valgerður segir framsóknar- menn í raun ekki hafa verið að velta málinu fyrir sér en ef og þegar frumvarpið verði klárað myndu framsóknarmenn skoða það eins og öll önnur mál. - H1 Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.