Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 9
Ö- FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 Kj amavopn á Islandi? SIGURDÓR SIGURDÖRS- f SON SKRIFAR Frétt bandaríska blaðs- ins Washington Post í gær, þess efnis að bandaríski herinn liafi geymt kjamorkuvopn hér á landi á árunum 1956 til 1959 hefur að vonum vakið gífurlega athygli hér á landi. Fréttin í Washington Post er byggð á skýrslu sem birt var í gær í The Bulletin of the Atomic Scientists, en það er fréttabréf sem gefið er út af hópi kjarnorkuvísindamanna sem eru andvígir kjarnorkuvopn- um. Þar kemur fram að bandarísk kjarnorkuvopn voru geymd á ls- landi frá því í september árið 1956 en voru fjarlægð að nýju einhvern tíma á tímabilinu september til desember árið 1959. Ósamsett kjarnorkuvopn án kjarnahleðslu voru að auki geymd á íslandi í tíu ár, frá því í febrúar 1956 þangað til í júní 1966. í skýrslunni kemur einnig fram að Bandaríkin hafa geymt þúsund- ir kjarnorkuvopna í 48 löndum utan Bandaríkjanna á árunum 1945 til 1977 ogað stjórnvöld í 15 þessara landa hafi ekki vitað af því að bandarísk kjarnorkuvopn væru geymd þar. Meðal þeirra landa, þar sem bandarísk kjarnorkuvopn voru geymd án vitundar stjórn- valda, eru Island, Grænland, Jap- an, Marokkó og Taívan. Þetta hef- ur verið eitt best varðveitta hern- aðarleyndarmál Bandaríkjanna um áratuga skeið. Frásögnin í fréttariti kjarnorku- vísindamannanna er einkum byggð á samantekt sem gerð var fyrir varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna árið 1978, en þar er ítar- lega rakið hvar og hvenær banda- rískum kjarnorkuvopnum var komið fyrir í öðrum löndum á tímabilinu 1945 til 1977. Fyrr á þessu ári var þessi samantekt gerð opinber að kröfu umhverfisvernd- arsamtaka sem nefnast Natural Besources Defence Counsil. Samantektinni frá 1978 fylgdi listi, í svonefndum Viðauka B, yfir bandarísk kjarnorkuvopn erlendis. Aður en þessi listi var gerður opin- ber lét bandaríska varnarmála- ráðuneytið þó sverta yfir nöfn flestra þeirra fimmtán ríkja, sem ekki höfðu fyrir haft vitneskju um að kjarnorkuvopn voru geýmd þar. Höfundar skýrslunnar í The Bulletin of the Atomic Scientists töldu sig þó geta séð út við hvaða ríki væri átt vegna þess að þeim er raðað í stafrófsröð og því tiltölu- lega einfalt að leggja þar saman tvo og tvo. Ekkert kemur hins vegar fram í The Bulletin of theAtomic Scient- ists hvernig þessum málum hefur verið háttað eftir árið 1977. Þráfaldlega komið upp „Þetta er nú ekki ný frétt. Málið hefur þráfaldlega komið upp og það hefur oft verið leitað til Bandaríkjamanna út af samskonar fréttum. Þeir hafa ævinlega svarað því til að það hafi aldrei verið kjarnorkuvopn á Islandi og þeir hafi virt samkomulag þjóðanna á því sviði. Við höfum ævinlega treyst því,“ segir Halldór Asgnms- son utanríkisráðherra um frétt Washington Post. Hann segist telja það afar ólík- legt að Bandaríkjamenn hafi farið að senda kjarnavopn til Íslands 1956 og haft þau þar til 1959, meðan vinstri stjóm var við völd og umræða í gangi um að herinn færi úr landi. „Við höfum enn á ný borið þetta mál undir bandarísk stjórnvöld, sem hafa gefið sömu svör og áður. Það liggur fyrir að í þessum undir- gögnum sem þessir aðilar byggja á er Island ekki nefnt en þeir hafa getið i eyðurnar. Sá maður sem haldið hefur því stífast fram að það hafi verið kjarnavopn á íslandi heldur nú áfram að geta í þessar eyður. Þannig stendur þetta mál í raun,“ segir Halldór. I ljósi þess að dönsk yfirvöld skrökvuðu að dönsku þjóðinni um kjarnavopn á Grænlandi og banda- rísk stjórnvöld neituðu ævinlega að þar væru kjarnavopn, var Hall- dór spurður hvort ekki beri að taka yfirlýsingar Bandaríkjamanna með varúð? „Þegar það mál kom upp árið 1995 var þetta mál rætt á Alþingi. Þá kom í ljós að danskir stjórn- málamenn vissu allan tímann um vopnin þótt þeir Ieyndu dönsku þjóðina sannleikanum. Kjarnorku- vopnum var komið fyrir á Græn- landi með vitund og vilja danskra stjórnvalda. Það eru engin gögn í utanríkisráðuneytinu um að nokk- uð slíkt samráð hafi verið haft við íslenska stjórnmálamenn og við höfum enga ástæðu til að ætla að svo hafi verið. Við hljótum að spyrja okkur þeirra spurninga hvaða ástæðu bandarísk stjórnvöld hafi haft til þess að leyna íslenska stjórnmálamenn þvf. Og hvaða ástæðu hafa menn til þess í dag að viðurkenna það ekki með sama hætti og gert var í Danmörku ef að það hefðu einhvern tímann verið geymd hér kjarnavopn,“ segir Hall- dór Asgrímsson. Kenitir ekki á óvart Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráð- herra, er eini eftirlifandi ráðherr- ann úr n'kisstjórn Hermanns Jón- assonar, sem var við völd á árun- um 1956 til 1958. Hvað segir hann um þessar fréttir að vestan. „A þeim árum sem ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sat var mik- ið um það rætt að hér á landi væru geymd kjarnorkuvopn og margar fyrirspurnir uppi. Við ræddum þetta í ríkisstjórninni og þar var samþykkt að Guðmundur I. Guð- mundsson utanríkisráðherra færi á fund bandaríska sendiherrans til að spyrja hann um málið. Guð- mundur gerði það og var fullviss- aður um að hér væru ekki geymd kjarnavopn. Eg man Iíka eftir því að forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, fór líka á fund sendi- herrans og spurði um þessi mál. Hann fékk sama svar og Guð- mundur I., hér væru ekki geymd kjarnavopn," segir Gylfi Þ. Hann segir að þess vegna, og með góðri samvisku, hafi ráðherr- ar ríkisstjórnarinnar neitað því að hér væru geymd kjarnavopn. Hann r \ Hættan á að illa fari er alltaf fyrir hendi þar sem kjarnavopn eru geymd og svo hefði líka getað verið á Miðnesheiði hafi þar verið geymd kjarnavopn. - samsett mynd: brink var þá spurður hvort þessi frétt Washington Post kæmi honum á óvart? „Nei, hún gerir það ekki. Kefla- víkurflugvöllur var svo heitur stað- ur á þessum kaldastríðsárum að það þarf enginn að vera hissa þótt þetta komi upp. Það kom mér hins vegar á óvart þegar danskir stjórn- málamenn upplýstu að dönsk stjórnvöld hafi vitað af kjarnorku- vopnunum, sem geymd voru á Grænlandi, en logið því til að þeir hefðu ekkert vitað. Mér þótti slæmt að heyra að fiokksbræður mínir og vinir í Danmörku hefðu vitað hið sanna en skrökvað að þjóðinni. Það er því ef til vill ekk- ert undarlegt þótt fólk spyrji í Ijósi uppljóstrana frá Danmörku hvort við höfum ekki vitað af þessu á ár- unum 1956-1958. Ég get fullyrt fyrir hönd okkar allra sem sátum í ríkisstjórninni að við trúðum bandarískum stjórnvöldum og neituðum því tilvist kjarnavopna hér á landi með góðri samvisku," segir Gylfi Þ. Gíslason. Hættur að verða hissa Steingrímur Hermannsson, fyrr- um forsætisráðherra og formaður Framsóknarfiok^ins, segist sann- færður um að faðir sinn, Hermann Jónasson, hafi sem forsætisráð- herra ekki haft hugmynd um að hér væru geymd kjarnorkuvopn á árunum 1956-1958, þegar hann var spurður hvort hann héldi að ís- Iensk stjórnvöld hafi vítað af þesá- um kjarnorkuvopnum. „Við ræddum þessi mál oft feðgarnir, því hann var ævinlega þeirrar skoðunar að hér ætti ekki að vera her á friðartímum. Eina af- sökunin fyrir því að herinn var ekki látinn fara á þessum árum var uppreisnin í Ungverjalandi. Mér er kunnugt um að faðir minn leit- aði til bandarískra stjórnvalda með þessi kjarnorkuvopnamál og fékk það svar að hér væru ekki kjarn- orkuvopn. Ég þykist vita að Guð- mundur I. Guðmundsson, sem þá var utanríkisráðherra, hafi fengið sömu svör. / svonefndum Viðauka B er listi yfir bandarísk kjarnorkuvopn erlendis, raðað eftir löndum. Strikað er yfir nafn íslands og nokkurra annarra landa, en vegna þess að listinn er í stafrófsröð er augljóst hvaða land er átt við. Steingrímur Hermannsson var spurður hvort þessar nýju upplýs- ingar kæmu honum á óvart? „Ég verð að segja eins og það er að ég er löngu hættur að verða hissa á framkomu stórveldanna og er þá sama hvort heldur er Sovét- ríkin eða Bandaríkin. Þessi stór- veldi hafa hagað sér eins og þau eigi heiminn og ég veit ekki hvort þessara stórvelda var áreiðanlegra, þótt ég hafi alltaf hallað mér tií vesturs,“ segir Steingrímur. Aðspurður um hvort hann telji að hér séu geymd kjarnavopn nú sagðist hann efast um það, Banda- ríkjamenn hefðu dregið svo úr víg- búnaði sínum en bætti við: „Hverju á maður annars að trúa?“ Hann var þá spurður hvort hann telji að tengsl séu á milli þess að hér tók við völdum vinstri stjórn sem hótaði að reka herinn haustið 1956 á sama tíma sem kjarnorku- vopn voru llutt til landsins? „Ég hefði nú haldið að Banda- ríkjamenn væru ragari við að flytja hingað kjarnavopn undir vinstri stjórn. Auk þess hlýtur ákvörðun um að flytja kjarnorkuvopn að vera tekin með löngum fi'rirvara. Þeir gera ekki slíkt á augnablikinu," segir Steingrímur Hermannsson. Huliuuii verði svipt af „í sjálfu sér koma þessar fréttir ekki á óvart enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem við heyrum þess- ar fréttir," segir Margrét Frí- mannsdóttir, talsmaður Samlylk- ingarinnar og fulltrúi í utanríkis- málanefnd. „Formaður þingflokks Samfylkingarínnar óskaði eftir því strax í morgun að Alþingi yrði gerð grein fyrir stöðu mála. Þetta mál snýst ekki um stjórn eða stjórnar- andstöðu. Málið snýst um sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðarinnar. Þegar þessi mál hafa áður komið upp og verið til umræðu hefur því ævin- lega verið svarað af bandarískuni stjórnvöldum að hér hafi ekki ver- ið geymd kjarnorkuvopn. Þau hafa þó aldrei gert það með óyggjandi hætti. Þess vegna hljótum við að fara fram á það að íslensk stjórn- völd heimti af bandarískum stjórn- völdum að þessum leyndarhjúp verði svipt af málinu þannig að skýr og hrein svör fáist." Hún segir það mjög alvarlegt ef vilji íslensku þjóðarinnar og vilji ís- lenskra stjórnvalda um að hér verði aldrei geymd kjarnorkuvopn sé vanvirtur. „Við þurfum því að fá svör við því hvort hér hafi verið geymd kjarna- vopn og líka hvort kjarnorkuvopn hafi verið fiutt um Island. Stað- reyndirnar frá Danmörku um að dönsk stjórnvöld vissu um geymslu kjarnorkuvopna á Grænlandi en skrökvuðu að þjóð sinni um að þar væru engin kjarnorkuvopn geymd, gera kröfu okkar um að þessi mál verði gerð upp, miklu sterkari en ella. Það þarf líka að svara því fyrst þetta gerðist 1956-1959, hvað hef- ur gerst síðan," segir Margrét Frí- mannsdóttir. Getgátux A fundi utanríkismálanefndar í gærmorgun kom fréttin úr Was- hington Post aðeins til umræðu. Tómas Ingi Olrich er formaður ut- anríkismálanefndar. Hann var spurður með hvaða hætti utanrík- ismálanefnd ætlaði að taka á mál- inu? „Ég er búinn að fara nokkuð rækilega yfir þennan fréttaflutning og það er ljóst, svo við tökum sem dæmi Washington Post og New York Times, að fréttamcnn blað- anna hafa þcssar upplýsingar frá sérfræðingum The Bulletin of the Atomic Scientists. Þessir sérfræð- ingar eru í raun að geta sér til um að Island sé á lista sem hefur ekki verið birtur og þeir hafa engar heimildir um. Uppruni fréttaflutn- ingsins eru því getgátur manna sem áður hafa komið fram með þessar fullyrðingar, sem ekki hafa reynst réttar. Þar af leiðandi finnst mér ástæðulaust að taka þessar fréttir nú alvarlegar en tilefni er til. Þær eru byggðar á getgátum," sagði Tómas Ingi. Hann var spurður hvort utanrík- ismálanefnd ætlaði að biðja um gögn varðandi þessar fréttir? „Þessi umræddi listi er þannig vaxinn að það hafa verið birt nöfn nokkurra staða þar sem kjarnorku- vopn hafa verið geymd. Það hefur því verið aflétt leynd af hluta list- ans, hinn hluti hans er ennþá fiokkaður undir leynilegar heimild- ir og þá geta sérfræðingarnir sér til um að Island sé á þeim hluta list- ans en hafa ekkert fyrir sér í því. Utanríkismálanefnd hefur mjög oft fjallað um þessi mál og hefur mik- ið safn af gögnum um það. Síðasta alvarlega umfjöllunin sem fram fór um þetta mál var að gefnu tilefni þegar Thule-málið komst á dag- skrá. Þá tók utanríkismálanefnd þetta til ítarlegrar umfjöllunar og til eru miklar upplýsingar um það í fórum nefndarinnar og þær eru nefndarmönnum opnar hvenær sem þeir óska eftir. Að öðru leyti munum við fara yfir málið með ut- anríkisráðherra þegar hann kemur til landsins," sagði Tómas Ingi Ol- rich. Samskiptin tU endurskoðunar „Þessar frétlir hljóta að kalla á að öll samskipti íslendinga við banda- rísk hermálayfirvöld og stjórnvöld verði tekin til rækilegrar skoðun- ar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fulltrúi í utanrík- ismálanefnd. „Það þarf að upplýsa hvað þarna gerðist og hvað íslensk stjórnvöld mögulega vissu án þess að segja það, bæði á þessum tíma og Iíka síðar. Við skulum ekki gleyma því að kjarnorkuvopn eru ennþá staðreynd og hér er banda- rísk herstöð, sem er hluti af víg- búnaði Bandaríkjanna. Ef það er niðurstaðan að vilji íslensku þjóð- arinnar um að hér séu ekki geymd kjarnorkuvopn og meint stjórnar- stefna, hafi algerlega verið huns- aður á þessum árum er þá ekki ástæða til að ætla að það hafi verið gert oftar og lengur.“ Hann bendir á að hingað hafi margsinnis komið herskip úr her- skipaflota Bandaríkjanna eða NATO og sömuleiðis hafi herflutn- ingaflugvélar millilent hér á landi. Það þurfi að upplýsa hvort þessi skip og flugvélar hafi borið kjarna- vopn. „Þess vegna vil ég rækilega skoð- un. Ég vil að við gerum það sama og Danir gerðu í sambærilegu til- viki og raunar Norðmenn líka þeg- ar hlerunarmálin komu þar upp, að þingið skipaði sjálfstæða, óháða rannsóknarnefnd sem kafaði til botns í þessu máli og upplýsti það og kæmi því þar með út úr heimin- um. Ég hef sagt það áður að ég vil að hér verði skipuð einskonar sannleiksnefnd, sem rannsaki mál- in til að losa þjóðina við þessa arf- leifð þannig að hún verói úr sög- unni í eitt skipti fyrir öll. Mér sýn- ist að skírskotunin til nútímans og þeirrar stöðu sem Island enn er í geri þetta mál jafn viðkvæmt og raun ber vitni hjá þeim stjórnvöld- um og þeim stjórnmálaöfium sem bera ábyrgð á hersetunni hér og hafa varið hana eins og Framsókn- arfiokkurinn, Sjálfstæðisflokkur- inn og ekki síst Alþýðufiokkurinn. Þeir eru greinilega feimnir við að málið verði upplýst og gera því eins lítið úr því og mögulegt er,“ segir SteingrímurJ. Sigfússon. Þeir eru kaldir Valur Ingimundarson sagnfræðing- ur hefur mikið rannsakað og skrif- að um þessi mál. Hann segist vilja slá nokkurn varnagla í málinu vegna þess að sannanirnar liggi eldci fyrir um að þarna sé átt við Is- land. Höfundar greinarinnar í The Bulletin of Atomic Scientist, sem eru þrír, byggja þetta á skýrslu sem bandaríska hermálaráðuneytið lét gera árið 1978. I skýrslunni er greint frá því hvar kjarnorkuvopn voru staðsett frá 1945 til 1977. Þegar þremenningarnir fengu skýrsluna í hendur var búið að sverta yfir fullt af nöfnum. I grein- inni eru aðeins þrjú lönd nefnd á nafn. „Þeir geta sér til um hin löndin og gefa sér það að Iandið sem kem- ur á eftir Hawaii sé ísland og þess vegna eru þeir ekki með þetta alveg á hreinu," segir Valur. Hann segist því fullur efasemda og að honum þyki þcir Robert S. Norris, WiIIiam M. Arkin og Willi- am Burrvera, kaldir að slá þessari fullyrðingu svona fram. „Ég er ekki sannfærður um að kjarnorkuvopn hafi verið hér á landi á árunum eftir 1956,“ segir Valur Ingimundarson. Davíð Oddsson: Ályktun höfunda greinarinnar er röng. „Upphlaup eftir lausafréttum66 Fjörlegar umræður voru á Alþingi í gær um meinta kjamorku vopnageymslu á ís- landi. Margrét Frímannsdóttir fór fram á utandagskrárumræðu á Alþingi í gær vegna fréttanna um meinta kjarnorkuvopnageymslu Banda- ríkjamanna á íslandi á árunum 1956-1959. Til andsvara var Davíð Oddsson forsæt- isráðherra, þar sem Hall- dór Asgrímsson utanríkis- ráðherra var staddur er- lendis. Óskað eftir rannsnkn- amelhd Margrét krafðist þess að íslensk stjórnvöld gengju úr skugga urn hvort upp- lýsingar um kjarnavopn á íslandi reyndust réttar. Kreljast ætti þess að leynd, sem hvílt hefði yfir skjöl- um er vörðuðu Island, yrði aflétt þannig að umræðan væri ekki byggð á Iíkum og getgátum. Hún sagði þetta ekki vera mál sem skildi að stjóm og stjómarandstöðu. Málið snerist um sjálfsá- kvörðunarrétt þjóðarínnar. Margrét fór einnig fram á Margrét Frí- mannsdóttir. „Fáránleg vinnubrögð“ Davíð sagði gaman að sjá „gamla drauga" birtast á borð við William Arkin, einn höfunda greinarinnar í Bulletin. Hann sagði þessa höf- unda geta sér til að Island væri á listanum um lönd sem geymt hefðu kjarnorkuvopn. „I greininni búa þeir sér til sinn eigin lista þar sem þeir setja ísland innan sviga í eina eyðuna á listan- um. Þar hljóti tsland samkvæmt stafrófsröð að vera í frumritinu. Þetta eru nú öll vísindin. Á þessum óvísindalegu og reyndar fáránlegu vinnu- brögðum byggja síðan fjöl- miðlar, sem fjölluðu um málið, umfjöllun sína. Landvarnarráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir við íslensk stjórn- völd að ályktun höfund- anna í tímaritsgreininni sé röng og að ísland sé ekki á listanum í frumriti hans,“ sagði Davíð og sá ástæðu til að endurtaka síðustu setninguna fyrir þing- heimi. það við forsætisráðherra að skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem skila myndi skýrslu til Alþingis. Fjölmargir þingmenn kvöddu sér hljóðs í umræðunni og skiptist af- staða þeirra eftir stjórn og stjórn- arandstöðu. Stjórnarliðar sögðu ekkert nýtt hafa komið fram á meðan stjórnarandstöðuþing- menn kröfðust aðgerða að hálfu stjórnvalda. Vísað var til reynslu Dana vegna kjarnorkuvopna- geymslu í Thule á Grænlandi, sem danskir stjórnmálamenn hefðu neitað að væri til. Davíð Oddsson svaraði því til að forystumenn Alþýðubandalagsins væru ekki í fyrsta sinn að notfæra sér „fréttir ýmiskonar og helja upp upphlaup og umræður af litlu til- efni.“ Vitnaði hann til orða Mar- grétar um að fréttir til þessa af málinu hefðu verið lausafréttir en þegar þær fréttir hefðu borist á sínum tíma hefðu þær ekki verið meðhöndlaðar sem slíkar. Hann sagði utanríkisráðherra hvem af öðrum hafa svarað svipuðum spurningum; Olaf Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Jón Baldvin Hannibalsson og síðast Halldór Ásgrímsson árið 1995. Oll svörin hefðu verið á sömu lund, að engar haldbærar upplýsingar bentu í þá átt sem „hér er verið að þyrla upp“. Þvert á móti bentu upplýsingar ís- lenskra og bandarískra ráðamanna til þess að á Islandi hefðu ekki ver- ið geymd kjarnorkuvopn. „Kaldastríðsdraugux- inn ljósUfandi" Þórunn Sveinbjarnardótt- ir, þingmaður Samfylking- Þórunn Svein- ar> sa8ði „kaldastríðsdraug- bjarnardóttir inn“ gan8a ljóslifandi í söl- ---- um Alþingis, ekki í líki fýr- irspyijanda, Margrétar Frí- mannsdóttur, heldur í líki forsæt- isráðherra. Hún sagði það verkefni stjórnvalda að komast að hinu sanna í málinu og spurði hún Dav- íð hvort hann hefði áhuga á slíku. Það gilti einu hveijir hefðu verið. í ríkisstjórn á umræddu árabili. Nauðsynlegt væri að bandarísk stjórnvöld leggðu spilin á borðið. Heiðarleiki og áreiðanleild banda- riskra stjórnvalda í samskiptum við Island væri í veði. Rannveig Guðmundsdóttir sagð- ist vera gáttuð á viðbrögðum for- sætisráðherra. Málið snerist ekki um hveijir hefðu verið við völd árin 1956-59. Flokkarnir ættu að standa saman í því að kreljast ná- kvæmra upplýsinga. En aðeins rík- isstjómin gæti gengið erinda þjóð- arinnar hjá Bandaríkjamönnum. Leikrit sett á svið Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra sagði það „út í bláinn“ að halda því fram að málið hefði ekki verið rannsakað af hálfu banda- rískra og íslenskra stjórnvalda. Ekkert nýtt hefði komið fram nú og sömu þingmennirnir væru að elta uppi lausafréttir frá útlöndum og „setja upp leikrit á svið“. Það vakti fýrir William Arldn og félög- um að hnekkja þeirri stefnu bandarískra stjórnvalda að játa hvorki né neita kjarnorkuvopnum í einstökum löndum. Þeim væri al- veg saman hvort það væri Island eða annað land^ - BJB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.