Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 7
I FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 - 7 Samkeppi- þegar þao hcntar „Á hinn bóginn, og andstætt þessu, er svo hið darwiníska sjónarhorn sem Óii Björn Kárason, ritstjóri Dagblaðsins, og Hannes Hólmsteinn frjálshyggjuprófessor eru helstu talsmenn fyrir. Samkvæmt því réttlætist hegðun manna á eignarhaldi, “ segir Grímur m.a. í grein sinni. GIJI'VUJK HAKONAR SON - 1 NEMI A mí SKRIFAR Ég er staddur í Húsi Verslunar- innar, nánar tiltekið á hæð 1. Fyrir ofan mig eru svo og svo margar stofnanir sem oftlega er getið á síðum blaðanna. Þær eru sagðar stunda „viðskipti" sem er annað orð yfir heiðarleika í dag. En tildrög þessarar staðsetn- ingar minnar eru semsagt þau, að ég drýgi stundum tekjurnar með því að bóna gólf og dusta rykaf hurðarhúnum þessa sóma- kæra fólks. Og núna - í þessum töluðu orðum - krýp ég einmitt við einn af stóru gluggunum á 1. hæðinni, gegnt Sjóvá-AImenn- um og Morgunblaðshöllinni (takið eftir þessari dramatísku staðsetningu!), og dunda mér við að hreinsa rykið úr gluggakarm- inum. Við hliðina á mér er blómapottur; stór eins og allt annað í húsinu. Ég beygi mig yfir hann til þess að ná til ryks innar- lega úr horninu. Og hvað sé ég þarna ofan í pottinum? Sé ég ekki bara STOÐ 3 spilastokk! Með straumlínulagaða þrívídd- arlógóinu og alles. STÖÐ 3 spilastokkur í blómapotti hjá Verslunarráði Islands! Hugsið ykkur. Alveg brilljant markaðs- setning. Eftir dálitla umhugsun rifjað- ist það upp fyrir mér að STÖÐ 3 hafði farið á hausinn um svipað leyti og Morgunpósturinn. Hún hafði aðeins fengið að vera til í fáeina mánuði þangað til hún var sprengd í tætlur af manni sem heitir Jón. Jón þessi hafði þó manndóm í sér til að setja brotin í spilastokka og selja sem blómapottaskraut til Verslunar- ráðs Islands. Og þannig h'tur ís- lenskur sjónvarpsmarkaður út í dag: RUV og maður sem heitir Jón. Samkeppni og siðferði Samkeppni er huggulegt orðatil- tæki. Hún er „II duce“ hins töl- fræðiútlítandi manns. Megin- röksemdin fyrir því að einkaaðil- um, fyrirtækjum, einstaklingum og kennitölum ýmisskonar, sé eftirlátin forsjá yfir helstu at- vinnutækjum þjóðarinnar, er, að með því hljótist eðlileg sam- keppni á markaði sem skili sér í lægra vöruverði til neytandans. Með henni tryggjum við skyn- samlega nýtingu velflestra eðlis- þátta daglegs lífs, þ.m.t. nýtingu arðsemisgena og sparnaðarhvat- ar. Það er henni að þakka að menn fá frelsistilfinningu þegar þeir koma inn í súpermarkað. En sumir menn eru í eðli sínu óþægir og á þá bíta engin núgild- andi lög, sbr. Jón, og ekki heldur ráðherraraddir sem túlka vilja siðferði viðskipta. Þarna er vandamál sem ekki verður rétt- lætt öðruvísi en með einhverri abstrakt markaðsmónólógíu sem segir að heildaráhrif þess séu, þegar allt kemur til alls, öllum til hagsbóta. Það kemur skúringa- konunni niðri á Stöð 2 vel að Jón Ólafsson sé siðlaus í viðskiptum - hún gæti átt von á kauphækk- un. Því hefur stundum verið varpað fram sem siðferðislíkingu um samkeppni á markaði, að ef Jón Ólafsson og Mahatma Gandhi deildu saman leiguhús- næði og Gandhi lægi einn morg- uninn mótstöðulaus á gólfinu, þá myndi Jón ekki hika við stíga ofan á hann. Dýrð sá Darwin Samheitið hægrimaður er orðið ansi geðldofið þegar kemur að því að ræða samkeppnismál, og að undanförnu hefur ldappstýru- hópur Sjálfstæðisflokksins verið ákaflega ósamstígur í þeim mál- um. Samviska hægrimannsins er þó helst áþreifanleg þessa dag- anna í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins. Þar sæta fákeppnistil- burðir og samþjöppun á markaði oft harðri gagnrýni. Á hinn bóg- inn, og andstætt þessu, er svo hið darwiníska sjónarhorn sem Óli Björn Kárason, ritstjóri Dag- blaðsins, og Hannes Hólmsteinn frjálshyggjuprófessor eru helstu talsmenn fyrir. Samkvæmt því réttlætist hegðun manna á eign- arhaldi. Ef fyrirtæki í einkaeigu brýtur samkeppnislög er það kallað hagræðing eða viðskipta- frelsi. Ef fyrirtæki í ríkiseigu brýtur samkeppnislög er það kallað siðleysi eða alræðishyggja. Samþjöppun eigna á markaði er náttúruval Darwins með fram- salsheimild frá Milton Fried- man. Það er aðeins einn vondur kapítalisti í heiminum að mati Hannesar. Og það er Jón Ólafs- son sem fjármagnaði kosninga- baráttu R-Iistans með ólöglegri eiturlyfjasölu. (Bíðið nú hæg: Hvernig getur eiturlyfjasala verið ólögleg hjá manni sem vill hvort sem er lögleiða eiturlyf?!) Tvíeðli stjómvalda Það öfugmæli að „sumir kapít- alistar séu betri en aðrir" hefur verið sannmæli f Stjórnarráðinu ansi lengi. Þegar eitthvað krítískt mál kemur upp á samkeppnis- markaði er ýmist gripið til Morg- unblaðssamviskunnar eða darwinisma Hannesar til að rétt- læta ákvarðanatökur, og fer það eftir því hvaða aðilar eiga í hlut hverju sinni. Þetta er stundum kallað hcntistefna í pólitísku máli. Það þóttu siðlausir við- skiptahættir hjá Jóni og félögum að skrásetja fyrirtæki í Lux- emburg og kaupa þaðan fjórð- ungshlut í Fjárfestingarbankan- um. Bara óveijanlegt skattsvindl! I sömu vikunni og þetta gerðist lögðu stjórnvöld blessun sína yfir nýja löggjöf sem heimilar starf- semi alþjóðlegra pappírsfyrir- tækja í íslenskri lögsögu; fyrir- tækja sem hafa dulkóðaða hlut- hafaskrá og borga aðeins 5% í tekjuskatt til ríkisins, rétt eins og í Luxemburg! Þegar Eimskipafé- lagið fékk loksins samkeppni á sjóflutningsmarkaði frá skipafé- laginu Atlanta, sem hafði af þeim varnarliðsflutningana með djörfu undirboði sl. vor, tóku stjórnvöld upp málstað Eim- skipafélagsins og tryggðu því áframhaldandi einokunarstöðu. Sömu stjórnvöld saka nú for- svarsmenn Baugs um einokunar- tilburði á matvörumarkaði þrátt fyrir að þeirra markaðshlutdeild sé þriðjungi minni en Eimskips! Er nema von að Sævar Karl þurfi að hætta sölu á BOSS-herrafatn- aði þegar litli bróðir Eimskips, Flugleiðir, er byrjaður að selja hann tollfrjálsan í fríhöfninni sinni? Sem stjórnvöld seldu fyr- irtækinu á spottprís á síðasta kjörtímabili þrátt fýrir að nokkrir álitlegir kapítalistar hafi boðið hærra verð? GafLaríim hafnfírskí gegn vímuefnum í haust tók Lionsklúbbur Hafnar- fjarðar upp nýja gerð söfnunar, Gaflaradaginn, sem endar að kvöldi með Gaflarahátíð. Meðal söfnunaratriða er að gert verður árlega Gaflaramerki, með mynd hins eilífa GAFLARA Hafnfirð- inga. A merki þessu er áletrun sem breytist frá ári til árs, því er hér um safngrip að ræða. Merkin verða seld árlega fyrir utan stór- markaði í Hafnarfirði, 3 daga fyr- ir hátíðina hverju sinni. Upplag merkisins er aðeins 2000 eins og tala lokaárs aldarinnar. Þá er einnig nokkur ágóði af Gaflarahá- tíðinni og uppákomum þar. Samt verður Gaflarinn á hverjum tíma aðal tekjulind vímuvarnaátaksins. Hann kostar aðeins kr. 500,00. Agóði þessarar söfnunar verður notaður sem „ALDAMÓTAÁTAK í VÍMUEFNAVÖRNUM“. Það verður fyrst og fremst falið í því, að veita fé einvörðungu til þeirra hluta er verkefnanefnd telur að eigi öruggan möguleika á að vera markvissar úrbætur þessara mála í bænum. Mun leitað til aðila eins og sýslumanns, bæjarstjóra, barnaverndar og foreldrafélaga til úrskurðar um það. Þeir þekkja best er á brennur. Þá verður Ieitað til nokkurra nágrannaklúbba og annarra aðila um kaup á Gaflaranum. A það skal ennfremur bent, að hér er um safngrip að ræða og að hægt er að panta hann beint frá: LionsklúSbur Hafnarfjarðar, Bæj- arhrauni 2, 220 Hafnarljörður. Ætlunin er að selja merkin upp hverju sinni. Hafnfirski Gaflarinn gegn vímuefn- um. Spariklædd hönnun fyrir Lkl. Hafnarfjarðar. ii.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.