Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 11
T Xk^ur ERLENDARFRÉTTIR FIMMTUDAGVR 21. OKTÓBER 1999 - 11 ■í, n * Megawati Sukarnoputri óskar Abdurrahman Wahid til hamingju með forsetakjörið. Hoí'saniur múslimi kosinn forseti Til óeirða kom víða í Indónesíu eftir að Abdurrahman Wahid var óvænt kosinn for- seti landsins. Abdurrahman Wahid var í gær kosinn forseti Indónesíu og sór embættiseið sinn fáeinum klukkustundum síðar. Wahid er 59 ára, telst vera hófsamur mús- Iimi og nýtur töluverðrar virðing- ar, en heilsu hans mun vera farið að hraka. Hann hefur tvisvar fengið hjartaáfall á síðustu árum og er nánast blindur. Wahid hefur jafnan verið tals- maður umburðarlyndis milli ólíkra trúarhópa og annarra þjóð- félagshópa á Indónesíu og sagði í kosningabaráttunni að hann myndi halda áfram að efla lýð- ræðisþróun í landinu og koma á fót þeim efnahagsumbótum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett skilyrði um. Stuðningsmenn Mégawati Sukarnoputri, sem fyrir kosning- arnar var talin eiga verulegar sig- urlíkur, efndu víða til óeirða í Indónesíu, köstuðu grjóti og eldsprengjum að lögreglusveitum og kveiktu í húsum í höfuðborg- inni. A.m.k. einn maður lést og tugir manna slösuðust. Fyrstu frjálsu forsetakosn iugamar Habibie, sem verið hefur forseti frá því Suharto lét af völdum í maí árið 1998, hafði dregið framboð sitt til baka skömmu fyrir kosningarnar, enda var þá Ijóst orðið að hann myndi ekki ná kjöri þar sem þingið hafði daginn áður hafnað skýrslu hans þar sem hann gerði grein fyrir at- höfnum stjórnar sinnar. Það er sérstök þingsamkoma sem kýs forseta landsins í Indónesíu', en þar sitja bæði þingmenn landsins og fulltrúar sem ríkisstjórnin og herinn til- nefna.Wahid hlaut 373 atkvæði en Megawati Sukarnoputri 313. Fimm þingmenn sátu hjá, en þingmepnirnir eru a|lp,7j00. Þetta eru fyrstu forsetakosn- ingarnar í Indónesíu í 54 ár sem hægt er að segja að í raun hafi verið frjálsar og að samkeppni hafi ríkt milli frambjóðenda. A valdatíma Suhartos, sem stóð í meira en þrjá áratugi, var þing landsins afar undirgefið forset- anum. Óviðeigandi að kona sé við völd Ihaldssamir múslimar voru mjög á móti því að Megawati kæmist til valda og töldu það óviðeigandi að kona væri við völd í fjölmenn- asta múslimaríki heims. Floklmr hennar fékk flest at- kvæði allra flokka í þingkosning- unum þann 7. júní síðastliðinn, um 34%, en þó ekki nægilega inörg til þess að ná meirihluta á þingi. Þjóðvakaflokkur Wahids fékk 12% atkvæða en stjórnar- flokkurinn Golkar var í þriðja sæti. A.m.k. 10.000 stuðningsmenn Megawati reyndu í gær að kom- ast inn í þinghúsið í Jakarta, höf- uðborg Indónesíu, en var meinað það af öryggissveitum landsins. Aðrir hópar mótmæltu einnig, m.a. efndu um 30.000 stuðn- ingsmenn Habibies, fráfarandi forseta, til mótmæla á eyjunni Sulawesi, þar sem Habibie býr. Kveikt var í ráðstefnumiðstöð í Jakarta og fleiri skemmdarverk unnin. Mikil spenna ríkti í land- inu og áttu sumir jafnvel von á að bylting yrði gerð f kjölfar kosninganna. Megawati bað stuningsmenn sína og landsmenn alla um að halda ró sinni og viðurkenna úr- slit kosninganna. Hún óskaði Wahid til hamingju með sigurinn strax að kosningunum afstöðn- um og söng þjóðsönginn með hinum þingmönnunum. Líkur aukast á hemámi Grosní RÚSSLAND - Rússneski herinn útilokar ekki lengur hernám Grosní, höfuðborgarTéténíu. Heldur er ekki útilokað að landið allt verði her- numið. Rússar hafa síðustu daga haldið æ lengra inn í landið án verulegrar mótspyrnu og eru komnir í næsta nágrenni höfuðborgar- Tyrkir dæma höm til dauða TYRKLAND - Tyrkneskur lögfræðingur skýrði frá því í gær að á síð- ustu nfu árum hafi 231 barn hlotið dauðadóm í Tyrklandi, og er þá átt við börn yngri en 18 ára. Þetta er ótvírætt brot á mannréttinda- sáttmála Evrópu auk þess sem Tyrkland hefur undirritað, en reynd- ar ekki staðfest, alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna um vernd barna. Lögreglustjórinn drukkinn undir stýri ÞYSKALAND - Lögreglustjórinn í borginni Bautzen í Þýskalandi var gripinn drukkinn undir stýri á þriðjudagskvöld, og missti bæði emb- ættið og ökuskírteinið. Lögregluþjónar báðu yfirmann sinn í fyrstu að blása í blöðru, en hann neitaði og var handtekinn eftir að hafa r^ynt að, kopipst, undan á flótta, r . Papon flúinn FRAKKLAND - Maurice Papon, sem dæmdur var til tíu ára fangels- isvistar fyrir að hafa aðstoðað þýska nasista við nauðungarflutninga á gyðingum í seinni heimsstyijöldinni, er flúinn. Hann hefði átt að mæta í fangelsið í gær, en skildi eftir sig skilaboð þar sem hann seg- ir að sjálfskipuð útlegð sé eina Iausnin sem full sæmd væri að fyrir sig við þessar aðstæður. Hundmð manna saknað NDÓNESÍA - Allt að þrjú hundruð manna var saknað í gær eftir að ferja sökk nálægt eyjunni Hube í Indónesíu. Óljóst var hvers vegna slysið varð, en þungur sjór var þar sem skipið sökk. A.m.k. 26 manns hafði verið bjargað úr sjónum á Iífi. Mammútur fundinn RÚSSLAND - I Síberíu hefur 20 þúsund ára gamall mammútsboli verið grafinn úr jörðu, en þar hafði hann geymst í frosti og mun vera afar heillegur. Alþjóðlegur hópur vísindamanna hyggst gera tilraun með að einrækta mammút úr frumum dýrsins, en mammútar hafa verið útdauðir í meira en tíu þúsund ár. í LAGER ÚTSALAI sendum um land allt. Reiðhj'óla aukahluf ‘ 7 0°/ afsláttur ml Fulla ferð á útsöluna... *' EVRÓ ^ Borgartún 22 105 Reykjavík sími: 551 1414 ^ Straufrír sængurfa 100% bómuf 4 ára ábyrgð á sængurfat frá Fussen Umboðsmaður S. ÁRMANN MAGNÚSSOM Skútuvogi 12, sími 568 7070 www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.