Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 6
6 - FIM M TUDAGU R 21. OKTÓBER 1999
ÞJÓÐMÁL
Dímmr ___________
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjúri: eyjólfur sveinsson
Ritstjóri: elIas snæland jónsson
Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVfK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.ls
Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 KR. Á MÁNUÐI
Lausasöiuverð: 150 KR. OG 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Netföng auglýsingadeildar: greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is
Sfmar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-i6i5 Ámundi Amundason
(AKUREYRI)460-61 91 Gunnar Gunnarsson
460-6192 Gréta Björnsdóttir
Símbréf augiýsingadeiidar: 460 6161
Simbréf ritstjórnar: 460 617UAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Burt með leyndina
1 fyrsta lagi
Leyniskýrsla sem samin var af bandarískum stjórnvöldum árið
1978 en fyrst birt núna, tveimur áratugum síðar, gefur sterk-
Iega til kynna það sem margir töldu sig vita, að Keflavíkurflug-
völlur var bandarísk atómstöð. Þótt Bandaríkjamenn reyni enn
að leyna sannleikanum með útstrikunum í hinni birtu skýrslu,
bendir allt til þess að sjálfar atómsprengjurnar hafi komið
hingað í september árið 1956 og verið hér fram til ársloka
1959. Ósamsettar kjarnorkusprengjur hafi hins vegar verið
hér mun lengur eða allt fram til ársins 1966.
í öðru lagi
Reynsla Dana styrkir þá trú að leyniplaggið sé enn frekari stað-
festing þess að bandarísk stjórnvöld hafi áratugum saman log-
ið að íslensku þjóðinni. Því var stöðugt neitað af bandarískum
og dönskum stjórnvöldum að kjarnorkuvopn hefðu verið
geymd á Grænlandi, jafnvel eftir að flugvél með slíkum vopn-
um hrapaði þar árið 1968. Það var ekki fyrr en Niels Helveg
Petersen tók við starfi sem utanríkisráðherra að sannleikurinn
kom í ljós. Bandarísk stjórnvöld létu hann vita í leynibréfi að
kjarnorkuvopn hefðu víst verið á Grænlandi, en báðu hann að
þegja um það. Petersen birti hins vegar bréfið. Síðan fór fram
ítarleg, óháð rannöókn sem svipti lygahulunni endanlega burt.
1 þriðj lagi
Sumir danskir ráðherrar vissu af tilvist kjarnorkuvopna á
Grænlandi en lugu að þjóð sinni. Þeir tóku þannig þátt í lyga-
vef Bandaríkjamanna. Ekkert skal fullyrt um hvað íslenskir
stjórnmálamenn vissu á sínum tíma, en Gylfi þ. Gíslason, sem
var ráðherra um langt árabil frá árinu 1956, fullyrðir að þeir
hafi ekkert vitað. Hvað sem því líður er óþolandi að fá ekki
botn í þetta mál. Islensk stjórnvöld hljóta að kreíjast þess að
leyndinni verði svipt af þeim yfirstrikuðu orðum í leyniskýrsl-
unni frá 1978, sem fullyrt er að hafi að geyma nafn Islands og
að hið sanna komi í ljós. Það dugar ekki lengur að láta sér
nægja yfirlýsingar stjórnvalda, sem hafa orðið uppvís að skipu-
legum lygum um þessi mál áratugum saman.
Elías Snæland Jónsson
Horft á mökkinit
Garri er að hugsa um að sækja
um vinnu hjá Hollustuvernd-
inni. Samkvæmt frétt í Degi í
gær sitja þeir bara og horfa út
um gluggann sinn á meðan
óhollustan streymir út um
strompa hinnar íslensku stór-
iðju. I Iærðu viðtali bendir for-
stjóri þessarar merku stofnun-
ar á það, að því miður taki
menn ekki íslenska mengunar-
löggjöf alvarlega og Garri fær
ekki betur séð en það sé þess
vegna sem enginn gerir neitt á
meðan þriðji ofn Járnblendis-
ins dælir út í andrúmsloftið
tonnum af því sem sagt er vera
bráðhollt kísilryk. Trúlega er
það hin mesta firra,
sem heyrst hefur, að
heymæði sé viðvar-
andi í rollum í Skil-
manna- og Hval-
fjarðarstrandar-
hreppi, þær eru bara
að hósta upp kísil-
ryki - sem „nota bene“ er
hvorki hættulegt skepnum eða
mönnum og er trúlega eina
ástæða þess að þessar skjátur
eru ekki löngu dauðar úr ein-
hverri annarri pest.
Sjóndepra
Enda taka menn það rólega í
Síðumúlanum í Reykjavfk og
muldra bara eitthvað um
prufutíma þegar sveitamenn
sunnan Skarðsheiðar, og Iíf-
rænir bændur í Kjósinni eru
að bögga þá vegna sjóndepru,
andstyttu og óhreininda sem
þeir rekja til mökksins sem
liggur yfir héraðinu. Svarið er
alltaf það sama: Hollustu-
vernd getur ekkert gert og hef-
ur engin úrræði. Auk þess eru
Hollustuverndarmenn dugleg-
ir að benda á að viðmiðunar-
mörkin séu nú þannig, að
skoða þurfi málið yfir lengri
tíma og að jafnaði sé mengun-
in afskaplega lítil og langt
því engin ástæða fyrir HoII-
ustuvernd að standa á fætur
og þenja brjóst og sperra stél.
Andstuttir Borgfirðingar bölva
hins vegar hátt og í hljóði þeim
degi þegar þeir trúðu því sem
sagt var, að bæði Járnblendið
og „Bláa skrímslið" - álverk-
smiðja Norðuráls væru algjör-
lega mengunarlaus.
Atvinnuöryggi
Það fór fyrir þeim eins og svo
mörgum góðum mönnum, að
átta sig ekki á því að verið er
að tala um meðaltalsmengun-
arleysi. Þannig að ef útblæstri
og mengun er dreift niður á
allt árið þá kemur í
ljós að eituráhrifin
eru ekkert sérstak-
lega mikil per dag.
Um það er Holl-
ustuvernd tilbúin
að vitna hvar sem
er og hvenær sem
er. Það talar hins vegar enginn
um eituráhrifin þá daga sem
þau eru raunverulega í gangi.
Rollurnar þola ágætlega ráð-
lagðan meðaltalsdagskammt
Hollustuverndar af kísilryki,
þó þær verði mæðuveikar af
því að taka inn ársskammtinn
á nokkrum dögum. Sama gild-
ir auðvitað um mannfólkið,
enda lætur Hollustuvernd sér
nægja að horfa á mökkinn úr
skrifstofum sínum í Síðumúla
í stað þess að fara á svæðið og
stofna sjálfum sér í voða. Garri
leggur mikið upp úr atvinnu-
öryggi - og hjá Hollustuvernd
vilja menn greinilega vera í ör-
uggri fjarlægð frá menguninni
- því er þetta spennandi at-
vinnukostur. Þeir hljóta líka að
þurfa að fara að fjölga starfs-
fólki, því nú er von á fleiri
verksmiðjum sem ekki er hægt
að hafa áhrif á! garri
Ki amorkuvopn ?
Að sjálfsögðu!
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
—' fe skrifar
l. .'-fag-l
Eru virkilega einhverjir sem trúa
því að Bandaríkjamenn hafi ekki
verið með kjarnorkuvopn á Is-
landi, samansett, í flugvélum eða
með öðrum hætti? Halda menn
að það séu fífl og veifiskatar sem
stjórna bandaríska hernum? Ef
menn eru tilbúnir að trúa því að
ekki hafi verið kjarnavopn á ís-
landi, þá er örugglega líka hægt
að telja þeim hinum sömu trú
um að Bandaríkin hafi tapað fyr-
ir Japan í heimsstyrjöldinni síð-
ari.
Bandaríkjamenn unnu reyndar
það strfð og er söguleg stað-
reynd, sem tilvist kjarnavopna á
íslandi er ekki, enn sem komið
er. En það er fleira sannleikur en
sögulegar staðreyndir, heilu trú-
arbrögðin byggja á sannleika sem
hafa lítið sem ekkert með sögu-
legar staðreyndir að gera. Þannig
að það ætti a.m.k. ekki að vera
erfitt fyrir þá sem játa kristna trú
að trúa því að kjarnavopn hafi
verið á íslandi, þó það sé ekki
beinlínis skjalfest.
Kjarnavopn í Japan
Og það er í það minns-
ta hlálegt að halda því
fram að eitthvað sé að
byggja á yfirlýsingum
sem frá hernaðaryfir-
völdum vestra koma
varðandi þetta mál. Og
segja eins og íslensk
stjórnvöld hafa alltaf
sagt: Ja, Kanarnir segja
okkur að hér hafi aldrei verið slík
vopn og ekki færu þeir að ljúga
eða vanvirða samninga við full-
valda þjóð og hunsa sjálfsákvörð-
unarrétt hennar.
Bandaríkjamenn og önnur
stórveldi hafa aldrei virt samn-
inga eða sjálfsákvörðunarrétt
smáþjóða þegar það hefur stang-
ast á við efnahagslega eða hern-
...;«' 'j' i‘j r
aðarhagsmuni þeirra. Þegar
þessi mál voru til umræðu á ís-
landi einu sinni sem oftar fyrir
allmörgum árum, þá svöruðu
ráðamenn íslenskir reyndar að
það væri stefna Banda-
ríkjahers að veita
aldrei svör við spurn-
ingum um það hvort
kjarnorkuvopn væru
staðsett hér eða þar. A
sama tíma og þessi
umræða var í gangi
hér, neyddust her-
málayfirvöld bandarísk
til að viðurkenna að skip með
kjarnorkuvopn innanborðs hefðu
komið inn á hafnir í Japan. Þetta
var skýlaust brot á samningum
og þarna voru vesturheimskir
staðnir að lygi. En þeir færu nú
varla að ljúga að vinum sínum Is-
Iendingum, þó þeir hefðu logið
örlítið að Japönum, sögðu ráða-
menp hér þeima þá.
Nauðsyn brýtur lög
Hernaðarpólitík snýst ekki um
heiðarleika eða um það að
standa við gerða samninga. Allt
er leyfilegt í ástum og stríði. Ef
Bandaríldn hafa talið það nauð-
synlegt að hafa kjarnorkuvopn á
íslandi, þá hafa þau verið þar,
hvað svo sem samningar og yfir-
lýsingar fyrr og nú fela í sér.
Ef kjarnorkuvopn hefðu ekki
verið staðsett á Islandi í lengri
eða skemmri tíma, þá hefðu
hernaðaryfirvöld vestra verið að
bregðast skyldu sinni, þ.e. að
tryggja bestu, að þeirra mati,
mögulegu varnir fyrir Vestur-
veldin. Og þeim hagsmunum
hefði að sjálfsögðu aldrei verið
fórnað vegna þess að einhver
ákvæði sem bönnuðu staðsetn-
ingu kjarnorkuvopna á íslandi
var að finna í samningi við þetta
dvergríki í Norðurhöfum.
. r!W«1 ; fWH'wlíKm 1-í-v
-X^HT
Á að loka ofni Jám-
blendiverksmiðjunnar á
Grundartanga, sem hef-
ur valdið mengun að
undanfömu?
Ólafur Magnússon
Jv. formaðurSólar í Hvdfirði.
„Ekki er viðun-
andi að hreinsi-
búnaður bæði í
Járnblendiverk-
smiðjunni og ál-
veri Norðuráls
hafi verið að bila
undanfarið.
Dreifing mengunarefna er um-
fram það sem Hollustuvernd
gerði ráð fyrir og ljóst er að áætl-
anir og útreikningar á veðurlagi í
Hvalfirði eru rangir. Því er brýnt
að yfirvöld bregðist við, rann-
sóknir verði efldar og komið í veg
fyrir mengun. Besta leiðin í þeim
efnum er að Ioka ofninum í Járn-
blendiverksmiðjunni þar til
hreinsibúnaðurinn er kominn í
lag.“
Linda Samúelsdóttir
bóndi í Tungu í Svínadal.
„Ofninn á auðvit-
að ekki að vera í
gangi nema hann
sé í Iagi. Annað á
ekki að koma til
greina. Eg sé
þennan Ijóta reyk
leggja nú frá
Grundartanga hér um allan
Hvalfjörð, oft niður með Akra-
fjalli og niður á Skaga. Almennt
eru mengunarvarnir Járnblendi-
verksmiðjunnar ekki í nógu góðu
lagi, og að staðaldri er útblástur
mengunarefna þaðan fjórum til
sex sinnum meiri en gerist í sam-
bærilegum verksmiðjum erlend-
Gísli S. Einarsson
þingmaðurSamfylkingar.
„Það er fáránlegt
að tala um lokun,
nema þá að þessi
vandamál séu
óviðráðanleg.
Þessi útblástur
kemur til vegna
tækniörðugleika í
stýrikerfi verksmiðjunnar, sem
þolir ekki þær sveiflur sem eru í
rafkerfinu. Krafa um lokun er
ósanngjörn meðan verið er að
stilla kerfið, en ef menn ráða
ekki við þetta verður að grípa til
aðgerða. Eg hef þó fulla trú á því
að menn leysi málið.“
Jón Sigurðsson
fv. forstjóriJámbl.verksm. á
Gmndartanga.
„Slíkt þætti mér
fráleitt. Það sem
hér er að gerast
er að kískilryk er
að fara út í loftið,
en það er algjör-
lega meinlaust og
formlaust og
skaðar ekkert og engan, hvorki
menn né náttúru. Þegar bilanir
koma upp í verksmiðjunni er
auðvitað ekkert annað að gera en
setja þetta efni út í loftið, en
auðvitað er það hvimleitt fyrst og
fremst sem sjónmengun - og
málið verður að leysa. Vandamál
af þessu tagi var ég að glíma við
í starfi mínu á Grundartanga vel
á annan áratug og þekki ég því
mtilií) vel.“