Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 21.10.1999, Blaðsíða 4
4 -'FIMMTUDAGVn-2T. O’KTÓ B E K 1SD~9" ' Ásbjöm hjá Jökli segir upp Ásbjörn Ól. Ásbjörnsson, ÍTamkvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn, hefur óskað eftir því við stjórn félagsins að fá að láta af starfi fram- kvæmdastjóra þess. Stjórnin hefur orðið við ósk hans og hefur orðið að samkomulagi að Ásbjörn Iáti af störfum um næstu mánaðamót. Til- kynning þessa efnis barst Verðbréfaþingi í gær. Ástæða þess að Ásbjörn vill láta af störfum framkvæmdastjóra er sú, að stjórn Jökuls hf. hefur lagt til við hluthafa að félagið verði samein- að Útgerðarfélagi Akureyringa hf. frá 1. september sl. Eins og fram hef- ur komið í fréttum er áætlað að boða til hluthafafundar hjá Jökli í lok nóvember þar sem tillaga um sameiningu verður tekin fyrir. Ásbjörn telur eðlilegt, í ljósi þeirra breyá;inga sem verða munu á rekstrinum, að gefa nýjum eigendum frjálsar hendur um endurskipulagningu. 5.000 á jjjónustuvef Símans Samkvæmt tilkynningu frá Landssímanum hafa hátt í 5 þúsund manns sótt um aðgang að þjónustuvef Símans, sem opnaður var 16. septem- ber sl. Þessi hópur getur nú skoðað upplýsingar um viðskipti sín hjá Símanum, reikninga og greiðsluyfirlit, stöðu þjónustubeiðna og yfirlit um símanotkun. Vefurinn verður í sífelldri endurskoðun. Stefnt er að því að innan tíð- ar verði hægt að greiða símareikninga á Netinu, panta, tengja og af- tengja sérþjónustu, t.d. vakningu og hringiflutning og leita að og taka frá ný símanúmer, svo dæmi séu nefnd. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskóians, rennir nýja aðgangskort- inu að skólanum. Með henni á myndinni eru, frá vinstri, Agnar Hansson, framkvæmdastjóri viðskiptadeildar VHR, Einar Páll Tómasson, markaðs- fulltrúi Europay íslands, og Helga Rut Baldvinsdóttir, forstöðumaður þró- unardeildar Europay íslands. ViðsMptaháskóliim með Europay Nýlega var undirritaður samstarfs- og kynningarsamningur milli Europay íslands og Viðskiptaháskólans í Reykjavík (VHR), sem felur m.a. í sér að Europay taki þátt í kostnaði við gerð á nýjum aðgangskort- um að skólanum og greiði fyrir auglýsingar á þeim. Samningurinn, scm er til þriggja ára, felur einnig í sér viljayfirlýsingu um samstarf þessara aðila á faglegum grunni, eins og segir í fréttatilkynningu. VHR hefur tekið í notkun nýtt öryggiskerfi frá Securitas við aðalinngang skólans. Skólanum verður framvegis lokað eftir kl. 17 á daginn og kemst eng- inn inn eftir þann tíma nema að hafa aðgangskort og aðgangsnúmer. Áskorun frá SUS Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS, hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að fella niður tolla á innflutt grænmeti og „stuðla þannig að betrí kjörum landsmanna og heilbrigð- ara mataræði". SUS bendir á að neysla grænmetis sé í flestum ríkjum Evrópu mun meiri en hér á landi, víða margfalt meiri. „Samkeppnisstofnun hefur gripið til aðgerða gegn meintri fákeppni og verðsamráði á íslenskum grænmetismarkaði. Þær aðgerðir munu ekki skila neytendum árangri því innflutningshömlur í formi tolla eru hin raunverulega ástæða fyrir háu verði grænmetis hér á Iandi,“ segir í ályktun SUS. Nýlega urðu eig- endaskipti á raf- geymafyrirtækinu Pólum ehf. Fjöl- skyldufyrirtæki Magnúsar Gunnars- sonar, fyrrum for- manns VSI, Capital ehf., keypti fyrirtæk- ið af Grími Valdi- marssyni og hefur tekið við rekstri Nýir stjórnendur Póla, þeir Magnús Gunnarsson þess Magnús verð- stjórnarformaður og sonur hans, Gunnar Kristinn ur stjórnarformaður Magnússon framkvæmdastjóri. pó]a og sonur hans, Gunnar Kristinn, verður framkvæmdastjóri. Pólar hafa um árabil starfað við innflutning, sölu og þjónustu á raf- geymum og sólarrafhlöðum, auk innflutnings á hjólbörðum. I tilkynn- ingu frá nýjum eigendum kemur fram að stefnt sé að því að efla fyrir- tækið enn frekar í þjónustu á sviði rafgeyma. EigendasMpti á Pólum SDafjpvr Olafur Ragnar Grímsson flutti aðalræðu á opnunarhátíð norrænu sendiráðanna í Berlín í gær. - mynd: gva Norðurlönd móta Evrópu á nýrri öld Forsetinn lagði áherslu á tengingu Norðurlandanna og Þýskalands í ræðu sinni í Beriin í gær. Ólafur Rag nar Grímsson var ásamt þjóðhöfðingjum hinna Norðurlandanna viðstaddur opnunarhátíð norrænu sendi- ráðanna í Berlín í gærmorgun. Ólafur Ragnar flutti þar aðal- ræðu hátíðarinnar. I ræðu sinni lagði forsetinn áherslu á teng- ingu Norðurlandanna og Þýska- lands í gegnum söguna og menningu þjóðanna. „Þýskaland hefur um aldir verið hlið okkar að straumum og stefnum, hugs- un og menningu sem mótað hafa meginland Evrópu; virkjun sem beislað hefur orkuna í fljót- um mannlífsins og fært okkur afl til að skapa ný verk,“ sagði Ólaf- ur Ragnar meðal annars í ræðu sinni. Þá ræddi hann um Berlín og stöðu hennar nú, sem „tákn- borg helguð vonum um nýja tíð í Evrópu allri, um öld friðar og Iýðræðis, framfara, velferðar og réttlætis, öld mannréttinda og frelsis, öld hinnar þrotlausu ný- sköpunar." Á þeim vegamótum kæmu Norðurlöndin saman til Berlínar, „samfylgd svananna fimm sem er tákn þess árangurs sem samvinna okkar hefur skilað og staðfesting á þeirri ætlun að eiga í náinni samvinnu við Þýskaland ríkulega hlutdeild í mótun Evrópu á nýrri öld.“ Ólaf- ur Ragnar sagði það táknrænt fyrir stöðu Norðurlandanna að þegar sendiráð landanna í Berlín eru opnuð eru þrjú hinna nor- rænu ríkja í forsæti í höfuðsam- tökum álfunnar, Evrópusam- bandinu, Evrópuráðinu og ÖSE. Vélsleðasfóðæri kemur hægar Stefnir í gott ár í vélsleðasölu en ekki metár. Ekki mikið um „hílalán“ til vélsleða- kaupa. Góðærið virðist skila sér í auk- inni sölu á vélsleðum ekki síður en bifreiðum. 1 Sleðafréttum, fréttabréfi Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna, kemur fram að miðað við sölu vélsleða nú í haust virðist stefna í mjög góða sölu á vélsleðum enn einn veturinn og þrátt fyrir góða sölu í fyrra stefnir í að haustið og komandi vetur slái þá sölu út. I Sleðafréttum segir Tómas Ey- þórsson hjá Polaris ehf. meðal annars að hann muni ekki eftir því að hafa áður verið búinn að selja helming árspöntunarinnar áður en sleðarnir koma. Á það er hinsvegar að líta að þessi sala nú nær ekki sama magni og var fyrir um tíu til fimmtán árum þannig að á heildina litið sjá menn ekki fram Vélsleðasölumenn telja að góðærið skili sér ekki síður í sölu á sleðum en bílum. á metár nú. Vélsleðasala datt niður á tímabili en er nú að ná sér á skrið á ný að sögn Isleifs Þorbjörnssonar hjá Merkúr hf. Hann segir meðalsölu á vélsleð- um vera á bilinu 280-350 sleða á ári. „Þegar góðæri er þá selst þokkalega en það er seinna að skila sér heldur en í bílunum,“ segir Isleifur. Spurður um „bíla- Ián“ til vélsleðakaupa segir hann að ekki sé um sömu möguleika að ræða nú og í fyrra. Fjármögn- unarfyrirtækin sem lánað hafi svokölluð „bílalán" séu ekki búin að „opna“ fyrir það nú og líklega muni Merkúr setja upp sín eigin Ián vegna vélsleðanna. Isleifur segir hinsvegar að vinsældir af- borgunarkaupanna séu ekki f lík- indum eins miklar í vélsleðunum og í bílunum. Slík kaup séu til að mynda mun algengari á mótor- hjólurn en vélsleðum. — Hi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.