Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 3
Utanaðkomandi
afsMptasemi linni
„Það liggur fyrir samþykkt frá flokksþingi Framsóknarfiokksins í nóvember sl. um
að ríkisútvarpinu verður ekki breytt í hlutafélag, “ segir Hjálmar Árnason.
Framsóknarmeim slá
skjaldborg um ríMs-
útvarpið og segja að
því verði ekki breytt í
blutafélag. Hjálmar
Amason segir að
utanaðkomandi
afskiptasemi af mál-
efnum RÚV verði að
linna.
Málefni ríkisútvaqjsins voru enn
til umræðu á Alþingi í fyrradag.
Þar greindi menntamálaráðherra
frá því, í svari við fyrirspurn frá
Kristjáni Pálssyni, að hann væri
með í smíðum frumvarp til laga
um breytingar á ríkisútvarpinu.
Þar væru meðal annars uppi
hugmyndir um að breyta RUV í
hlutafélag. Hann sagði pólitíska
ákvörðun ekki liggja fyrir um
hvort frumvarpið yrði Iagt fram.
Frumvarpið hefur ekki verið
lagt fram vegna þess að um það
er ekki samkomulag í ríkisstjórn-
inni. Framsóknarmenn leggjast
af alefli gegn því að ríkisútvarp-
inu verði breytt í hlutafélag, sem
er fyrsta skrefið til að einkavæða
það.
„Það þarf í sjálfu sér ekkert að
ræða þetta mál. Það liggur fyrir
samþykkt frá flokksþingi Fram-
sóknarflokksins í nóvember sl.
um að ríkisútvarpinu verður ekki
breytt í hlutafélag. Það er sú lína
sem flokkurinn fer eftir. Hins
vegar hafa menn rætt það, m.a. í
þingflokknum, að það þurfi að
taka á stjórnunarvanda RÚV. Þar
eru greinilega of margir stjórn-
endur bæði innan húss sem
utan. Við teljum að því þurfi að
breyta þannig að það verði ljóst
hver stjórni ríkisútvarpinu,“ seg-
ir Hjálmar Árnason alþingismað-
ur.
Afskiptasemi af iimri mál-
ii in
Hann segir að utanaðkomandi
afskiptasemi af innri störfum
ríkisútvarpsins verði að Iinna,
hún sé óþolandi og að taka verði
upp skilvirkari stjórnun.
„Auðvitað er útvarpsfólk ekki
yfir gagnrýni hafið. Það virðist
vera takmörkuð ritstjórn eins og
gerist og gengur hjá fjölmiðlum,
sem eflaust má rekja til utanað
komandi afskipta," segir Hjálmar
Arnason.
Valgerður Sverrisdóttir sagði í
Degi í gær að framsóknarmenn
vildu hafa öflugt ríkisútvarp.
Ástæðan fyrir því að framsóknar-
menn hafa lagst í vörn fyrir ríkis-
útvarpið er sú þrá sjálfstæðis-
manna að geta gert það fyrst að
hlutafélagi og síðan að selja það.
Þeir hafa ekkert farið leynt með
þennan vilja sinn og ákafastir
eru ungir sjálfstæðismenn.
- S.DÓR
Frá kynningu samstarfsins í gær.
mynd: TErruR
Skúna með
Símaniun
Landssíminn tilkynnti í gær
samstarf og sameiningu Sfmans-
Internets og Skímu. Samruninn
á sér stað á næstu mánuðum
undir merki Símans-Internets
en fyrirtækin hafa verið aðskilin
til þessa. Skíma hefur síðustu
mánuði alfarið verið í eigu
Landssímans. Forráðamenn
Landssímans telja að sameinað
fyrirtæki hafi rfflega þriðjungs
hlutdeild á netmarkaðnum.
Reiknað er með að sameining
verði að fullu komin til fram-
kvæmda á fyrri hluta næsta árs.
Viðskiptavinir fyrirtækjanna
munu halda netföngum sínum
og allar breytingar sem gerðar
verða á þjónustu við viðskipta-
vini verða boðaðar með góðum
fyrirvara.
Menntamálaráð-
herra vanhæfnr
INNLENT
Til að skipa í stöðu
framkvæmdastj óra
Raunsóknarráðs ríkis-
ins. Náinn ættingi
meðal sex umsækj-
enda. Fjármálaráð-
herra skipar í stöðuna
á næstunni.
Geir Haarde Fjármáiaráðherra skipar
framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs
íslands tii næstu fímm ára sökum
vanhæfni menntamáiaráðherra.
nánast út í eitt sé m.a. sú að 5
ára ráðningartími núverandi
framkvæmdastjóra rann út um
sl. mánaðamót. Þótt skammur
tími hefði verið til stefnu þá sé
þetta í samræmi við lög um skip-
an framkvæmdastjóra Rannsókn-
arráðsins. Með breytingum á lög-
um frá 1997 sé ekki lengur ráðið
í stöðu framkvæmdastjóra en
heldur sé hann skipaður af ráð-
herra til 5 ára.
Kaupþing sMptir um kerfi
Kaupþing hefur tekið í notkun nýtt viðskiptakerfi frá Infinity-tölvu-
fyrirtækinu. Kerfið einfaldar allar viðskiptafærsiur fyrirtækisins og
eykur afkastamöguleika verulega þar sem hver viðskiptafærsla geng-
ur nú sjálfkrafa í gegnum alla ferla innan þess, allt frá afgreiðslu til
bókhalds. Auk þess minnkar hætta á innsláttarvillum, þar sem nú
þarf aðeins að slá inn hveija færslu einu sinni, að því er segir í til-
kynningu frá Kaupþingi.
Uppsetning Infinity kerfisins er hluti af heildarendurskipulagn-
ingu upplýsingakerfa Kaupþings með það að markmiði að innleiða
sjálfvirkni á öllum stigum viðskipta.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra hefur Iýst sig vanhæfan
í samræmi við stjórnsýslulög til
að skipa í stöðu framkvæmda-
stjóra Rannsóknarráðs íslands
vegna þess að náinn ættingi hans
er meðal umsækjenda. Þessi um-
sækjandi er Guðrún Pétursdóttir,
forstöðumaður sjávarútvegs-
stofnunar Háskóla Islands, en
Björn og Guðrún eru bræðra-
börn. Af þeim sökum mun Geir
Haarde Qármálaráðherra skipa í
stöðuna. Búist er við að ráðherra
muni gera það innan tíðar.
Knappur tími
Staða framkvæmdastjóra Rann-
sóknarráðs fslands var auglýst
laus til umsóknar í sl. mánuði.
Innan vísindasamfélagsins vakti
athygli að umsóknarfrestur var
til 29. september sl. en ráðherra
mundi skipa í embættið 1. októ-
ber, eða nokkrum klukkutímum
eftir að umsóknarfrestur rann út.
Þorsteinn I. Sigfússon, stjórnar-
formaður Rannsóknarráðsins,
neitar því aðspurður hvort skýr-
ingin á þessum skamma tíma sé
vegna þess að ákveðið hefði verið
fyrirfram að eyrnamerkja ein-
hverjum þessa stöðu. Hinsvegar
sé ástæðan fyrir því að umsókn-
arfrestur og skipunartími rann
Vilhjálinur sækir um
Auk Guðrúnar Pétursdóttur
sóttu fimm aðrir um stöðu fram-
kvæmdastjóra Rannsóknarráðs
íslands samkvæmt upplýsingum
frá stofnuninni. Þeir eru Eyjólfur
Pétur Hafstein forstöðumaður,
Vilhjálmur Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs
íslands, Loftur A. Þorsteinsson
framkvæmdastjóri, Þórður Jóns-
son vísindamaður við Raunvís-
indastofnun Háskóla íslands og
Hermundur Sigmundsson verk-
fræðingur. - GRH
Hátækni á Höfii
Nýtt fyrirtæki, Norður hf., sem
vinnur bragðefni í matvæli úr
sjávarfangi verður stofnað í
Hornafjarðarbæ í dag, föstudag.
Meðal hluthafa í þessu nýja íýr-
irtæki eru m.a. Nýsköpunarsjóð-
ur atvinnulífsins, Norður-Höfn
ehf., einstaklingar og fyrirtæki í
Hornarfjarðarbæ og víðar. Fyrir-
tækið mun framleiða bragðefni
t.d. f sósur, súpur og tilbúna rétti
og fleira fyrir alþjóðlega markaði.
■ Gert er ráð fyrir að verksmiðjan
geti tekið til starfa mjög fljótlega
en hún verður til húsa í gömlu
mjólkurstöðinni í hænum.
í fyrsta sMpti
Halldór Arnason sem unnið hef-
ur að stofnun þessa nýja fyrir-
tækis segir að hlutafé þess sé um
sex milljónir króna að nafnvirði.
Markaðsverð þess sé hins vegar
metið á um 90 milljónir króna.
Hráefni til vinnslunnar sé m.a.
hunjar, '>fækja>.'®gi /an'rtað gajðái
sjávarfang. Til að vinna ensím,
eða lífhvata til bragðefnavinnsl-
unnar sé notað fiskislóg. Fram-
leiðslan byggir á rannsóknum ís-
lenskra vísindamanna sem hafa
staðið yfir í 15-20 ár en þó eink-
um Jóns Braga Bjarnasonar hjá
Raunavísindastofnun Háskóla
Islands og Bergs Benediktssonar
hjá fyrirtækinu Norður-Höfn.
- GRH
tt'J (titlWii iliWii UWIWUtUÍÍbUértJI
Lok samkeppni uin útilistaverk
Á laugardag verður opnuð í Deiglunni á Ak-
ureyri sýning á fimm verkum sem valin voru
til frekari útfærslu í hugmyndasamkeppni
um útilistaverk á Akureyri.
Samkeppnin var ákveðin í tengslum við
þúsund ára afmæli kristnitöku á Islandi og
landafundi £ Norður-Ameríku. Samkeppnin
var tvískipt. Fyrri hlutinn var almenn hug-
myndasamkeppni og bárust alls 62 tillögur.
Dómnefnd skipuð fulltrúum frá Akureyrar-
bæ og Sambandi íslenskra myndlistarmanna
valdi úr þeim hugmyndum fimm verk. Höf-
undar þeirra tóku þátt í lokaðri samkeppni
um það hvaða verk yrði fyrir valinu. Sam-
keppninni er nú lokið og verður tilkynnt um niðurstöðu dómnefnd-
ar, það er að segja hvaða verki dómnefnd mælir með til frekari út-
færslu og framkvæmda, við opnun á sýningu á verkunum fimm í
Deiglunni á laugardag klukkan I 5.00. Sýningin verður opin almenn-
ingi klukkan 15-18 fram til 31. október. - hi
Ahyggjur af manneMu í grumi
skólunum
Fulltrúaráð Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar skorar á Fræðslu-
yfirvöld borgarinnar að grípa þegar til viðeigandi ráðstafana til að
bægja frá því ófremdarástandi sem uppi er í þeim grunnskólum sem
verst hafa orðið úti vegna manneklu og tryggja þannig nemendum og
starfsfólki grunnskólanna viðunandi aðstæður. Þetta kemur fram í
ályktun fulltrúaráðsins á fundi, sem haldinn var nú í vikunni.
I ályktunni segir að ástandið bitni á öllu skólastarfinu, sérstaklega
þeim sem síst skyldi, það er nemendunum. I skólunum sé það álag
sem er á þeim fáu starfsmönnum sem eru við störf algerlega óviðun-
andi, fjarvistum vegna veikinda fjölgi og að lokum muni fólkið gefast
upp og hverfa til annarra starfa. Bent er á að meginástæða þess hve
erfiðlega gangi að ráða starfsfólk til skólanna sé hin lágu Iaun sem í
boði eru og að önnur sveitarfélög greiði almennt umtalsvert hærri
; Iaiin, fyrir.þessi,störfien Reykjavíkurborg. - HI