Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 4
Xfe^eiir r j 4- FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 iarðgöng á Austurlandi Aðalfundur Sambands sveitarfé- laga á Austurlandi, sem haldinn var fyrr í haust, skorar á þing- menn kjördæmisins að tryggja að fyrri ákvarðnir og áform um jarð- göng á Austurlandi nái fram að ganga. Aðalfundurinn heitir á samgönguráðherra að veita máli þessu brautargengi og vitnar til samkomulags þess efnis að næstu jarðgöng hérlendis verði á Austurlandi. Þeirri áskorun er beint til Vegagerðarinnar að tryggt verði að þjóðvegur 1 um Mývatns- og _____________________ Möðrudalsöræfi verði ruddur alla daga vikunnar þegar aðstæð- ur leyfa. Hið sama gildi um veg- inn um Vopnaljarðarheiði niður í Vopnaljörð. Eini raunhæfi möguleiki þeirra sem ferðast þurfa landleiðina til og frá Vopnafirði sé um Vonaíjarð- arheiði. Til að tryggja eðlilegar vetrarsamgöngur um heiðina er mjög brýnt að snjóruðningsþjónusta þar verði í samræmi við reglur þær sem gilda hverju sinni um þjóðleiðina milli Austur- og Norðurlands. Þeirri áskorun er beint til Vegagerðar- innar að tryggt verði að þjóðvegur 1 um Mývatns- og Möðrudalsöræfi verði ruddur alla daga vikunnar þegar að- stæður leyfa. Samstarf SSA og Eyþings Aðalfundur SSA samþykkti að samstarf SSA og Eyþings hæfist nú þegar. Samstarfið miði að því að samtök sveitarfélaga í væntanlegu Norð-Aust- urlandskjördæmi verði eins samstíga og frekast er kostur og geti starfað sem öflugur málsvari allra sveitarfélaga í nýja kjördæminu. Skipuð verði samráðsnefnd SSA og Eyþings og eiga í henni sæti þrír aðilar frá hvoru sambandi. Haft verður að leiðarljósi að samböndin eru málsvarar sveit- arfélaganna og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum þeirra. Sam- böndunum er ekld ætlað að fást við rekstur stofnana eða verkefna og áhersla verður Iögð á gott samstarf við alþingismenn kjördæmanna. Meira framboð af læknum og hjiíkrunarfræðmguni SSA skorar á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigð- isráðherra að efla ráðstafanir til að tryggja meira framboð af læknum og hjúkrunarfræðingum til starfa í dreifbýli og tryggja þannig að gæði heil- brigðisþjónustu þar verði ekki lakari en á þétt- býlli svæðum landsins, sbr. lög um heilbrigðis- þjónustu. Hvatt er til þess að námsframboð í Ijórðungnum fyrir heilbrigðisfólk verði aukið stórlega, sem allra lyrst verði komið á sérstöku námi fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk í heilbrigðisþjónustu sem hyggst starfa í dreifbýli og sérstaklega verði sinnt málefnum sjúkraflutninga og sjúkraflugs til að tryggja ör- yggi íbúa Austurlands og veita heilbrigðisstarfs- fólki baktryggingu í erfiðum tilfellum. SSA skorar á Ingi- björgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra að efla ráðstafanir til að tryggja meira framboð af læknum og hjúkr- unarfræðingum. Reynsluverkefoi í heibrigðismálum á Homafirði Skorað er á heilbrigðisráðherra að ganga til samninga við sveitarfélagið Hornafjörð um framhald reynsluverkefnis á sviði heilbrigðismála til tveggja ára þannig að meiri og betri reynsla fáist af verkefninu. Nauðsyn- legt er að slíkur samningur skili nægjanlegu fjáríramlagi til reksturs Heil- brigðisstofnunarinnar á Hornafirði þannig að hún geti sinnt nauðsyn- legri heilbrigðisþjónustu á starfssvæði sínu. Smiði nýrrar ferju íagnað Aðalfundur SSA fagnar því að samgönguráðuneytið setji aukið fé í að lengja ferðamannatímann. Leita þarf allra leiða tíl að hægt sé að reka ferðamannaþjónustu um allt land. Einnig þarf að efla upplýsingamið- stöðvar með auknu (járframlagi frá ríkinu þar sem þessi atvinnugrein er veikburða um allt land. Fagnað er áformum Smyril Line um smíði nýrr- ar farþegaferju og eflingu feijusiglinga milli útlanda og Austurlands. Skertur fjárhagur landshyggðarsveitar- félaga Það sem af er þessum áratug hafa sveitarsjóðir verið reknir með halla ár hvert er nemur samtals á þriðja tug milljarða króna. A sama tíma hefur verulega hallað á sveitarfélögin í landinu í samskiptum þeirra við ríkis- valdið. Samkvæmt skýrslu nefndar um fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga 1990 til 1997 kemur í ljós að þær aðgerðir ríkisvaldsins sem hægt er að meta með beinum hætti, hafi skert fjárhag sveitarfélaga um samtals 14 til 15 milljarða króna á tímabilinu. Því er beint til tekjustofna- nefndar að hún taki til sérstakrar skoðunar þá íjölmörgu þætti í sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga sem leitt hafa til skerðingar á fjárhag sveit- arfélaga, annað hvort með auknum álögum eða skerðingu á tekjustofn- um. Einnig er því beint til nefndarinnar að sérstakt tillit verði tekið til landsbyggðarinnar í störfum hennar í Ijósi þeirra búferlafiutninga sem átt hafa sér stað á undanförnum árum, og áhrifum þeirra. Sameining sveitarfélaga Aðalfundur SSA nvetur stjórn sambandsins að fylgjast vel með umræðu um sameiningu sveitarfélaga í Austurlandsfjórðungi og styðja við undir- búning sameiningar þar sem það á við. - GG Svanbjörn Sigurðsson rafveitustjóri kynnti í gær, ásamt samstarfsfólki sínu, fullmótað gæðakerfi fyrirtækisins, sem unnið hefur verið að undanfarin rúm fjögur ár. 77/ hægri er Agnar Árnason markaðsstjóri. Vonast er til að gæða- kerfið auki afhendingaröryggi raforku til neytenda og geri allt starf innan fyrirtækisins árangursríkara,- mynd: brink Rafveita Akureyrar fyrst með gæðakerfi Forsvarsmeim Raíveitu Akureyrar kynutu í gær gæðakerfi, sem unnið hefur verið að iiman fyrirtækisiiis í rúm fjögur ár og er nú fullklárt. Eftir því sem næst verður komist er Rafveita Akureyrar sú fyrsta á Iandinu til að fullldára gæðakerfi til notkunar innan fyrirtækisins. Fyrsti hlutinn var raunar tekinn í notkun 13. febrúar 1996 en síðan í áföngum eftir því sem þróun og vinnslu gæðakerfisins hefur mið- að síðan þá og að fullu um liðin mánaðamót. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um það enn hvort Rafveitan sækir um vottun gæða- kerfisins en ætlunin er að Iáta reynsluna af notkun þess ráða því. Evktir afhendingaröryggi Að sögn Svanbjörns Sigurðssonar rafveitustjóra er megin markmið fyrirtækisins með gæðakerfinu að ná fram meira öryggi í rekstri, meiri hagkvæmni og um leið að auka gæði og afhendingaröryggi rafmagns til neytenda. Gæðakerf- ið er uppbyggt af 18 stefnuskjöl- um, 60 verklagsreglum og 116 eyðublöðum og vinnulýsingum. Spurðir um hvort öll þessi eyðu- blöð og reglur geri starfið ekki þyngra í vöfum og auki skrifræði segja forsvarsmenn fyrirtækisins svo alls ekki vera. Að ýmsu leyti auðveldi reglurnar og eyðublöðin starfsmönnum vinnu sína og spari jafnvel tíma frekar en hitt. Heild- arkostnaður við gæðakerfið, þar með talin ráðgjöf, tölvuforrit og fleira, er um fimm milljónir króna og segist Svanbjöm ekki í vafa um að þær skili sér fljótt til baka. Starfsmenn Rannsóknastofnunar Háskólans á Akureyri veittu Raf- veitunni ráðgjöf við smíð kerfis- ins, fyrst Jón Skjöldur Karlsson en síðan Einar Askelsson. Lága raforkuverðið óþekkt Meðal þess sem fram kemur í gæðakerfinu er sú stefna Rafveitu Akureyrar að halda rafmagnsverði sem lægstu. Á kvnningarfundin- um kom fram að verð á rafmagni er urn tíu af hundraði lægra á Ak- ureyri en á höfuðborgarsvæðinu og allt að þrjátíu af hundraði lægra en annarsstaðar í Eyjafirði. 1 könnun sem Ráðgarður gerði ný- lega kom hinsvegar fram að að- eins um níu af hundraði Akureyr- inga vissu um þetta lága raforku- verð en sautján af hundraði töldu raforkuverð hærra á Akureyri en í höfuðborginni. — HI Ovissa uin minja- vörslu í Eyjafirði Staða minjavarðar fyr- ír Norðiiriand eystra er í uppnámi. Hvorki Akureyrarbær né ríkið gera ráð fyrir fjárveit- ingu. Guðrún Kristinsdóttir, minjavörð- ur við Minjasafnið á Akureyri, Ieitaði með erindi til bæjarstjóra eftir heimild bæjarstjórnar Akur- eyrar til framlengingar á samningi milli Minjasafnsins á Akureyri og þjóðminjaráðs, að því gefnu að þjóðminjaráð veiti safninu áfram umboð til minjavörslu á Norður- landi eystra. Erindinu var hafnað af bæjarráði á fundi þess í liðinni viku og bent á skyldur ríkisins varðandi stöðuna. Ekki er hins- vegar gert ráð fýrir fjárveitingu vegna stöðunnar í Ijárlögum fyrir næsta ár. Bæriim bendir á ríkið I október 1998 var gerður samn- ingur milli Minjasafnsins á Akur- eyri og þjóðminjaráðs um að safn- ið tæki að sér minjavörslu í Eyja- firði. Samningurinn gildir til loka þessa árs og var gerður í þeirri von að við lok hans kæmist á föst staða minjavarðar á Norðurlandi eystra. Óvissa virðist hins vegar ríkja um stöðu mála á næsta ári. Samkvæmt þjóðminjalögum á að vera búið að ráða minjaverði til starfa á öllum minjasvæðum fyrir árslok 2000 en hvorki ríki né Ak- ureyrarbær vilji kosta stöðuna næsta árið. Það sem um ræðir er hálft stöðugildi miðað við óbreytt fyrirkomulag frá því sem nú er. I afgreiðslu bæjarráðs segir að bæjarsjóður Akureyrar hafi í eitt ár ljármagnað þetta verkefni rík- isins og „sér bæjarráð sér ekki fært að halda því áfram og bendir á skyldur ríkisins í þessu sam- bandi.“ Það sem um ræðir eru laun og launatengd gjöld eins starfsmanns ásamt bifreið og skrifstofubúnaði ýmsum. Verkefni í hættu Guðrún Kristinsdóttir segir þessa stöðu ekki góða, sérstaldega með tilliti til ýmissa verkefna sem þeg- ar eru komin i gang. Til að mynda er það undirbúningur að opnun sýninga á vegum Minjasafnsins á nokkrum stöðum í Eyjafirði, forn- Ieifaskráning og uppbygging minjastaða með ferðamennsku fyrir augum. Minjavarsla í Eyja- firði og ýmis verkefni henni tengd eru því í fullkominni óvissu eins og stendur. - hi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.