Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 10
10- FÖSTUDAGVR 22. OKTÓBER 1999 SMÁAUGLÝSINGAR Dekk til sölu__________________ Til sölu 4 nagladekk á Hyundai. Upplýsingar í síma 462 4947 eftir kl. 19. Takið eftir______________________ Frá Sjónarhæð. Unglingafundir á föstu- dagskvöldum kl. 8:30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá vini okkar frá Ástjörn. Verið öll velkomin. Til sölu______________________________ Til sölu eru IKEA-kojur i fullri lengd úr furu, seljast ódýrt. Upplýsingar í síma 461 -3777 og 898-3300. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11:00 sunnudag. Messa kl. 14:00. Sopi og spjall eftir messu, þar sem kirkjugestum gefst kostur á að ræða efni predikunarinnar. Biblíulestur í Safnaðarheimilinu mánudag kl. 20:00 í umsjá sr. Guðmundar Guðmunds- sonar héraðsprests. Yfirskrift lestranna fram að jólum er „Á tali við Drottin". Allir vel- komnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN, AKUREYRI Gospelkvöld unga fólksins. Valdimar Júlíus- son predikar. HJÁLPRÆÐISHERINN, AKUREYRI Ellefu plús 11 + fyrir 11 og 12 ára böm kl. 17:30, Flóamarkaður frá kl. 10-18. KAÞÓLSKA KIRKJAN, AKUREYRI Messa laugardag kl. 18. Messa sunnudag kl. 11. Laugarneskirkja Morgunbænir kl. 6:45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplifun fyrir börn. Vinur okkar GUNNAR KRISTJÁNSSON áöur til heimilis aö Noröurgötu 15, Akureyri er lést 15. október aö Dvalarheimilinu Hlíð verður jarö- sunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. október kl. 13.30. Sigurrós Jónsdóttir, Páll Garöarsson VIÐ ERUM MIÐSVÆÐIS MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA SlMI 451 2617 • FAX 451 2890 Sýnishorn af bilum og tækjum á sýningarsvæði Hyundai Stavex 7 manna Diesel 4x4 árg.99 Subaru Legacy nýr árg. 99 Landrover douplecap 5 cyl. Diesel árg. 99 Nissan Diesel 4x4 árg. 99 Suzuki Grand vitara 6 syl. nýr árg. 99 Suzuki Balleno st. 4x4 nýr árg. 99 MMC douple cap 4x4 árg.95 Subaru Legacy árg.90 Hyuandai Elantra árg. 95 Hyuandai Sonata árg. 97 Lada Sport árg. 88 Grand Cherocy 6 syl. árg. 93 Toyota Turing árg. 95 Ford Explorer árg. 91 MF 4255 95ha 4x4 árg. 99 Ford newholland 6640 4x4 árg. 96 Ford newholland 5635 árg.97 Rúlluvél Wermer 504 árg. 99 Pökkunarvél K 7335 árg. 99 Pökkunarvél Tangó árg. 99 Sláttuvélar Kunn GMD 700 árg. 99 Niemeyer Eurodiese 260 árg. 99 Sturtuvagn 8,5 tonn Muavél nyemaier RS 340-DA árg. 99 Springmaster hestaflutningakerra árg. 99 Vegna mikillar sölu vantar allar gerð- ir af bílum og tækjum á söluskrá. Véla - Pallaleiga Skógarhlíd 43, 601 Akureyri fyrir ofan Iiúsasmiðjuna Leigi út álvinnupalla. Henta vel við málningu og viðgerðir á litlum og stórum húsum. 461-1386 og 892-5576 Laugardaginn 23.10.1999 kl. 10.30 verður Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, gestur okkar á Léttspjallsfundi. Fundarefni: Borgarmál Fundarstaður: Hverfisgata 33, 3. hæð Félagar fjölmennið, Framsóknarfélag Reykjavíkur. Undur oq stórmerki... )) www.vis■ r is FYRSTUB MEO FRÉTTIRNAR Megawati kos- in varaforseti Stuðningsmenn Megawati fagna ákaft þegar úrslit varaforsetakosning- anna eru tilkynnt í sjónvarpi. Varaforsetaembættið hefur mikla þýðingu íyrir Megawati, enda forsetinn ákaflega heilsuveill. Megawati Sukarnoputri, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar á Indónesíu, er orðin varaforseti landsins. Að þessu sinni heyrð- ust engar óánægjuraddir í Jakarta, höfuðborg landsins, og vonast var til að þessi ráðstöfun myndi binda enda á óeirðirnar sem spruttu upp eftir að Megawati tapaði í forsetakosn- ingunum á miðvikudag. Varaforsetaembættið, sem jafnan hefur verið meira tákn- ræn staða heldur en raunveruleg áhrifastaða, þykir nú hafa mun meiri þýðingu en ella vegna þess hve heilsufar forsetans, Abd- urrahman Wahid, er bágborið. Falli Wahid frá eða láti af emb- ætti vegna heilsubrests tekur Megawati sjálfkrafa við embætti forseta landsins. Margir telja litl- ar líkur á að Wahid, sem er 59 ára gamall, endist heilsa til þess að gegna forsetaembættinu í heilt kjörtímabil, sem er fimm ár. Hann hefur tvisvar fengið hjartaáfall og er blindur. 396 þingmenn greiddu Megawati atkvæði sitt, en 284 kusu Hamzah Haz, leiðtoga flokks múslima. Tveir aðrir frambjóðendur, Wiranto hers- höfðingi og Abkar Tandjung frambjóðandi Golkar-flokksins, drógu framboð sitt til baka á síð- ustu stundu og tryggðu þar með í raun Megawati sigurinn. Golkar flokkurinn hefur þar með haft afgerandi áhrif á úrslit bæði forseta- og varaforseta- kosninganna, því það var stuðn- ingur flokksins við Wahid sem tryggði honum forsetaembættið. Megawati er dóttir Sukarnos, fyrsta forseta landsins, og nýtur hún mikilla vinsælda. Flokkur hennar hlaut flest atkvæði í þingkosningunum í sumar, en náði þó ekki meirihluta á þingi. Miklar óeirðir brutust út í Jakarta og víðar á Indónesíu eft- ir að Megawati tapaði í forseta- kosningunum á miðvikudag. Stuðningsmenn hennar voru æfir margir hverjir og héldu mót- mælaaðgerðirnar víða áfram allt þar til ljóst var að hún hafði ver- ið valin í varaforsetaembættið, en fljótlega upp úr því datt allt í dúnalogn. Kosning Wahids í forsetaemb- ættið réðst verulega af ótta Golkar við reiði múslima ef kona yrði kosin í embættið, en Megawati hlaut hins vegar vara- forsetaembættið af ótta við reiði stuðningsmanna hennar. Lítið þarf til að hleypa öllu í bál og brand í Indónesíu, sem er eitt fjölmennasta ríki heims. Mikið er í húfi að halda friði og stöðugleika í landinu því stjórnvöld þurfa að takast á við það erfiða verkefni að ná Indónesíu upp úr einni verstu efnahagskreppu sem riðið hefur yfir landið. Athyglisvert er að gengi gjaldmiðils Indónesíu hafði hækkað nokkuð eftir því sem nær dró forsetakosningun- um, þar sem talið var líklegast að Megawati myndi hljóta það. Eft- ir að Wahid var kosinn lækkaði gengið á ný, en hækliaði síðan aftur eftir að Megawati hafði verið valin í varaforsetaembætt- ið. HEIMURINN Fyrrverandi ráðherra myrtur TYRKLAND - Ahmet Taner Kislali, blaðamaður og fyrrverandi menningarmálaráðherra Tyrklands, lést í gær þegar sprengja sprakk í bifreið hans. Sprengjan var í plastpoka á framrúðunni og sprakk þeg- ar hann tók pokann upp. Kislali er þekktur fyrir andstöðu sína gegn bókstafstrú og fjölmiðlar í Tyrklandi fullyrtu að samtök íslamskra bókstafstrúarmanna hafi lýst yfir ábyrgð á tilræðinu. Það hafði þó ekki fengist staðfest í gær. Rússar þrengja æ meir að Grosní RUSSLAND - Rússneski herinn þrengir stöðugt hring sinn um Grosní, höfuðborg Téténíu, en megnið af þorpum og bæjum um- hverfis höfuðborgina er nú þegar á valdi Rússa. Varnarmálaráðherra Rússlands segir þó að ekki sé í bígerð að leggja borgina undir sig í einu lagi með stórárás, heldur muni herinn fikra sig smám saman inn í borgina. Netanyahn yfirheyrður ISRAEL - Benjamin Netanjahu, fyrrverandi forsætisráðherra Israels, var yfirheyrður á miðvikudag og gerð var húsleit bæði heima hjá hon- um og á skrifstofu hans. Eiginkona hans, Sara, var einnig yfirheyrð. Við húsleitina fannst mikið magn af verðmætum hlutum sem honum voru færðir sem gjöf meðan hann var forsætisráðherra. Gjafirnar voru þó ekki ætlaðar honum sjálfum, heldur forsætisráðherraemb- ættinu og hafði hann enga heimild til að slá eign sinni á þær og geyma þær heima hjá sér. Papon var í Sviss SVISS - Enn er ekki vitað hvar Maurice Papon, fyrrverandi ráðherra í Frakklandi sem nú er dæmdur stríðsglæpamaður, heldur sig, en hann mætti ekki til réttarhalda í gær þar sem taka átti fyrir áfrýjun hans. Nú er komið í ljós að hann var staddur í Sviss í síðustu viku, en óvíst er hvort hann sé þar ennþá. Papon hlaut tíu ára fangelsi fyr- ir að hafa flutt 1.500 gyðinga burt frá Frakldandi á stríðsárunum, en Ieið þeirra lá beint í útrýmingarbúðir nastista. Papon er 89 ára gam- all. Ekki má miimast á Drakúla RUMENÍA - Stjórnvöld í Rúmeníu vilja ekkert vita af Drakúla og vilja alls ekki að minnst verði á það einu orði í sögukennslubókum að Vlad Tepes fursti, sem uppi var á miðöldum, hafi verið fyrirmynd blóðsugunnar frægu sem enn lifir góðu lífi í bókum og bíómyndum. Miklar deilur hafa því risið á þjóðþingi Rúmeníu vegna þess að á þetta er minnst í nýrri kennslubók. Einn þingmaðurinn gekk meira að segja svo langt að krefjast þess að upplagið af þeirri bók verði brennt.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.