Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 - 13 Chelsea lék vel og rúllaði Galatasaray upp a útivelli Norðmenn gera það ekki endasleppt í Meistaradeildinni, en Molde vann gríska liðið Olympiakos 3-2 eftir að Olympiakos hafði komist í 2-0, sem voru hálfleiks- tölur leiksins. Þrátt fyrir það að tyrkneskir áhangendur tyrkneska liðsins Galatasaray biðu Ieikmenn Chelsea velkomna til „vítis“ er þeir komu til leiks í Meistara- keppni Evrópu í Istanbul, sigr- uðu þeir stórt, 5-0. En í leikjun- um 10 á miðvikudag var alls skorað 31 mark. Mörk Chelsea skoruðu Flo (2), Zola, Wise og Ambrosetti. En sjálfsagt hafa leikmenn Chelsea verið þeirri stundu fegnastir er lokaflaut leiksins gall við og þeir voru Iaus- ir við tyrknesku áhorfendurna, sem görguðu á þá allan leikinn. Spurning hvort sumir þeirra voru komnir til þess að horfa á fótbolta. Þrátt fyrir sigurinn tókst Chelsea ekki að ná efsta sæti H-riðils, þar sem Hertha Berlin, með landsliðsfyrirliðann Eyjólf Sverrisson innanborðs, vann sigur á AC-Milan, 1-0, með marki Wosz í lok fyrri hálfleiks og leiðir í riðlinum með 8 stig en ! 1 é '| §|p jS ‘-íss- 1 M >1 Eyjólfur Sverrisson [á lofti) og Kai Michalke, leikmenn Herthu Berlin, kljást um boltann við Milan-leikmanninn Guly og hrósuðu sigri þegar upp var staðið. Galatasarayleikmaðurinn Hakan Sukur aðþrengdur af leikmönnum Chelsea, þeim Frank Lebeceuf t.v. og Albert Ferrer t.h. Chelsea er með 7 stig. Eyjólfur Sverrisson var „yfirfrakki'1 á Brasilíumanninum Leonardo í leiknum og skilaði því hlutverki svo vel að Brassinn var alveg heillum horfinn. Valencia og Bayern Munchen skildu jöfn, 1-1, í F-riðli í Val- encia, í Ieik hinna glötuðu tæki- færa. Við það skutust Skotarnir í Glasgow Rangers upp í 1. sæti F- riðils með 4-1 sigri á PSV Eind- hoven. Glasgow Rangers er með 7 stig, en Valcncia og Bayern Munchen, sem lék eftirminni- legan úrslitaleik í keppni gegn Manchester United á síðasta vori, en tapaði, er með 6 stig svo framundan er hörkubarátta í þessum riðli en Glasgow Rangers mætir Valencia-liðinu í næstu umferð, og er leikið í Glasgow. FC Girondins de Bordeaux, eins og franska meistaraliðið heitir fullu nafni, vann sann- gjarnan sigur 2-1 á Spartak Moskva á Luzhniki-leikvangin- um í Moskvu og er efst í G-riðli með 10 stig og ætti að vera nokk- uð öruggt með sæti í 16-liða úr- slitum Meistaradeildar UEFA. Sparta Prag vann austurríska lið- ið Willem II 4-3 en austurríska Iiðið lék með aðeins 10 menn seinni hluta síðari hálfleiks, þar sem einn leikmanna þess fékk að sjá rauða spjaldið. Austurríska Iiðið er það eina í Meistara- keppni Evrópu sem er án stiga. Sparta Prag er með 8 stig í 2. sæti riðilsins. Brasilíumaðurinn Mario Jar- del skoraði bæði mörk Porto er Iiðið lagði Real Madrid 2-1 í Oporto. Mark Real Madrid var sjálfsmark. Porto er í efsta sæti E-riðiIs eftir þennan sæta sigur með 9 stig, en Real Madrid kem- ur í 2. sæti með 7 stig. Porto leikur við norska liðið Molde í næstu umferð og getur tryggt sér sæti í 16-Iiða úrslitum með sigri í þeim leik. Norðmenn gera það ekki endasleppt í Meistaradcild- inni, en Molde vann gríska liðið Olympiakos 3-2 eftir að Olympi- akos hafði komist í 2-0, sem voru hálfleikstölur leiksins. Næsta umferð í Meistaradeild Evrópu verður leikin 26. og 27. október nk. — GG ÍÞRÓT TA VIDTALID . Leildð og flautað í 30 ár Kárí Gunnlaugssoti fyrrutn leikmaðurKeflavíkur og knattspymudómari Lék um 100 leikimeð KeflavíkurWinu. Kári tel- ursjdlfurað hann hafi ekki verið grófurleikmað- ur, en fasturfyrir, og hann hafi fengiðnokkur gul spjöld áferlinum sem leik- maður, en engin rauð. Kári Gunnlaugsson í Keflavík hefur látið af störfum sem dóm- ari á vegum KSI. Hans síðasta starf var að vera aðstoðardómari (línuvörður) á úrslitaleiknum í bikarkeppninni milli KR og Akraness á þjóðarleikvanginum í Laugardal 26. september sl., sem KR vann svo eftirminnilega 3-1. Kári verður 45 ára síðar á þessu ári og á að baki langan fer- il, fyrst sem leikmaður með Keflavíkurliðinu og síðan sem knattspyrnudómari, alls í allt að þrjá áratugi. Síðustu árin hefur Kári Gunnlaugsson verið alþjóð- legur aðstoðardómari FIFA, en þeir láta sjálfkrafa af störfum við 45 ára aldurinn. Hann dæmdi um 30 alþjóðlega leiki á þeim tíma í um 20 löndum. - HvaÖ veldur þessari ákvörð- un, kannski önnur áhugamál setn eru farin að vega þytigra? „Mér fannst það vera rétti tímapunkturinn að hætta þegar ég er ekki lengur á FIFA-listan- um. Mín atvinna er staða deild- arstjóra fíkniefnadeildarinnar í flugstöð Leifs Eiríkssonar og ég sit í aðalstjórn Keflavíkur, og þar eru mikil verkefni en ég er ekki hættur að dæma fyrir mitt félag, t.d. í yngri flokkunum. Við Kefl- víkingar vorum ekki ánægðir með árangur liðsins í úrvals- deildinni í sumar, en við bindum miklar vonir við það að nýr þjálf- ari, Páll Guðlaugsson, nái góð- um árangri næsta sumar. Svo er verið að byggja hér yfirbyggt knattspyrnuhús og það á von- andi eftir að skila okkur enn betri knattspyrnumönnum." Kári segist eiga margar eftir- minnilegar stundir sem knatt- spyrnudómari, en kannski hafi fyrsta ferðin á Evrópuleik sem aðstoðardómari til Portúgal á leikvang, sem telur 80 þúsund áhorfendur, verið eftirminnileg- ust. Hann byrjaði knattspyrnu- ferilinn sem framlínumaður en færðist stöðugt aftur eftir því sem árin liðu, þó ekki í markið og lék um 100 leiki með Kefla- víkurliðinu. Hann telur sjálfur að hann hafi ekki verið grófur leikmaður, en fastur fyrir, og hann hafi fengið nokkur gul spjöld á ferlinum sem leikmaður, en engin rauð. Kári segir það mjög eftirminnilegt þegar Kefla- víkurliðið sló út sænska liðið Kalmar f Evrópukeppninni og mætti síðan Hadjuk Split frá Tékkóslóvakíu. - Þú dætndir í efstu deild árin 1990 til 1992 en þá varst þú færður niður í 2. deild þar setn þú fékkst ekki nógu góða utnsögn og dótna utn slötfþín á knattspyrnuvellinuin með flautuna frá eftirlitstnönnum KSÍ. Þú sagðir m.a. í hita leiks- ins þá að dómarar værtt ekki dæmdir affagmennsku afeftir- litsmönnum. Ertu enn sama sinnis? „Já, mér var heitt í hamsi þá og ekki bætti úr skák að ég fékk ekki að vita hvað ég hefði gert svona rangt. Síðan hefur margt gerst. Knattspyrnusambandinu er í dag stjórnað mun fagmannlegar og störf eftirlitsmanna eru einnig meira samræmd og þá um leið einnig fagmannlegri." - Þú munt kannski í framtíð- inni gatiga í stétt eflirlits- tnanna? „Það er dómaranefnd Knatt- spyrnusambandsins sem ákveður hverjir starfa á þess vegum sem eftirlitsmenn. Verði eftir því leit- að við mig og talið að ég geti gert knattspyrnunni gagn á þann hátt, þá mun ég sjálfsagt sldpa þann hóp manna sem ég gagn- rýndi svo hart hér um árið. Enda eru nú aðrir tímar." — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.