Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 - 7 ÞJÓÐMAL Gninnhugmynd um- hverfisiimræ öuunar „Eins og ég og líklega flestir aðrir skilja umræðuna, sem nú fer fram um umhverfismat vegna Austurlandsvirkj- ana, snýst hún um það, hvort sökkva megi Eyjabökkum, Hafrahvammagljúfrum, breyta núverandi landslagi á Austurhálendinu, eyða gæsaverum eða hreindýrabeitarhögum, minnka svæði ósnortinnar víðáttu og fleira í þess- um dúr, “ segir Páll m.a. í grein sinni. IMSLAMD Nú rífast menn um það fram og aftur hvort gera skuli umhverfis- mat fyrir Fljótsdalsvirkjun eða ekki. I lér er ekki ætlunin að taka þátt í þessari deilu sem slíkri, en hér er ætlunin að spyrja rétt- mætra spurninga um fyrirbærið mat á umhverfisáhrifum og notk- un okkar á grundvallarhugmynd- um í því samhengi. Mér virðist ljóst að menn hafi frá upphafi ruglast alvarlega á grundvallarhugtökum í umhverf- ismálaumræðunni hér á landi, þ.e.a.s. rugli saman umhverfis- vernd og náttúruvernd. Þetta eru tvö ólík fyrirbæri, sem ekki má rugla saman, því þá fæst ekki gagnleg niðurstaða úr umræð- unni og ákvarðanir verða byggðar á vitlausum forsendum. Tilgangur mats á umhverfís áhrifíuii Flestir ganga út frá því að til- gangur umhverfismats sé að koma í veg fyrir að menn spilli umhverfi sínu og það liggur Ijóst fyrir, hvers vegna ekki má spilla umhverfinu. Það er til þess að möguleikum mannkynsins til þess að hagnýta sér umhverfið sem uppsprettu tilvistar (þ.e.a.s. fæðu og orku) um komandi aldir verði ekki spillt eða eytt og þannig grafið undan tilvistar- möguleikum mannkyns á jörðu. Þetta er mannvænt sjónarmið og miðar að hnattdrægum áhrifum til framtíðar. Umhverfismálaumræðan er sprottin upp úr þeirri ógnar- mynd, sem dregin hefur verið upp af illri meðferð manna á um- hverfinu, meðferð sem fyrst og fremst byrjaði á öld iðnvæðingar en hefur aðallega verið stórvirk nú á hátækniöld. Sú vá sem þessi umhverfisspilling skapar fyrir framtíð mannsins á jörðu hefur verið hinn vekjandi þáttur þess- arar umræðu. Maðurinn hefur spillt vistkerfi sínu á hnattdræg- um mælikvarða. Um það er ekki deilt, þó ekki séu allir á einu máli um umfang þeirrar spillingar. Þessar frumhugmyndir umhverf- ismálaumræðunnar, að vernda þurfi náttúruna gegn áhrifum mannsins til þess að tryggja framtíð mannkyns á jörðu, eru eitthvert merkasta framlag til náttúruheimspeki sem komið hefur fram um aldir. Það væri því afar sorglegt, ef þessari viðleitni til þess að stuðla að viðhaldi góðra lífsskilyrða mannkyns á jörðu væri spillt strax við upphaf þess að hugmyndinni er markað- ur farvegur í framkvæmd, með óskýrum skilningi og óljósri um- ræðu, eins og því miður virðist nú þegar hafa gerst hér á Iandi. Islendingar virðast ekki almenni- lega skilja tilgang umhverfis- verndar. Umhverfismat er sem sagt til þess fallið, og ætti því að vera til þess ætlað, að koma í veg fyrir að menn spilli umhverfinu eða vist- kerfi sínu á þann hátt að eftir standi verri tilvistarmöguleikar mannkyns á jörðu og það er ekki svo lítill eða ómerkur tilgangur. Þetta er grundvallarsjónarmið umhverfisverndar og þar með ætti það að vera rauði þráðurinn í mati á umhverfisáhrifum. íslensku lögin um umhverfis- mat ganga hins vegar út frá því að með matinu sé komið í veg fyrir að framkvæmdir og starf- semi hafi áhrif á „menn, samfé- lag og menningu, dýr, plöntur og aðra þætti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og sam- verkan þessara þátta“, eins og það er orðað í lögunum. Hvers konar áhrif, er hins vegar óskil- greint. Þessi fremur óljósi til- gangur laganna, sem alls ekki víkur að hnattrænum tilgangi þeim sem grunnhugmyndin um umhverfisvernd og mannvæna framtíð snýst um, stafar ugglaust af því, að til umræðu um um- hverfisvernd hér hefur í upphafi verið efnt með óskýra hugsun að leiðarljósi. Um mat á náttiiruvemd Náttúruvernd er mun eldri hug- mynd en umhverfisvernd og eldri í framkvæmd og hún er til komin af allt öðrum ástæðum. Uppruni náttúruverndar er í viðleitni mannsins til þess að vernda ein- angruð fyrirbæri náttúrunnar, í fyrstu einstakar plöntur og dýr, sem virtust standa höllum fæti eða vera í útdauðahættu. Síðan fóru sérkennileg eða sjaldgæf og jafnvel „falleg“ jarð- eða lands- lagsfyrirbæri og einangruð sam- félög dýra og plantna eða ákveð- in vistkerfi að öðlast þann sess að verða talin friðunarverð. Tilgang- urinn með þessari friðun hefur yfirleitt verið að forða lífverum frá útdauða og landslagsfyrirbær- um frá spillingu, að friða um- rædd fyrirbæri og vernda þau, jafnvel að friða náttúrufarið, eins og sumir orða það, en það er í raun alls ekki hægt, þar sem það er í sífelldri þróun. I þessari frið- un felst alls engin bein viðleitni til þess að viðhalda góðum lífs- skilyrðum manna á jörðu eða til þess að bæta þau, heldur fyrst og fremst viðleitni til þess að við- halda náttúrulegum fjölbreyti- leika og að tryggja framtíðinni aðgang að þeirri Ijölbreytilegu náttúru sem við þekkjum. Nátt- úruvernd snýst um friðun íjöl- breytileikans í náttúrunni handa kynslóðum framtíðar til að njóta hans. Þetta er falleg hugsun, sem ber vott óeigingirni og fórnfýsi, en hún er því miður gagnslaus. Hún er í raun vitlaus hugsun. Það er ástæða til að rökstyðja þessa fullyrðingu, því hún mun koma illa við margan. Sú rök- semd hljóðar einhvern veginn á þessa leið: Að friða náttúru eða einhvern stakan þátt náttúrunn- ar handa kynslóðum framtíðar til þess að njóta, gengur í raun út frá því, að ef núverandi kynslóð njóti þess, sem friðað er, þá breytist það, spillist af notunum, og þessa náttúruþáttar verði því ekki framar notið eins og vert er. Að friða eitthvað handa kynslóð- um framtíðar til þess að njóta, leggur jafnframt þær siðferðilegu kröfur á herðar allra komandi kynslóða, að gera slíkt hið sama. Annars er ekkert gagn í friðun- inni, því sú kynslóð, sem loksins tekur sig til og fer að njóta hins friðaða spillir því og þar með er það „ónýtt“ og kynslóðum þeirrar framtíðar, sem þá tekur við, er ómögulegt að njóta þess eins og til stóð. Nú, ef engin kynslóð framtíðarinnar hins vegar tekur sig til og fer að njóta hinnar frið- uðu náttúru, þá var hún að sjálf- sögðu tilgangslaus í upphafi? Friðun handa framtíðarkynslóð- um að njóta er brengluð hugsun og því fölsk forsenda fyrir friðun, jafnvel þó hún hafi á undanförn- um áratugum verið einna strekasta einstök röksemd nátt- úruverndarmanna fyrir friðun stærri náttúruheilda og hafi brot- ið sér leið allan veg inn í viðhafn- arræður stjórnmálamanna og meiriháttar áætlanir og plön þjóðfélagsskipuleggjenda. Eins og ég og líklega flestir aðr- ir skilja umræðuna, sem nú fer fram um umhverfismat vegna Austurlandsvirkjana, snýst hún um það, hvort sökkva megi Eyja- bökkum, Hafrahvammagljúfrum, breyta núverandi landslagi á Austurhálendinu, eyða gæsaver- um eða hreindýrabeitarhögum, minnka svæði ósnortinnar víð- áttu og fleira í þessum dúr. Allt fer það nokkuð eftir því hver tal- ar hveiju sinni og hvað honum liggur þyngst á hjarta af þessum áhersluatriðum, sem öll eru nátt- úruverndarmál. Ekkert þeirra er í raun umhverfisverndarmál. Ekk- ert þeirra hefur áhrif á tilvistar- mögleika mannkyns á jörðu svo neinu nemur, þó áhrifin á tilvist- armögleika þeirra sem byggja Austurland nú á dögum séu glögglega til staðar. Arangur af mati á umhverfis áhrifum Hér þykist ég vera kominn að þeirri niðurstöðu að íslensku Iög- in um mat á umhverfisáhrifum séu í núverandi mynd gagnslaus. Lögin snúast í raun alls ekki um mat á umhverfisáhrifum heldur um mat á náttúruverndargildi og í því er umrætt gagnsleysi þeirra fólgið. Að sjálfsögðu þurfa lög um mat á náttúrverndargildi að vera til í landinu en þau þurfa að vera það á réttum forsendum og ástunduð í réttu samhengi. Það er ekki nógu gott að náttúru- vernd og friðun eigi sér stað fyrir ákvarðanir sérvitringa eða sjálf- skipaðra dómara eða þá kjörins eða skipaðs fámenns ráðs, sem ekki hefur aðrar viðmiðanir en eigin sérvisku eða smekk. Nátt- úruvernd á að byggja á faglegu mati og yfirveguðum forsendum og það eru cngin lög til í landinu undir réttum formerkjum sem útskýra og afmarka slíkt mat um verndargildi fyrirbæranna í ís- lenskri náttúru. A meðan mat á umhverfisá- hrifum snýst í raun um mat á náttúruverndargildi þess svæðis, sem um er fjallað, og það er aðal- atriði matsins, hvort náttúra við- komandi svæðis „spillist“, en ekki hvort viðkomandi framkvæmd eða starfsemi á svæðinu spillir tilvistarmöguleikum mannkyns á jörðu til framtíðar, þá verður að telja árangurinn af umhverfis- matinu harla Iítinn. Um það hljó- ta í raun menn að vera sammála, ef þeim er alvara í umhverfismál- um á annað borð. Og þá blasir það við, hversu sorgleg örlög hér virðast bíða einnar merkilegustu og mikilvægustu heimspeki sein- ni tíma, hugmyndunum um verndun og viðhald á vistkerfi mannsins á jörðinni. Lagasetn- ing um umhverfismat hér á Iandi hefur gjörsamlega mistekist. Lagasemjendur hafa ekki skilið upprunalegan tilgang, mikilvægi og gagnsemi umhverfismálaum- ræðunnar. Yfirstandandi endur- skoðun laganna ætlar greinilega ekki að bæta þar neitt úr, heldur aðeins að styrkja gömlu lögin og árétta misskilinn grundvöll þeir- ra, þ.e.a.s. tilganginn um nátt- úruverndargildismat. Allt ýtir þetta undir undir sí- fellt harðari umræðu í þjóðfélag- inu, byggða á misskilningi, og eykur þar með þjóðarsundrungu og ringulreið og stuðlar að því að á meðan fari tilvistarmöguleikar mannkyns á jörðu versnandi án þess að hér sé unnið gegn þeirri þróun eins og þörf er á. Afleiðingamar og Austur- landsvirkjanir Eins og ég hef reynt að sýna fram á, þá hefur illa tekist til um laga- setningu varðandi mat á um- hverfisáhrifum hér á landi og ekki síður um mat á náttúru- verndargildi. Fyrr nefndu lögin eru í rauninni ekki til. Hin síðar nefndu eru til en undir alröngum formerkjum. Hvernig kemur þetta út varð- andi Austurlandsvirkjanir? Jú, menn deila um það hátt og frekt hvort vernda beri Austurhálendið og banna þar virkjun vatnsfalla eða ekki. Með því að fjalla um málið undir fyrirsögninni um- hverfismat mætti ætla að deilan snerist um það að umræddar virkjanir spilli tilvistarmöguleik- um mannkyns til framtíðar. Um- ræðan hefur þó náttúruverndar- gildi svæðisins fyrst og fremst uppi við, verndun gæsa, víðáttu og annarra slíkra náttúruþátta. Austurlandsvirkjanir sem slíkar hafa engin áhrif á vistkerfi mannsins á hnattdrægum mæli- kvarða en þær hafa áhrif á gæsa- ver og landslag. Menn deila hins vegar yfirleitt ekki mikið um það í þessari sennu, hvort álver í Reyðarfirði hafi einhver slík áhrif á umhverfið, en það geta álver vissulega haft, ef ekki er rétt að málum staðið. Ýmsir neita reynd- ar að ræða álver í Reyðarfirði á þeim forsendum að það hangi svo órjúfanlega saman við Aust- urlandsvirkjanir að ekki sé hægt að ræða það sjálfstætt. Þessir sömu menn hamast þó sumir hverjir gegn Austurlandsvirkjun- um á þeim misskilningsforsend- um að þær spilli tilvistarmögu- leikum mannkyns á jörðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.