Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 22.10.1999, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 X^wr Simi 462 3500 * Hóiabr&ut 12 • www.nett.is/borgarbio Föstud. kl. 23.2$ Fostud. kl. 21 DOLBY Happiness® Mode in America. A nsw fjliTi by Todd Solondz ----- Sýnd kl. 19 Sýnd kl. 21 Sýnd kl. 23 nniÐomvi D I G I T A L RÁÐHÚSTORGI SÍMI 461 4666 [ HX Sýnd kl. 17,19,21 og 23 Sýnd kl. 16.50 Góður árangur Grnnn- skóla Anstur-Landeyja í Skólatalaupi HSK Hvolsskóli vann stigakeppnina í Skólahlaupi HSK í fyrsta sinn er keppnin fór fram nýverið á Laug- arvatni í rigningu, en 229 nem- endur frá 16 skólum af sam- bandssvæði HSK voru skráðir til keppni. Keppt var í 3 flokkum drengja og stúlkna, 1.-4. bekkur hljóp um 800 metra, 5.-7. bekk- ur hljóp 1.000 metra og 8.-10. bekkur hljóp 1.200 metra. Keppnin var einstaklingskeppni og jafnframt stigakeppni milli skólanna og fengu allir þátttak- endur stig, þannig að ef t.d. 40 krakkar tóku þátt, fékk sigurveg- arinn 40 stig, 2. sætið gaf 39 stig o.s.frv. Hvolsskóli vann heildar- stigakeppnina með 492 sig. Grunnskólinn í Þorlákshöfn varð í 2. sæti með 466 stig og Sól- vallaskóli náði þriðja sætinu með 464 stig. I heildarstigakeppninni standa þeir best að vígi sem eiga keppendur í öllum flokkum og því má segja að árangur nem- enda úr Grunnskóla Austur- Landeyja hafi vakið sérstaka at- hygli, en skólinn náði 6. sætinu, þrátt fyrir að eiga engan kepp- anda í 8.-10. bekk. Einnig var keppt til stiga í hverjum flokki fyrir sig og urðu úrslit þau að Grunnskóli Austur- Landeyja sigraði í 1.-4. bekk stúlkna, Grunnskólinn í Þorláks- höfn sigraði í 1.-4. bekk stráka, Flúðaskóli vann tvo flokka, 5.-7. bekk stráka og 8.-10. bekk stráka, og Sólvallaskóli vann einnig tvo flokka, 5.-7. bekk stelpna og 8.-10. bekk stelpna. í 1.-4. bekk, hnokkar, varð sigur- vegari Baldur Ragnarsson, Grunnskólanum Þorlákshöfn; í 5.-7. bekk,strákar, sigraði Grétar Guðbjörnsson, Flúðaskóla; í 8.- 10. bekk, drengir, sigraði Sigurð- ur Sigurðsson, Flúðaskóla; í 1. - 4. bekk, hnátur, sigraði Eygló R. Karlsdóttir, Sólvallaskóla; í 5.-7. bekk, stelpur, sigraði Rakel Páls- dóttir, Sólvallaskóla og í 8.-10. bekk, stúlkur, sigraði Bryndís E. Oskarsdóttir, Sólvallaskóla. - GG Badst í Eggj abikamimi í kvöld og á suimudag Átta-liða úrslit Eggjabikarsins hófust í gær í nýja KR-húsinu með leik KR-inga gegn GrindaT vík, en liðin leika svo aftur á laugardaginn kl. 16.00 í Grinda- vík. Samanlagður árangur fleytir svo sigurvegaranum í 4-liða úr- slit. I kvöld leika svo Isfirðingar gegn Tindastóli frá Sauðárkróki í íþróttahúsinu á Torfnesi og þar mun Isfólkið, stuðningsmanna- hópur Isafjarðarliðsins, eflaust láta í sér heyra. Aðrir leikir í kvöld eru svo þeir að Njarðvík leikur gegn Þór frá Akureyri og Haukar taka á móti Keflavík. Síðari leikir þessara liða eru svo á sunnudag er Þórsarar taka á móti Njarðvíkingum í íþrótta- höllinni á Akureyri kl. 16.00 og kl. 20.00 taka Keflvíkingar á móti Haukum og Tindastóll á móti ísfirðingum í „Krókódíla- síkinu“, íþróttahúsinu á Sauðár- króki. Undanúrslit fara fram fimmtudaginn 1 1. nóvember og úrslit laugardaginn 13. nóvem- ber nk. - GG Stórtap Reyknesinga í Evrópukeppni félagsliða ÍRB á eftir að leika á heimavelli gegn sviss- neska liðinu Lugano og er von til þess að sigur vinnist í þeim leik, en þá verður lið- ið að eiga hetri dag en á miðvikudagskvöldið. Sameiginlegt lið Njarðvíkur og Keflavíkur, IRB, sá aldrei til sól- ar í leik liðsins gegn franska lið- inu Nancy í Evrópukeppni fé- lagsliða, Korak-bikarnum, er lið- in léku í Keflavík. Urslit leiksins urðu 101-67 fyrir Frakkana og í hálfleik var staðan 49-26, Nancy í vil. Liðið lék mjög árangursrík- an varnarleik, kom vel út í bak- verði IRB og hindraði þriggja stiga skot og við þessu leikkerfi áttu Reyknesingar fá svör. Því dró fljótt í sundur með liðunum. Stigahæstir leikmanna IRB voru Fannar Olafsson með 16 stig og Chianti Roberts með 15 stig. Teitur Orlygsson skoraði 9 stig og hefur oft leikið betur. Stiga- hæstur leikmanna Nancy var Lion með 26 stig en Cerase, sem skoraði 7 stig, var mjög lifandi í vörninni og sívakandi að trufla sóknaraðgerðir ÍRB-liðsins. IRB á eftir að leika á heima- velli gegn svissneska liðinu Luga- no og er von til þess að sigur vinnist í þeim leik, en þá verður liðið að eiga betri dag en á mið- vikudagskvöldið. Svo eru eftir útileikir gegn finnska liðinu Huima og að sjálfsögðu Frökk- unum. Erfiðara er að átta sig á möguleikunum í síðastnefndu tveimur leikjunum, en varla eru þeir miklir. - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.